Vísir - 28.11.1959, Blaðsíða 7
*ieiA
Laugardaginn 26. nóvember 1959
1
Þaö voru jrœgustu perlur í heimi, og mikill skipajöfur
var fús á að gera hvaö sem vceri til þess að eignast þcer.
Það voru því gerðar áœtlanir um lœvíslegasta þjófnað, sem
nokkru sinni hefur gerzt við strendur Miðjarðarhafs.
Hr. Pharaoh kom út úr gistihúsinu og ygldi sig við tízkuhópnum.
sem sat og drakk cocktail á verönd Napoleons-gistihússins. —
Antonio þjónninn sá að hr. Pharach kastaði augum á hið eina
auða borð, sem eftir var. Hr. Pharaoh tók eftir því að Antonio
ne'itaði þremur í röð um borðið. Það voru spænskur hertogi,
franskur markgreifi og stálkóngur frá Pittsburgh. Þá gekk hann
að borðinu.
Antonio var í rauðum jakka, prýddum gullnum fléttum og
hann leit á hr. Pharaoh með sínu töfrandi florentínsku brosi:
„Borðið er frátekið,“ sagði hann — „en kannske frúin komi ekki.“
„Viský,“ sagði hr. Pharaoh og hafði að engu Antonio og bros
hans. Hr. Pharaoh var í gulum jakka og með blóðrauða rós í
hnappagatinu og hann leit út fyrir að vera þungur eins og gull
og bjartur eins og demant.
Ljóshærð Parisarstúlka hvíslaði að mótorkonungi frá Milano.
„Þessi maður skín bókstaflega af peningum. Hver er hann?“
„Þetta er hr. Pharaoh,“ sagði ítalinn úfinn. „Þú hlýtur að vera
fundvís á peningalykt.“
„Svo þetta er hinn frægi hr. Pharaoh?"
„Já, hann hefur keypt nýja skipalínu i Oslo og selt aðra eigin-
konu i París.“
„Selt?“
„Já, hann kaupir þær og selur með tapi. Það eru bara konur
sem geta grætt á hr. Pharaoh.“
Hr. Pharaoh treysti hinum norsku kaupum til þess að losa sig
við hugsunina, um Shebaperlurnar. Hvalveiðarafloti flutti hann
til Noregs. Þar var níunda landið, þar sem hann hafði ritað nafn
sitt á fánum. Izak lögfræðingur hans sagði. — Hr. Pharaoh
ýlgdi sig aftur. Izak minnti hann á Olgu og Olga minnti hann
á Shebaperlurnar. Hálsbandið hvíldi á honum alveg eins og
akkerisfesti. Hr. Pharaoh þreif úr vasa sinum rauðan silkivasa-
klút og andaði að sér ilminum af honum. Hann klæjaði i nefið
af vonsKu þegar hann hugsaði til þess að Olga hefði perlurnar
yfir í Antibes og að hann hefði verið það flón að fara til Mið-
jarðarhafsstrandarinnar.
Ljóshærð kona, grön, klædd í svart, gekk út á veröndina, nam
staðar andartak og hr. Pharaoh sá safirblámann í augum henn-
ar. Hann sá alltaf gimsteina i konum. í Olgu hafði hann séð
rúbína, og hann var flón að hafa gefið henni perlur. — Þessi-
ljóshærða kona leit út fyrir að vera of ung til þess að nota
svört föt. Antonio kom nú, hneigði sig, var aumur á svip og tók
upp spjaldið, sem á stóð ,'upptekið.“
„Mér þykir leitt herra minn. Eg er hræddur um — frúin kom
seint“, Antonio laut frúnni. „Eg hélt þér kæmuð ekki, svo eg lét
þennan herramann--------“
Hr. Pharaoh greip til veskis síns og brosti ekki. En ljóshærða
konan stöðvaði hönd hans með mjúkri hreyfingu.
