Vísir - 11.06.1959, Qupperneq 12
Ekkert blað er ódýrara i áskrift en Vísir.
Látlð hann færa yður fréttir ag- annað
laatrarefni heim — án fyrirbafnar af
yðar hálfu.
Sími 1-16-60.
Munið, að þeif, sem gerast áskrifendu
Vísis eftir 10 hvers mánaðar,, tá *i*Mg
•kevpis til mánaðamóta
Aimi 1-Í6-60
Fimmtudaginn 11. júní 1959
*er feeim
Minnisblað um loforð og „efndir“
vinstri stjórnarinnar.
Mottó:
„Það er betra að vanta brauð,
en hafa her í landi.“
Henn. Jónasson 19/6. ’56.
LOFORÐ
Það var einkennandi fyrir
vinstri stjórnina, að í öllum
Iþeim atriðum, sem hún lofaði
Viátíðlega eða lagði sérstaka
áherzlu á að framkvæma, voru
svik hennar stórfelldust.
í dag rifjum við upp eitt
slíkt atriði. Er vinstri stjórnin
var mynduð, gaf hún út svo-
hljóðandi yfirlýsingu.
„Ríkisstjórnin telur
það eitt höfuðverkeíni
sitt að ráða niðurlögum ar'
verðbólgunnar.“
„EFNDIR“
Við skulum leyfa Hermanni
Jónassyni sjálfum að lýsa því
hvernig vinstri stjórninni tókst
að leysa þetta „höfuðverkefni“
sitt. Kveðjuorð hans sem for-
sætisráðherra voru þessi: ■
„Ný verðbólgualda er
skollin yfir. í ríkisstjórn-
inni er ekki samstaða um
nein úrræði/'
Um sama leyti sagði hag-
fræðingur vinstri stjórnarinn-
38 hvallr hafa veiðst
— en 70 um sama tíma
í fyrra.
Hvalveiðarnar hafa gengið erf-
iðlega að undanförnu. Hefur
verið bræla og ókyrr sjór, og
auk þess orðið að leita lengra.
Samkvæmt upplýsingum,
sem blaðið hefur fengið hjá
Lofti Bjarnasyni útgerðar-
manni, hafa veiðzt 38 hvalir, og
voru þá meðtaldir þeir, sem
verið var með á leiðinni inn í
Hvalfjörð, en um sama leyti í
fyrra höfðu veiðzt 70 hvalir.
Loftur sagði, að auk erfið-
leikanna af völdum brælu o. s.
frv. virtist mun minna um hval
en í fyrra.
„Við erum að ganga
fram af brúninni.u
Þá hafði raunveruleg
vísitala hækkaS um 45
stig og stefndi til himins.
VerSbólgan hafSi aukizt
urn 25%.
Þannig voru efndirnar á
þessu stórloforði vinstri stjórn-
arinnar. Þessar staðreyndir
munu kjósendur hafa í huga
við kjörhorðið 28. júni n.k.
Friðrik 8.
í Zéárich.
Skákmótinu í Zurich lauk
með sigri sovézka stórmeistar-
ans Tals.
Hlaut hann 11 % vinning. —
Friðrik Ólafsson var áttundi —
rak lest stórmeistaranna átta.
Hann vann 6 skákir, tapaði 5
og gerði 4 jafntefli.
Bretar afnema hömiur á mn-
flutningi frá doHaralöndnm.
Dollaraskortur úr sögunni þar.
Bretar hafa afnumið frá 8.
þ. m. að telja ýmsar innflutn-
ingshömlur á helzta innflutn-
ingi frá dollaralöndunum.
Er hér um að ræða vörur og
afurðir allt frá „smjöri og ost-
um upp í léttar flugvélar og
skip“, eins og það var orðað í
einni fregn. Er þessu vel tekið
í Bandaríkjunum og í Kanada,
og talið öruggt merki um, að
„dollarahungrið“ sé úr sögunni
á Bretlandi.
Bretar segja, að hér sé miðað
að frjálsari heimsviðskiptum.
— 1 s.I. mánuði fluttu Bretar út
vörur til Bandaríkjanna fyrir
36 miHj. stpd. og er það nýtt
met, en vöruskiptajöfnuður
Bretlands við Bandaríkin er jú
hagstæður í fyrsta skipti síðan
1865.
Járn og stál-
verð lœkkar.
