Vísir - 02.04.1960, Page 8

Vísir - 02.04.1960, Page 8
: Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. JJitið hann fœra yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. atmmáS 1 qawgfc 17ISI1V Munið, að þeir sem gerast áskrifendnr Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ékeypis til mánaðamótii. Sími 1-16-60. Laugardaginn 2. apríl 1960 Íítför Karls Ó. Bjarnasonar varaslökkvistjóra fór fram í gær. —- Slökkviliðsmenn heiðruðu minningu hans m.a. með því að ganga fyrir líkfylgdinni til kirkju frá Slökkvistöðinni en þar fór fram stutt kveðjuathöfn. Fórnfús barátta áhugamanna. Á morgun sýna Reykvíkingar, hve mikils þeir meta starf Bláa bandsins. í fyrradag var blaðamönnum efla þessa starfsemi, svo hún boðið í stutta heimsókn í hin vistlegu húsakynni Bláa Bands- ins, þar sem það hefur aðsetur í tveim húsum að Flókagötu 29 og 31. Þar var samankomin stjórn félagsins, og skýrði Jónas Guð- mundsson formaður frá því ílvert tilefni fundarins væri, og afhenti jafnframt árbók félags- ihs 1960. Fremst í þeirri bók er ávarp félagsstjórnarinnar, og þykir hér vel hlita að birta út- drátt úr því, en það lýsir betur en margt annað, erindi félags- ins til almennings að þessu sinni. Þar segir m.a.: Bláa Bandið hefur nú starf- að í fimm ár að því að i-eyna að lækna drykkjusjúklinga og rétta þeim hjálparhönd með ýmsum hætti. Allt til þessa hef- ur félagið þó ekki leitað til al- mennings um fjárframlög með sama hætti og flestur annar félagsskapur gerir árlega — þ.e. almennri fjársöfnun. — Nú hefur verið ákveðið að hafa sérstakan fjáröflunardag og fer þá fram almenn söfnun með merkjasölu og sölu á ár- bók félagsins, sem nú kemur út í fyrsta sinn. Stjórn Bláa Bandsins væntir þess að almenningur skilji þá viðleitni, sem félagið hefur auð- sýnt í því að rétta þessum olnbogabörnum mannfélagsins ■— drykkjufólkinu — hjálpar- geti borið sem beztan árangur og rðið sem flestum til bless- unar. í árbókinni eru nákvæmar skýrslur um starfsemi félagsins undanfarin ár, hversu margir hafa leitað til þess og hve marg- ir fengið bata. Auk árbókarinnar verður selt lítið merki, sem félagsmenn nefna „Bláu svöluna“, og ér ekki að efa, að margir vilja á morgun leggja sinn litla skerf til eflingar þessari þjóðnauðsyn- legu og fórnfúsu starfsemi Bláa Bandsins. Kúbuflugferðir bannaðar. Flugmálastjórn Bandaríkj- anna hefir bannað ástæðulaus flug til Kúbu. Jafnframt hefir verið til- kynnt, að þeim verði þunglega refsað, sem fara í slíkar flug- ferðir, er þeir hafa tilkynnt, að þeir ætli að fljúga eitthvað' ann- að. Er bann þetta sett vegna kvartana Kúbustjórnar um sprengjuárásir og annað af hálfu manna, er komið hafa’ fljúgandi frá flugvöllum á Florida-skaga. V ARÐARKAFFI í Valhöll í dag kl. 3—4. Teiknuð hefir verið ný gerð fiskiskips. Hjálmar R. Báröarson hefir gert teikninguna. Skipaskoðunarstjóri ríkisins, Hjálmar R. Bárðarson kynnti fréttamönnuin í gær fyrirkomu- teikningu á fiskiskipi, sem telj- ast verður til nýjunga hér á landi. Er áformað að það verði lít- ið hekktogskip, 220—240 brúttó