Vísir - 14.02.1959, Qupperneq 7
L.augardaginn 14. febrúar 1959
VÍSIB
7
26
heit
SKÁLDSAEA EFTIR MARY ESSEX
bví að hún hefur tekið að sér að hjúkra dóttur hinni. Eg á hús
hérna fyrir handan Cape Ferrat.
Öld kraftaverkanna er ekki liðin enn. Colin leit dökkum aug-
unum til þeirra á víxl. — Þér eigið hús hér og Candy er hjá yður.
Fyrr má nú vera.... Og Candy hefur aldrei verið jafn hrífandi
og í kvöld. Hún lítur út eins og lífio leiki við hana.
— Fékkstu bréfið mitt? spurði Candy.
— Já, þökk fyrir, eg fékk það. Þú verður að afsaka að eg svar-
aði ekki — en hverju vildir þú eiginlega láta mig svara?
Það kom ergelsissvipur á andlitið á honum, hún sá að hann
iðraðist eftir að hafa ekki svarað. Var það vegna þess að hún
var svo glæsileg í kvöld og af því að hann hitti hana í svona
tignu umhverfi? Eða var það vegna þess að hann sá að hún
græddi peninga?
— Svo að við áttum þá eftir að hittast aftur, sagði hún og
reyndi að tala í eins léttum tón og henni var unnt. Hún hafði
nú jafnað sig eftir fyrstu geðshræringuna og gat tekið eftir því
sem fram fór. Hún heyrði rödd spilastjórans, lukkuhjólið og
spilafólkið bak við sig, sem ýmist lét í ljós gleði sína eða von-
brigði.
— Getum við ekki farið í einhvern veitingastað og fengið okk-
ur eitthvað að borða, öll þrjú? sagði Colin.
Candy vissi að Colin tók eftir öllu — það gljáði á hár hennar,
sem hafði orðið talsvert ljósara í sólinni þarna syðra, að kjóll-
inn hennar var fullkominn — heinging hans var viðurkenning
fyrir rósirnar í hárinu, sem áttu sinn þátt í að hviti kjóllinn naut
sín enn betur. Hver veit nema hann væri að hugsa til ógæfu-
ferðarinnar upp að vatni, er hann rauf heit sín við hana?
Mundi hann eftir gamla bláa kjólnum, og hve ljót og aumingjaleg
hún hafði verið þá?.
í rauninni var það einmitt þetta, sem hann var að hugsa um.
Hann mundi vel að hann hafði logið í réttinum um síðustu sam-
fundi þeirra, er hann hélt því fram að hann hefði orðið að
neyða hana til að skila aftur dýra trúlofunarhringnum og næl-
unni — sem hún hafði skilað aftur ótilkvödd. En hann hafði
orðið svo ofsareiður þegar honum var stefnt fyrir réttinn.
— Aldrei hefði mér dottið í hug að Candy gæti hagað sér
svona lúalega, hafði hann sagt við móður sína.
— Eg sagði þér að þú mætir búast við öllu úr þeirri átt, hafði
hún svarað kuldalega. — Þessháttar fólk er svona gert. Þess
vegna á maður ekki að hafa neitt saman við það að sælda.
Það var afleitt að hann skyldi fara að hugsa um þessi mála-
ferli núna, og að hann hafði ta,pað. Honurn fannst allt í einu
að hann stæði við hjól örlaganna. Spilahjólið snerist, hann var
kúlan sem hrökk til og frá. Enginn vissi hvar hún mundi lenda.
— Eg hef ekki verið með öllum mjalla, að eg skyldi sleppa
henni, hugsaði hann með sér og horfði á Candy, sem hafði breyst
úr litlausri skrifstofustúlku í undurfagra dömu, sem horfði á
hann með kaldhæðni og bros í augnakrókunum.
Þegar á allt var litið var það ekki hún sem átti sökina á öll-
um þeim óþægindum, sem hann hafði orðið fyrir. Hann hafði
átt i margskonar mótlæti heima. Undir eins eftir útíör föður
síns fór hann til útlanda, og síðan hafði hann ekki verið heima
nema fáeina daga, til að ganga frá einhverju, sem móðir hans
gat ekki útkljáð ein. Móður hans þótti najög vænt um peninga,
nánast sagt var hún nirfill, og reyndi að hafa eins miklar tekjur
af óðalinu og unnt var. Hún var ráðrík eins og harðstjóri og gat
verið talsvert óþægilegt viðureignar ef ekki'var farið að vilja
hennar í einu og öllu.
