Vísir - 19.09.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 19.09.1959, Blaðsíða 4
4 VfSIB Laugardaginn 19. september 1959 ^ÍSXR. D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. y Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstrseti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. KIRKJA GG TRUMAL: Þekktu sjálfan þig. Deiiurnar um útsvörin. Að undanförnu hefir talsvert verið deilt um útsvörin í bænum, og er mikið talað um, að útsvör einstakra, til- tekinna manna, sé alltof lág. Því er með öðrum orðum haldið fram, að niðurjöfnun. arnefnd hafi mismunað ein- staklingum í bænum, notað aðstöðu sína til að létta út- svar sumra manna, en aðrir verið látnir bera útsvar með fullum þunga. Hafa sum blöð,. sem eru andstæð meiri hluta bæjarstjórnar, skrifað mikið um þetta mál, og er það eðlilegt,, af því að kosningar eru í nánd og allt er hey í harðinum hjá sum- um, þegar þannig stendur á. Það er rétt að skoða þetta mál í þessu ljósi væntanlegra kosninga, því að það er seg- in saga, hvað snertir um- hyggju Tímans fyrir velferð manna hér í Reykjavík, að ; ekki örlar fyrir henni, þegar langt er til kosninga. Tíminn finnur einnig fyrir annari I þörf — hann veit sem er, að mönnum kemur það spænskt j fyrir sjónir, að auðugasta fyrirtæki landsins, sem hefir aðalbækistöð hér í bænum, skuli ekki vera látið greiða einn eyri í útsvar. Árásir Tímans eru þess vegna reyk- ský, til þess gert að fá allan almenning, sem verður að greiða útsvar, til að gleyma því himinhrópandi rang- læti. En menn ættu einnig að hafa annað í huga í þessu sam- bandi. Niðurjöfnunarnefnd er ekki skipuð Sjálfstæðis- mönnum einvörðungu, því að þar mun að minnsta kosti leynast einn kommúnisti, en jafnvel hann hefir ekki tal- ið ástæðu til að gera ágrein- ing varðandi þau útsvör, sem fundið hefir verið að. Þetta ættu menn að hafa hugfast, þegar Tímamenn róa hvað ákafast til þess að fela útsvarsfríðindi Sam- bandsins. Menn ættu einnig að muna það, þegar tveir kommúnistar í bæjarstjórn flytja tillögu um hneykslan sína í sambandi við þetta mál. Tekjustofnar bæjarins. Annars hljóta þessar umræður um útsvörin að vekja at- hygli manna á því, hve ein- hæfir tekjustofnar bæjarins eru. Það er eiginlega hægt að segja, að bærinn hafi ekki annað en útsvörin til að standa undir öllum þeim miklu útgjöldum, sem hon- um er sumpart gert að greiða með lögum frá Alþingi, svo að hann ræður engu í því efni. Hvað eftir annað hefir verið farið fram á það, að bærinn fengi einhvern hluta af þeim tekjum, sem ríkissjóður innheimtir hér í bænum. i Viðkvæðið hefir alltáf verið ■ hið sama — ríkissjóður mætti ekkert missa og þar af leiðandi gæti bærinn ekkert fengið. Ötulastir við að neita bænum um slíka hlutdeild í tekjum ríkissjóðs hafa Framsóknarmenn verið. Þar er Framsóknarmönnum rétt iýst, því að þeim kemur ekki til hugar að láta Reykja vík nokkurn skapaðan hlut í té, ef það er á þeirra valdi að hindra slíkt. Ef Reykja- vík á undir högg að sækja hjá Framsóknarmönnum, verður árangurinn ævinlega á þann veg, sem verstur er fyrir Reykjavík, og Fram- sóknarmenn gleðjast yfir því að geta gert honum sem mestan miska. í dálkum Tímans skortir hinsvegar • ekki umhyggjuna fyrir bæj- arbúum. Breyting hlýtur á að verða. Það fer varla hjá því„ að breyt- ing verði á