Vestri


Vestri - 24.07.1909, Blaðsíða 2

Vestri - 24.07.1909, Blaðsíða 2
V E S T R I 38. tbl. 150 sínu og kröftum til þess að vinna sem mest gagn. Ég hefi haft tækifæri til þess að kynnast og tala við marga borgarstjóra og bæjarfulltrúa, og ég hefi tekið eftir því, að flestir þeirra eru upprunnir frá lægri stéttunum. Þeir finna ánægju í því, að vinna í almenningsþarfir og koma sem mestu góðu til leiðar. Það eina, seni gefur lífinu gildi og bregður birtu og heiðri yfir dauðasæng manna, er að hafa látið eitthvað gott at sér leiða. Þeir eru engu vansælli, en mil- jónamæringarnir. — Peningarnir eru einskisvirði, et þeir eru ekki notaðir til þess að koma góðu tit leiðar. (Lauslega þýtt úr /Kringsjaa1.) * * * * * * * * * Andrew Carnegie, höfundur þessarar ritgerðar, er nafnkunnur amer-ískur miljónamæringur og mannvinur. Hann er fæddur á Skotlandi árið 1837, en ^om til Ameríku árið 1848 og byrjaði þá að vinna þar sem léttadrengur í bómullarverksmiðju. Síðar varð hann léttadrengur á símastöð ®g lærði símritun. Hann varð ritari hjá Thomas A. Scott yfirmanni Pensylvaníu járnbrautanna ogeft- irmaður hans, þegar Scott varð formaður félagsins. Hann eign- aðist hluti í télaginu og fleiri járnbrautum og símalínum, og lagði með því grundvöllinn að auðlegð sinni. Hann keypti stórt landflæmi og lét bora eftir stein- olíu og stcfnaði félag í Pitts- burgh til þess að byggja stálbrýr Og hatði komið á fót sjö stál- verksmiðjum árið 1888 og veitti þar 25,000 manna atvinnu. Arið eftir, 1889, tók hann sér hvíld frá öllum störtum og vaun að því einu, að verja fé sínu til iíknar- starfsemi, skóla, lista og vísinda, og gaf í því skyni 200 miljónir dollara af auðlegð sinni. Hefir hann síðan verið vakinn og sofinn í því að verja auð sínum til sem mests gagns fyrir almenning og auk þess fengist nokkuð við rit- störf, sem hafa miðað að sama takmarkí. Þýð. Aðalfundur Búnaðarsambands Vestfjarða var haldinn á Isafirði 19. dag júnímánaðar síðastliðinn; mættu þar auk félagsstjórnarinnar full trúar frá átta búnaðarfélögum ásamt ráðunaut Sambandsins, Hannesi Jónssyni: Hið helzta, er gerðist á fund- inum, var: 1. Reikningur Sambandsins 1908 samþyktur að úrskurðuóum athugasemdum endurskoðenda Sambandsins. 2. Gefin skýrsla um fram- kvæmdir Sambandsins síðastliðið ix, 3. Lögð fram áætiun fyrir yfirstandandi ár yfir tekjur og gjöld Sambandsins og störf þess og þriggja manna nefnd kosin til þess að athuga hana og koma fram með tillögur I sambandi við hana. 4. Samþykt að Sambandið hlutaðist til um að haldnar yrðu tvær búfjársýningar, önnur á næstkomandi hausti í Stranda- sýslu og hin vorið eða haustið 1910 í Aorður-ísafjarðarýslu eftir nánara samráði við héraðsbúa, og aðstoð ráðunauts Sambands- ins heitið við báðar sýningarn- ar. 5. Samþykt að halda tvö bún- aðarnámsskeið næsta vetur, ann- að í Ólafsdal í marzmánuði 1910, en hitt í Dýrafirði í janúar eða febrúar s. á. eftir nánara samráði við búnaðarfélögin þar. 6. Samþykt að ráðunautur Sambandsins ferðist um Norður- ísatjarðar-, Austur-Barðastrand- ar- og Strandasýslu á yfirstand- andi sumri. 