Járn- og stálráðið brezka boð-
ar verðlækkun á járni og stáli
frá 1. n. m., til þess að greiða
fyrir- auknum kaupum í stórum
stíl á járni og stáli.
Kolábirgðir 20
millj. lesta.
Kolaráðið brezka tilkynnir,
að kolabirgðir í landinu haldi
áfram að safnast fyrir þrátt
fyrir minnkandi framleiðslu.
Birgðirnar námu í lok s.l. árs
20 millj. lesta. Tap á hinum
þjóðnýttu kolaiðnaði landsins
nam 2% millj, lesta árið sem
leið.
Æsihi m)
steinuitijí-
Nýkomin eru til Eylands við
Svíþjóð rússneskur sjóliðsfor-
ingi og unnusta hans og báðust
hœlis sem pólitískir flóttamenn.
Þau komu í eimbát úr flotan-
um, en Rússinn er sagður yfir-
maður á tundurspilli, en unn-
usta hans er pólsk» 22 ára. —
Þau óttuðust að kommúnistisk
yfirvöld myndu ekki leyfa þeim
að ganga í hjónaband og vildu
því fara þangað, sem frjálsræði
ríkir í þessum efnum sem öðr-
um, og létu ástina ráða stefn-
unni.
Hrakleg útreið Framsóknar-
manna í Skagafirði.
Skagfir5ingum finnst Bítið tið um málflutning
jseirra \ samhandi við kjördæmamálið.
Frá fréttaritara Vísis.
Sauðárkróki í morgun.
Sjálfstæðismenn héldu al-
mennan þingmálafund á Sauð-
árkróki í gærkveldi, þar sem
frambjóðeiidur Framsóknar-1
flokksins í Skagafirði töluðuj
einnig, og er það almannaróm-
Skéþféfs leitað víða.
Mikil leit gerð að skónum, en þeir fundust
um síðir á fótum þjófslns.
Síðdegis á mánudaginn leit-
aði lögrcglan í Reykjavík dyr-
um og dyngjum að skóþjófi hér
í bænum.
Atvik þessa máls voru þau,
að þann sama dag var nokkrum
verkamönnum við virkjun
Efrafalls við Sog sagt upp at-
vinnu sökum óreglu. Mennirn-
ir höfðu sig samdægurs á brott,
náðu sér í eitthvað af vínföng-
um og héldu til Reykjavíkur.
Um kvöldið, þegar vinnu var
hætt þar eystra, tók einn verka
manna eftir því að spariskór
hans voru horfnir. Lék honum
grunur á að þeir myndu hafa
orðið samferða mönnunum til
Reykjavíkur og að einhver
þeirra hefði tekið þá trausta-
taki. Símaði hann því til lög-
reglunnar í . Reykjavík, sagði
henni frá grun sínum og bað
hana að hafa uppi á mönnun-
um — og skón'um.
Var þjófurinn færður úr
skónum þar á stöðinni og síð-
an ekið með hann á sokkaleist-
unum heim.
Beið bana af
voðaskoti.
Frá fréttaritara Vísis. —
Sauðárkróki í morgun.
Oddur Tryggvason tll heim-
ilis að Lónkoti í Sléttuhlið
fórst af voðaskoti í fyrradag.
Tildrög slyssins voru þau að
Oddur heitinn var ásamt öðr-
um manni að minnkaveiðum í
svokölluðum Höfðahólum, sem
eru norðan Höfðavatns.
Höfðu þeir félagar orðið
minks varir og fundið holu,
sem þeir töldu sig' hafa séð dýr-
ið skríða inn í. Skaut Oddur
' Lögreglan brá skjótt við og heitinn þá af fjárbyssu" inn i
hóf ákafa leit, bæði að umrædd- h0iunaj en byssukúlan hefur
um mönnum og skóm, en sú leit 'afalaust lent í steini, því hún
bar um sinn engan árangur. | kastaðist af miklu afli til 'baka;
Þá bar það til tíðinda, eftir lenti j brjósti Qdds og gekk á
að algert vonleysi hafði gripið hoL Var hann að lítilli stundu
um sig meðal lögreglumanna, liðinni örendur>
að leit þeirra myndi engan
árangur bera, að beðið var um
aðstoð þeirra til að fjarlægja
óvelkominn gest í húsi.