lestir, ætlað til línu-, lúðu- og síldveiða með kraftblökk; rek- netaveiða og togveiða. Of langt mál yrði að telja upp allar nýjungarnar í skipi þessu, en hönd og veiti því nú og síðar sérstaklega má geta um inn- Hópferð í Öræfi um páskana Mikii þáttaka i páskaferðum. Öræfaferð um páskana er nú orðinn fastur liður í starfsemi Ferðaskrifstofu Páls Arasonar og mun nú verða farið í þessa ferð í fjórða sinn um páskana. í ferðurn þessum hefur verið mikil þáttaka og voru 121 far- þegar í síðustu páskaferð í Ör- æfin. Tilhögun páskaferðar Ferða- Ækrifstofu Páls verður sú hin Isama og í fyrri ferðum. Lagt verður af stað frá Reykjavik á skírdagsmorgun og ekið aust- ur að Kirkjubæjarklaustri og gist þar. Daginn eftir verður svo farið austur yfir Skeiðar- ársand að Hofi í Öræfum og gist þar. Daginn eftir á laugar- dag, verður ekið austur Breiða- merkursand. Þessi leið er ó- venju falleg og sérkennileg. A páskamorgun verður hald- ið heimleiðis. byggða dælu til að dæla fiski úr nót. Möstur eru 2, en hlið við hlið miðskipa, 4 bómur, 2 snúa aftur, 2 til hliðar. Stýris- húsið er nýstárlegt: Útsýni all- an hringinn úr glugganum, sem hallast niður og gefur góða útsýn yfir vinnupláss í þilfari. TogMeiðibúnaður líkur og á stóru hekktogurunum, nema hér er aðeins eitt þilfar. Lest er tiltölulega mjög stór, enda allar íbúðir ofan þilfars. Aðal- vélar eru tvær, hvor 390 hest- öfl, 2 skrúfur, 2 stýri og 2 ■ stýrisvélar. Kostur við þann útbúnað er að andæfa má með einni vél, og raunar hægt að snúa við á „púnktinum“. Hér er um að ræða tilraun, sem Hjálmar réðist í að gera uppdrátt að vegna áhuga Stur- laugs Böðvarssonar útgerðar- manns fyrir þessu í viðræðum þeirra um málið, enda gerði út- gerðarfélag hans fyrst tilraun með hringnót með kraftblökk á síldveiðum fyrir nokkrum ár- um, og tókst sú tilraun vel að öðru leyti en því, að báturinn var ekki þannig byggður, að hann hentaði til þessara veiða. Tekjuskatturinn: Heilbrigðara skattakerfi - staðið við yfirlýsingar. Umbætur á skattakerfinu í deiglunni. I r ræðu íjúrniiíiaráðlierra. Þrjú mikilvæg mál voru á skrá á Alþingi í gær. í efri deild var tekjuskatturinn til 1. umræðu, en í neðri deild frv. um jöfnunarsjóð sveita- félaga. Fjármálaráðherra Gunnar Thoroddsen hafði framsögu í öllum þessum málum. Fer hér á eftir útdráttur úr ræðu hans um tekjuskattinn: Þegar núv. ríkisstjórn var mynduð ákvað hún að beita sér fyrir endurskoðun skatta- kerfisins, með það fyrir augum að afnuma tekjuskatt á almenn- um launatekjum. Var þetta í samræmi við yfirlýsingu beggja núv. stjórnarflokka fyrir kosn- ingar. Skömmu eftir stjórnar- myndunina var því hafist handa um gagngera endur- skoðun á skatta og tollakerfi landsmanna. Tollskráin var tekin til endurskoðunar, sömuleiðis aðflutningsgjöld- in til að gera þau einfaldari. Mun sú endurskoðim taka eitt til tvö ár. í annan stað voru sölu- skattslögin athuguð og ný löggjöf þar að lútandi ný- lega samþykkt á Alþingi. f þriðja lagi voru tekju- stofnar sveitafélaga athugað- ir og liggja nú fyrir Alþingi tvö frmnvörp