Vísir - 23.01.1960, Blaðsíða 7

Vísir - 23.01.1960, Blaðsíða 7
Laugardagmn 23. janúar 1960 VfSIR 1 11 Og svo fór Sherlie í hvítan kjól, því að hitt hefði getað vakið athygli manns, og dregið úr áhriíum dökku, skæru augnanna hennar Melissu. Ekki svo að skilja að Dolores dytti í hug aó Sherlie gæti á nokkurn hátt keppt við hina fjörmiklu dóttur hennar; en þaö var vissast að eiga ekkert á hættu. Dolores sagði, rólega að vanda áður en þær fóru af stað; „Eg þarf að’ segja þér nokkuð, Sherlie, áður en hún Melissa kemur. Það er hugsanlegt að herra Stewart vilji ekki heimsækja hana svo að allir taki eftir, en úr því aö hann ber svcna bróðurlegan hug til þín, finnst mér bezt að þú verðir hérna dálitið lengur." „Eg hef tryggt mér farmiða á föstudaginn." „Ekkert bull! Við getum breytt því. Vegna hans föður þins höfum við verið þér góðar, svo að mér finnst tilhlýðilegt að þú sýnir Melissu nærgætni." Það tjóaði ekki að malda í móinn þegar Dolores hafði tekið eitthvað í sig, og þess vegna svaraði Sherlie aðeins: „Jæja, eg verð þá lengur.... og þakka þér kærlega fyrir —“ Melissa var eins og nýútsprungin rós þegar hún kom dans- andi inn i stofuna, og Sherlie var eins og ofurlítið rjúpnalauf i samanburði við hana. Niki kom hlaupandi inn og var í bezta skapi, því að í dag hafði hann fengið að aka nýja, fallega bílnum tuans, og þessi bíll hafði flogið eins og fugl frá Mullabeh. Hann lét farþegana tvo setjast í aftursætið og ók svo aö bankanum; tuan Stewart hafði ekki minnst neitt á, að hann ætti að hafa einn farþega i viðbót, en það hlaut að vera í lagi. Allir í Mullabeh voru í bezta skapi, af því að nú fór ósvikið malayabrúðkaup i hönd, en slikt hafði ekki gerst í mörg ár. Brúðguminn var frá Java. Rudy Cartelle, magur og útlimalangur, beið fyrir utan bank- ann og sagði: „Góðan daginn!“ í hálfgerðum ólundartón. Hann settist hjá Melissu og talaði við hana, en Sherlie gat ekki um annað hugsað en þetta, að -Dolores skyldi hafa krafist þess að hún yrði áfram í Panleng. Niki var hróðugur yfir að hafa þrjá hvíta farþega i þessum glæsilega bíl og þreyttist ekki á að benda þeim á musteri og hörga, sem þau óku fram hjá á leiðinni, en sagði þeim jafn- framt frá rísgrjónarækt og hvernig farið væri að því að safna kókoshnetum og fleiru úr daglegu lífi hinna innfæddu. Sherlie tók eftir að þau Melissa og Rudy voru þegjandaleg. Þó hann væii laglegur, var hann fremur smáskítslegur, en hún gat ekki annað en vorkennt honum, því að hann var svo aumingjalegur á svip- inn. Þegar maður sem Melissa var ástfangin af, gat verið rauna- legur, hlaut að vera eitthvað í hann spunnið, hugsaði hún með sér. Bíllinn beygði niður að Mullabeh og þau horfðu yfir litlu höfn- ina með öllum eintrjáningsbátunum sem voru þar á stjái, og á lágu tágakofana á fjörukampinum, með pálmum í kring, villi- banönum og litríkum blómum. Útsýnið hvarf í einni beygjunni og allt í einu voru þau komin að poinsettia-limgirðingunni kringum garð Pauls Stewarts. Hann stóð hvítklæddur á svölunum til að taka á móti þeim, röddin var vingjarnleg, en hann hleypi brúnum nokkuð spyrjandi er Sherlie kynnti Rudy og Melissu, svo að hún flýtti sér að segja: „Eg vissi að það gerði ekkert til þó við yrðum þrjú. Herra Cartelle hefur aldrei séð malayabrúðkaup.“ „Þér hafið fengið yður lausan úr bankanum," sagði Paul og brosti þyrkingslega til Rudys, „bankastjórinn er þá svei mér liðlegri en eg hélt.“ „Ef það kæmist upp aö eg hefði fengið frí til að skemmta mér....“ byrjaði Rudy varlega. Paul bandaði hendinni. „Verið þér ekki að hugsa um það, kunningi, því skylduð þér ekki mega gera yður glaðan tíag með ungfrú van Gelder?“ „Yður skjátlast!" greip Melissa fram í. „Rudy er vinur Sherlie og' okkur fannst skemmtilegra að þau gætu verið saman.“ „Það segið þér alveg satt,“ sagði Paul og horfði rannsóknar- augum á Rudy eins og hann væri til raunadýr, svo leit hann á Sherlie, og hún gat fundið á sér hvað honum mundi finnast um smekk hennar. „Eigum við ekki aö koma inn og fá okkur glas? Eg er þjónslaus í dag, Musi er farinn fyrir klukkutíma, til þess að hjálpa til við undirbúninginn aö brúðkaupinu — en við eigum nóg af köldum mat í húsinu." Þau fóru inn í gestastofuna og Sherlie varð hvert við er hún uppgötvaði hve vel hún mundi eftir öllu þar inni. Þarna stóðu flöskur og glös á stóra borðinu og á litlu hjólaboröi var fullt af fötum með salati og köldum kræsingum. Paul var afar lipur veitandi. „Ofurlitinn bita af hverju, ung- frú van Gelder?