Vestri - 22.10.1910, Page 3
50. tbl.
VESTRI
199
það mál neitt sériega fast því
að svo mikil ráð ætti það þó að
hafa yfir varðskipinu. Vér skor
um því á stiórnarráðið að gera
frekari gangskör að þessu máli
og koma því á rekspöl, jafnframt
. því sem vérskorum á sýslumann
inn hér að ítreka þessa áskorun
til stjórnarráðsins. Það er víst
ekki orðum aukið að í áskorun
þessari komi fram vilji og óskir
alþýðunnar og sjómanna hér
vestra og vér trúum því vart
fyr en átekur, að stjórnarráðið,
sem samkvæmt stöðu sinni í
þessu efni er sett til öðrum fremur
að vernda og gæta réttar alþýð)
unnar og sjómannanna, láti sig
ekki þetta mál miklu skifta.
Meðan landhelgin er sameig-
inleg fyrir Dani og Islendinga,
þá eru Danir sannarlega ekki
of góðir til að verja landhelgis-
svæði Islands. Ráðherrann ætti
því að fara fram á við Dani að
þeir ykju strandgæzluna hér svo
að við mætti una, en fáist Danir
ekki til þess þá er ekki annað
fyrir hendi en að vér tökum hana
að oss sjálfir, að minsta kosti
leggjum fram fé til að landhelg-
innar sé gætt sem nauðsyn krefur
og sjávarútvegur vor heimtar.
Oss ætti slíkt ekki að veraofvaxið,
enda er hálfleitt að vér þurfum að
vera upp á Dani komnir í því
eíni. Sá hugsunarandi ætti líka
að hverfa með þjóð vorri að
nóg sé að kasta allri áhyggjunni
upp á Dani, að vér þurfum ekki
annað en lifa af þeirra náð.
Það er á sína vísu eins fánýtt
eins og hjal þeirra manna, sem
hæst láta um fornaldarfrægð og
feðranna frama og ætla að vér
getum lifað á því. Þessinútíðar
aumingjaskapur og fornnldargorj
geir er sannkölluð eitrun þjóðlífi
voru og veldur því að vér
lærum ekki að þekkja oss sjálfa
og mátt vorn; verðum aumknar-
vert vanfóstur nútímans.
En ekki er nóg með að
strandgæzlan er ófullnægandi,
sjalf landhelgislöggjöfin er mesta
kák. Sektir þær sem dæma
má botnvörpuskipin í fyrir
landhelgisbrot, einkum fyrir ít-
rekað brot, eru altof lágar, enda
er það haft eftir enskum botn-
vörpuskipsstjórum, að það borgi
sig, svari sektum, að veiða í
landhelgi, sektirnar séu svo
lágar, að þeir þurfi ekki oft að
veiða í landhelgi til að borga
sektir fyrir eitt landhelgisbrot.
Þegar nú þess er gætt, að það
er aðeins fá landhelgisbrot at
hundraði, sem verða uppvís og
sektir koma fyrir, þá er auðsætt
að slík lög ná ekki tilgangi
sínum. Hér er sannarlega málefni
fyrir þing og stjórn að athuga
á næsta þingi og kippa í betra
horf með nýjum og skynsamari
lögum, Það væri landi og lýð
þarfara en öll pappírslagasyrpan
frá síðasta þingi.
Sjómaður.
S j ó ð i r.
(Framh.)
ISkipulagsskrá
fyrir
búnaðarsjóð Vestur ísafjarðarsýslu.
r. gr. Stofnfé sjóðsins er 4000
kr. — fjögur þúsund krónur —
í bankavaxtabréfum með vaxta-
miðum frá 1. júlí 1905, er hinn
fyrverandi sparisjóður á ísafirði
hefir gefið sýslunni nefndan dag
af viðlagasjóði sínum.
2. gr. Undir yfirumsjón stjórn-
arráðs íslands hefir sýslunefnd
Vestur-ísafjarðarsýslu á hendi
stjórn sjóðsins, sér um geymslu
bankavaxtabréfanna og annara
verðbréfa sjóðsins, sem og sölu
þeirra, ef til kæmi, og gætir þess,
að sjóðurinn sé jafnan áreiðanlega
trygður, og að ákvarðanir skipu
lagsskrár þessarar séu uppfyltar.
