Vestri


Vestri - 23.08.1914, Blaðsíða 2

Vestri - 23.08.1914, Blaðsíða 2
VESTRI •36 Ásgeir Guðmundsson á Ariigerðareyri. Ásgeir Guðmundsson var fæddur á Arngerðareyri 22. septbr. 1849. Voru foreldrar hans Guðmundur bóndi Ásgeirsson, bróðir Ásgeirs ka«pm. Ásgeirssonar (eJdra) og kona hans Dagbjört Sigurðardóttir, sýslu- manns Guðlaugssonar, prófasts Sveinssonar i Vatnsfirði. Ásgeir heit. ólst. upp hjá for» eldruin sínum, og kvæntist rúmlega tvítugur, 18. oktober 1872, Margréti Jónsdóttur, Halldórssonar frá Arn< ardal, og byrjaði næsta ár búskap á Arngerðareyri og bjó þar siðan. Margrét kona hans lést, 25. apríl 1895 og höfðu Þau Asgeir átt 6 börn; dóu 4 ung, en 2 synir eru á lifi: séra Asgeir í Hvammi og Bjarni söðiasmiður í Túnsbergi í Noregi. Aftur kvæntist Asgeir 20. febr. 1897 Aðalbjörgu Jónsdótt* ur, ekkju Jochums Magnússonar verslunarstj, og liflr húu mann sinn ásamt 4 börnum: Margréti, Jochum, Jóni og Geirþrúði. Börn Aðalbjargar og Jochums eru 2 á lífi: Magnús stud. mag. við hái skólann í Khöfn og Sigríður heima á Arngerðareyri. Ásgeir ól alian aldur sinn á Arngerðareyri og hafði nú í vor búið þar í 41 ár. Hafði hann bætt jörðina mikið með túnsléttum, útrækt og girðingum kringum túnið, svo töðufall mun þar nær helmingi meira en þegar hann byrjaði búskap. Jörðin er í rauninni engin kosta' jörð, svo jafnan varð hann að kaupa ítök i öðrum jörðum, en með frábærum dugnaði og hagsýni búnaðist honum svo, að hann var jafnan með bestu bændum sinnar aveitar. Gestagangur hefir alla jafna verið á Arngerðareyri, eins og mest er annarstaðar hér á landi. Fyrst lengi vel var öllum veittur beini og gisting fyrir enga borgun, en síðan að eins seld næturgisting. En jafnan var þar fádæmagestanauð þvi allir ferðamenn úr nálægum sveitum þektu Asgeir á Arngerðar- eyri. En þrátt fyrir það stóð hagur Asgeirs jafnan mjög vel, og kostaði hann þó allmiklu ti) náms barna sinna og stjúpbarna. Mun það mál kunnugra manna, að eigi hefði verið á allra færi að feta í fótspor Asgeirs i útsjón og fyrirhyggju allri. Við sveitastjórn var hann jafnan mikið íiðinn. Hreppstjóri hafði hann verið rúm 20 ár, sáttamaður um 20 ár, auk umfangsmikillar bréfhirðingar og margra annara trúnaðarstarfa. Dannebiogsmaðurvarbhann 1907. Sveitaverslun byrjáði Asgeir á Arngerðareyri laust fyrir 1890 og rak hana í nokkur ár, en lét síðan í hendur Aageiri írcenda síaum, A. Asgeirssonar verslun, er hefir rekið þar verslun siðar. Síðan var hann meira og mmna riðinn við kaupfélag, sem var um nokkur ár i Inn-Djúpinu. Sveitungar Asgeirs báru jafnan bið besta traust til hans, og ætíð var til hans leitað fyrst og fremst. Góðvild hans og hjálpfýsi var alt af eins, hvernig sem á stóð Asgeir var skynsamur vel og fylgdist jafnan vel mcð öllum Þjóð- málum og hafði ákveðna skoðun. Iðjumaður var hann svo mikill að hnnum féll nálega aldrei verk úr hendi, og gekk hann löngum að allri