Vísir - 18.05.1960, Side 10

Vísir - 18.05.1960, Side 10
II V í S I R Miðvikudaginn 18. maí 196® ,Wa"t &rcL(/, [ MILLI TVEGtiJA W ^STARSAGA 52 ELDA — Ef ég kæmi líka, Morton? En ég kemst ekki núna, hversu fegin sem ég vildi. — Jú, víst gætirðu komið. Hann varð ákafur. — Þú hjúkraðir henni móður minni á leíðinni hingað. Þú getur aísakað þig með þvi að hún þurfi á þér að halda á heimleiðinni. Þetta mundi að vísu valda svolitlum erfiðleikum í spítalanum, en ekki svo miklum að ekki sé hægt að ráða fram úr þeim. Það er ekki hægt að kyrrsetja þig ef þú heimtar að fá að fara, og.... — Mér mundi ekki detta í hug að beimta að i'á að fara! Rödd hennar varð allt í einu köld og skerandi, svo að hún gat varla þekkt hana sjálf. — Það er mikill hörgull á hjúkrunarkonum og ég er talin áreiðanleg skurðstofusystir. Ég gec ekki strokið og skilið við allt í ólestri. Henn fannst sem snöggvast að hún sæi hinar sterku björg- unarhendur dr. Lanyons, og fannst hann væri að ná í eitthvert verkfæri, en enginn væri til að rétta honum það. — Þú veist ekki um hvað, þú ert að tala, sagði hún óþolin við Morton. — Maður getur ekki brugðist skyldu sinni svona. — Góða mín, þú getur verið hjúkrunarkona hvar sem vera skal. Þú þarft ekki endilega að vera í Canada, þar sem mér er ómögulegt að hitta þig. Þú getur eins vel starfað í London. — Ég vil heldur vera í Canada, svaraði Madeline og fann að hún vildi helzt vera í Dominion-spítalanum og í skurðstofu dr. Lanyons. Hvernig gat henni dottið í hug að fara þaðan.... Og allt í einu var líkast og hún lamaðist, er hún gerði sér greir. fyrir hvað Morton hafði sagt. Hann hafði sagt að hún gæti orðið hjúkrunarkona í London og lokkað hana með því, að hún gæti hitt hann þar. Hún gat starfað sem hjúkrunarkona í London. Hún átti að stíga.það auð- virðilega skref að hlaupast á burt úr Dominion og fljúga til London, eingöngu til þess að vera þar, svo að hann gæti gripið til hennar, ef hann vildi láta svo lítiö að hitta liana. Köld gremja og fyrirlitning fyllti hug Madeline. — Ég held, sagði hún vingjarnlega, — að þú gerir þér ekki Ijóst hve samgróin ég er orðin starfi mínu hérna. Þegar þú sagðir í símanum, að þú þyrftir að tala við mig um áriðandi mál, var það þetta, sem þú áttir við. Að ég ætti að bregðast skyldu minni hérna og koma til London og vinna þar? — Vitanlega. Þig langar ekkert til að skilja við mig, fremur en mig við þig, er það? Hann brosti til hennar á þann hátt sem hún hafði aldrei getað staðist áður. — Ef ég annast um ferða- undirbúninginn fyrir þig.... — Hættu, Morton! sagði hún snöggt. — Ég skammast mín fyrir þetta. Mér datt ekki í hug að þú værir svona miliill kjáni. — Kjáni? Hann sótroðnaði er hann heyrði orðið. Hann var ekki vanur að það væri notað um hann sjálfan. — Já — kjáni, endurtók Madeline. — En þú ert ekki eini kjáninn, sagði hún og hugsaði til sjálfrar sin rneð fyrirlitningu. — Við höfum bæði talið þennan kunningsskap okkar mikils- verðari en hann var. En nú þegar við skiljum, skulum við ekki telja hann þýðingarmeiri en hann hefur verið. — Madeline! Nú gekk fram af honum. — Þú mátt ekki tala svona kuldalega og tilfinningalaust. Hvað hefur komið fyrir þig? Ég hef kannske látið þetta koma þér of óvart. En þú veist að þú elskar mig.... — Nei, sagði hún alúðlega, — eg elska þig ekki, Morton. En ég ætla að vera hreinskilnari við þig en þú hefur verið við mig. Það var ekki fyrr en í kvöld sem ég uppgötvaði að ég hafði ekki elskað þig. En nú