“ Hann tíndi mat á diskinn hennar og sneri sér að Sherlie. „Og þér, ungfrú Wingate.... ofurlítinn bita af kjúklingsbringu?“ Sherlie komst ekki hjá að heyra ertnitóninn, sem var í rödd- inni, eins og hann væri undir niðri að draga dár að öllu saman, en hún hafði óþægilegt hugboð um, að það væri gert á fölskum íorsendum. Þau sátu í góðu stólunum og átu og röbbuðu. Paul hélt sam- talinu uppi og var fyndinn og lagði sig i famkróka um að Melissa og Rudy skemmtu sér. En hann mundi ekki íeggja neitt á sig vegna Sherlie, því að það var eitthvað við hana, sem fældi hann frá — það þóttist hún finna á sér. Melissa sagði að þetta væri skemmtilegasti hádegisverðurinn sem hún hefði nokkurntíma tekið þátt í, hún hafði fljótt séð, að Paul var ekki eins og aðrir menn, hugsaði Sherlie með sér. Hann tók diskana frá þeim og bauö vindlinga. „Eigum við ekki að fá okkur kaffi. Kannske önnur hvor ungfrúin vilji hita það handa okkur?“ „Hún Sherlie er svo laginn við þessháttar,“ sagði Melissa. „Já, það get eg ímyndaö mér,“ sagði Paul og kinkaði kolli tii hennar hálfglottandi, „við skulum sjá hvernig yður tekst það á steinolíuvél.“ Hún fór með Paul út í eldhúsið, þar var flísagólf og græn olíueldavél. Paul kveikti á einu suðutækinu og setti ketil með vatni yfir logann. „Ef satt skal segja þá kann eg nokkumveginn að hita kaffi sjálfur, en mér fannst kurteisara að stinga upp á að ungfrúnar gerðu það.“ Hann mældi kaffið á könnuna og setti ketil með mjólk á eldinn. Svo tók hann fram skulut og benti henni á bolla- skápinn. „Eg hef engan rétt til að vera hérna í dag,“ sagði hún til aö reyna fyrir sér. a 99 U Rakettusleði bandaríska flug« liersins hefir náð 1990 mílna hraða á klst. eða næstum 3200 km. hraða. Er sleði þessi notaður til að prófa, hver áhrif snöggar hrað'a- breytingar hafa á menn, en síikti er nauðsynlegt að vita i sam« bandi við geimflug, Niðurstöður rannsóknanna eru leyndarmál. Betri varnir en á dögum Mósesar. Landbúnaðarráðuneyti Jord- aníu situr þessa daga á rökstól- jum og ræðir herbrögð gegn liinum forna óvini, engisprett* unni, sem í billjóna tali flýgur inn yfir landamærin frá Saudi- Arabíu og eyðir öllum gróðri. Þessi engisprettuinnrás er talin einhver hin mesta í mörg ár, en nú eru komin sterk vopn til varnar, svo sem eitur- hernaður með flugvélum, sem menn þekktu ekki á dögum Mose, þegar engisprettuinn- rás boðaði hungur og dauða, enda ein af plágunum 7, svo sem frægt er úr bók bókanna. Viðræður um Gan hafnar aftur. Viðræður um eina GAN eru hafnar aftur. Gan er ein af Maldive-eyj- um á Indlandshafi, en þar haía Bretar komið sér upp flugstöð, en áður höfðu þeir flugstöð mikla á Ceylon. Út af áform- um Breta lá við byltingu á Maldiveeyjum á fvrra ári, én líklega er nú eitthvað kyrrára í lofti þar, fyrst samningaum- leitanir eru hafnar aftur. R. Burroughs GeiMiy, S'LENtlv, the tvvo ENJEAWES LOGK.EI7 IN AAOKTAL CO/A5AT TARZAN - 317S mmm/ . . V-'- : 1 1 íiff 'X , vJOUi' PWfen______— í þögulli grimmd tókust nú þessir tveir féndur á. — Garth barðist eins og dýr og reyndi að sökkva tönnum sínum í barka Tarzans. En apamaðurinr. vatt sér úr bragðinu og læsti stálörm- um sínum utan um háls hellnamannsins. Fastar og fastar varð takið um háls hans. Carnegie Hafl á að fara. Frægasta hljómleikahöll í Vesturheimi, Cárnegie Hall í Nevv York, verður rifin á þessu ári. Byggingin er orðin næstum 70 ára — opnuð í maí 1891 — og þykir löilgu ófullnægjandi af niörgum ástæðum. Það var Andrew Carnegie, sem reisti bygginguna, og varði til þess tveim milljónum dollara. Ætl- unin er, að reisa nýja hljóm« leikahöll á næstunni. Á ráðherrafundi Efnahags- samvinnustofnunar Evrópu, er haldinn var í París var sam- þykkt að fela fjórum mönnum Bandaríkjamanni, Breta, Frakka og Grikltja að gera til- lögur að nýskipan a efnahags- samvinnu hinna 18 ríkja sem eru í Efnahagssamvinnustofnuu Evrópu. Er þetta gert m.a. til að koma í veg fyrir efnahagsklofningu sem orsakast getur af stefnu hinna tveggja viðskiptasamtaka Evrópuríkjanna. Gylfi Þ. Gíslason viðskipta- málaráðherra sat þennan fund ásamt Jónasi Haralz ráðuneytis* stjóra. j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.