Skólablaðið - 01.07.1920, Page 5

Skólablaðið - 01.07.1920, Page 5
SKÓLABLAÐIÐ 9r ■eitt orS allra, aö ekki hafi þeir átt glaðari eöa röggsamlegri kennara en hann, e8a skorinorðari í tilsögn. Böðvar hvarf frá mentaskólanum fyrir nokkrum árum, þeg- ar sem mest tók að haröna um björg viö þvilik störf, og þótti sem von var mikill skaöi að honum frá skólanum. Hann gerö- ist þá verslunarstjóri og gegndi því starfi síöan. Hann var at- hafnamaSur og gekk vasklega aö hverju sem hann vann. t Jón J. Aðils prófessor varS og bráðkvaddur i Kaupijranna- höfn 5. þ. m. Hann var á ferð erlendis til aS rannsaka þar í söfnum skjöl og heimildir aS sögu íslands', og svo til að sitja mót norrænna sagnfræðinga í Kristjaníu, en þangað voru þeir boðnir tveir fyrir hönd fslendinga, hann og dr. Jón Þorkelsson. Jón sagnfræðingur, eins og hann var lengst kallaður, var hverjum manni kunnur á landinu af ritum sínum. Hann kunni. manna best að rita við allra hæfi, og er frásögn hans frábæri- lega ljós og lifandi. Og eigi var hann síður ræðumaður, því hann bar af öðrum mönnum bæði að fögru málfæri og orð- vali. Einhver þarfasta bók hans fyrir alþýðu-manna er Islands- saga hans, sem hann lauk fyrir nokkrum árum. En merkast verka hans að öllu er Einokunarsagan, sem út kom fyrra ár. Var hann enn sem ákafast að vinna að rannsóknum á verslun- arsögu landsins, og mun hafa átt þar margt skráð en líka mörgu ólokið. Nú hefir orðið skjótur endi á þessu mikla verki, sem hann hafði unnið svo vel, að langt bar af þvi, sem menn höfðu dirfst að vænta. Það er því ekki ofmælt, að þjóðar- söknuður er að slíkum manni. Jón Aðils var rösklega fimtugur, er hann ljest. Hann varð í fyrra heiðursdoktor háskólans og nú var hann nýkjörinn háskólarektor. Það er enn um Jón Aðils að segja, hve guð- rækinn maður hann var og hugsandi um trúmál og andleg efni. f Pálmi Pálsson, yfirkennari við mentaskólann, er látinn á ferðalagi í Kaupmannahöfn þessa daga, af hjartaslagi. Skóla- blaðið mun síðar geta minst hans nokkru nánar.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.