Sýslunefndin kýs árlega úr sínum
flokki 3 manna nefnd, sem veitir
verðlaun úr honum samkvæmt
skipulagsskrá þessari, og semur
ársreikning um tekjur og gjöld
sjóðsins, sem sýslunefndin síðan
endurskoðar og úrskurðar, og að
því búnu skal hann birtur í
Stjórnartíðindunum.
3. gr. Höfuðstól sjóðsins má
aldrei skerða, en auka skal hanu
með því að bæta við hann árlega
0 vaxtanna og þar að auki því
af vöxtunum, sem ekki verður
varið til verðlauna árlega, sam-
kvæmt 6. gr. Bæði þessi aukning
sjóðsins, gjafir til hans og aðrar
óvísar tekjur skulu vera óskerð-
anleg eign hans. Höfuðstól
sjóðsins skal ávaxta með því að
kaupa fyrir hann bankavaxtabréf
eða önnur verðbréf eins veltrygð,
eða með því að lána hann út
gegn veði í fasteign, eftir sömu
reglum sem Landsbankinn og
útbú hans fylgja, er þau veita
lán gegn fasteignarveði.
4. gr. Hinum árlegu vöxtum
sjóðsins, að frádregnum
samkvæmt 3. gr., skal verja í
fyrsta sinni árið 1 g 11 til verðlauna
handa sýslubúum fyrir framúr-
skarandi dugnað í landbúnaði,
garðrækt, fiskiveiðum og iðnaði.
Sem dæmi upp á verðlauna-
verðar framkvæmdir skal nefna.
a. Kynbætur sauðfjár, nautpen-
ings og hrossa, afbragðs
meðferð þeirra, svo og fram-
úrskarandi góð skepnuhús og
heyhlöður;
b. túnrækt, svo sem sléttur,
útgræðslur, vörzlugirðingar,
einkum úr grjóti, vönduð
meðferð áburðar og hentug
áburðarsafnhús;
c. vatnsveitingar, hvort heldur er
framræsla eða áveiting vatns.
d. fyrirtaks kálgarðarækt, fyrir
jarðepli, róíur eða annan jarð
arávöxt til manneldis;
e. húsabætur á ábýlisjörðum, er
Saumavélar á 28 kr.
hjá M. Magnússyni.
Til sjómanna.
Biðjið útgerðiirinaim yðar eða kaupmaim þami, cr þér
skiftið við, um &mjÖFlíki frá
„Köbenliavns Margarinefabrik“.
■$mr Það er bragðgott, ólitað og livítt eins og sauða-
smjiir, svo þið getið séð að það er búið til úr beztn efnum.
séu þarflegar, varanlegar og
helzt til fyrirmyndar;
f. æðarvarpsrækt, hvort heldur
ágæt hirðing og friðun á gömlu
æðarvarpi eða framleiðsla nýs
æðarvarps;
g. endurbætur í iðnaði, hvort
heldur verulegar bætur í iðn
aðaratvinnu þeirri, er þegar á
sér stað, eða stofnun nýrra
atvinnugreina, sem stuðla að
framförum landsins, sem og
innleiðsla á vandaðri verkun
á einni eða fleiri af aðalvörum
landsins;
h. framfarir í fiskiveiðum, svo sem
verulegar endurbætur á skipum
eða veiðarfærum, eða á verk-
uninni á sjálfum fiskinum eða
aukaafurðum, sem fást af
honum. —
Jarðabætur, sem leiguliðar eru
skyldir að vinna eftir byggingar-
bréfi og öðrum samningum, koma
ekki til greina við veiting verð-
launanna né heldur verk, sem
unnin eru fyrir almannafé eða
styrk af því.