þessu. Reykjavík á heimtingu á því, að henni j sé ætlaðir fleiri tekjustofnar - en útsvörin ein. Svo mikill hluti ríkisteknanna er frá Reykvíkingum kominn, að ' það er ekki nema sjálfsagt, ; að litið sé á þessi tilmæli , höfuðstaðarins með velvild og skilningi. Þess er vart að vænta, að «.Framsóknarrnenn breyti. af- _ , stöðú sinni i þessu efni. Þeir gleyma aldrei fjandskap sínum við Reykjavík, sem er fyrsta boðorð þeirra og öll hin að auki. En það er ekki ósennilegt, ,að áhrif Framsóknarflokksins verði bráðlega í réttara hlut- - falli við fylgi hans meðal þjóðarinnar en þáu hafa ver- ið til skamms tima, og ætti þá að vera nokkur von til þess, að þarfir Reykjavíkur . — sem eru á. margan hátt til komnar vegna þjónustu við „Drottinn, þú rannsakar og íþekkir mig,“ segir skáldið helga. Þú þekkir ekki sjálfan þig. Það er svo margt sundurleitt, sem með þér býr. Skin og skuggar leika um hugann. Stundum er hann eins og glamp andi lygna, sem speglar heið- an himin. Stundum er hann eins og ýfð og gruggug rás, sem veltir fram dökkri botnleðju. Stundum er hann eins og djúp- ur tær hylur, stundum getur hann minnt á forarpytt. Hvað hylst á botninum? Hvað getur ekki komið upp um ósýnileg uppsprettuaugu undir botnfall- inu? Hvað getur ekki flogið þér í hug? Hver ertu í raun og veru? Mennirnir þekkja þig ekki. FlesDir telja þig annan en þú ert. Einhver hefur e. t. v. séð í gegnum þig á einhverri stundu, en enginn alls kostar. Ýmsir halda þig betri en þú ert, aðrir verri. Ef til vill myndi það ekki gera þig glaðan að sjá þá mynd, sem aðrir gera sér af innra manni þínum. Áreið- anlega vildirðu ekki; að allir vissu allt, sem þar er fólgið. Einn er sá, sem veit allt um þig. Jesús þekkti alla og þurfti þess ekki, að nokkur vitnaði um manninn, því að hann vissi, hvað með manninum býr (Jóh. 2,25). Getur nokkuf falið sig í fylgsnum, svo að ég sjái hann ekki, segir Drottinn (Jer. 23, 24). Biblían segir frá því, að um leið og manneskjan hafði syndgað, reyndi hún að finna það fylgsni, þar sem hún mætti felast fyrir Guði. Það tókst ekki. Guð kallaði: Hvar ertu? Maður- inn svaraði: Ég var hræddur og faldi mig. Þessi orðaskipti eru sagan um viðskipti Guðs og manns alla tíð. Syndin er feluleikur fyrir alskyggnum Guði. Við fel- um okkur í- hjúpi sjálfsblekk- inga, hyljum okkur í hópi ann- arra syndara, dyljumst í margn- um með því að bera okkur sam- an við aðra — við erum ekki verri en þeir, líklega snöggtum betri en ýmsir, jafnvel flestir. Við felum okkur í sjálfsafsök- unum og undanbrögðum, dylj- umst á "bak við fallegan ásetn- ing, sem við ætlum að fram- kvæma einhvern tíma í fram- tíðinni. Við felum okk-ur á bak við nýtízkulegar og áferðar snotrar skoðanir, hyljum okk ur í hörðum dómum um stór- syndir veraldarinnar, svo sem styrjaldir, nýlendukúgun,- al- ræði og harðstjórn, hjúpum okkur glitslæðum hárra hug- sjóna og fagurra orða. Við fel- umst í flíkum ytra velsæmis og vammlausrar áferðar í augum manna. Öll þessi meira eða minna ósjálfráðu og ómeðvituðu und- anbrögð eru flótti, flótti synd- arans fyrir sjálfum Guði, hin- um alskyggna. En hann leitar okkur uppi. Hvar ertu? Sú spurning mætir öllum okkar undanbrögðum með guðdóm- legu brosi þeirrar alvitundar sem veit, hvar við erum og hverjir við erum, þekkir það til grunna. Hún mætir okkur með