7. Ályktað að taka alt að 4 dagsláttum til ræktunar í viðbót við tilraunastöðina á Isafirði. 8. Samþykt að ganga að þeim skilyrðum, er sýslunefndirnar á sambandssvæðinu höfðu sett fyrir afhendingu og umráðum sjóðleifa Vesturamtsins og vaxta af þeim í hendur Sambandsins, þó með þeim fyrirvara að því er Vestur- Barðastrandarsýslu snertir, að stofnun tilraunastöðvar þar mætti dragast lengur en til næsta árs. Sjóðleyfar þessar eru alls um kr. 8600,00, og hafði stjórn Sam- bandsins farið þess á leit við sýslunefndirnar, að fá vextina til umráða til eflingar landbúnaði á sambandssvæðinu; höfðu allar sýslunefndirnar vikist vel við þessari málaleitun. 9. Samþykt að fela stjórn Sambandsins að endurskoða lög Sambandsins og sérstaklega að koma fram með tillögu um borgun til fulltrúa Sambandsins fyrir terðakostnað a aðalfundi Sam bandsins. 10. Samkvæmt lögum Sam- bandsins gekk einn maður úr stjórn þess og varastjórn eftir hlutkesti. Úr stjórninni gekk kaupfélagsstjóri Guðjón Guð- laugsson, og var í hans stað kosinn búfræðingur Kristinn Guð- laugsson á Núpi í Dýrafirði. í varastjórn var í stað Kristins Guðlaugssonar kosinn bankastjóri Helgi Sveinsson á ísafirði. Endurskoðunarmenn kosnir: Kristján H. Jónsson ritstjóri á fsafirði og Magnús Ólafsson kaupmaður sama stað. n. Fundarstaður næsta ár á- kveðinn á ísafirði, Prentaðri skýrslu um samband- 10 síðan það var stofnað og til á sloka 1908 var útbýtt á fundin* um. Nýjasti bitlingurinn. Hæst launaði starfsmaður landsins. Landssjóðsfé varið þvert á móti fjárlögunum. Þegar síðasta alþingi samþykti að verja 12,000 kr. á ári næsta fjárhagstímabil og 10,000 kr. á fjáraukalögum þetta ár til við- skiftaráðunauta, þóttust margir þegar vita, hvar fiskur lægi undir steini, að hér væri að eins verið að búa til bitlinga handa ein- hverjum gæðingum flokksins, sem hann þyrfti að ala. Til þess að minna bæri á þessari upphæð var þó látið í veðri vaka, að hún væri ætluð tveim verzl- unarráðunautum, öðrum á Fng- landi, en hinum á Þýzkalandi. Það þótti ekki tilsjón, að þing- menn gætu staðið sig við að greiða atkvæði með svo stórri fúlgu til eins manns. Það þótti þá mesta ósvífni, að geta þess til, að Bjarna frá Vogi væri ætlað annað þetta embætti. Flokksmenn stjóroarinnar kross- uðu sig yfir slíkum getsökum og fullyrtu að slíkt gæti ekki komið til nokkurra mála, að í embættin Væru skipaðir aðrir en verzlun- arfróðir menn. Fttir þingið fór svo að kvisast, að ráðunauturinnyrðiað einseinn, með 12,000 kr. árslaunum, en ekki þótti sú tilgáta sennileg, þar sem það gengi þvert ofan í yfirlýsingar þingsins og ummæli fjárlaganna, sem taka það fram, að upphæðin sé veitt til verzl- unarráðunauta. En nú er það komið á daginn, sem áður var til getið, að