Lögreglan sótti manninn og
flutti í lögreglustöðina. Þar
varð lögreglumönnunum allt í
einu litið á fætur mannsins —
og sjá! — þar voru vissulega
komnir hinir týndu skór. Mað-
urinn var þá yfirheyrður nán-
ar og játaði hann að hafa ver-
ið ei.nn þeirra pilta, sem kom-
ið hefðu frá Sogsvirkjuninni
áður um daginn og hefði hann
misséð sig á skónum.
Oddur heitinn var 24ra ára
að aldri, hinn mesti efnismað-
ur' og einkasonur foreldra
sinna. Er þeim hjónum sár
harmur kveðinn við þetta svip-
lega slys.
ur, að Framsóknarmenn liafi
hlotið þar liina hraklegustu út-
reið.
Fundurinn var haldinn í fé-
lagsheimilinu Bifröst á Sauðár-
króki og var húsið þéttskipað.
Frummælendur voru þeir Sig-
urður Bjarnason alþm. og séra
Gunnar Gíslason í Glaumbæ,
efsti maður á lista Sjálfstæðis-
manna 1 Skagafirði.
Af hálfu Framsóknarmanna
töluðu allir frambjóðendur
flokksins, þ. e. þeir Ólafur Jó-
hannesson prófessor, Magnús
Gíslason bóndi á Frostastöðum,
Kristján Karlsson skólastjóri á
Hólum og Jóhann Salberg Guð-
mundsson sýslumaður.
Það er mál manna, sem fund-
inn sátu, að betri pólitískur.
fundur hafi vart verið haldinn
í Skagafirði á seinni árum, enda
hafi Framsóknarmennirnir,
fengið háðulega útreið. Fannst'
Skagfirðingum lítið um mál-
flutning Framsóknarmanna í
sambandi við þeirra höfuðá-
hugamál — kjördæmabreyting-
una og að illa hafi til tekizt hjá
málgagni þeirra „Kjördæma-
blaðinu“, er það þurftj, að grípa
til fölsunar á ummælum merkra
manna, málstað sínum til fram-
dráttar.
Kratar snúast
gegn de GaulSe.
Ein fjárlög verða framvegis
fyrir Frakkland og Alsír.
Þetta var samþykkt í gær-
kvöldi í fulltrúadeild franska
þjóðþingsins. Allt ætlaði vit-
laust að vera vegna hávaða, er
jafnaðarmenn lýstu yfir, að
þeir myndu greiða atkvæði
gegn stjórninni í þessu máli.
Kommúnistar greiddu og at-
kvæði gegn henni, eins og fyr-
irfram var vitað.
Kjörstaður
fellur niður.
Athygli skal vakin á því, að
utankjörfundakosning getur
ekki farið fram í ræðismanns-
skrifstofu íslands í Los Angeles
eins og gert var ráð fyrir í
fréttatilkynningu utanríkis-
ráðuneytisins frá 21. maí s.L
Rvík, 10. júní 1959.
Utanríkisráðuneytið,
Ðeila Frakka
jseirra rædd í
í»eir krefjast fnlls
Sendiherra Breta og Frakka
í Washington og Murphy að-
stoðarutanríkisráðherra sitja á
fundum og reyna að ná sam-
komulagi um hið nýja deilu-
mál, kjarnorkuvopnabirgðirn.
ar í Frakklandi.
Frakkar liafa borið fram
kröfur um, að fá vitneskju um
öll leyndarmál varðandi slík
vopn, geymd í landi þeirra, en
þetta er sama sem að krefjast
vitneskju um öll kjarnorku
hernaðarleyndarmál Breta og
Bandaríkjanna.
Ef samkomulag nasðist ekki
myndi Norstad flytja burt frá
við bandamenn
Washington.
jafnréúis vift }»á.
Frakklandi ekki að eins kjarn-
orkuvopnabirgðirnar, heldur og
orustu- og sprengjuflugvélar
og áhafnir þeirra, sem nota
eiga þessi vopn ef til ófriðar
kemur.
Látnar eru í ljós vopnir um,
að samkomulag náist í þessu
máli, m. a. hefur Norstad yfir-
hershöfðingi Nato látið slíkar
vonir í ljós, en aðrir telja, að
þetta muni reynast erfitt, þar
sem Frakkar geri af metnaðar-
ástæðum kröfur um, að vera í
öllu jafnréttháir Bandaríkja-
mönnum og Bretum.