Vísir - 22.06.1959, Page 3
Mánudaginn .22. júní 1959
VfSIR
3
Vitavörður í mesta
Hefur verið nær 50 ár.
— Var pabbi þinn fyrsti vita
vörðurinn í Stórhöfða?
— Ekki var það nú. Vitinn
var reistur árið 1906 og hann
hét Guðmundur Ögmundsson,
sem var hér fyrst vitavörður.
Faðir minn tók við starfinu ár-
ið 1910 og ég við af honum
1935. Eg hef því átt hér heima
í nær 50 ár og er öllum hnútum
kunnugur orðinn.
— Hvað hafa veðurathuganir
verið starfræktar hér lengi?
— Þær voru gerðar í Stór-
höfða fyrst 1923 og óslitið upp
frá því.
— Er þeim eins háttað nú og:
þá?
— Nei. Það er alltaf verið að
auka þær. Og nú er svo komið
að maður þarf helzt að vera
eitthvað að bauka við þær all-
an sólarhringinn. Það virðist
alls ekki ætlast til þess að mað-
ur þurfi nokkurn tíma að sofa,
því nú orðið þarf maður að lesa
af mælunum á 3ja klukku-
stunda fresti. Stundum er mað-
ur í þann veginn að festa blund
inn þegar maður verður að
brölta á fætur til þess að lesa
af mælunum á nýjan leik. Fyr-
ir svefnstygga væri þetta ekki
gott starf.
lega 37 þúsund krónur í kaup
og að auki um 11 þúsund krón-
ur fyrir vitavörzluna. Þetta eru
4 þúsund krónur á mánuði, en
að sjálfsögðu hef ég húsnæði,
eldsneyti og ljós ókeypis. Samt
verður að halda sparlega á til
að kaupið gangi ekki til þurrð-
ar.
— Þú rekur einhvern búskap
hér efra?
— Enginn bóndi myndi kalla
þetta búskap, en hér hef ég
samt örfáar kindaskjátur til að
hugsa um og eina kú, sem á-
byggilega gefur af sér beztu
mjólk í heimi. Grasið er kjarn-
mikið og gott. Og úr því að það
er til þess ætlazt að maður
vaki allan sólarhringinn, þá
munar mann ekki svo mikið
um að bæta á sig þessari
skepnuhirðingu.
Nú er öllu ekið heim.
— Aðdrættir eru nokkuð
langir úr kaupstað?
— Það eru 6 kílómetrar hing
að úr kaupstaðnum, en síðan
vegurinn kom eru aðdrættir
miklu auðveldari en áður. Nú
vald sitt, en þeim tókst það
ekki. Yfirmennirnir þögguðu
allan ofstopa jafnharðan niður
í þeim.
— Hvað voru þeir lengi á
Stórhöfða?
— Til haustsins 1943. Fyrst
voru hér Kanadamenn í byrjun
hernámsins, síðan brezkir sjc-
liðar og loks Bandaríkjamenn.
Þeir voru fjölmennastir og
byggðu hér miklar bækistöðv-
ar og fjölda bragga á höfðan-
um. Þá mátti enginn maður
heimsækja mig nema ég sækti
hann niður að hliði og fylgdi
honum þangað til baka. En mér
sýndu þeir fullkomið traust.
— Hefur þú ekki verið á-
horfandi að válegum atburðum
í Stórhöfða frá því að þú komst
hingað?
— Sitt af hverju hefur skeð,
en sjaldnast að ég hafi bein-
línis verið áhorfandi að því.
Það heitir Vík, þar sem eiðið
er mjóst milli Stórhöfða og að-
aleyjarinnar. Þar háfa strand-
að tveir brezkir togarar í mínu
minni. Annar þeirra strandaði
rétt eftir síðustu styrjöld, en
Rabbað við Sigurð Jónatansson,
vitavörð á Stórhöfða í Vestm.eyjum
Hefir lifsð hálfa öld í vitanuan,
þarf helzt að vaka allan
sóEarhringinn.
Vitinn og vitavarðarhúsið á Stórhöfða. Vitavarðarhjónin standa
við vegginn.
er hægt að aka bíl heim í hlað,
en áður varð að bera alla að-
drætti á bakinu upp höfðann
og hann er 122 metra hár. Það
var erfitt verk þegar um þung-
ar byrðar var að ræða.
Á þeim árum þegar faðir
minn var vitavörður fór hann
flesta daga gangandi alla leið
niður í kaupstaðinn. Það var
röskur klukkustundar gangur
hvora leið. Þá hélt hann venju-
lega á einhverju með sér til
baka. Þannig dró hann að sér
vistir í búið og annað til heim-
ilisþarfa, Nú er öllu ekið heim,
enda orðið svo mikið að gera
við veðurathuganirnar að mað-
ur má helzt ekki víkja sér frá.
— Hvenær var vegurinn
lagður?
— Það er tiltölulega stutt
síðan. Á meðan herinn sat hér
á Stórhöfða var stöðugur met-
ingur milii hans og íslendinga
hvor ætti að leggja veginn. Báð
ir þrjózkuðust, en seinna var
vegurinn tekinn í þjóðvegatölu
og síðan hefur honum verið
haldið vel við.
Hermenn frá
ýmsum þjóðum.
— Hvernig var sambýlið við
herinn?
-—- Ágætt. Það kom einstöku
sinnum fyrir að hermenn ætl-
uðu að beita frekju og sýna
hinn allmörgum árum áður í
dimmviðri og snjókomu. Mann-
j björg varð í bæði skiptin en
skipin eyðilögðust.