Hún var orðin rólegri eftir að maðurinn hennar dó, en líka
einþykkari. Að nafninu til var það hann sem réð, en hann átti
í stríði með aö fá þá peninga, sem hann þurfti með. Móðir hans
var óseðjandi. Hún þreyttist aldrei á að prédika, að hann væri
það eina sem hún ætti í þessari veröld, en fór líka með hann
eins og hún ætti hann meö húð og hári. Og hann var orðinn
leiður á móður.sinni. Það var henni að kenna að trúlofun hans
og Candy hafði farið í hundana. Hún hafði aldrei látið hann í
friði, alltaf verið að niða á því að hann yrði að losna við Candy.
Hún hafði ekki talað um annað unz hún fékk því fralngengt.
Um þetta hafði hann verið að hugsa, núna seinast í kvöld, er
hann kom inn í spilabankan og vinur hans sagði:
— Þessi unga stúlka þarna hlýtur að vera ensk!
Það var Caiidy. Fyrst hélt hann að sér hefði missýnst, en þeg-
ar hann gætti betur að varð hann viss um það. Honurn hafði
gramist er hann gerði sér ljóst að þetta var stúlka sem hann
liafði átt og flæmt frá sér. Hann sá að hún mundi hafa grætt og
var ánægð yfir því, og eftirvæntingin gerði hana enn íallegri.
— Getið. þið ekki komið og borðað með mér? spurði hann enn.
— Má.eg spila einu sinni enn fyrst? sagði Candy.
— Þá er eg hræddur um að þér tapið, sagði Hugh aðvarandi,
og Colin tók eftir að hann tók um úlfliðinn á henni. ÞaÖ var þá
komið svona langt milli þeirra, — mikið flón hafði hann verið!
En hvernig í ósköpunum gat Candy heillast af manni, sem hafði
kvalið hana jafn grimmilega í yfirheyrslunum fyrir réttinum og
Hugh Jackson hafði gert?
— Eg ætla að leggja lægstu upphæöina undir í þetta sinn,
sagði Candy og lagði dálitla hrúgu af spilapeningum á borðið.
Hjólið snerist — og Candy vann.
•— Það er flónska að hætta þegar eg vinn! Candy leit spyrjandi
á Hugh.
Hann hristi höfuðið. — Bezt er að hætta hverjum leik þá
hæst fram fer, segir máltækið, sagði hann. — Stingið nú vinn-
ingnum í töskuna yðar og gerið yður ánægða með það sem þér
hafið grætt, og hættið í þetta sinn. Hafið þér ekki lært ennþá,
að maður á aldrei að hætta sér of langt? Hann brosti en augun
voru alv.arleg.
Þau stóðu upp og fóru frá borðinu og að vörmu spori kom
fólk í sætin, einkum var sætið sem Candy hafði haft, umsetið —
fólk hélt auðsjáanlega að það væri happasæti.
A
KVÖLDVÖKUNNI^
„Eg lofa að eta hádegisverð
minn á kirkjuþakinu, ef það
koma fleiri en 300 til kirkju’á
sunnudaginn,“ sagði Joe Bol-
ton í Liberalkirkjunni í Kans-
as. Það komu 400 til kirkju og
þeir voru vitni að því, að Joe .
klifraði upp á þakið og át þar
sinn steikta kjúkling.
í Los Angeles fékk Eva
McCulloch skilnað frá manni-
sínum í þriðja sinn. Hún sagði
dómaranum „Hann giftist mér
bara aftur til að ná sér niðri á,
mér fyrir það að eg skildi við
hann áður.“
★
í Amsterdam auglýsti geisla-
vísindamaðurinn Tibor Helvey
eftir tveim körlum og einni
konu, sem væri fús á að láta
sem þau byggi saman á tungl-
inu í 8 daga. Sjálfboðaliðar
kvenna voru ferfalt fleiri.
