Vísir


Vísir - 18.05.1960, Qupperneq 11

Vísir - 18.05.1960, Qupperneq 11
Miðvikudaginn 18. maí 1960 VtSfE II Ræða Ólafs Björnssonar - Frh. a‘ 4. s. ari telur eðlilegt að leyfilegir séu, en þetta er einmitt það sem skeður, þegar sett er hafta- löggjöf. Undanfarin ár hefur það alltaf verið þannig', að hafi maður komið um borð í skip eða flugvél á leið til út- landa, þá hefur það verið eitt algengasta umræðuefnið manna á meðal, að hver hefur spurt annan á hvaða vei'ði hann hafi keypt gjaldeyri á svörtum markaði umfram þann skorna skammt, sem fáanlegur hef- ur verið hjá innflutningsnefnd. Ég man líka, að ég las það einu sinni í amerísku landbún- aðartímariti, að þar var talað um það, að ef einhver gerðist brotlegur við umferðarreglurn- ar, þá hrópuðu allir: Grípið fantinn: Aftur á móti, ef ein- hver kaupir ófáanlegar vörur á svörtum markaði, þá er sagt af hverjum sem verður þess áskynja: Hvar fékkstu þetta? Gæti ég náð í það? Þessi eðlismunur er því, hvort þær reglur, sem settar eru. eru í samræmi við það, sem almenningur álítur rétt- mætt eða ekki. í einræðisríkj- unum er það oft gert af ásettu ráði að hafa í gildi slík lög, sem brotin eru af nær þyí hverjum einasta manni, því að slík löggjöf skapar oft kærkom- ið tækifæri til þess að ná sér niðri á þeim, sem stjórnarvöld- in af stjórnmálaástæðum líta óhýru auga. í þjóðfélagi, sem bvggist á einstaklingsfrelsi, er slík löggjöf hins vegar var- hugaverð, því að séu þar í gildi lög, sem bx-otin eru af nær hverjum manni, er almennri virðingu fyrir lögum og rétti hætta búin, þannig að þá má búast við því að það fari í vöxt að menn gerist einnig brotleg- ir við þá löggjöf, sem fullnæg- ir því skilyrði að samrýmast almennri réttarmeðvitund. Eg tel líka mjög vafasamt að haftalöggjöfin samrýmist hinni vestrænu mannréttinda- hugsjón, að allir eigi að vera jafnir fyrir lögunum. -— Síðan fór ræðumaður nokkrum orðum um galla þá sem fjáfestingar- höft hafa í för með sér. Síðan hélt hann áfram, á þessa leið. Ég tel mig hafa fært rök að því, að ágallar haftakerfisins séu svo margir og stórir, að J>að sé verulegra fórna vert og jafnvel meiri fórna en þjóðin verður nú að færa að fá það afnumið. — Áður en ég lík við ■að ræða þessa hlið málsins get ég þó ekki stillt mig um að ifriðrétta tvær firrur, sem kom- ið hafa fram í sambandi við þetta og jafnvel verið talsvert hampað í málflutningi stjórnar andstöðunnar. Höftin takniarka kaupgetuna. Önnur er :;ú þegar sagt hef- ur verið, að út af fyrir sig geti það verið gott og blessað að losa um höft, en það sé of dýru verði keypt með þeirri rýrnun kaupgetunnar, sem orðið hafi vegna efnahagsráðstafanna. Hið sanna í þessu er það, að allar ráðstafarir til tak- mörkunar á inrfhitningi, hvort sem er geiKrislækkun, hækkun tolla eða strangari höft, rýra auðvitað getu þjóðarinnar til þess að kaupa erlendan gjaldeyri og crlend an varning. Ef minnka á t. d. innflutn- ing um 10%, rýrnar kaup- getan alveg jafn mikið hvort sem takmörkunin er fram- kvæmd með auknum höftum eða gengislækkun. Eina leiðin til þess að halda óskertri kaup- getu væri sú að taka nægilega stórt eyðslulán til þess að inn- flutningurinn þyrfti ekki að minnka, en þá leið hefur hæstv. ríkisstj. ekki talið færa af á- stæðum, sem oft er búið að gera ýtarlega grein fyrir. Eru höftin afnumin? Hin firran er sú, þegar því er haldið fram, að efnahags- ráðstafanirnar hafi alls ekki í för, með sér neina raunverulega tilslökun á höftunum heldur að eins afnám hafta í einni mynd jafnframt því að tekin séu upp höft í annarri og verri mynd nefnilega þeirri, að kaupgetan sé rýrð. Við þessu er það að segja, að þegar talað er um höft er venjulega átt við það, sem sett er af mönnum, ekki þær hindranir sem náttúran set- ur