Vestri


Vestri - 10.04.1911, Síða 1

Vestri - 10.04.1911, Síða 1
X. árg. ÍSAFJÖRÐUR, io. APRÍL 1911. Bæjarmál. (Framh.) í vetur skrifafii ég nokkur orð um landkreppu ísafjarðarkaupstaðar og vandkvæði þau, sem af því hiytuat fyrjr landbúnað og aðra atyinnu bæjarmanna. Pá lagði ég það til meðal annars, að kaupstaðurinn ættj að sæta hveiju færi, sem hægt. væri, til þesa að eignast jarðirnar umhverfis höfnina. Ég sýndi þá og fram á hvílík vandræðafjarstæða það væri að fresta jarðakaupum þessum sökum þess, að nú fengjust jarðir þessar ekki keyptar nema við háu verði. fær stíga auðvitað alt af í verði •ftir því, sem honuin vex fiskur um hrygg. Fyrir tuttugu árum var verðmæti jarða þessara miklu minna en njú, og að tuttugu árum liðniim nrun verðmæti þeirra hafa aukist langt frain yfir það sem nú er. Bærinn hefir haft fulla þörf fyrir Jand þetta í mörg ár. Það tók ég ikýrt fram í vetur. Drátturinn á kaupum þessum verður því ekki skilinn öðru vísi en svo, að bæjarmenn • hafi verið og séu að biða þess að fá ;<ð borga *em allra mest fyrir landið, og um leið að tefja fyrir því, að þeir get.i bjargað sér ef ekki gefur á sjóinn, eða ef þeir geta ekki stundað hann. Reyndar hefi ég heyrt ailmarga teyna til þess að réttlæta þennan drátt á málinu. — Þeir hafa við- úrkent að bærinn hefði fulla þörf jarðanna, en hann ætti samt sem áður alls ekki að kaupa þær, heldur ættu þær að vera eign einstakra Ðaanna, sem ræktuðu þær og rækju þar svo vel búnað, að þeir gætu selt bæjarmönnum nægar landbúnaðarafurðir. Meginástæðan, sem ályktun þessi ■hefir hvílt á, er sú, að í hvívetna *é reynsla fengin fyrir því að ilJa Kefist 'það þá er þjóðfélögin eða sveitarfélögin fari að fást við og teka atvinnufyrirtæki. Ráðin verði bá í ofmargra höndum og sundur- i’ykki 9g framkvæmdaleysi eyði '6ggi ait saman. Þaðer gaman að svona vitleysum ®em eru með öllu óskaðJegar fyrir aUa aðra en vesiings foreldri þeirra. Auðvitað vita allir það, að best *r að ágætismenn haíi sem mest völd með höndum, því að þá eiga teir hægra með framkvæmdir allar. ^n ailir vita það einnig að völd skapa ekki ágæt.ismenn. Af því *6iðir að menn hafa skift völdunum ^illi margra, því að „betur sjá áUgu en auga“ til þess að fjölclinn geti valið bestu menuina til framkvæmdanna. Regla þessi gildir um allan hinn mentaða heim og er frumskilyrðið fyrir menningu hans, En allra hlægilegust verður þó röksemdaleiðslu þessara manna, þá er þeir fara að nota hana gegn jarðakaupum ísafjarðarkaupstaðar. Hún kemur því máli ekkert við. Engum hefir nokkuru tíma dottið í hug, að bæjarfélagið færi að reka þar búskap þótt það keypti jarðirnar. Jarðakaupin eru einungis gerð til þessað tryggjabæjarfélaginu yfirráð yfir landinu og til þess að gera einstökum mönnum innan bæjar- félogsins mögulegt að stunda land- biinað. Og allir hljóta að kannast við það, að það er nauðsynlegt fyrir bæjarfélagið að hafa fullkomin yfirráð yfir landinu. Obeinir hags- munir af því mnnu naumast verða metnir til peninga. Ef bærinn á framtíð fyrir höndum, þá hlýtur hann að þurfa á landi að halda til ýmislegs atvinnurekst- urs, og þá er um leið óhjákvæmilegt, að landið sé eign hans. Annars mundi honum verða íþyngt um skör fram ef hann þarf að leigja það eða kaupa af einstökum mönnum og gerir það þá fyrst er óhjakvæmileg nauðsyn knýr hann til. Vel gæti og svo farið að ekkert Jand fengist og fyrirtækin yrðu að stranda á því. Eins og nú standa sakir, er sú nauðsynin þó mest knýjandi, að bæriiin geti látið borgara sína fá land til erfðafestu. Næg sönnun í því efni eru allar synjanir bæjarstj. um erfðafestuútmæiingar. Áður fyrri í grein þessari sýndi ég fram á það, að bæjarmenn mættu verja 280 þús. ki. til þess að rækta og kaupa Jand. Ef gert er ráð fyrir að 250 þús. kr. sé varið til ræktunar og ræktun dag sláttu hverrar muni kosta 500 kr. þá er hægt að rækta 500 dagsl. fyrir fé þetta. Gera má ráð fyrir að 3000 pd. af heyi fáist af dagsl. Ef pundið er reiknað á U/a eyrir nemur verðmæti heysins J35 kr. af dagsláttu eða samtals af öllu landinu kr. 67,500 — sextíu og sjö þús. og fimm hundruð krónur—. Nú munu menn minnast þess að fyr í greinum þessum sýndi ég fram á, að bæiinnkaupir hey fyrir 14 þús. kr. á ári hverju, en fó það er einmitt 5°/0 renta af 280 