„Nei. Gerið það fyrir mig að fara ekki. Það er ekkert annað
borð. Kannske við getum haft það saman —“ Svo varð hún
ákveðin í máli. „Antonio, færið mér Martini." Hún settist niður
og horfði bláum augum á hr. Pharaoh. Eg er hrædd um að
Antonio hafi skjátlast. Eg vona að eg trufli yður ekki.“
„Mér er ánægja af því, frú.“
Hr. Pharaoh var kurteis, en brosti ekki. Hann sá nú að stúlkan
var nógu gömul til að vera svartklædd, en hún gat þó ekki verið
meira en 25 ára. í þessu ljósi var hlý fegurð yfir henni, en þó
var eitthvað svalt og skarpt við hana, sem var eins og smekkur
af sítrónu. Hr. Paraoh vissi að það v, r merki um gáfur. Því næst
vissi hann að hann hafði haft rargí fyrir sér um safírana íí
augum hennar. Ilmurinn af sítrónu.n þurfti á perlum að halda.
Perlurnar miunti hann á Olgu og —------
Hr. Pharn þefaði aftur at •. vasakiútnuœ siwm og vakti
huga sinn f ’ •’thygli 4 stúlkunni við borð' sitt, Hún háíði-tekið
við drykkrv- rá Antonio og bragðaði nú á hohum eiris'og hr.
Pharaho v lls. ekki með henni.
7
„Eru þér í sumarleyfi i Cannes?“
„Já,“ Hún þagnaði andartak. „Eg er frá Parísarborg.“ Hún
brosti og horfði beint i augun á honum. „Eg heiti Francine —
Francine Lincoln.
„Eru þér frönsk?"
„Faðir minn var Ameríkumaður. En móðir mín er frönsk og
eg“ — hún brosti. — „Eg býst við því að eg sé Parísarbúi." Hún
spurði: „Og þér heitið?“
„Pharaoh."
„Aðeins hr. Pharaoh?"
„Onides Pharaoh."
„Eru þér grískur eða egypskur?"
„Móðir mín var grísk, en faðir minn var egypskur.“
Samtalið dó nú út, eins og það hefði aldrei hafist.
„Eg er hrædd um að eg trufli yður.“ Hún þagnaði andartak.
„Þér hafið — áhyggjur af einhverju?"
Þá skildist hr. Pharaoh að hann hafði verið þögull langa hríð.
„Já, eg hefi áhyggjur af dálitlu — það fer ekki úr huga mínum.“
Þá leit hann á hana, dimmum Asíuaugum. „Berið þér nokkurn-
tima perlur?“
„Nei, aðeins hring.“ Hún hikaði andartak. „Mér þætti gaman
að bera perlur. En þær eru ekki gimsteinar, þær eru eins og
dropar af tunglsljósi."
„Eg var að hugsa um perlur.“ Hann beið andartak þögull,
augnaljós hennar var svo blátt. „Eru þér einar í Cannes?“
„Já.“ Hún andvarpaði. „Kvöldið er svo fagurt. Eg er að hugsa
um að aka yfrum og borða undir furutrjánum og hlusta á sjávar-
hljóðið í tunglsljósinu við Garoupe."
„Antibes?"
Hún horfði á hann dálítið undrandi. „Hvers vegna segi þér
„Antibes" á þenna veg? Fellur yður illa við Antibes? Það er
yndislegt á kvöldin i Garoupe.“
„Já.“ Hann þefaði aftur af rauða vasaklútnum. „Eg var að
hugsa um dálítið."
„Þegar menn eru einir, hættir þeim við að hafa áhyggjur.“
Hr. Pharaoh beið í kyrrðinni eftir sinni eigin rödd og hann
vissi hvað hún ætlaöi að fara að segja. „Munduð þér vilja koma
og borða með mér?“
,,í Garoupe?“
„Já.“ Hann smelti fingrum að Antonio. „Eg ætla að panta
bifreið og —“
„Eg hefi vagn.“
Antonio var kominn til þeirra og hún lagði peninga á reikn-
inginn og hún kinkaði kolli til hans og gaf honum merki um að
halda afganginum.
„En —“
„Þetta er mitt borð.“ Hún stóð upp. „Eg verð að fara og ná
mér í herðaslá.“
KVÖLDVÖKUNNI
~ » “ =1!
Sá maður er hamingjusam*
lega kvæntur, sem er eins í
hegðan hvort sem konan hans
er með honum eða ekki.
Annar læknir réði séi' sím*
svarsþjónustu eftir að kona
hans hafði heyrt níu ára gaml-
an son þeirra anza í símanum.
