Vestri


Vestri - 14.05.1910, Blaðsíða 2

Vestri - 14.05.1910, Blaðsíða 2
TIO V É S T R I 2 8. tbL Skólar landsins ættu að reyna sem bezt að létta þeirri nefnd ómakið. Höskuldur. „Einn eftir drattar... Það er óneitanlega leiðinlegt fyrir »Dag« garminn, að hann skuli standa eins aftarlega í ,ísafoldar‘lestinni og hatan verður að gera — að honum þar skuli vera skipað aftast allra, eiga þar sama staðinn og halinn, skottið og sterturinn á dýrunum. Þó er það nokkur bót í máli fyrir hann, að náttúran hefir hagað því þannig, að hann virðist vera gersneyddur allri sómatilfinningu, og því alveg meðvitundarlaus um afstöðu sína þar. Mun sú ástæða til þess, að hann skorti vit til þess að skilja það, að halinn er fortjald aftur- end.i skepnanna, og að hlutverk hans hefir nú um hríð verið nokkuð svipað hlutverki þessara lima. Vera má, að níska náttúrunnar á skilningstjársjóðum ,Dags‘ hafi átt sinn þátt í því, að honum var tylt þarna í lestina; ekkert er hægt að segja um það með vissu, því að þótt náttúran hafi verið spör við hann á þessa gáfu, þá hefir hún þó verið enn sparari á sumar aðrar. Verður því ekkert sagt um það með vissu, hver tegund af kostarírð »Dags< hefir aflað honum stöð- unnar — hvort það er ein eða fleiri eða allar samanlagðar. — Það skiftir heldur ekki miklu máli, þar sem kunnugir tullyrða, að hann sé eins og skapaður til þess að gegna þessu starfi. Og eitt er víst, að hvað sem um þetta kann að verða sagt, þá er nú »Dagur< þarna og gegnir þar sínu ákveðna kalli og virðist prýðilega ánægður með hlutskifti sitt. Það er og jafnvíst, að lands- málavit hans er at dæmalaust skornum skamti, svona sauðar- vit eða laklega það þó. — Og til þess að sýna að hér sé tarið nákvæmlega rétt í sakirnar, þá skal þess getið, at því að blaðið mun í fárra höndum, að í vetur barðist »Dagur< eins og afltóra hans leytði með aukaþingi. í næstsíðasta snepli, sem merktur var 52 A(!!), kvað hann svo á, að það framferði sitt hefði verið »pólitísk stigamenska< og væru þeir sannkallaðir pólitískir stiga- menn, sem fylgdu dæmi sfnu. Aukaþing yrði til þess eins, að »taglhnýta< oss við Dani, meiri hlutinn núverandi væri ótrúr ráðherranum, mundi svíkja hann o, s. frv. Grein þessi er, eins og raunar flest, sem staðið hefir í »Degi<, hugsanakrákustígur og andlegur vanskapnaður, sem enginn getur fylgt eða skilið. 1 Enda er það ekki meining vor að fara að rökræða þetta efni við »D ,g<. Það hefir áður veríð reynt, en þá varð munnsöfnuður blaðsins svo strákslegur, að vér urðum að hætta við og gátum því áminningu, sem það hefír minst sfðan. Rök vill »Dagur< ekki sjá, en gífuryrði og rósamál er aðalfæða hans. Sá kostur tylgir því greinum »Dags<, að þær eru alt of vit- lausar til þess, að minsta hætta sé á því, að nokkrum verði það á að blekkjast af vitleysum hans, og blaðið ber það stöðugt með sér, að það fer með ósatt mál. Það segist koma út vikulega, en það er þó viðburður, ef þetta eina atriði reynist ekki, eins og flest annað sem í blaðinu stendur, ósannindi. — Vikur og mánuðir líða án þess að »Dagur< sjáist. Halda sumir að hið þekta ann ríki ritstjórans valdi því, enda ekki svo auðvelt tyrir einn að fylla annað eins blað og »Dagur< er. En þá ætti blaðið að breyta þessu og segja að það kæmi út »endrum og eins<, til þess að losna við að fara stöðugt með ósannindi. At þessum ástæðum höfum vér leitt hjá oss að mestu að svara »Degi«, þrátt fyrir það þótt blaðið hafi þjáðst af síteldri ófriðaróværð. Oss hefir ekki tundist það gustuk að fara að amast við honum, þótt hann sé alt af að breyta skoðunum. — »Dagurinn< er svo sjaldséður gestur, að enginn getur fengið sig til þess að hnýta í hann þá sjaldan hann er róltær. Hann hefir því fengið sömu einkarétt indin og »ísafjarðarpósturinn« sál. hafði, að mega segja alla skapaða hluti óáreittur. Fiestir loka hann úti og veita rausi hans enga eftirtekt, en þó finnast fáeinir kunningjar ritstjórans, er hata gert það f gustukaskyni að lána honum hús. Hafa sumir þeirra dægrastyttingu at því í skammdeginu og á löngum vetr- arkvöldum að henda garaan að vitleysum hans og gorti. Enginn at þessum kunningjum ritstjóra »Dagsins< hefir víst getað varist hlátri, er þeir lásu hina hátíðlegu yfirlýsingu blaðs ins um það, að það ætlaði sér aldrei að tstyðja að pólitiskri stigamensku í landinu<. Allir fundu það, að þarna mátaði blaðið froskana — að enginn froskur gat blásið sig svona út —, því að það var trá öndverðri æfi blaðsins kunnugt, að það gat hvorki slult né hrundið nokkru málefni. — Blaðið er pólitískt núll, sem sífelt snýst um sína eigin vitleysu, og er alkunnugt fyrir pólitíska »dellu< og lausung. En því höfum vér nú minst »Dagsins< með línum þessum, að það er afmælisdagur blaðsins I í dag. En skylt þykir oss að I Gulrófnaíræ fæst, hjá Hannesi' Jónssyni, Smiðjugötu 5. minnast blaðsins á jatn hátíð- legum degi, þar sem oss þykir ekki ólfklegt, að »Dagur muni á sínum tíma verða þeirrar sæmdar aðnjótandi, að hreppa verðlaun fyrir það að vera lélegasta saurblaðið, sem nokkurn tíma hefir sézt á prenti, ef einhver kynni að verða til þess að gefa fé í því skyni. Teljum vér að »Dagur< hafi gert sig maklegan þessarar heiðursgjafar, og er það þó enn ótalið, sem að sjálfsögðu'verður þungt á metunum, er dæma skal um verðleika blaðsins., — Það eru netnilega 14 mánuðir í árinu hjá honum, en ekki nema 12 mánuðir í ári hjá öllum öðrum. Hefir hann því tveimur tnánuðum lengri tíma til starfa síns ár hvert en nokkurt annað saurblað heimsins. En þótt svo geti farið, að »Dagur< eigi sæmd þessa í vændum, þá hefir þó enginn orðið til þess að senda honum afmælisgjöt nema »Hreggviður< — sá sem var með »lí(slygina« í »Deginum«. — Kvað því hafa ráðið andlegur skyldleiki hans við blaðið og það líka, að eng inn vildi þiggja gjöfina nema »Dagur<. Er þetta og vel til fallið, þar sem hann ætti að vera sjálfkjörinn oddviti nefndarinnar, sem úthlutar saurblaðaverðlaun- unum. Er hann og starfsmaður »Dagsins« og því nákunnugur sanngirniskrötu blaðsins til verð launanna. - Vér skulum svo ekki segja fleira um veslings >Dag«, en að eins benda blaðinu á það, að næst þegar það ter að þjást af ófriðaróværð er því bezt að gæta þess áður en það skratar margt, hvað frámunalega margir högg* staðir eru á því sjáltu og að það situr illa á því að setja sig á háan hest á meðan það getur ekki komið út nema með höppum og glöppum og er jafn lítið og auðvirðilegt og það nú er. Er Og bezt fyrir það að spara sér stór orð um »taglhnýtingar« á meðan það sjalft verður að gera sér að góðu að vera hnýtt aftan í þá öftustu í lestmni. Eitað 12. maí 1910. H ö r ð u r. Raum, gufuskip með salt til Eúíd- borgarverzlUDar, kom hingað 10. þ. m. Með því kom Guðmundur Björnsson verzlunarmaður. Eljan kom hingað 12. þ. m., og er ófarin enn. Prospero kom hingað í gærkvöld og fór aftur í morgun. Messa verður engin hér á ísafirði á morgun, heldur á Hóli í Bolungur- vík. En á annan hvítasunnudag verð- ur messað hér. Innilegt þaJddœti mitt til allra skólabarna með ósk um bjarta og blessunarrika framtíð. Ykkar einlægur Bjarni Jónsson. Þing var rofið í Danmörku um miðjan síðasta mánuð og efnt til nýrra kosninga; eiga þær að fara fram 20. þ. m. Kosninga- baráttan er hin harðasta; stjórn- armenn og jafnaðarmenn eru í algerðu kosningasambandi, — og endurbótaflokkurinn, hægrimenn og miðlunarmenn hafa einnig samband sín á milli. Þjóðvcrjar hafa í vetur verið að undirbúa för til norðurheim- skautsins; var það Zeppefin loft- siglingamaður, er fekkst við út- búnað foftfars sins. — En í lok siðasta mánaðar vildi það óhapp til, að loftfarið eyðilagðist. — áð sjálfsögðu verður byrjað á nýjan leik. Franskt skip strandaði 30. f. m. nálægt Selvogi syðra. Það var á leið til Reykjavíkur með salt og ýmsan annan varning til franskra fiskiskipa. — Mannbjörg varð. Professor B. M. Olsen hefir nýlega verið kosinn heiðursfélagi í Kgl. dan3ka vísindafelaginu. 210 k r ó n u r hefir síra Geir Sæmundsson á Akureyri sent til síra Þorv. Jónssonar hór, til út- býtingar meðal þeirra, sem biðu tjón við snjóflóðin hér vestra í vetur. — Fé þetta er ágóði af samsöng, er síra Geir ásamt fleiri Akureyringum gekkst fyrir í þessu skyni, og haldinn var á sumar- ardaginn fyrsta. Það er drengilega við brugðið. Ólaf'ur Ct. Eyjólf'sson verzlun- arskólastjóri er nú hér í bænum til þess að ransaka og líta eftir í Útbúi Landsbankans. Hann kom með „Raum“ 10. þ. m. Barnaskólanum hér á ísafirði var sagt upp í dag. Fjöldi manna viðstaddur. Um 170 börn höíðu tekið próf. Skólastjóri Bjarni Jónsson cand. theol. hélt ræðu. Að henni lokinni sungu böinin kvæði, sem J.árus Thorarensen hafði ort og var kveðja frá börn- unum til skólastjórans, sem nú er á föruin til dómkirkjuprestsembættis síns í Reykjavik. Síðan afhenti efsti drengurinn í skólanum honum gjöf frá börnunum og unglinga- skólanemendunum; var gjöfin gull- hringur forkunnarfagur. Síðan mælti D. Sch. Thorsteins- son læknir nokkur orð til Bjarna fyrir hönd skólanefndarinnar og barnanna; sömul. Sigurjón Jónsson kennari fyrir hönd sína og hinna samkennaranna. Bjarni Jónsson hefir verið ein- staklega vel látinn og má segja að hann hafi -verið sanngjarn og mildur skólastjóri.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.