Vísir - 21.11.1958, Blaðsíða 1

Vísir - 21.11.1958, Blaðsíða 1
q 12 síðut k I y 12 siður 48. árg. Föstudaginn 21. nóvcmber 1958 tbí. Losaði vír úr skrúfu Kiog Soi I rúensjó. Verkið gekk vel en kafarinn kvartaði um kulda. Enski togarinn King Sol fékk vír í skrúfuna er hann var að veiðum út af Vestfjörðum í gser. Eitt íslenzku varðskipanna bauðst að draga togarann til hafnar, en því boði var ekki tekið, segir í tilkynningu land- helgisgæzlunnarj I gær sendi freigátan Dunc- an kafara niður til oð losa vír- inn og tókst honum það, enda var veður stillt, en slíkt er óframkvæmanlegt ef mikil hreyfing er á skipinu. Kafairinn kvartaði ekki um erfiðleika við verk sitt aðra en þá að honum fannst sjórinn fjári kaldur. Þegar vír er losaður úr skrúfu úti í rúmsjó er palli sökkt undir skut skipsins og bundinn upp á skutinn. Á þessum palli stendur kafarinn við vinnu sína. Þó ekki sé nema lítil hreyfing í sjó myndast sterkur straumur við skut skipsins af ölduslætti og hreyfingu skipsins og gerir það kafaranum erfitt um vik. Hvernig sem á það er litið er það nokkuð afrek að fram- ' kvæma slíkt verk. King Sol hefur átt í meiri erfiðleikum við ísland en í þetta sinn því fyrir nokkrum árum strandaði hann austur á söndum og var áhöfn hans bjargað en síðar tókst að ná togarannum á flot. Var lappað upp á hann í slippnum í Reykjavík, svo að hann var ferðafær til Bretlands. j Fjögur brezk herskip gæta nú landhelgisbrjótanna .úti fyr- ir Vestfjörðum. 011 kvikmyndahús keppast við að koma sér up;> bic-iðíjaldi og svo sannai'Iega "etur þetta kvik- [ myndahús í Kanada státað af því bczta sem til er. En bað skeði með óvenjulegum hætti. Sprenging reif burtu vegginn en sætaraðirnar standa óskemmdar eftir. Svaíbakur leítar hafnar undan óveðrr. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í gær. Togarinn Svalbakur hefur stundað veiðar á heimamiðum að undanförnu en aflað fremur lítið vegna óveðra. Svalbakur kom til Akureyr- ar sl. föstudag m. a. vegna ó- veðurs á miðunum. Landaði hann þá 131 lest af ýmsum fiski, sem fór í hraðfrystihús. Á sunnudaginn kom Slétt- bakur úr söluferð til Þýzka- lands og fór á veiðar daginn eftir. Sveigja þeir að samstarfsmönnum ? Mörgum varð á að spyrja sjálfa sig og aðra að því í morgun, hvort Þjóðviljinn væri að sveigja að samstarfsmönn- um sínum innan ríkisstjórnar- inar — aldrei bessu vant. Fyrirsögn á öftustu síðu blaðsins hljóðaði nefnilega á þessa leið: „Nína og Friðrik komu ásamt Vilhjálmi Þór í gær“. Eins og allir vita, er Vilhjálmur Þór helzti fjár- málamaður framsóknar og fjár- aflamaður ríkisstjórnarinnar, en hinsvegar eru Nina og Frið- rik helzta trompið í fjáröflun framsóknar fyrir hús sitt við Tjörnina. Opnun vínbúðar í Kefla- vík hitamál þar syðra. Béndlndlsmenn hafa krafizt almenns borg- arafundar um málið. Borgarstjóri Berlínar segir: Verði samningar rofnir, getur það kostað 3iu heimsstyrjöldina. Su ákvörðun bæjarstjórnar Keflavikur að láta fara fram atkvæðagreiðslu meðal borgara bæjarins um hvort opna skuli áfengisútsölu í Keflavík hefur vakið nokkurn kurr og ó- ánægju meðal bindindismanna á staðnum. Svo sem kunnugt er var í s.l. mánuði lagður fram á fundi bæjarstjórnar Keflavíkur und- irskriftarlisti allmargra borg- ara í Keflavík þar sem óskað var almennrar atkvæðagreiðslu um opnun áfengisútsölu þar í bænum. Þeir, sem að þessu stóðu rök- studdu mál sitt með því að í fyrsta lagi myndi slík útsala veita bæjarsjóði Keflavíkur allt að 1 millj. kr. árlega í tekj- ur. í öðru lagi myndi það draga