Vestri


Vestri - 27.10.1915, Síða 3

Vestri - 27.10.1915, Síða 3
4i bí. vésxrí; Stýrim. á „Sterling” og tveir skipverjar voru sektaðir í Leith fyrir að hafa áfengi í fórum sínum, sem þeir ekki gáfu npp til tolleftiiiits. Hásetairíif voiu sektuðir um 10 pd. steii. hver, en stýrim. var haldið eftir í Leith. , „Ceres“ er enn ókomin til Rvíkur. Ingólfur Eyjólísson, um 15 ára garnall drengur, diuknaði í Hafn* arfirði i gær. Yar að vinna við vöruafferming og hrasaði út af spoiinu á bryggjunni cg féil í sjóinn. Var hvassviðri svo mikið að ómögulegt var að bjarga honurn. Afspyrnurok hefir verið undanfarna daga á Suðurlandi. 25. okt. Bresk, rússnesk og frönsk herskip hafa í sarueiningu skotið á strönd Búigariu, sem hafa hernaðarlega þýðingu. He.fir tjón af skothrið þessari orðið mjög mikið, bæði á hafnarvirkjum og skipurr. er lágu á höíuunum. Sérstaklega varð mikið tión á- höfninni í Zegaze. Flotinn varaðist að skjóta á aðra staði en þá, sem hernaðarlega þýðingu hafa. Einkaskeyti til Mbl., Khöfn í dag (nýk.j segii: ít.alir hafa roftð herlínu Austurrikismanna við Iszoncofljótið. Rússar hafa tekið 12000 fanga við Tarnopool. Utanríkisráðherra Frakka hefir sagt af sér. Mörgum þýskum kaupförum sökt í Eystrasaiti. Serbar hörfa undan fyrir sóku Búlgara að sunnan og fjóðveija að norðan. „Ceres* kom í morgun til Vestmannaeyja, Væntanl. til Rvíkur á morgun. „Flora* kom ekki til Bergen fyr en í fyrradag. Var tekin á leið- inni og taíðist lengi í Kirkwall. • för á sveimi frá Ermarsundi og norður til íslands. Palmer sigldí út á hat með nokkrum hluta flotans. Voru skipin þar að æfingum, skutu til marks o. s. frv. >Við höldum altaf æfingarc, sagði einu for- ingjanna. Palmer var á tundurbátaspillí þegar hann hélt aftur til lands. Kveður hann þad hafa verið stórfenglegajsjón að sjá vígdrekai raðirnar (Dreadnoughts) þegar inn á höfn kom. Voru þeir sam- lilir sjónum. Hann gefur 'og í skyn að margir vígdrekarnir hafi verið ný skip, því hann segir að ekki hafi borið mjög mikið á Queen Elizabeth, sem nú er kom* heirn sunnan irá Hellusundi. Hún sé reyndar stór ef hún sé borin saman við Inflexible, sem Sturdee barðist á við Falklands- eyjar, eða brinvörðu beitiskipin. Loftbátar voru á sveimi yfir flotanum og höfðu þeir bækistöð sína 4 natntrægu farþegaskipi, sem áður var í törum yfir At< landshaf. Eg gaf gmtur að brynvörðu beitiskipunum -— sjóliðsmennirnir kalla þau >kattadeildina< (cat squadron) — og þar sá eg L’on og Tiger, sem söktu Blúcher í vetur. >Það þart nú væntanlega ekki lengur vitnanna við um það, að Tiger liggi ekki á mararbotni eins og Þjóðverjar sögðu í vetur<, maelti einn af foringjunum sem með mér var. Síðar kom Palmer upp á skip Jellicoe. Sýndi flotaforinginn honum skipið og tallbyssurnar, en ekki lýsir hann því neitt. Jéllicoe er 57 ára gamall og getur það ekki talist hár aldur, enda öegir Palmer að sér hafi þótt einna einkennilegast hve aðmírál- ar Bretar séu ungir. Jellicoe er elstur þeirra. Hann er hvatur í spori og nokkuð fljótmæltur. Hann hefst mest við á þiljum uppi og er því ákaflega veðurbarinn í andliti. Sjaldan skilur hann sjónaukann við sig, heldur venju» lega á honum undir handleggm um. Flotinn stækkar. Palmer kvaðst hafa átt tal við mhrga foringja um sjóhernaðinn. kom þeim öllum ásamt um það, að þýski flotinn hefði helst getað gert sér vonir um að fá einhverju áorkað fyrstu mánuði ófriðarins. Nú efldist breski flotinn að skipi um á hverjum mánuði og væri nú betur viðbúinn hverju sem að höndum kynni að bera, en nokkru sinni fyrr. Erfiðustu dagat floti ans hetðu verið i ófriðarbyrjun, þegar hann hefði stöðugt verið á siglingu að leita að óvinaskipi um. Nú lægi hann í öruggu lagi 08" 8æti