Skólablaðið - 01.03.1911, Qupperneq 10

Skólablaðið - 01.03.1911, Qupperneq 10
SKÓLABLAÐIÐ 58 — í einum spretti heim aftur, og settist rólegur, en lafmóður, í sætið sitt. Þetta kom oftar fyrir, — og dugði. Óróaseggurinn var Iæknaður. Smágreinar um uppeldi. (Eftir Guðmund Hjaltason). Sitt hæfir hverju barnl. VIII. Kærleikur, réttlæti og sannleikur á að vísu við öll börn. En það skiftir hvernig beita skal dygðum þessum við börnin, eða í hvaða mynd þær eiga að birtast þeim. Má vel segja um mynd- ir þær, að »sitt hæfir hverju barni«. í »uppeldis tímaritinu« var, meðal annars góðs, ágæt litgerð um 4 »temperament-, eða skaplyndi barna. Hana ættu allir kennarar að kynna sér. 1. Löt börn. Oft er kvartað um leti barna bæði í skólum ogáheimilum, Letin er jafnan leið. En best er að gá að af hverju hún kem- ur áður en hart er tekið á henni. Hún kemur oft af ofreynslu andlegri eða líkamlegri. Börn eru oft látin vinna of lengi, eða læra of lengi, Fá svo ekki nógan tíma til að hvíla sig og leika sér. En hæfileg hvíld og hóflegur leikur er alveg nauðsynlegt fyrir börn. Það er nú eiginlega verkefni heilsufræðinganna að ákveða hvað mikinn tíma börn þurfi til hvíldar og leika o. s. frv. En til reynslu set eg hér samt töflu um þetta. Er hún tekin úr A. O. Drachmanns og Axel Hertels Sundhedslœre 1886. Segjast þeir hafa hana eftir sænskri skólanefnd, og segja hana í öllu verulega samkvæma orðum frægra lækna og líffræðinga, og yfirlýsingum, sem ýmsar nefndir á Þýskalandi, Englandi, Frakk- landi og í Bandaríkjunum hafa gefið um tímanotkun barna og unglinga. s. 366. Vera má, að sumt sé orðið úrelt f töflu þéssari. Ef svo er,

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.