Bjarna Jónssyni hefir verið veitt starfið einum með 12,000 kr. arslaunum, og auk þess á hann Iíkfega að fá þessi 10 þúsund, sem veitt eru fyrir það, sem eftir er at þessu ári. Það verða þá ekki nema 34,000 kr., sem hann tær fyrir snúð sinn og snældu í rúm tvö ár. Heldur er nú sparað! Um stöðuna sótti, auk Bjarna og fleiri, kaupmaður í Reykjavík, Gunnar Finarsson, sem hefir rekið verzlun með dugnaði í mörg ár, er vei mentaður madur og hatói þar að auki meðmæli flestra kaupmanna í Reyxjavík til starf- ans. Fn við honum er ekki litið, því hann hetði kunnað að gera eitthvert gagn. f Kristján Alberisson verzlunarstjori og bóndi a Suð ureyri við Súgandafjórð rezt 22. þ. m. — Æöatriða hans v*-,rcur getid síðar. Piskafli íremUr tregur; — þó afla þilskipin og sumir amærri mótorbátarnir dáyel 4 handíæri. Símfregnir. s Rvík, 24. júlí 1909. t Þórður Jónsson hafnsögu- maður frá Ráðagerði dó 20. þ. m. Kennarapróf í sagnfræði og málfræði hefir Sigurður F'riðgeirs- son tekið við Kaupmannahafnar háskóla. Cfuðna Eyjólfssyni hefir verið slept úr varðhaldi; — póstsjóði verið endurgreidd skuldin og raálið látið niður falla. Engar nýjar lagastaðfestingar komnar. Símskeyti frá Akureyri segir, að síldveiði só lítt byrjuð þar nyrðra enn þá. Úr ýmsum áttum. Slys. Stefán Jónsson skósxniður frá Seyðisfirði eystra andaðist 3. þ. m. — Hálsklútur hans vafðist utan um ás í mótorvói i fiski skútunni „ísafold“, og fekk hann af því áverka þann, er hann beið bana af. t Sírnon Alcxíusson fyrrum kaupmaður hér í bænum lézt ný- lega í Kaupmannahöfn. Hann var íluttur þangað fyrir nokkrum arum. Síltlarmatsmenu heíir raðherr- ann skipað: Á Akuxeyri Jón Bergsveinsson skipstj. í Ha.narfirði (systurson sinix) og á öiglufirði Jakob Björnsson kaupmann á Sval- barðseyri. Eiskimatsmannscmbættið á Akureyri er veitt Einari Finnboga- syni verzlunarmanni á Pingeyri og íisXaxixatsmaunsembæuið a öeyðis- nrði öveini Árnasyni kaupxnanni í Hatnaríirði. Skip. Flora kom hingað 17. þ. m. og fór aftur um kvöldið. — Með skipinu komu; I)r. Björn Bjarnason (frá Víðfirði), Porvaldur Jónsson læknir, Guðxnundur Bergsson póst,- afgreiðslumaður, Skúli Skúlason úrsmiður, Kristinn Magnússon yfir- fiskimatsmaður, Leifur Porleifsson uxnboóssaix 1 Reykjavik 0.-íl. — Lengra áleiðís var með skipinu ijöldi farþega, þar á raeðal Guðm. Magnússon iæknir og kona hans. Laura kom hingað 17. þ. m. — Með henni komu Magnús Torfa- son bæjaríógeti og P. M. Bjarnason verköxniðjueigandi (baðir írá Dan- mörku; höíðu íarið á sýninguna í Árösuxn og viðaij. — Auk þess voru með skipinu: Björn M. Olsén pxvixessor, Petur J. Thorsteinsson ka.upmaÖur o. tl. titcrliny kom hhigað 19. þ. nx. —- Með sKxpxnu koixx R Brx. axx kaupxiiaOur. — Auk pess voru með skipinu; Sveiun Jóusaon uésmiður 1 Rvxxv, Poxvarður Pox vaxðarsoii pieiitsuxiCjusLoii i Rvík og uil iy duböku' íeiðamenn.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.