haldið til móts við óvin- ina undir eins og varðskipin gæfu merki um að þeir væru komnir á kreik. (nVísir“.) Sumarið kvaddi með sólskini og þýðum sunnanvindi. Veturlnn gekk ígarð með logni og um 12 stiga hita. Kennarar og nemendur barnaskólans fóru í berjamó þann dag, og mun það eins dæmi og er í frásögur færandi. Sama blíðviðrið helst enn þá með smárigningu suma dagana og logn> sléttum, heiðríkum kvöldum. Trálofuð eiu Jóhann Einarsson kennari og ungfrú Sigriður Sig. urðardóttir, Látrum í Aðalvík. i59 Aðalfundur Vélarbáíaábyrgðarfélags Isfirðinga verður haldínn í húsi frú Sigríðap Thor- steinsson sunnudaginn þ. 28. nóvemlier næstk. og byrjar kl. 7 síðdegís. Stjórnin. V Iþróttanámskeið hefst hér á ísafirði um miðjan næsta mánuð, og stendur yfir 3ja vikna tima. Ungmennafélagar njóta ókeypis keuslu, en aðrir þátttakendur greiði sanngjarnt kenflugjald. Vænst er eftir svo mikilli þáttöku, sem húsrúm og kenslukraftar leyfa. Þeir, sem vil’a ujóta kcnslunnar, suúi íér til ritstjóra þessa blaðs. C a r e 1 i u s. Smásaga, eftir Jonas Lie. (Framh.) Þjónustustúlkurnar höfðu st.rokið og greitt, brúðurina frá hvirfli til ilja, dregið hring á hönd henni, sett myrtuskrans um höfuð hennar og blæju, og hún var klædd hinum finasta silkikjól með langri slæðu. Begar hurðinni var hnindið upp fyrir þeim, setti Carelius lúðurinn á munninn. Tra rar ía. Og það hvein í gluggarúðunum í veislusalnurn. Kætin í fólkinu jókst nú um allan helming. Og við borðið hjá brúðhjónunum linti ekki á skálaræðum fyrir minni þeirra, og það var dansað og hoppað fram að dögun. Enginn mundi éftir því að hann var kominn til að gera gys að brúðhjónunum. Alt. var þarna svo skrautlegt. og svo margir af heldri borgurum bæjarins voru þarna samankomnir. En daginn eftic fanst bæjaibúum sem þeir hefðu leikið á sjálfa sig, ög voru afargramir undir niðri. Peir mintust auðvitað ekki á það hvor við annan, það var eins og þeir þyrðu það ekki til þess að vekja ekki gremju hvor hjá öðrum. fau voru orðin svo stolt og drambsöm af því hve mikið veður var gert út af þessu. Og bæjarbúar gutu hornauga til þeirra út um gluggana, og hugsuðu með sér að þau skyldu ekki fá mörg feit bein að naga. Carla yrði áreiðanlega að selja silkikjólinn sinn bráðlega til þess að kaupa irat fyrir. — En Bama vorið hljóp óvenju mikill vöxtur i ána. Allir timbur- flotarnir hrúguðust upp að brúar- stólpunum og sátu þar fastir. Og eftir því sem áin óx, urðu timbun fiotarnir æ stærri, svo menn ótt« uðust að timbrið myndi ryðja brúnni um koll. Síðari hluta sunnudags var árbakkinn svartur af fólki, sem bjóst við stórtíðindum á hverri stundu. Alt í einu sást Carelius fika sig áfram efst á stærsta timburflotan< um, með st.óreílis stjaka í hönd> unum. Hann ýinist barði, togaði eða liðkaði stóran drumb á alla vegi, sem stóð upp úr flotanum, og heyrði ekki þó fólkið væri að kalla til hans að koma á land — það vildi ekki vita af fíflalátunum í honum —. Og einmitt þegar borgarstjórinn hrópaði eins hát.t og hann hafði hljóð til, svo hann roðnaði niður á hals af áieynslunnij að hann yrði sektaður, ef hann hipjaði sig ekki á land, losnaði drumburinn, sem hólt timburfloti anum saman, og Carelius vatt sór á stjakanuin og upp á brúna. Trarr arr. Timburtlotaiinir losnuðu allir í sundur og sigu í rétta átt undir bogann og við framrásina freyddi vatnið á brúarstöplunum, en trén þeyttust niður eftir ánni. Og fagnaðaiópin ætluðu aldrei að taka enda. Beggja megin árinnar barðist fólkið um að fá ab bera Carelius á gullstól. (Framh.) M 01 tanst kýr, helst snemmbær, óskust keypt. Upplýsingar á pientsmiájuríhi. Prentsmiðja Vestfirðinga.

x

Vestri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.