er ég jafn viss um það og ég sit hérna. Þú hefur verið viðfeldinn og heillandi og sífjörugur. Það ertu sjálf- sagt altaf, en svo ertu heldur ekki meira. — Þú átt við að þú sért ástfanginn af þessum fordildarlega dr. Lanyon, hreytti hann úr sér, og um leið urðu augu hans svo hörð og hatursfull að hún þekkti hann varla fyrir sama mann. En allt í einu gerði hún sér ljóst, að Morton var ekki jafn mikill kjáni og hún hafði haldið. Upp úr þessu hruni vonanna og fenjum vonbrigðanna hafði hann veitt gimstein sannleikans. Það var Nat Lanyon, sem hún elskaði. — Ég held að það sé tilgangslaust að við töhim saman í þess- um tón, sagði hún ofur rólega. — Og ég held að það sé tilgangs- laust að við sitjum hérna lengur. Hún stóð upp og ætlaði að fara í kápna. — Madeiine! Hann hélt í kápuna og reyndi að telja henni hughvarf. — Góða, þú mátt ekki vera svona bráð. Hlustaðu nú á mig.... — Ég er ekkert bráð. Hún ieit til hans um öxl. — Ég er ekki einu sinni reið, Morton, en við getum ekki gert að því að við erum eins og við erum. En nú höfum við sagt hvoru öðru allt sem við þurfum að segja. Svo skulum við láta úttalað um það. Hún kyssti hann laust á kinnina og varð forviða á sjálfri sér. Svo sneri hún frá og strunsaði út, í sömu svifum sem steinhissa þjónninn kom með matinn. Hún reikaði um stund áfram, án þess að gera sér grein fyrir hvert hún væri að fara. Nú sá hún sínar eigin hugsanir skýrar en áður en umhverfið var eins og þokukenndur draumur og fólkið sem ganaði fram hjó henni var eins og vofur. Þangað til hún sá mann við hliðina á sér, sem hún sá skýrar núna, en hún hafði gert nokkurntíma áður, þó hann væri þar ekki. Það var Nat Lanyon, sem hún elskaði. Hún gat ekki skilið að hún gat verið í vaía um það svona lengi. Hvernig gat hún ímyndað sér að tilfinning hennar væri aðeins aðdáun og umhyggja. Hún elskaði hann og það hafði verið afbrýði, sem olli því hve reið hún varð Clarissu daginn áður. Nat Lanyon, sem hafði gripið hana og varið hana falli — bók- staflega talað — fyrsta skiptið sem þau sáust. Nat Lanyon, sem hafði verið stoð hennar og stytta fyrstu vikurnar í Dominion- spítalanum. Nat Lanyon sem með dugnaði sínum og fórnfýsi kunnáttu og snilli gerði kraftaverk fyrir augunum á henni, svo að segja daglega. Og svo hafði hún látið sér detta i hug að Morton — Morton, þessi dyntótti mömmudrengur — væri henni einhvers virði. — En þegar til úrslita dró valdi ég dr. Lanyon, hugsaði hún með sér og reyndi að afsaka sig. — Þegar ég átti völina milli þeirra neitaði ég að svíkja loforð mitt við Lanyon. Svo mikla nasasjón hafði ég þó af því sem rétt var. En nú minntist hún ósigursins, sem hún hafði beðið í gær og vonleysið lagðist eins og farg á hana. Hún hafði slegist í ferð- ina, tekið meira tillit til Lanyons en til óska Mórtons. En Lanyon hafði ekki þurft á henni að halda. Hann hafði verið heillaður af Clarissu. Og hún hafði sjálf verið „yfirskips". Hún tók allt í einu eftir að hún var farin að gráta. Þetta var ekki sami brennandi, sári gráturinn og daginn áður. En köld vonleysistár. Hún elskaði Nat Lanyon en honum var alveg sama um hana. Hún hafði sólundað þeim dögum og vikum, sem hún gat notið hans sem vinar og verndara. Nú var Clarissa komin í til- veru hans aftur og hefði tekið þann sess, sem hún hafði sjálf átt að fá. Madeline fann, án þess að vita af þvi sjálf, að hún hafði numið staðar á sporvagnsbiðstöð og beið þar eftir vagni, sem hún kæmist með í spítalann. Að svo stöddu biðu