Vestri - 11.07.1918, Blaðsíða 2

Vestri - 11.07.1918, Blaðsíða 2
48 VESTRl 14. l'l- Ný verslun! Nú liefi éfí opnaft l>úð í Póstgötu 6 (aauila Thorodd- soiiN búð) og hefi ég þar á boðstóiuin ilest nlt til ===jyyTH)TGERÐiyL=i EinuÍ4 Smiirolíu, Feili og Ijiiida inargt íloira. OlíuratiiHÖur með Sterling. Gerið svo vel að líta innl Meiyi Guöbjartsson. fulltrúnnna er faiið Iram á |)að. að landssjóður kaupi 150000 tn. sfldar á 100 kg. og borgi þannig : Fyrstu 50000 tn. með 75 aurum pr. kg„ aðrar 50000 tn. með 50 au. pr. kg. þriðju 50000 tn m«ð 40 au. pr. kg„ eða að meðaUai 55 kr. tunnuna, og hugsa þeir sér, að landssjóður losni við }'á sfld þannig: Selji Svfum 50000 tn„ selji til Ámerfku 25000 tn. og noti til manneldis, skepnutóðurs og ef til vill bræðslu 75000 tn. En nú er það mjög svo at< hugaverti nð saian til Svíþjóðar er það eina, sem talist getur nokkurn veginn ábyggilegt, og þó er sá stóri hængur á, að vér vitum ekki enn, hve hátt boð er hægt að tá hjá Svíum f síldina, eða hvort ekki geta orðið þeir annmarkar á þvf tilboði, að því er snertir borgunarskilináia og flutning á sfldinni til Svíþjóð ir, sem gæti valdið eins mikilli eða meiri áhættu, en óvissan um verðupphæðina gerir nú. (Framh.) Símfregnir. (Eiokafréttir frá Mbl.) Rvík, 10. júlf. 1 Rússiandi er alt i uppnámi að vanda. Sendiherra Þjóðverja í Moskva hefir verið myrtur og er það talið upphat allsherjar iiyltingar gegn Majfimalistastjórninni um alt land. Margar fregnir og ósamhljóða hafa borist um það, að Rússai keisarinn fyrverandi hafi verið myrtur, en þær eru ýmist bernar til baka eða staðfestar. Orðrómur hefir einnig borist um það, að Michael stórlursti hafi verið tekiun til keisara. ítaiir hafa hrakið Austurríkis- menn úr hólmunum í Piave og hafa náð fótfestu norðan við ána. / Frakkiandi gengur alt f sama þófinu, en búist við stór* tfðindum bráðiega. Alþýðusamband íslands héit fund nýlega, til þess að ræða um samband íslands og Dan- merkur. Þar voru gerðar áiyktanir á þessa leið (f aðalatriðunum): 1. TaJið sjáifsagt, að ísland fái sérstakan siglingafána. 2. Sambandið milli Iandanna bygfgist á fullu jafnrétti millt þeirra. 3. Fæðingjaréttur sé sameigin- legur. 4. Sé Dönum ÍHÍið að fara með utauríkismál (siands, skulu ís- lendiugar ávalt hafa fuiltrúa i utanríkisstjórninni, til þess að gæta hagsmuna landsins. Þessi ályktun var fyrst birt f Dagsbrún í gær og hefir vakið mikið umtal f Reykjavík, einkum vegna þess, að gengið virðist Út frá því, að Dönum verði falin utanríkismálin. Samninganefndin hefir kosið sér undirnefnd til þess að flýta störfum sfnum, þá Hage og Arup af Dana hálfu og Bjarna frá Vogi og Einar Arnórston af hálfu íslendinga. Ekkert látið uppi enn þá at störlum netndarinnar. Altalað í Reykjavfk að Alþingi verði slitið um næstu helgi. Vélbát var sökt af kafbát suður at Færeyjum nýskeð. — Báturinn hét Gulllaxi, eign þeirra J. Laxdals, Debells •. fl. Skip* stjóri Sölvi Víglundarson. Skipverjar komust i bát til Færeyja eftir 18 ki.stundir. Fálkinn tók 2 enska botnvörp- unga, sem voru að veiðum i landhelgi suður i Garðsjó, og fór með þá til Hafnaríjarðar. — Fengu þeir 2000 kr. sekt hvor, en héidu afla og veiðarfærum. Dr. Björn M. Ólsen er orðinn heiðursfélagi í British Academy. Iuflúenza, fremur væg, gengur í Reykjavík. Barst þangað með Jóni Foiseta frá Englandi. t Olafur Halldórsson trésmiður hér í bænum lést á svipb-gan og sorglegan hátt 2. þ. m. — Hann hafði byrjað að gera eitthvað við glugga á húsi Bökunartólagsins 1. þ. m., en stiginn, sera hann stóð f, bilaði svo hann téll tii jarðar. Var hann borinn heim meðvit' undarlaus, og raknaði litt eða eigi við af aftur, og lést að sólarhring liðnum. Ólafur heitinn var einn af eldri borgurum þessa bæjar og mun hafa stundað hér trésmíði um eða yfir 30 ár. Hann var hinn vandaðasti maður í alla staði, sraiður góður, starfsainur, reglusamur, stiltur