Skólablaðið - 01.04.1914, Síða 4

Skólablaðið - 01.04.1914, Síða 4
52 SKOLABL.AÐIÐ á þeim tíma fá börn alment lögboðna andlega fræðslu. það hefur reynslan sýnt. Á þetta mál má auðvitað ýmislega líta. En mörgum mundi þykja svo, sem það ætti í einhverju að sjást, að Thorchillii-börn væru betur mönnuð og frædd en allur þorinn. Vottorð eru heimtuð um það, að fósturbörnin séu fædd í Kjalarnesþingi og að foreldranir séu bláfátækir, eða börnin munaðarlaus. Það hefði sjálfsagt verið ástæða til að heimta líka vottorð læknis um að börnin væru líkamlega hraust, einkum þar sem þau eru ekki tekin fyr en 6—7 ára. En hvað sem auglýsingu stjórnarráðsins líður, getur það sem hér er nefnt o. fl. orðið samningsmál milli stjórnar Thorchilliissjóðsins og þeirra er hlut eiga að máli. Og má ganga að því vísu að ekki verði hrapað að þeim samn- ingum. Mentaskólinn og gagnfræ3askóiinn á Akureyri. Kirkjublaðið og Skólablaðið hafa undanfarið flutt nokkr- ar greinar um Mentaskólann. Biskupinn byrjaði með því að heimta „nýtt og ungt blóð í æðar Mentaskólans*. Kennarar skólans tóku þetta óstint upp tyrir biskupi. Síðan hafa fleiri lagt til málanna, og nú síðast rita tveir af hinum yngri kennurum Mentaskólans, þeir Böðvar Kristjánsson og Jón Ófeigsson um fyrirkomulag hans og kenslu. Eg hafði ekki ætlað mér að leggja neitt orð í þennan belg, en þegar eg las grein Jóns kennara Ófeigssonar í1) næst síðasta Skólablaði, fann eg mig knúðan til að beina til hans nokkrum spurningum. Hann telur, að því er mér skilst, fjóra höfuðgalla á ’) Bjóst við framhaldi í síðasta blaði og dró því að rita þessar línur.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.