Skólablaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 10
22 SKÓLABLAÐIÐ Febr. 1921 Víðast hvar mun nú hætt að syngja Passíusálma á föstunni. Bömin kynnast þeim ekki í æsku. Og fæstir læra mikið ut- an að á fullorðinsárunum. Utlit er því til að Passíusálmar gleymist með þeirri kyn- slóð, sem nú er að vaxa upp. En það væri þjóðinni hinn mesti háski. það má ekki verða! Við megum ekki við því að missa áhrif Hallgríms Pjeturssonar á hugi manna. Fáir, ef nokkur, hafa haft jafn-djúp áhrif á þjóðlíf vort. Enginn í allri kristninni hefir ort af meiri andagift um pínu og dauða Jesú Krists. Hann er hjartnæmastur allra sálmaskálda á Norðurlöndum. Hann „Davíð konungur" lands vors, hlýtur að eiga eftir að vinna 10 þúsundir til kristinnar trúar. Ef hann vinnur menn ekki, þá gera ekki aðrir það. Sú skylda hvílir á kennurum og foreldrum, að varðveita Passíusálmana frá gleymsku. það stendur ekki á bömunum að læra. það hefi jeg marg-reynt. þau eru ekki jafn óðfús að læra neitt sem Passíusálmana. Hjer má þó engin þvingun koma nálægt. Trúarlíf barna, og raunar allra, er of við- kvæmt til þess að það megi við hnjaski. það þarf heldur engrar kúgunar. það þarf að eins að beina námslöngun bamanna inn á þessar brautir. Utanað-Iærdómur er þarfur og góður. það er kverinu að kenna, að kom- ist hefir óorð á hann. það er jafnvel gott, að böm læri fleira en þau beri fult skyn á. Börn skilja fæst til hlítar. Lífsreynsla þeirra er svo lítil. En hitt er fordæmanlegt, að láta hörn læra utan að, það sem þau ekki skilja og munu aldrei skilja, og getur ekki orðið þeim til gleði eða huggunar. Böndin berast að kverunum, sem eiga að heita skýringar, en eru ekki skýringar, heldur flækjur. Passíusálmamir em skýring, einhver hin besta skýring, sem samin hefir verið við orð ritningarinnar. þeir vekja jafnt skilning, trú, ást og lotning þeirra, sem læra þá. það er sjálfsagt að nota næmi og námsfýsi æsku- áranna, og því verður vart betur varið til annars en að læra eitthvað úr Passíusálm- unum. „Umþenking guðrækileg herrans Jesú pínu og dauða er vissulega dýrmæt, og hver sig langvaranlega gefur til þeirrar um- þenkingar, og her jafnan Jesú Kristí píslar- mynd i sínu hjarta, sá geymir hinn dýrasta hlut“. Á. Á. Sundbók, I. hefti, er nýkomin út, að tilhlutun íþróttasam- bands íslands, og mun II. hefti um sundregl- ur brátt fylgja. þetta er hin þarfasta bók, og væri vel varið þeim tímum, sem kennar- ar notuðu til að lesa hana með nemendum sínum. þetta er úr formála bókarinnar: „Sund er ein af þeim fáu íþróttum, sem stundaðar hafa verið hjer á landi síðan á landnámstíð. Sund er íslensk íþrótt. Sund er alheimsíþrótt. Sund fór út um þúfur með okkar fornu menningu, og svo fór að lok- um, að hjer á landi kunni naumast nokkur maður að fleyta sjer. En óðar en íslensk menning reis aftur frá dauðum, tóku menn að nýju að leggja stund á þessa fegurstu íþrótt feðra vorra og festa hugann við sundfrægð þeirra Kjartans Ól- afssonar og Grettis Ásmundarsonar.-------- Sundið er tvent í senn: það er ein hin hollasta og fegursta íþrótt, sem enn er fund- in, og jafnframt er sundið ótvírætt allra íþrótta nytsamast". Fyrstir munu Fjölnismenn hafa gefið út sundreglur á íslensku, og var það þeim ágætu mönnum líkt. þeir gefa út sundregl- ur Nachtegalls, og segir svo í formálanum: „það er varla of hermt, að fyrir 14 til 15 árum hafi ekki verið fleiri en sosem 6 menn á öllu landinu, sem væru sjálfbjarga, ef þeir lentu í polli, sem þeir náðu ekki niðri í. þá höfðu menn svo gersamlega gleymt öllu sundi, að ofurhugar báru grjót á sig, og skriðu so í botninum yfir ár og síki, sem ekki voru of breið, en enginn maður bar við að neyta Ijettleik- ans, og fara samkvæmt eðli sínu ofan-vatns, þó að það væri þúsund sinnum hægra". Á þeim 100 árum, sem síðan eru liðin, hafa þessir sex rjettlátu borið þúsundfaldan ávöxt. Og þó eru enn tugir þúsunda af lands- mönnum ósyndir. Er svo um sundkunnáttu landsmanna sem fleira, er til þjóðþrifa stefnir, að ekki er sama hvoru megin hryggj- ar kennarstjettin liggur. Væri ekki heilla- ráð, að gera sund að skyldunámsgrein í kennarskólanum? Tel jeg það skyldara, að kennarar geti kent sund, sem alstaðar er hægt að koma við, en sænsku leikfimina, sem vart verður við komið utan Beykjavík- ur, svo að gagni sje. Á. Á.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.