því á hverjum tíma, að menn geti fullnægt öllum sínum börfum. Við verðum auðvitað alltaf að búa við innflutningshöft í þeirri merkingu, en við getum ekki til langframa notað meiri gjald- eyri en við öflum og fjárfest- ingarhöft í þeirri merkingu, að við getum ekki fest meira fé en við spörum, þannig að hér er í rauninni verið að rugla saman óskyJdum hugtökum. Það væri t. d. út í bláinn að tala um það sem takmarkanir á ferðafrelsi, að ekki er hægt enn sem komið er að ferðast til tunglsins. Er byggt til frambúðar? Ég ætla þá að lokum að fara fáum orðum um mikilvæga spurningu, sem stjórnarandst. hafa varpað fram í umr. þeim um málið, er hingað til hafa farið fram, en hún er sú, hvort nokkrar líkur séu á því, að kerfi það sem hér sé verið að byggja upp géti orðið til fram- búðar. Hefur þar einkum ver- ið bent á þá hættu, sem stafi af -kauphækkunum, umfram það sem efnahagsmálalöggjöf- in gerir ráð fyrir. Ef þær verða, er þá ekki aðeins tjaldað til einnar nætur, þannig að þjóðin verði þá aðeins meira skuldum vafin en nokkru sinni fyrr? Um þetta er það að segja, að ég hef nú i fyrsta lagi ekki litið á það sem neinn sjálfsagðan hlut, að verkamenn muni sjá sér hag í því við núverandi á- stæður að stofna til svo og svo langvarandi vinnustöðvana til að hækka kaupið og hefði í rauninni gaman af að heyra þær röksemdir, ef til eru. Almennar upphrópanir um óviðunandi kjaraskerðingu eru ekki skynsamlegur grundvöllur fyrir ákvörðunum, sem geta orðið örlagaríkar fyrir fjár- hagsafkomu verkamanna uæstu misseri. Réttur launþega til þess að semja um grunnkaupshækkan- ir er vitanlega óskertur, en hinsvegar leiðir það af afnámi styrkja- og uppbótakerfisins, að afstaða ríkisvaldsins til kaupgjaldsmála hlýtur að breytast. Hér eftir hljóta at- vinnurekendur og verkalýðs- félög að bera ábyrgð á því, að samningar sem þessir aðilar gera um kaup og kjör, skapi atvinnuvegunum rekstursgrund völl, en meðan atvinnuvegirn- ir voru á rikisframfæri, gat ríkið varla skcrast undan slíkri ábyrgð. Þola atvinnuvegirnir kauphækkanir? Ég veit ekki, hvórt það er almenn skoðun verkamanna nú að afkoma atvinnuveganna sé svo góð, að þeir séu færir um að standa undir kauphækkun- um, sem þeim er bannað að velta yfir á vöruverð. Sé svo, þá er víst, að þeir taka lítið mark á Þjóðviljanum, sem blaða mest hefur predikað að undanförnu að efnahagsráð- stafanirnar séu á góðum vegi með að koma öllum atvinnu- rekstri á vonarvöl. En færi nú svo gegn vonum, að verkamenn létu til þess leiðast að stofna fjárhagsafkomu sinni í voða um ófyrirsjáanlegan tíma vegna ímyndaðra eða raunverulegra pólitiskra hagsmuna ag tækist eftir svo og svo langa vinnu- stöðvun að knýja fram meiri kaupgjaldshækkun en atvinnu- rekendur gætu staðið undir af eigin rammleik, — hvað mundi þá ske? Atvinnurekendur ættu þá að- eins einn kost fyrir höndum, þann að fækka starfsfólki sínu og spara launagreiðslur á þann hátt. Það mundi þannig skapast á- stand, sem enginn góðviljað- ur maður mundi óska eftir og sízt af öllu þeir, sem telja sig' sér í lagi bera hag'smuni verkamanna fyrir brjósti. Það yrði m. ö. o. óhjákvæmilega meira eða minna tilfinnanlegt atvinnuleysi. Lokaorð. RæðumaðUi.’ lauk ræðu sinni með þessum orðum: ,, En þó að þetta væri út af fyrir sig mjög alvaxiegt mál, sé ég ekki að það mundi stofna i hættu verzlunarfrelsinu né hinum efnaiiagslegu ráðstöf- uiwm, sem gerðar hafa veiið. Það væri- hvorki rétt né nauð- synlegt að fara af þeim sökum að hverfa ai'tur að hafta- og styrkjakerfinu. Að mínu áliti væri það það vei'sta. sem hægt væri að gera frá hagsmuna- sjónarmiði launþega sér í lagi. Frv. þetta er að nxínu álit.i eðlilegur liður í þeim heildar- ráðstöfunum x efnahagsmálum, sem hæstv. ríkisstj. hefur beitt , sér fyi’ir, að samþ. yrðu á þessu ' þingi. Að mínu áliti er hér um að ræða að vísu ei'fiðan en nauðsynlegan áfanga á fram- farabraut þjóðai'innar. En þeg- ar sá áfangi er að baki, eru líkur fyrir þvi. að við getum á næstu árum tekið ekki skemmri skref en nágranna- þjóðir okkar í átt til betri lífs- afkomu, gagnstætt því að við að undanförnu höfum mjög dregizt aftxir úr þeim vegna okkar siú/ i or nahagskeffis". Tilkynning Ni'. 