og háttprúður. Gaf sig Ktt fram opinberiega, en stundaði iðn sfna og torsjá heimilis síns með iðni, sparsemi og þrifnaði. Hann iætur ettir sig ekkju, Sigrfði Arnadóttur, systur Björns gullsmiðs í Reykjavík, og sjö börn uppkomin: Arna og Hjört trésmiði, Arthur og Garðar og dætur: Þórunni, Emmu ogMar- gréti. SiIfurbrúAkaiipsdagiir þeirra Óiafs verslunarstjóra Davíðssonar og frú Stefaníu konu hans var 9. þ. m. Voru þeim þá sýnd ýms vináttu og virðingarmerki' Margir bæjar* búar, at báðum flokkum. sendu þeim skrautritað skjai og bikar, áletraðan af Helga Sigurgeirsi syni, með 1000 kr. f gulli i. Síldarsalan. Frumvarpið, sem prentað er hér fremst f blaðinu, er nú sagt að sé samþykt i efri deild, með þeirri breyting, að 7. gr., um að seljendur njóti */4 hagnaðan ins, et •inhver verður, er feld burtu. Enn þá óséð um forlög málsins. Framh. af greinargerð nefudarinnar I e. d. bíður næsta blaðs. TÍAln , hefir verið svo köid og vond undanfatið, »ð óminnilegt er. Norðan hraglandi aðra stundina og kuldanæðingar hina. Grasi spretta svo bágborin, að til stón vandræða horfir. Tún öll með stórum kalskellum og litt spiottin þar sem þau eru óskemd. Ut< engi sumstaðar ofuilftið skárra. Ekki hugsað til sláttar liér nær> lendis næstu vikurnar, eitir því sem nú áhorfist Líkt mun vera ástátt um alt Norður og Vestun land, en sjálfsagt mun skárra sunnan lands. FlskaiII hefir ver jaingóður í vor. 1 Bolungarvik og Hnífsdal £ eru hlutir sagðir orðnir’700— 800 kr. og jafnvel um 1000 kr. síðan um sumarmál. 5— 600 kr. alment. Sumarnótt. Kvöldið er kyrlátt. Hægur hatvindur tekur síðustu andartökin. Og svo deyr hann að lokum að tullu og öllu. Hvítir lognblettir teygja sig lengra og lengra, uns sjórinn er orðinn eins og ijómatrog. Léttar, ljósgráar þokusiæður liggja hreyfingariausar í giljum og lautum og hanga á hiilum og hamrasnösum fjalianna. Sólin er að síga til viðar. Ljósrauður þokubjarmi byrgir sjóndeildarhriuginn f norðri, niður við hafsbrúnina. Og sólargeislinn teygir sig eins og bifröst neðan frá hafsbrún- inni að klettóttri ströndinni, þar sem smávaxnar öldur gjáltra hægt og vinalega við kletta- skorurnar, vdta sér rólega á flúðunum, og niða hægt við sléttan s.indiun. Kvöldbjarminn færist upp eítir fjöllunum og verður æ iitíegurri og rauðari eftir þvf sem ofar dregur. Loks standa allar hlfðar sveip- aðar ljósrauðum möttli niður undir miðju. Og tjöllin spagla sig í djúpum blátærum fjörðun- um og halda vörð í hátignari legri ró við spegilsléttan sjóinn. Kyrð og ró livílir yfir býlun- um inn til fjarðanna og þorpinu Út undir fjarðarmynninu. Skyndilega kemst hreyfing á í þorpinu. Arum er fleygt í bát- ana svo undir tekur í húsunum. Einstöku köil heyrast hér og hvar, og hávaði af því að bát- um er hrint niður fjöruna. Hvítgrár reykur skýst upp úr vélbátunum, einu sinni, tvisvar, með háum hvell; svo þagna hvell- irnir f bili, en reykurinn hefur sig strax upp aftur og smeilirnir heyrast stöðugt og reglulega. Vélbátarnir eru settir í hreyfing og Hða frá iandi. einn eftir ann> an, með misháunt skellum. Morgunsólin isarist niður eftir hliðunum, þar til húu birtist á láglendinu yfil' Ijöllin í norðri. Inni í firðinum glitrar á glugga rúðurnar, svo það er eins og húsaraðirnar standi í rauðu báli. Láréttir sóiargeislarnir kvika á Iogsléttum sænum. Og faguri litaður bjarmi vefst um lágiendið, vekjandi líf og fögnuð inni í hlíðinni, þar sem geislarnir kyssa döggvot blómin, er opna sig fagnandi móti vermandi sólinni. Og sólin heldur áfram sigur* göngu sinni. Hún strýkur þoku> hnoðraita úr fjallaskorunum, uns þeir hverfa hver af öðrum upp f heiðtaeit himinhvolfið. Fólkið rfs úr rekkju og ieggur hönd að vinnu til þess að full> nægja kröfum komandi dags. Þetta er sumarið, sem við þrá* um. Og syrgjum, þegar það sýnir sig ekki. Héðinn.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.