þús. kr. höfuðstól. Með þvi að kaupa og rækta Jandið umhverfis bæinn geta bæjarmenn fengið frekar 67 þús. kr. í vexti af fénu, en hór er þó ekki dreginn frá vinnukostnað- urinn við heyið oghirðingulandsins. Ekki er ósennilegt að hann m undi verða nokkuð mikilJ. Venjulega er kostnaður sá álitinnað vera 30—40 kr. á dagsl. og þótt hann yrði frekl. það, þá er þó upphæðin álitleg sem landið gefur af sér að þeim kostnaði frádregnum. Ef á hinn bóginn að bærinn verði 30 þús. kr. til jarðakaupa og seldi 500 dagsl. á erfðafestu, og árgjaldið af dagsl. hverri væri 5 kr., þá fengi bætinn 2500 kr. í vexti af fénu eða 8730/o. Auk þess fengi hann beitartolla 0. m. fl. Ég bið menn að athuga tölur þessar og gæta svo að því, hvort þeim sýnist það tómir loftkastalar, sem ég bygði í grein þeirri, er ég reit. um þetta mál í vetur. Ég vil og biðja menn að athuga hvort sæmilegt, muni vera fyrir bæjarmenn og bæjarfélagið að ísafjarðarkaup- staður sé í slíkri landkreppu sem verið hefir og nú er hann og mun verða éf ekkert er aðhafst. Ég fæ ekki bet.ur séð, en að það sé ekki einungis hættulaust að ráðast í jarðakaupin, heldur sé það blátt áfram skylda bæjarfélagsins til þess að tryggja framtíð bæjarins, og að bærinn ætti að inna þessa skyJdu af höndum nú þegar til þess að bíða ekki enn lengur eftir því að fá að kaupa enn dýrara. Ég hefi áður tekið það fram og skal enn minna á það, að þótt bærinn verði til þessa fyrirtækis 280 þús. kr., þá þarf að borga minstan hiuta þessfjár útúrbænum. Jarðarverðin yrðu auðvitað greidd í peningum og mikill hluti þeirra til utanbæjarmanna, en mestur hluti fjárins — ræktuuarkostnaður — er fé sem jafnóðum lent.i í vasa bæjarmanna sjálfra og sem að mikiu leyti yrði greitt fyrir stundir, sem annars væri Jítið aðhafst. Á þann hátt nrundi bæjarmönn- um gefast kostur á að gera sér peninga úr tómstundunr sínum og setja fé það á vöxtu og eign bæjar- félagsins mundi stórum aukast. En aðalatriðið er þó, að með þessu mundi kaupstaðurinn leystur úr landkreppunni og meira jafnvægi komast á inilli atvinnuveganna en nú er. Mundi kaupstaðnum þá ekki eins hætt, þótt ekki væri alt af ár til sjávarins. Ég hefi farið nokkrum orðum um mál þetta af því ég veit að bráða nauðsyn ber til þess að þvi sé gaumur gefinn. Framtíðartakmark bæjarins hiýtur að vera það að eignast landið umhverfis Bollinn, 22. tbl. Fyrst og fremst sökum þess að það tryggir atvinnurekstur bæjarm. bæði í .bráð og lengd. í öðru lagi af þvi að bæjarmenn þurfa nauðsynlega á landiou að halda nú þegar og í nánustu framtið til þess að geta veitt sér óhjá- kvæmilegar landbúnaðarafurðir, sem ekki borgar sig að flytja að. Og í þriðja lagi a.f því að það er arðvænlegt bæði fyrir bæjarmenn og bæjarfélagið að kaupa landið. Ef aftur á móti einstakir menn eiga jarðirnar, eins og nú er, þá er hætt við: að hagur bæjarmanna verði fyrir borð borinn, að hagsmunir fjöldans verði að víkja fyrir hagsmunum einstaklingsins, að Jandið verði framvegis lítt ræktað og þar af leiðandi ónóg framleiðsla á þeim afurðum er bæjarmenn þarfnast, að bæjarmenn tapi fé við það, að afurðirnar verði of dýrar þar sem þæreru 1 fárra manoa höndum. Hannes Jónsson. Fundargerð. Ár 1911, fimtud. 6. apríl, var almennur borgarafundur haldinn í Good Ten plarahúsinu á ísafirði, eftir tundarboði irá Umdæmisst. nr. 3 s. st. Alþingiskjósendur einir voru boðaðir á fundinn til þess að ræða um mótmæli gegn frestun framkvæmdar á bannlög- unum. Fundurinn hófst kl. 8x/a sídd. Fundarstj Magnús Ólafsson kaupm. Skrifarar: Guðm. Guð- mundssoncand. philos. ogHannes Jónsson landbúnaðarráðunautur. Guðm. Guðmundsson cand. phiios. hóf umræðurnar og lagði tram áskorun til Aiþingis frá framkvæmdarnefnd umdæmisst. nr. 3 á Isafirði svohljóðandi: >Um leið og kjósendur á ísafirði >lýsa megnustu óánægju yfir »framkomu þingmanns kjör- »dæmisins í aðflutningsbanns- »málinu, skora þeir á Alþingi »að fella frestunartillögu þing- »mannsins um framkvæmd »bannlaganna og hagga hvergi »gerðumsíðasta þingsímálinu.< í>essi áskorun var í fundaílok s imþykt með 44 atkv. gegu 42 'tkv. Tillaga kom fram írá Guðm. Bergssyni póstafgreiðslum. svohlj. »Að fengnum fjárhagsupplýs- »ingum mælir fundurinn með »frestun baunlaganuat.

x

Vestri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.