Fyrrst var löng þögn og drng-
urinn hlustaði á kvartanir
sjúklingsins. Þar næst sagði
hann:
„Reynið að taka tvo aspir»
ínskammta og bíðið svo tvær
klukkustundir. Ef það hrífur
ekki verðið þér að fá yður góð-
an lækni.“
-Jr 1
Tveir menn hittust á fæðing*
artsofnuninni. „Eg er alveg á
nálúm,“ sagði fyriú maðurinn.
„Konan mín er þai'na inni.“ Og
hann benti í áttina til fæðing-
arstofnunar.
„Þetta fer allt vel,“ svaraði
hin maðui’inn. „Eg var alveg á
nálum líka. Það var fyrir viku,
en nú er eg alveg búinn að
jafna mig.“
„Jæja? Piltur eða stúlka?“ (
„Þríburar,“ svaraði hinn. „Og
vitið þér livað? Konan mín var
að enda við að lesa söguna „Þríp
byssuliðar.“
Sá fyri'i missti alveg jafn-
vægið. „Ef svo færi þá væri eg
illa staddur. Konan mín hefir
verið að lesa leikritið „Sex
verur leita höfundar!“
í tunglsljósinu við Garopue gæti Francine kannske fengið
Ilgu og Shepaperlurnar burt úr huga hr. Pharaohs.
Francine ók honum hjá sjónum og var þögul. Hún hægði á
sér við hornið á firðinum, þegar hún var rétt komin fram hjá
Juan-les-Pi'ins. Hún stöðvaði bíl sinn og ilmui'inn af blómunum
í garðinum við Villa Parthenon, á hæðinni fyrir ofan víkina,
flæddi til þeiri-a. Fi-ancine leit á víkina og þar næst á skraut-
hýsið fyrir ofan hina grænu flöt.
„Eg elska þetta horn.“ Hún leit á nafnið á hliðinu. „Villa
Parthenon. En kvað nafnið er fagurt. Eg nem ávallt staðar hér
og lít upp til skrauthýsisins."
Hr. Pharaoh leit upp að upplýstum gluggum skrauthýsisins
og andlit hans var svipþungt, það sást þó að tekið væri aö'.
skyggja. Því næst talaði hann. „Eg á það.“
„Hvers vegna búið þér þá á Napoleons-gistihúsinu?"
„Eg á við það, að eg átti það.“
Hún leit á hann andartak og ók svo áfram.
Borðin í garðinum hjá Garoupe voru upplýst af ljóskerum,
sem hengu á greinum fui-uti-jánna. Francine borðaði ananas og
hr. Pharaoh bað um tyrkneskt kaffi og möndlur. Þau höfðu verið
því nær þögul yfir miðdegisverðinum. Hr. Palumboe, forstöðu-
maðurinn, kom og bauð hr. Fharaoh vindil.
„Fólkið hérna vii'ðist þekkja yður vel.“
Hr. Paraoh kinkaði kolli eins og honum geðjaðist ekki að þeim'
endurminningum. „Eg borðaði hér svo oft þegar eg átti heima í
Villa Parthenan.“
Hún brosti við honum yfir brandy glasið sitt. „Segið mér frá
yður sjálfum. Hvað gerið þér?“
„Eg hef skip.“
„Skip? Hverskonar skip?“
„Allar tegundir. Flutningaskip, hvalveiðaskip, olíuskip og línu-
skip.“ Hr. Pharaoh vildi nú hjálpa henni til aö átta sig. „Hafið
þér ekki heyrt getið um Pharaoh línurnar?"
„Phai'aoh linurnar?" Ojú, eg las einu sinni grein um---Nú,
eru þér sá hr. Pharaoh?"
„Já.“
! ★ W
Fæðingalæknirinn kom niður
úr svefnherberginu og ofan í
dagstofuna.
„Hafið þér tappatogara?1*
spurði hann hinn verðandi
föður.
„Eg skal ná í einn undir eins,
læknir.11
Nokkrum mínútum síðar kom
læknirinn niður aftur.
„Þér háfið ekki skrúfjái'n?1*
sagði læknirinn.
Hinn áhyggjufulli faðir rétti
honum verkfæi’ið.
Nú leið löng stund og loks
sá hinn áhyggjufulli < faðir
læknirinn við dyrnar á svefn-
herberginu. !
„Hvað er það læknir? Piltur
eða stúlka?11
„Eg veit það ekki enn. Eg
get ekki opnað læknistöskuna
mína Hafið bér nafar?11