vinnu sjálfur. Dugnaður hans, útsjón og fyrirhyggja skipaði hoDum i iöð fremstu og bestu bænda. fá var ekki minna um vert. hve góður maður hann var í orðsins fylsta skilningi. Stilling hans og dagfarsprýði var að ágætum höfð bæði á heimili og utan þess, enda var hjúskaparlíf hans ávalt hið besta. Á Arngerðareyri er að vonum stórt autt skarð við fráfall hans, eigi að eins fyrir vandamenn hans, heldur og fyrir alla aðra er kynni höfðu af honum. Og þeir eru margir, sem hafa kynst Ásgeiri á hinum langa búskapartíma hans á Arngerðareyri, —. eigi að eins úr nærsveitunum, heldur og úr miklum hluta þriggja nærsýslanna. Og allir ljúka upp einum munni um greið- vikni hans, iipurð, góðvild og ljúf- mensku, enda munu fáir jafn vin* sælir og hann var. Asgeir andaðist úr taugaveiki 7. þ. m. og hafði oft verið þungt haldinn, en annars verið heilsu- hraustur allaæfl. Hann var jarðaður að Kirkjubóli í Langadal 18. þ. m. að viðstöddu fjölmenni, sem sýndi að þar var sæmdarmaður og hér< aðshöfðingi til grafar genginn. Er Liittich tckfn? í sænsku blaði frá 11. þ. m. (Göteborg Ilandels och Sjöfartstid. ?) sem barst til Akureyrar í vikunni, er sagt að Þjóðverjar hafi tekið Lúttich 7. þ. m., og hið sama kvað staðfest í blöðum, sem borist hafa til Reykjavíkur. En hinsvegar er svo að sjá sem þeir hafi enn ekki náð virkjunum kring um þá borg, — þótt ekki sé gott um það að segja —, Því skeyti, sem hingað berast, fara ðll í gegn um hendur Breta, og má ef til vill búast við að þeir geri minna úr sigrum Þjóðveija en rétt er. L.ög' frá alþingi. 1. Um breytingu á póstlögum 16. nóv. 1907. Á eftir stafl. b. í nefndum lögum komi: c. Þegar skaðinn stafar af hernaði eða borgarastyrjöld. Stjornarráðið getur gert undan- tekning frá þessu ákvæði með reglugerð. 2. Um viðauka við lög nr. 30 22. okt. 1912 um vörutoll. Allar íslenskar vörur, setn endursendar eru til landsins frá útlöndum eru undanþegnar vörutolli; þó verða þær að vera í hinum sömu umbúðum, sem þær voru sendar í frá landinu. 3. Um undanþágu trá ákvæði 1. gr. i siglingalögum frá 22. nóv. 1913. Heimilað að tveir menn afsjö í stjórn Eimskipafélags íslands mega vera búsettir í Vesturheimi, þótt eigi fullnægi þeir fyrrihluta téðrar greinar. 4. Um lögreglusamþ. fyrir Hvanneyrarhrepp. 5. Um breyting á Iögum nr. 45 16. nóv. 1907 um skipun prestakalla. 6 Um afnám tátækratíundar. Fátækratíund af fasteign og lausafé er úr lögum numin. Upphæð þeirri, sem sveitarsjóður missir í við lagabreyting þessa skal jafoað á hreppsbúa eftir efnum og ástæðum, sem öðrum sveitarútsvörum. 7. Um breyting á lögum nr. 86 22. nóv. 1907. Borgarstjóri (Reykjavíkur) skal kosinn at atkvæðisbærum borg' urum kaupstaðarins til 6 ára. 50 kjósendur að minsta kosti skulu mæla með kosningu hans. 8. Um ráðstafanir til að tryggja landið gegn hættu, sem stafað geti af ótriði í Norðurálfu. All Iangur lagabáikur. Lögin voru staðfest af konungi 1. þ. m. 9. Um ráðstafanir á gulltorða íslandsbanka, innstæðufé í bönk- um og sparisjóðum og á póst< ávisunum. Staðfest af konungi 1. ág. 10. Um viðauka við lög 1. ág. 1914 um ráðstafanir til að tryggja landið gegu hættu sem stafað geti af ótriði í Norðurálfu. 