ekki aðrir þar svo að hún gat látið tárin renna. En svo sá hún fólk og sneri sér þá undan. Hún ætlaði að ganga ofurlítinn spöl og reyna að ná valdi á tilfinningum sínum. Og þegar hún róaðist.... Bíll snarstansaði við gangstéttarbrúnina, svo að hún hrökk undan. — Madeline, sagði röddin sem hana langaði allra mest til að heyra. — Viltu sitja í heim í spítalann? — N-ei, hún leit óttaslegin til hans tárvotum augurn. En það var auðséð að hann tók ekki mark á svarinu. Því að um leið og hann opnaði dyrnar og hallaði sér fram, sagði hann: — Komdu inn. Ég skal fara með þig hvert sem þú vilt. Hún A KVÖLDVðKUNNl ÍÍÍÍÍSHÍÍÍÍlHÍiÍSijiHÍij: R. Burroughs 'l'MSC!íec/,PIEKK£, TO i-!AVE SP0ILEÍ7 VOUK PKEAWxS OF GLCSY/'' TA.UNTE17 MAKIE. "gUT, AFTEE ALL— AM E/APIEE ONLVKIEEI7S „ M ptAPRESS: TARZAIM 3260 QUICKLV THEN,SHE APFK.OACHEI7 TA'O NATIVES WHO WAITEf FAITHFULLY OUTSIF’E THE KOOM. "SOUN7 VOUK WAK ITPUMS,' SHE HISSEF? "ALEK.T THE PEOPLE—IT IS TíME I/ Mér þykir leitt Pierre, að j ég hefi eyðilagt drauma þína j um völd og ríki. En það er einu sinni svo að ríki mitt þarfnast aðeins drottningar. Hún yfirgaf hann og gekk til svertingjanna sem biðu ut- andyra. Berjið stríðs trúmb- urnar og látið fólkið vita. Timinn er kominn. „Haldið bardaganum áfram, piltar,“ mælti hershöfðinginn. „Látið aldrei bugast og hættið aldrei að skjóta fyrr en skotfær- in eru þrotin. En þá skuluð þið taka duglega til fótanna. Eg er dálítið haltur, svo að eg ætla að leggja af stað undir eins.“ ★ Svo að þið Tommi ætlið að giftast? Eg hétl að engin alvara væri í þessu hjá ykkur.“ „Það hélt hann líka.“ ★ Nýkvæntur: Á eg að trúa því, að eg fái aðeins ost að borða?“ Nýgift: „Já elskan. Það staf- ar af því, að þegar það kviknaði í kótelettunum og þær duttu ofan í ábætisréttinn, þá varð eg að slökkva eldinn með súp- unni.“ ★ Jóni hafði verið boðið að vera við útför þriðju konu vinar síns og kona hans varð því undrandi, re hann kvaðst ekki ætla að fara, því að hann hafði verið við útför beggja hinna fyrri. | „Hvers vegna ætlar þú að sitja heima núna?“ spurði kon- an. „Eg kann ekki við að vera að þiggja alltaf þessi boð hjá hon- um og geta aldrei boðið upp á samskonar á móti.“ ★ Málóður rakari (ætlar að fara að sápa): — Er yður sama þótt þér lokið munninum? I Þreyttur viðskiptavinur: — Já, en mynduð þér vilja gera slíkt hið sama? ★ Eg fer nú að trúa þeim sögusögnum að að minnsta kosti helmingur af þeim listamönn- um, sem koma fram í Banda- ríkjunum beri hárkollu, því að á Broadway stendur þetta skilti og geislar: Hárgreiðslustofa Ninos. — Hárkollur eru hreinsaðar og krullaðar á meðan þér bíðið. — Sérstakur afsláttur fyrir söngv- ara og kvikmyndaleikara. Súkkulaði- þjófar. Efnablandan h.f. heitir fyrir- tæki, sem er til húsa við Mela- velli við Rauðagerði. Fyrir- tæki þetta franileiðir ýmiskon- ar sælgæti og slikkerí, bó aðal- Iega hálfunnnið til fullnaðar- vinslu annarsstaðar. Þar hefur verið brotist inn fjórum sinnum á þessu ári, og virðist þar einhver meiriháttar sælkeri á ferðinni. Nýlega var brotist þar inn einu sinni enh, og voru nú hendur látnar standa fram úr ermum. Þar var nú stolið um 200 kílóum af hálfunnu. súkkulaðí, sem pakk- að var í 20 kíló kassa. Þá var og stolið ýmsu öðru sælgæti, konfekti o. fl„ smávegis af sígarettum, en peningar munu ekki hafa legið lausir. Töluvert mildar skemmdir voru gerðar á húsinu og vörum, rifnir og skemmdir kassar o. fl.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.