Vestri - 14.05.1910, Blaðsíða 1
0
IX. árg.
ÍSAFJÖRÐUR, 14. MAÍ 19,0.
28. tbl.
Lögleysur ráðherra.
Yfirdcmurinn staðfestir fögetaúrskurð
Reykjavíkur í einu hljóði.
Mánudaginn 25. apríl dæmdi
landsyfirdómurinn í málinu milii
Kristjáns Jónssonar háyfirdómara
og þeirra þrímenninganna Björns
Jónssonar ráðherra fyrir hönd
landsstjórnarinnar og Bj. Krist-
jánssonar og Bj. Sigurðssonar
fyrir hönd Landsbankans. Eins
og getið hefir verið um hér í
blaðinu, þá hafa áður fallið tveir
dómar í máli þessu, sem báðir
voru samhljóða og fara í þá átt
að Kristján Jónsson sé löglegur
gæzlustjóri þrátt fyrir afsetningu
ráðherra og mótmæli bankastjór-
anna. Yfirdómurinn samþ. báða
þessa dóma í einu hljóði.
Yfirréttardómurinn hljóðar svo:
Því dœmist rétt vera:
Hinn áfrýjaði úrskurður á að
vera óraskaður og hinn stefndi
bæjarfógeti Jón Magnússon vera
sýkn af kærum og kröfum áfrýj-
endanna í þessu máli. Afrýjend-
urnir Björn Kristjánsson og Björn
Sigurðsson bankastjórar fyrirhönd
Landsbankans greiði stefndu
Kristjáni Jónssyni háyfirdómara
og Jóni Magnússyni bæjarfógeta
málskostnað fyrir yfirdómi 20 kr.
hvorum innan 8 vikna frá lög-
birtingu dóms þessa að viðtagðri
aðför að lögum.
í stað justitiarii
Jón Jensson.
Sá er þó munur á dómi þess-
um og fógetaréttarúrskurðinum,
að fógetarétturinn lét sér nægja
að úrskurða frávikninguna ólög-
lega frá 1. jan. þ. á. samkvæmt
lögum 9. 7. 1909. En landsyfir-
dómur gengur lengra og dœmir
frávikninguna löglegsu eina frá
upphafí til enda, þar sem 'ogin
18. 9. 1885 gefi ráðherr oum
ekkíírt vald tii slikrar trávikn-
iogar.
Ekki verður hægt að réttlæta
frávikoirjgaiiögleysu ráðherrans
með því að segja að landsyfir-
dómurinn hafi verið hlutdrægur,
þar sem ráðherra sjálfur skipaði
einn dómarann (í stað Kr. Jóns-
sonar) og sá dómari er i öilum
atriðum, smáum og stórum, sam-
mála meðdómendum sínum.
— Allstaðar í öllum siðuðum
lördum mundi slikur dómurnægja
til þess að steypa hvaða stjórn
sem væri af stóli. Því það að
æðsti dómur landsins dæmir jafn
pýðingarmikla stjórnarathöfn lög-
leysu og gerræði frá upphafi til
enda er fullkomin dauðasynd fyrir
hvaða stjórn sem er. — Engin
hætta er þó á, að Björn gamli
fari að beygja sig fyrir þessu
algilda lögmáli; hann situr víst
á meðan sætt er og þangað til
að honum verður mokað út úr
þinginu.
Og sú er ástæðan fyrir því,
að hann vill draga það eins
lengi og verða má, að kalla
þing saman.
Afglapinn í skriftastólnum.
Enn hefir Hreggviður sezt í skrifta-
st.ól „Dagsins“, til þess að auglýsa
„afglöp" sín. Við þær skriftir hefir
hann gefið sjálfum sér nýja nafnbót
og kallar sig afglapa, sbr. orðin í
grein hans: „En með því vór
hreinskilnislega höfum kannast við
vor eigin afglöp“. Því afglapar eru
þeir nefndir sem afglöp iðka, en
fátítt mun það vera að nokkur sé
svo mikill afglapi, að hann hafi
ekki vit á, að ját.a það ekki á sig,
eins og Hreggviður hefir gert.
Afglapinn byrjar á því, að atyrða
„Vestra" fyrir það, að hann hafi
gert tilraun til að mótmæla ýmsum
öfgum, sem spunnar hafi verið út
af komu halastjörnunnar. ,Htegg
viður1 hefir auðsjáanlega verið sá
afglapi, að trúa öllum þeim öfgum
og er því sárt um, að ráðist var
á trú hans. í sambandi við þetta
gerir hann sér mat úr prentvillu
sem fyrir skömmu stóð í ,Vestra‘,
en að eins nokkrum eintökum, því
vér tókum eptir henni þegar búið
var að prenta í bæinn og var hún
þá leiðrétt, og sannast þar að litlu
verður Vöggur feginn.
„Hreggviði" mislíkar það, að
„Vestri" hafi álitið hann heilvita
mann, og skulum vér ekki deila
við Jiann um að svo só, sizt þegar
hann hefir sjálfur játað að hann
væri afglapi. En vel getur það farið
saman, að menn sóu heímskir og
heilvita þó. En ekkeit er það
ótrúlegt, að svo miklu hafi verið
tjoðið í hið litla vit „Kreggviðs",
að það hafi rifnað og sé nú „vit
sem var (og er) á gat". Enda
virðist þessi siðari grein hans sanna
að svo sé.