19/1960. 7 Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi há- maz'ksverð í smásölu á framleiðsluvörum Raftækjaverk- smiðjunnar h.f., Hafnai'fii'ði: Eldavél, gerð 2650 Kr. 3520,00 — — 4403 — 4580,00 — — 4403A...................... — 4735,00 — — 4403B................. . — 5380,00 — — 4403C ..................... — 5905,00 — — 4404 — 5075,00 — — 4404A..................... — 5250,00 — — 4404B..................... — 5905,00 — — 4404C...................... — 6420,00 Sé óskað eftir hitahólfi í vélai'nar kostar I það aukalega................ ..... — 535,00’ Kæliskápar L-450 .................... Kr. 7905,00 Þvottapottar 50 1.............. — 2500,00 Þvottapottar 100 1............. — 3275,00 Þilofnar, fasttengdii', 250 W ....... — 300,00 — — 300 W............ — 400,00 — — 400 W............ — 415,00 — — 500 W............ — 485,00 — — 600 W............ — 535,00 — — 700 W............ — 580,00 — — 800 W............ — 655,00 — — 900 W............ — 725,00 — — 1000 W............ — 825,00 — — 1200 W............ — 960,00 — — 1500 W............ — 1110,0» — — 1800 W............ — 1325,00 Á öðrum verzlunarstöðum en í Reykjavík og Hafriarfiröl má bæta sannanlegum flutningskostnaði við ofangieinfi hámarksverð. 1 i Söluskattur er innifalinn í verðinu. ! Reykjavík, 17. maí 1960. ;íi Verðlagsstjóririn. i Stefnuljós fyrir vöru- og fólksbifreiðir. Sjálfvirkir rofar og blikkarar 6 og 12 volta. Bifreiðaperur — Ljósasamlokur 12 volta. SMYRILL Húsi Sameinaða. — Sími 1-22-60. •-T- '1 í ] Austur-Berlín - Frh. af 9. s. á vissu árabili til Austui'- Þýzkalands, að Austur-Berlín einni undanskilinni. Þangað fá þeir ekki fararleyfi nema ein- hver sérstök undanþága kæmi til. Ekki fékk eg neina skýringu á því hvers vegna þessar hörnl- ur voru settar og hvers vegna Austur-Berlín er einangraðri en aðrir stiaðir- landsins. En ein- hve'rn veginn læðist sá grunur inn í mig, að hömlur séu annars veg'ar settar til að gestui’inn hamstri ekki austur-þýzk mörk í Vestur-Bei’lín og hinsvegar til að hann fái ekki jafn greiðan aðgang' að bei’a sarixan á jafn litlurn bletti þær gífurlegu and- stæður sem ríkja undir tveim lífsstefnum í einni og sömu borg. | Aður en eg skil við þá borg, sem mér hefur þótt lxvimléiðusfi allra borga, sem eg hef komií í — nema ef vera skyldi nokkr- j ar enskar hafnar- og iðnaðar- borgir — get eg þó ekki gengið framhjá þeirri staðreynd, sen* var eins og sólarglampi í ölluní ! ömurleikanum, að íbúar þéss- arar borgar voru hjálpsamir og gesti'isnir svo af bar. Harvetna’ lagði fólk sig í framkróka til að hjálpa og leiðbeina mannh Auk þess náði höfðingsskaputl Jog gestrisni gestgjafanna því hámarki að eg' fullyrði- að hafa aldi'ei lifað jafn kapitalistiskK llífi um mína daga, sem þá senl eg var gestur kommúnista i Austur-Þýzkalandi. )| ■fc Kínversk þota nauðlenti ál húsi við Taipei á Formósa í fyrradag og biðu við það 11 menn bana. Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, 5 GUÐRÚNAR EGILSDÓTTUR f fer fram frá Dómkirkjxxnni fimmtudaginn 5 9. maí kl. 1,30» Jarðað verður í ganxla kirkjugarðinunx. Ásta E. Jónsdóttir. Sigríður G. Jónsson, Hermanníus M. Jónsson, Jón G. Hermanníusson, Gcir ííáidurssoii, Jórxxfriður Halldérsuóttir, Sigriður Guðmxmdsdóttir, Jónína'F..Eiríksdóttir.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.