5. gr. Nú vill einhver öðlast
verðlaun af sjóði þessum og
sendir hann þá bónarbréf um það
til sýslunefndarinnar fyrir áislok,
í fyrsta sinni fyrir árslok iqio,
ásamt ítarlegri skýrslu um fram-
kvæmdir sínar í því, sem hann
sækir um verðlaun fyrir. Bónar-
bréfinu á að fylgja vottorð tveggja
áreiðanlegra og óvilhallra manna
um, að það sé rétt hermt, sem
tilgreint er í skýrslunni. Bónar-
bréfinu á einnig að fylgja álit
hrepsnefndar ogmeðmælihennar.
6. gr. Verðlaun ^kulu fyrst um
sinn vera tvenn, 2/s og ^1/3 af
vöxtum þeim, er úthluta má. Ln
þá er vextirnir eru orðnir svo
miklir, að úthluta megi yfir 200
kr. á ári, má sýslunefndin fjölga
hinum árlegu verðlaunum, en þó
þannig, að hæstu verðlaunin
jafnan verði 150 kr. og engin
verðlaun minni en 50 krónur. Til
verðlauna verða eigi talin þau
verk, sem unnin eru meira en 5
árum áður en verðlaunin eru veitt
í fyrsta sinni, né heldur þau verk,
sem uunin eru á þessu tímabili,
hafi umsækjandi notið verðlauna
fyrir þau úr öðrum sjóði.
Eigi má veita sama manui
verðlaun fyrir samskonar fram-
kvæmdir oftar en 5. hvert ár.
Við útbýting verðlaunanna skal
hafa tillittil etnahagsumsækjenda,
skulu fátækir umsækjendur, þó
minna hafi afkastað en þeir, sem
ríkari eru, eins koma til gte; 1
við veitingu verðlaunanna. ef
framkvæmdir þeirra eftir efnum
og ástæðum eru verðlaunaverðar.
Komi fyrir eitthyert ár, að
enginn sæki um verðlaun af
sjóðnum eða enginn umsækjanrii
þyki verður verðlauna. skal leggi
það fé, er þannisr sp rast, vv'
höfuðstólinn og ávaxta það t
sambandi við h'ann. ’
7. gr. Þá er sjóðurinn er orðinn
1200 krónur má h.ætta að bæta
við hann nokkru nf ársvöxtum
hans og skal sýslunefndinni þá
heimilt að verja nokkru af vöxt-
unum, árlega eða með nokkurra
ára fresti, til styrks handa efni-
legum, ungum manni tii landbún-
aðarnáms erlendis.
8. gr. Leita skal staðfestingar
konungs á skipulagsskrá þessari.
Gert á ísafirði (29/i2 1905)
24. júlí 1909.
Eftir umboði hins fyrverandi
Sparisjóðs á Isafirði.
Þorvaldur Jónsson.
Arni Jónsson.
Þorvaldur Jónsson.
Símfreghir.
Guðiu. Bjiirnsson sýslum. á
Patreksfirðiog Snæbjörn 1 Hergilsey
sem „tröllin" tóku, komu i fyrradag
til Rvikur með „Snorra Sturlusyni1 * * * 5 6'
og fóru i gær heimleiðis n eð
„Sterling" til Flateyjar. Þeim leið
ágætlegá á utleið og voru 1 káetu
skipstjóra, en skipið verður að
líkindutn hvorki tekið nó sektað
nema hér við land. ; Hinsvegar
hefir félagið boðið liðugar 2000
krónur i skaðabætur og rékið baði
skipstjóra og stýrimann.
líáblierra hafði gefið þab út 1
Höfn, að þingmenn Árnesinga varu
með þingfrestun, en þeir hafa nú
mótmælt því opinberlega..
Hjörleifur Eiiiarsson * fyw.
próf. lézt í Reykjavík 13. þ. m.
Jarðarför frú Þórdísár sál.
Jensdóttur fer fram 25. þ. m.,
n. k. þriðjudag.
í liúst Sigurðár Haíliðásönar,
Smiðjugötu 5. íbúðin er bæði
uppi og niðri, og getur verið
livort hcldur vill fyrir ein-
hieypa menn eða íjölskyldur.