Það var með von í hjartanu,
að eg sagði við gamlan kunn-
ingja minn þegar eg hitti
hann: „Það er hræðilegt. Eg
get ekki sofið lengur á næt-
urnar. Ef eg verð ekki búinn
að útvega 10 þúsund krónur
fyrir næsta miðvikudag, verð
eg gjaldþrota.“
„Því í ósköpunum hefir þú
Colin snerti laust við handleggnum á Candy. — Við skulum
borða einhversstaðar þar sem kyrrt er og rólegt. Þú verður að
segja mér hvernig þér hefur liöið og hvað þú hefur haft fyrir
stafni síðan seinast.
— Viljið þér það? spurði Hugh Candy. Hún skildi hvað hann
átti við með spurningunni. Hann vildi ráða henni til að fara var-
lega, hann var alls ekki ánægður með þetta og óttaðist að neist-
inn milli þeirra tveggja mundi kveikja i henni aftur og gera
henni enn meira illt •— en hann sagði það ekki og reyndi ekki að
stöðva hana heldur. Hann sagði aðeins: — Viljið þér það?
— Já, mig langar til þess. Var það einmitt þetta sem hana
hafði dreymt um vakandi og grátið sig í svefn út af — að fá að
sjá Colin aftur? Þegar hann svaraði ekki bréfi hennar og sýndi
ekki nein lífsmerki yfirleitt, hafði hún farið að halda að draumur
sinn mundi aldrei rætast. En í sömu svipan og hún sá dökk
augun i honum yfir borðið, vissi hún að hún elskaði hann. Þráin
eftir honum hafði verið falin í hjarta hennar allan tímann, þó
henni liði betur en vel hjá Hugh og Diönu þarna syðra. Það var
Colin sem átti hjarta hennar.
Var sanngjarnt að hún neitaði að fara út með honum, vera
með honum nokkra klukkutíma, úr því að hún hitti hann aftur?
Candy sagði eitthvað, hún vissi ekki sjálf hvað það var, en
förunautur hennar fóru báðir að hlæja, og svo fóru þau úr spila-
bankanum öll þrjú, glaðleg og masandi. Candy talaði ekki mikið
sjálf, en hún naut þess að ganga við hligiina á Colin og finna að
ást hennar til hans var ekki dauð, og að áhugi hans íyrir henni
var lifandi ennþá.
ekki fyrir löngu komið til mín
gamli vinur?“ spurði hinn með
mestu hluttekningu.
Vonin varð bjartari.
„Getur þú kannske lánað
mér peningana?“
„Nei, en eg þekki svo ágætt
svefnmeðal.“
JAZZáhugamenn.
Klúbburinn opnar kl. 2.30
í dag í Framsóknarhúsinu.
M. a. leikur tríó Jón Páls,
og Finnur Eydal kynnir
plötur. — Munið félags-
gjöldin.
Jazzklúbbur Reykjavíkur.
Meistaramót íslands
í körfuknattleik
hefst sunnudaginn 15.
marz n. k., en ekki þ. 7.
marz eins og áður var aug-
lýst, þar eð ákveðið hefur
verið að halda dómaranám-
E. E. Bixrroughs «“TARZAM— 2824
Tony Austin var grafinn
j sem kristinn maður og æv-
\ intýrafólkið hélt þögult
áfram ferð sinni í áningar-
stað. Hver un. sig var niður-
sokkinn í hugsanir sínar. Á
sama tíma var það að ske í
veiðimannaklúbbi í fjarlægri
borg í Afríku að þrennt sat
að tali.. Þetta fólk átti bráð-
lega eftir að hafa áhrif á hið j
frjálsa og viðburðaríka líf*
skeið í körfuknattleik í
byrjun marzmánaðar. —
Tilkynningar um þátttöku í
mótinu, ásamt þátttöku-
gjaldi kr. 25.00 fyrir hvert
lið, skul'u hafa borist Körfu-
knattleiksráði Reykjavíkur,
c/o Ingólfur Örnólfsson.
form., Stýrimannastíg 2,
Reykjavík, eigi síðar en 3.
marz n. k. Mótið og dómara-
námskeiðið verða nánar
auglýst síðar.
Stjórn K.K.R.R.
Dómaranámskeið
í körfuknattleik_ hefst
laugardaginn 28. febr. n. k/
kl. 4 e. h. að Grunaarstíg
2 Á, Rvík. Þátttaka tilkynn-
ist íþróttasambandi íslands V
fyrir 23. þ. m.
Iþróttasamband fslands,,