11. Um heimiid fyrir iands- stjórnina til þess að ábyrgjast fyrir hÖnd iandssjóðs x/4 hluta skipaveðláns sem h.f. Eimskipa< félag íslands tekur í erlendum bönkum til þess að kosta smíði 2ja skipa sinna að upphæð 600 þús krónur. Lánið endurgreiðist á 12 árum með jöfnum afborg- unum og sé trygt með 1. veðrétti f umræddum skipum. 12. Um löggilding verslunar* staðar að Stóra Fjarðarhorni við Kollafjörð f Strandasýslu. 13. Um breyting á lögum og viðauka við lög nr. 25 11. júlí 4. i ■vi, '‘íHttimutt.t < JÍÁ* 'A&nauA v,«<.-%•/ 35- tbL 1911 um atvinnu við vélgæslu á íslenskum skipum. 14. Um eignarnámsheimild fyrir Hvanneyrarhrepp (Siglufj.) á lóð og mannvirkjum undir hafnarbryggju. 15. Um beitutekju. [Framh.] PÍUB páfi X.« sem nú er látinn, var tæplega áttræður að aldri, f. 2. júní 1835. Hann hót að slcírnainafni Giuseppi Sarto og var kjorinn páfi 4. ág. 1903, eftir lát Leós páfa XIII. EDginn sköruDgur þóttihanD sem páfl, — en vinsæll var hann og vel metinn —, enda er páfavaldið ekki orðið nema svipur hjá sjón hjá því sem það var áður. A dögum Piusar páfa fór og páfa- valdinu hnignandi við aðskilnað rikis og kirkju 1 Frakklandi og endaði með því að franska stjórnin sleit sáttmála þeim, er Napoleon I. gerði við páfastólinn fyrir 100 árum. Síðast^ verk páfans hefir líklega verið áskorun hans til Vilhjálms f’ýskalandskeisara um að hlutast til um að þjóðverjar ryddust eigi með her inn í hlutlaus ríki. Ókunnugt er um hvernig andlát hans hefir aðborið. BpusbbI tekln. 1 sim- fregnum er sagt, að Jr’jóðveijar hafl tekið Biússel, höfuðborg Belgiu. Eftir því að dæma virðast Þjóði verjar hafa mikinn framgang þar. Brtlssel hefir um 600 þús. ibúa. Eru þar listasöfn mikil og merkis- byggingar margar, enda er borgin Bögð einkar fögur. Pólland fær loforð um sjélf- stjórn. í sfmfregnum hér f blað- inu, er sagt trá að stjórn Rússa hafi lofað Pólverjum sjálfstjórn, ef Þjóðverjar yrðu sigraðir f ófriðnum. Pólland hefir Iotið Rússlandi nú um öld og oft verið hart leikið af rússneskum kúgurum, sem jafnan hafa með grimd og gerræði bælt niður ailar frelsis* hryefingar þeirra, en við það hefir hatrió og hefndarhugurinn þróast hjá -Pólverjum, svo nú hafa þeir hugsað sér gott til glóðarinnar að sleppa úr þræla- klóm Rússa. Þetta hefir óetað leitt til þess að Rússastjórn hefir flýtt sér að heita á Pólverja, svo ekki þyrfti að óttast uppreisn þar, og ef til vill i herliði Rússa þar sem Pólverjar væru. Munu nú flestar þjóðir heims- ins óska þess að Pólverjar verði við áheitinu, þótt vant sé að vita hverjar efndirnar verði hjá Rússi um.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.