Svo varð hérna válegt slys
fyrir átta eða níu árum. Eg
man að það skeði 1. maí. Tveir
i ungir menn höfðu róið sinn á
( hvorum kajak vestur fyrir Stór
höfða. Þeir hétu Grétar Sigurðs
son og Sævar Benónýsson.
Hjálpin barst of seint.
Þeir þeir voru komnir hér
■ skammt undan hvolfdi kajak
i .
I Grétars. Sævar náði til hans og
ætluðu þeir að rétta kajakinn
' við, en það tókst ekki. Sævar
' gat ekki tekið Grétar upp í
i sinn bát, því hann var ekki
! nema fyrir einn mann. Hann
gat ekki heldur komið Grétari
á kjöl og varð að skilja þarna
| við hann. Réri hann síðan líf-
róður til lands, upp í svokallaða
| Brimsurð. Þaðan hljóp hann
á sokkaleistunum og allur
holdvotur, allt hvað fætur tog-
| uðu hingað upp á Stórhöfða til
, þess að sækja hjálp. Héðan var
j símað eftir aðstoð lögreglu, er
kom í skyndi og mannaði bát til
þess að fara á slystaðinn. Menn
1 irnir fundu Grétar á floti í sjón
um, en hann var þá örendur,
hefur sennilega dáið af kulda.
En þegar Sævar sá bátinn með
, lögreglumönnunum leggja frá
í mesía veðrabæli á Islandi — já, sennilega í öll-
um heiminum — því þar er iogn sem næst óþekkt
fyrirbæri, en hinsvegar alitaf rok, búa roskin hjón sem
gæta vitans og veðurathugunarstcðvar, sem þar hefur
verið komið upp.
Þeir sem hlustað hafa á veðurlýsingar Veðurstofunnar á
undanförnum árum vita að mesta veðrabæli á íslandi er Stór-
liöfði í Vestmannaeyjum. Það herma gamansamir menn að þar
komi aðeins hálfur logndagur ár hvert að meðaltali. Hvort það
satt læt eg ósagt.
Fuglabjörgin í Vcstmannaeyjum eru undarlega fögur. Bergið
sjálft er víðast móbrúnt að lit, en fuglinn gefur því líf og
aukin litbrigði. Hvar sem silla er í berginu situr fuglinn unn-
vörpum og þar er allt á eilífri hreyfingu. Hitt er svo annað
mál, að oft býr dauði og glötun í þessari miklu og sérkennilegu
fegurð, og beir eru ótaldir hinir vösku og liugdjörfu Vest-
mannaeyingar, sem hrapað hafa í þessum björgum.
Hitt er staðreynd að enginn
flugvöllur landsins er jafn oft
lokaður sökum storma sem
Vestmannaeyjaflugvöllur og
líka er það staðreynd að þegar
ég heimsótti vitavarðarhjónin
í Stórhöfða þá var þar nær ó-
stætt veður af norðaustri og
nísti inn í merg og bein.
— Þetta er ekki mikið hjá
því sem er hér stundum, sagði
Sigurður Jónatansson vitavörð-
ur. Þá er hér í raun og sann-
leika óstætt og ekki viðlit að
fara út fyrir hússins dyr.
— Þú ættir að þekkja það,
þú hefur verið hérna lengi.
— Eg hef átt heima að mestu
leyti í hálfa öld. Kom hingað
tólf ára gamall snáði með föð-
ur mínum. Áttum áður heima
í Mýrdalnum, en pabbi minn
var bróðir Eldeyjar-Hjalta.
Hann les af 4 mælum.
— Hvers konar mælar eru
það, sem þú þarft að lesa af?
— Það eru fjórir mælar utan-
húss, þ. e. hámarksmælir, lág-
marksmælir, hitamælir og svo-
kallaður votur mælir. Vind-
hraðinn er- hins vegar athugað-
ur með hlustunartækjum og til
þess þarf ekki að fara út.
— Er þetta ekki vondur
starfi í illviðrum?
— Alveg sérstaklega. Oft er
svo hvasst að það er illfært hér
á Stórhöfða, og ef þar við bæt-
ist náttmyrkur og hríð þá er
enginn öfundsverður af starf-
inu. Einstöku veður verða svo
hörð hérna uppi, að lífshættu-
legt er að fara út. Það eru næð-
issömustu stundirnar því þá
Sigurður Jónatansson,
vitavörður.
hætti ég mér ekki út og get
hvílzt í næði. En þetta kemur
ekki allt of oft fyrir.
— Hvað hefurðu mælt mest-
an vindhraða á Stórhöfða?
— Sextán stig, eða 100 hnúta.
Þá er betra að halda sig ekki
utan dyra.
— Þú hlýtur að hafa ofsa
hátt kaup fyrir svona ónæðis-
samt starf og illt, ekki sízt með
tiíliti til þess að þú þarft helzt
að vaka allan sólarhringinn.
Auk þess er þetta tvöfalt starf,
vitavarzla og veðurathuganir?
Þarf ekki eyðslu til!
— Eg veit ekki hvað ykkur
finnst um það þarna í höfuð-
borginni, en okkur hérna Stór-
höfðabúum finnst við vel geta
komið kaupinu okkar í lóg —
og þurfa ekki sérlega eyðslu-
semi til. Fyrir veðurathugan-
irnar fékk ég árið sem leið rúm-
*