Skólablaðið - 01.06.1922, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.06.1922, Blaðsíða 1
SKOLABLAÐIÐ TÍMARIT UM UPPELDI OG MENTAMÁL ÚTGEFENDUR: ÁSGEIR ÁSGEIRSSON, HELGI HJÖRVAR OG STEINGRÍMUR ARASON XIV. ÁR JANÚAR/JÚNÍ 1922 1. BLAÐ SKÓLABLAÐIÐ mur. koma út í 6 tölublöðum þetta ár. Blaðið verður prentað alt með smærra letrinu, sem á því hefir verið, en stóra letrið felt niður, og vinst með því upp að nokkru leyti blaða- fækkunin, að lesmáli. Verðið íækkar í 4 kr. Á öðrum stað í blaðinu er farið nokkrum orðum um dráttinn, sem orðið hefir á út- gáu þess. Skrifleg próf. Svo fer vanalega, þegar um nýjungar er að ræða, að sitt sýnist hverjum, og menn verða ekki á eitt sáttir fyr en eftir meiri eða minni árekstra. Ein nýjung er það viðvikjandi kenslu, sem kennarar hafa verið fljótir að aðhyll- ast og taka upp. þessi nýjung er sjerstök tegund skriflegra prófa. Mjög margir af kennurum barnaskóla Reykjavíkur hafa þegar tekið þau upp. Álita þeir þau mikl- um mun nákvæmari en venjuleg próf, stór- um ljettari fyrir kennara og til mikils sparnaðar á tíma og tilkostnaði. T. d. voru þessi próf notuð við aðalprófið í barna- skólanum í Reykjavík í síðastliðnum maí- mánuði, og ljetu prófdómarar vel yfir. I reikningi var svona próf notað í öllum skólanum nema í neðstu bekkjum, þar sem kenslan hafði einkum verið munnleg. Mælikvarðinn var hinn sami fyrir öll börn- in í öllum bekkjum. Var það gert til þess, að hægra yrði að koma á samanburði, er flokkað yrði eftir á næsta hausti. Var sjeð um, að prentuð prófblöð væru við hendina, til að leggja fyrir börnin. þeir, er prófa átti, voru rækilega undir- búnir, til þess að samræmi yrði á prófinu, þannig að öll börnin yrðu búin undir á sama hátt og prófið færi eins fram alstaðar, svo að misrjetti gæti ekki átt sjer stað. Hver prófdómari hafði kennara sjer til aðstoðar; höfðu þeir tvær kenslustofur til afnota, svo hvergi þyrftu tvö börn að sitja á sama borðinu. Fyrst voru börnunum ætlaðar 20 mínútur til þess að reikna 36 dæmi. þau fyrstu voru mjög lje.tt, og þyngdust dæmin með jöfnum stigum, er ofar dró á mælikvarðann. þá var hlje til hvildar, og tók svo við síð- ari hluti prófsins, voru það 16 dæmi, öll íklædd, þ. e. orðadæmi, er einkum reyndu á hugsun og skilning. Voru börnunum ætl- aðar 15 mínútur. Reikningsprófinu var öllu lokið á einum degi. Börnin voru hátt á tólfta hundrað og úr 40 bekkjum. 11 stundir þurfti svo til þess að vinna að útreikningi allra próf- blaðanna. Að því unnu 8 prófdómarar og fjöldi kennara. Var sömu reglum fylgt alstaðar. Komst hvergi að skoðanamunur eða ágreiningur. Tölurnar rjeðu. Bekkjar- einkunnir voru reiknaðar út. Fyrri mæli- kvarðinn var sambærilegur við prófið í fyrra. Var það gleðiefni, að yfirleitt var árangurinn betri nú en þá. Fjöldamargt mátti læra af þessari mæl- ingu. T. d. var fróðlegt að bera hána saman við vetrareinkunnir kennaranna. Sumir kennarar höfðu gefið hærri einkunnir yfir- leitt, aðrir höfðu gefið lægri einkunnir en börnin fengu við mælinguna, og virtist lítið samræmi milli einkunnagjafa kennaranna innbyrðis. Aftur á móti virtist mikið rjett- læti ðiga sjer stað í því, að mæla mismun á getu barna innan sama bekkjar. Var nið- urstaðan af mælingunni i sumum tilfell-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.