guðdómlegri alvöru þess heil- agleika, sem hefur augun eins og eldsloga og býður við öllu, sem er óhreint, sviksamlegt, illt. Hún mætir okkur með guð- dómlegri nærfærni þess kær- leika, sem vill laða okkur úr skammakrók syndarans og leiða okkur til stöðu hins frjálsa, upp- litsdjarfa, glaða, opna og vax- andi barns. Þegar við nemum þessa raust og finnum þau augu hvíla á okk ur, sem ekkert fær dulizt, getur svo farið, að við viljum segja: Lít af mér (Sálm. 39, 14), far þú frá mér, herra, því að ég er syndugur maður (Lúk. 5,8). En í þeim sporum er flóttinn end- anlega stöðvaður. Það ljós, sem við okkur leiftrar og afhjúpar allt til innstu grunna, dæmir til þess að sýkna, svíður til þess að lækna, deyðir til þess að lífga. Það hjúpar þann syndara, sem við höfum viljað halda í felum og flótta fyrir Guði, líkn- arblæju fyrirgefningarinnar og afhjúpar þá mynd, sem við er- um skapaðir og endurleystir til í Jesú Kristi. Síðan verður hann sannleikurinn um okkur sjálfa, jréttlæti okkar, helgun og end* urlausn. Og athvarf okkar, traust og gleði verður þaðan í frá og að eilífu staðreyndin, sem hann lýsir með þessum orðum: Ég þekki mina og mínir þekkja mig. Hyrnumjólk - Frh. af 8. síðu. umbúðunum er dýrari en í flösk um? — Nei, mér hafa ekki borizt til eyrna neinar óánægjuradd- ir út af þessu, svo að ég geri ráð fyrir, að flestir hafi fullan skilning á hinu hærra verði, sem er það lágmarksverð, sem hægt er að hafa, a. m. k. fyrsta kastið. Kostnaður við þessar nýju umbúðir er ekki eins lág- ur og sumir kynnu að ætla. Þær er ekki hægt að nota nema einu sinni, en flöskurnar not- ast 60—80 sinnum. Svo koma á móti þægindin við þessar nýju umbúðir og sá reginmun- ur, að mjólkin er fitusprengd, öll eins efst sem neðst í ílátinu. Þetta held ég, að stuðli allt að því að gera mjólkina enn vin- sælli og meiri neyzluvöru í nýju umbúðunum en í þeim gömlu. LÖGTAK Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð rikissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldum. gjöldum: Ógreiddum sköttum og öðrum gjöldum samkv. skattskrám 1959, að því leyti sem gjöld þessi eru í gjalddaga fallin eða öll fallin í eindega vegna þess, að ekki var greiddur á' réttum tíma tilskilinn hluti þeirra, áföllnum og ógreiddum skemtanaskatti og miðagjaldi, gjöldum af innlendum toll- vörutegundum, útflutningssjóðsgjaldi og matvælaeftirlits- gjaldi, skipulagsgjaldi, rafmagnseftirlitsgjaldi, rafstöðva- gjaldi, skipaskoðunargjaldi, vélaeftirlitsgjaldi, lesta- og vitagjaldi fyrir árið 1959, svo og iðgjöldum atvinnurekenda og atvinnuleysistryggingagjaldi af lögskráðum sjómönnum. Borgarfógetinn í Reykjavík, 18. sept. 1959. Kr. Kristjánsson. aðra landshluta . — njóti meiri skílnfngs, þe'gár s.vo -verður komið. SKÓL AST JÓRAST AÐA VIÐ VERKSTJORASKÓLA Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna hefur í hyggju að stofn- setja verkstjóraskóla og óskar að ráða skólastjóra með há- skólamenntun.-. Væntanlegum skólastjóra verður gefinn kostur kostur á sérmentun erlendis. Kjör samkvæmt sam- komulagi. Skriflegar umsóknir óskast sendar fyrir 20. -október ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf/ Upplýsingar um starf þetta verða ekki gefnar í síma. SÖLUMIÐSTÖÐ HRAÐFRYSTIHÚSANNA, REYKJAVÍK.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.