úr áfengissmygli, í þriðja lagi draga úr leynivínsölu og loks í fjórða lagi væri það sjálfsögð þjónusta við íbúa Suðurnesja að koma þar upp áfengisútsölu, svo þeir þyrftu ekki alla leið til Reykjavíkur til áfengiskaupa. Bæjarstjórn samþykkti með samhljóða atkvæðum að verða við þessar ósk og ákvað að at- kvæðagreiðslan skuli fram fara 30. þ. m. Síðan hefur það gerzt að Framh. á 6. síðu. Bílar eitra loftið. Undanfarna daga liefur verið haldin ráðstefna í Bandaríkj- unum um mengun os eitrun andrúmsloftsins. Ráðstefnuna sóttu um 300 vísindamenn og tæknisérfræð- ingar og eru flestir bandarískir. Þeir komust að þeirri niður- stöðu, að bifreiðum af ýmsu tagi væri um mengun andrúms- loftsins að kenna að lielmingi. Ættu bifreiðasmiðj. að taka sig til og endurbæta hreyílana, svo að þeir spúi ekki eins miklu eitri út í andrúmsloftið fram- vegis og hingað til. Munu Bandaríkin leggja fram 25 millj. dollara til rannsókna á þessu sviði. Ný 1600 m. brú yflr Forthfjorð. Byrjað hefur verið á nýrri brú yfir Forth-fjörðinn í Skot- landi, skammt frá gömlu brúnni, sem er með frægustu brúm í heimi. Var fyrsta skóflustungan tekin í morgun og gerði það ráðhera Skotlandsmála, en ætlunin er, að brúin verði full- gerð að fjórum árum liðnum. Hún verður um 1600 metrar á lengd og verður einvörðungu fyrir járnbrautarsamgöngur. Kvi5i vegna Berlínar- sfefnu kommúnista. I7ki áráöurshratfö þá reriö uö rteöu- Það er greinilegt af ölium fregnum, að Berlín hlýtur að verða brenni- depill stórviðburða, áður mjög langt líður, ef svo fer fram sem horfir. i Nikita Krúsév, æðstiprestur kommúnista um þessar mundir, hélt fyrir nokkru ræðu, þar sem hann boðaði þessa nýju sókn kommúnista gegn lýðræðisrikj- unum. Kvað hann sovétstjórn- ina hafa í hyggju að afhenda austur-þýzkum yfirvöldum öll völd í Berlín eða þeim hluta, sem Sovétstjórnin hefði umsjón með, og væri rétt, að vesturveldin kölluðu heim hersveitir þær, sem þau hafa þar í borginni og gerðu slikt hið sama. Meðal borgarbúa, V.-Þjóð- verja yfirleitt og lýðræðisþjóð anna var þegar litið svo á, að kommúnistar ætluðu að reyna að þvinga vesturveldin tii að fórna íbúum Vestur-Berlínar, því að enginn trúir því, að sá borgarhluti yrði sjálfstæður degi lengur, ef kommúnistar fá ráða. í gær gerðist það síðast í þess- um málum, að sendiherra sovét- stjórnarinnar í Bonn, Smirnov að nafni, gekk fyrir von Brentano og ræddi um Berlinarmálin á víð og dreif. Þegar er fundi þeirra var lokið, kallaði von Brentano i fyrir sig sendiherra vesturveld- anna og ræddi við þá, gaf þeim skýrslu um fyrirætlanir sovét- stjórnarinnar. Hann mun fara til Berlínar í dag til að ræða við \ borgaraleg yfirvöld Þjóðverja ; þar, svo og hernámsstjóra vest- urveldanna. ! Vesturveldin hafa tilkynnt Þjóðverjum, að þau staðfesti enn skuldbindingar sínar gagnvart . Berlín og stjórn hennar, og hafa verið ákveðnar sérstakar ráðstaf anir, sem gripið verður til, ef sovétyfirvöldin ætla að reyna að rjúfa sambandið milli borgar- innar og Vestur-Þýzkalands. Foringi Þjóðverja í Berlín. Frh. á 12. s. Tjón vegna roks í Eyjafirði. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í gær. Ovenju mikið livassviðri var í Eyjafirði og Akureyri síðast- liðinn sólarhring. Olli rokið nokkurum skemd- um á húsaþökum í héraðinu, enda þótt hvergi hlytist veru- legt tjón af. Samfara rokinu hefur verið hlýviðri og hitinn komizt allt upp í 12 stig á Akureyri. Snjó hefur tekð allan upp allt til hæstu fjallabrúna, ___.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.