um þá. Heild- arskoðun tekur _ alllangan tíma. í fjórða lagi var svo haf- in endurskoðun á allri lög- gjöfinni um tekju- og egina- skatt. Var Björn Ólafsson fyrrv. ráðherra skipaður for- maður nefndar sem fjallað liefur um málið. Ekki er unnt að svo stöddu að leggja fyrir Alþingi sem nú situr nema mest aðkallandi breytingar á skattlögum. En heildarendurskoðun heldur á- fram. T.d. verður athuguð öll löggjöfin um félagaskatt enn- fremur hvernig haga eigi fram- kvæmd skattamála, bæði á- lagningu, innheimtu og eftir- liti. Ég minntist á það við fyrstu umræðu fjárlaga að þarna koma til greina gagngerðar breyting- ar. Nú er um 219 undirskatta- nefndir, sem vinna að ála,gn- ingu tekjuskatts hver í sínu héraði, 3 memi í hverri nefnd samtals 657 manns. Yfirskatta- nefndir eru 24 og þrír menn í hverri, samtals 72 menn og ár- legur kostnaður við þessar nefndir og ríkisskattanefnd er nær þrjár millj. króna. Athugað ér hvort rétt sé að afnema þetta skipulag, hafa fáar skattstofur með löggilt- um endurskoðendum ©g öðrum hinum færustu mönnum til að annast álagningu skatta og eftirlit með framtölum. Þegar umrætt frmv. var tií athugunar þá urðu menn þeirr- ar skoðunar að taka bæri tillit til fjölskyltluframfæris, þ.e.a.s. ekki þótt rétt að láta jafnháa upphæð tekna skattfrjálsra hjá öllum mönnum hvort þeir væru einhleypir eða fjölskyldumenn. Ákveðið var að leggja til, að afnerna með öllu tekju- skatt á einstaklinga, sem hafa undir 50 þús. kr. í tekj- Ur og að skattfrjálsar tekjur hjá hjónurn verði 70 þús. kr. tekjur. Síðan tekur tekjuskatturinn við. Greiðast af fyrstu 10 þús- undum fyrir ofan þau mörk, sem ég nú hefi greint, 5%, og síðan fer hundarðstalan hækk- andi í 30 af hundraði, sem er hámark. í núgildandi lögum er hámarkið 40%. Þessu hámarki er náð við 90 þús. kr. skattgjaldstekjur. Af þeim tekjum, sem þar eru fram yfir, greiðist 30 af hundr- aði.. í .sambandi við þetta vil ég taka það fram, að þau ákvæði í núgildandi lögum, sem ákveða sérstakan skattfrádrátt vegna ástæðna eða sérstakra starfa, haldast óbreytt, þannig að t.d. þau ákvæði um viss skattfríð- indi sjómanna, sem í lögum eru nú, og sem réttmætt hefur þótt og sanngjarnt að láta haldast, svo að þeisar skattfrj. tekjur sem hér er greint í frumv. bætist þá hjá sjómönnum sú upphæð, sem fríðindin nema, sem er um 24 þúsund á ári. Hjón með tvö börn sem Framh. á 4. síðu. Nýtt íþróttabla5 hefur göngu. Nýtt íþróttablað hefur hafið göngu í Reykjavík. Nefnist það „íþróttir“ og kom fyrst út í gær. Það er þó ekki ætlað sem aprílhlaup aðeins, heldur á blað ið að koma út vikulega. Rit- stjórar eru Jafet Sigurðsson og Jón A. Guðmundsson. Af efni blaðsins má nefna: Ríharður Jónsson verður ekki með í I. „lotu“. „Að fara á knattspyrnu- leik í Englandi“ (Ellert Schram segir frá vetrardvöl sinni í Englandi í vetur.) „Tyrving- leikirnir“. „íslenzkir frjáls- þróttamenn verða mikið á far- aldsfæti í sumar" (Viðtal við Brynjólf Ingólfsson) og íslend- ingar heyja 3 landsleiki í sum- ar“.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.