Vísir - 22.12.1959, Blaðsíða 6

Vísir - 22.12.1959, Blaðsíða 6
VÍSIR Þriðjudaginn 22. desember 1959 Þai var dáfagiegur dunkur. Batnandi horfw? .Ýmsir gera sér nú góðar vonir um, að eitthvað kunni að ! rætast úr í heimsmálunum, 1 ef efnt verður til funda f æðstu manna á næsta vori, ! og allir koma til fundanna ! með einlægan vilja til að láta gott af sér leiða. En það hefir komið í ljós, að ; þótt menn starfi í sátt og ' samlyndi á leiðtogafundinum í vor, getur það ekki leitt til lausnar á öllum vandamál- ! um heimsins. Eitthvað kann 1 að birta til í Evrópu, en það ! er þegar vitað, að málefni j Asíuþjóða verða varttillykta leidd á þeim fundi — eða að minnsta kosti ekki svo, að allir aðilar þar í álfu sé fúsir til að hlíta þeim samþykkt- um, sem kunna að verða gerðar. Kínverjar hafa þegar tilkynnt, að þeir muni ekki sinna neinu því, sem þeir sé ekki aðilar að sjáifir. Það boðar ekkert gott, því að hingað til hafa Kinverjar hegðað sér þann- ig, að þeir virðast enga þörf hafa fyrir frið. Leiðtoga- fundurinn í vor getur því verið dauðadæmdur fyrir- fram. KAUPIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER MIKIÐ Tösk whúðim L augavegi 21. -jfc- Yfir 200 manns veiktust af matareitrun, að afloknu jólasamkvæmi í enskum skóla um seinustu helgi, for eldrar, kennarar og börn. — 13 voru flutt í sjúkrahús. NÝR, MJÖG VANDAÐUR SVEFNSÓH og stakur stcll, til sölu á tækifærisverði. Einnig úrval af góðum dívönum í öllum stærðum. HÚSGAGNABÓLSTRUNIN, Miðstræti 5, sími 1-55-81. mi og ji Svikamál það, sem dótturfélög Sambands íslenzkra sam I vinnufélaga, Olíufélagið Hið íslenzka steinolíuhluta- I félag, eru flækt í, verður æ umfangsmeira. Er þegar ber- j sýnilegt, þótt enn sé langt 1 frá því, að málið sé rannsak- ) að til fulls og gengið úr j skugga um, hversu mörgum j milljónum svikin nema — ef til vill er réttara að reikna j með milljónatugum — að j hér er um að ræða langsam- ; lega ósvífnasta og mesta svikamál, sem komið hefir til kasta íslenzkra yfirvalda. Það er vitanlega hætt við, að einn lítill dunkur með frost- legi gleymist í slíku risa- máli, en því mun vafalaust lengi á loft haldið, er aðal- fundi Sambands íslenzkra samvinnufélaga var tilkynnt á sínum tíma, að ekkert að- } finnsluvert hefði fundizt hjá dótturfélögunum varðandi starfsemi þeirra á Keflavík- ! urflugvelli. Að vísu hefði ’ dunkur með fi’ostlegi lent á 1 skakkri hillu, að því er mönnum skildist, en að öðru ' leyti væri allt hreint og eins 1 og það ætti að vera. Nú er það komið í ljós, að mikið leyndist í þeim dunki, sem ' formaður stjórnar félaganna hafði rekizt á. Almenningur spyr að sjálf- sögðu, hvernig maðurinn geti ; látið sér slíkt um munn fara. Hér kemur varla annað til greina en að hann hafi gert sér vonir um, að ekkert yrði úr rannsókn, og væri því ó- ! hætt að vera dálítið „flott“ í fullyrðingunum. Það er ekki hægt að búast við því, að maðurinn hafi verið því- líkt flón, að hann hafi ekkert j vitað um það, sem var að gerast fyrir nefinu á honum. Hann hefði varla verið settur til trúnaðarstarfa hjá Sam- bandi íslenzkra samvinnu- félaga og kjörinn þar til ým- issa starfa, ef hægt væri að setja á hann þvílíkan stimpil. Eða hvað halda menn? Það er meira að segja tekið fram í fréttatilkynningu þeii'ri, sem rannsóknardóm- arai'nir í svikamálinu gáfu út til blaða og útvarps á föstudagskvöldið, að í reikn- ingi nr. 4137 hjá Esso Export Corporation, sem stórnarfor- menn Hins íslenzka stein- olíuhlutafélags hafa vitan- lega fengið afrit af, svo að þeir gætu fylgzt nokkui'n veginn með hag félagsins út á við, hafi vei'ið getið um felui’eikninginn 4138. Þeir menn eru gæddir óvenjulega sljói'ri forvitni, sem langar ekki til að fi’æðast um þenna aukai'eikning, sem getið er um, og fá aldi'ei að vita um hann árunx saman!! Því fer fjai'i'i, að öll kurl muni vera komin til gi’afar í þessu umfangsmikla máli. Rann- sóknardómarárnir létu svo um mælt á sínum tíma, að um svo flókið mál væri að ræða, að ekki væri unnt að rannsaka það til hlítar á skömmunx tínxa og ráðlegast væri að skipta því í þætti, senx teknir væru hver af öðrum. Það liggur því í aug- um uppi, að langur tími líð- ur, þar til dómur verður upp kveðiixn af hinu ppinbera. Almannarómurinn, almenn- ingsálitið, hefir hinsvegar þegar kveðið upp sinn dóm af því sem fram hefir komið í málinu til þessa, og þar eru fleiri sekir en sá einn, sem tekur á sig alla sökina. Urval af fallegum töskum komnar fram. — Tízkusnið og liíir. — Kringum 40 teguncfir úr aS velja í ýmsum litum. KaupiS þar sem úrvahS er mikiÖ. Nú eru þær koinnar bækurnar sem öll börn vilja fá í jólagjöf! Doddi í Rugguhestalandi Og Doddi fer upp í sveit Þessar skemmtilegu barnabækur hafa notið mikilla vinsælda hjá börnunum. Nú eru út komin ný hefti, íalleg og skemmtileg. Dodda-bækurnar í jólapakkann. Dodda-bækurnar eru óskabækur barnanna. MYNDABOKAUTGAFAN. VI8XE D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. y Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 25,00 í áskrift á mánuði, kr. 2,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. 0Þskahmkuw bamamma r\_/!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.