„Hreggviður" segir að það sé
vitleysa, „að rannsóknarnefndiu
hafi sagt að Landsbankinn hafi
tapað 400,000 kr. Vjer viljum
benda honuin á, að fá eiuhvern til
að lesa fyrir sig skýrsluna, því þar
stendur á bls. 19—20: „Tap það,
sem nefndin álítur að bankinn
hafi þegar bedið----------------
— nemur að minDsta kosti 400,000
kr.“ Er hægt að kveða skýiara
að orði. Almennirigur hefir skýrsl-
una við hendina og getur flett upp
í henni og séð, að afglapmn fer
með ósannindi.
Enginn kippir ser upp við það
þó afglapar geti ekki skilið það, að
eðlilegt sé að bankartapi „einhverju
fé“, eu allir menn sem eitthvað
þekkja til viðskipta vita að þau
verða aldrei svo trygð, að eitthvert
tap geti ekki át.t sór stað. Lands
bankinn hefir grætt mikið meira
en hann tapar, þótt álit rannsóknar-
nefndarinnar sé lagt til gi undvallar.
En sá banki sem aldrei legði neitt
í hættu gæti ekki orðið atvinnu-
vegum íslendinga til stuðnings og
lítið myndi Hreggviður hafa gott
af honum. — Landsbankinn hefir
grætt kr. 636605,08 siðan hann
tók til starfa, og hve mikið sem
hið umþráttaða tap hans verður,
kemur þó öllum saman um, að
þessi gróði sé margfalt meiri.
„Hreggviður" þekkir það af eigin
reynslu að mörg viðskifti, sem
stutt er til af því opinbera, eru
ekki ávaltbáðum viðskiftaeigendum
til hagnaðar, og margir viðskifta-
menn hans hafa fengið að kenna
á þessu í viðskiftunum.
Að svo mæltu Jofum vér afglapa
þessum að liggja flötum — þar
sem hann er kominn — eins og
„sólbrendu kökunni", sem flestir
forðast að reka fót sinn í.
M ó ð u r m á I i ð.
Margir vilja vernda það og
halda því ómenguðu, — bæði í
ræðum og ritum.
Margir hafa talað ög skrifað
um það, að hver geri sitt til
þess, að útlend áhrif nái e.’.ki
tangarhaldi á tungu vorri. Þ.f’
hefir oft vorið skorað á menn
að varðveita málið hrei.it —
>blíð sem að barni kvað móðir*.
En það er svo margt sagt og
margt ritað — og svo er því
gleymt. Heilræðin eru keond.
En þau eru ekki haldin. Ýmis-
legt veldur því, að þau eru eigi
haldin, og sumt af því er fyrir
gefanlegt og afsökunarvert. Eitt
er það þó, sem ekki er hægt að
fyrirgefa í þessum efnum, og það
er kæruleysið.
Og það er einmitt svo opt
sprottið af kæruleysi, að menn
útata móðurmál sitt, bæði í riti
og á vörum.
Og mentaða fólkið er þar opt
og tíðuni engin ettirbreytnisverð
fyrirmynd handa hinum, sem
minna hafa lært.
Hitt er annað mál, að til eru
þeir menn, sem finna að ýmsum
smámunum, er þeir kalla mál-
leysur, sem þó eru annaðhvort
rétt orð eða naumast aðfinslu-
verð, í tungu vorri. Og ofmikil
viðkvæmni og vandlætingarsemi
er stundum blátt áfram hlægileg,
í hverju sem er.
En þegar þau orð fara að
slæðast inn í móðurmálið, sem
útrýma góðum og gömlum is-
lenzkum orðum, og fer fjölgandi
og festast svo í huganum og
grafa um sig eins og illgresi,
þá fer að myndast hrognamál.
Og það mál á að drepa niður.
En íslenzkan er sannarlega
ekkert hrognamál í inDsta og
æðsta eðii stnu; en svo er hægt
að fara með hana, að hún verði
að skifta um nafn.
Skal ég svo benda á nokkur
orð, sem virðast vera að festa
all djúpar rætur í hversdagsvið-
ræðum manna, og eru að eitra
íslenzkuna. Eru þessi orðskrípi
rituð hér eitir framburði:
For-middagur, frákostur,
slagla, bringja (vestfirzkt), að
taka beholningu, að taka feil,
dama, karajla, maubla, vann-
hás, hgggulegt, pent, vaska,
tau, stuv-kústur, spisskames
(eða spísskame/s), bíslag (ísfirzkt?),
kogari (ísfirzkt?), fröken, dragt,
presís, eftir-middagur, kaffi-
selskap, kokkhús, vel-bekomme,
adíu — og gleðilega rest — í
góðri lœligheð.
Óþarfi er að þýða þessi orð
hér, því að þeir, sem hafa þau á
takteinum, vita vel hvernig þau
eru á íslenzku.
En þessi dæmi eru ekki nema
ár-fá hjá öllum fjöldanum af út-
.idum orðskrípum og þeim við-
jóðslegum, sem heyrast af vör-
m margra og á hverjum degi.
Og hér er þó slept íslenzkum
oiðum, sem eru meira og minna
höfð vitlaus og aíbökuð.
Ein gróðrarstían fyrir útlend
orðskrípi og afbakaða íslenzku
eru auglýsingarntr í blöðuuum;
þar úir ott og giúir af vitleys-
unum.
hyrir nokkru voru mentaðir
menn í Reykiavík að stinga
upp á því að fara að búa til
einhverja nefnd málfróðra manna
til þess að hlynna að verndun
móðurmálsins — ísienzkuanar.
Góð hugmynd og virðiogarverð.
En hverjir eiga að vera í þeirri
netud?