Vísir - 28.07.1960, Blaðsíða 1

Vísir - 28.07.1960, Blaðsíða 1
167. tbl, Etf. árg. Fimmtudaginn 28. júlí 1960 1000 — árekstrar. Til dagsins í gær höfðu orðið mákvæmlega eitt þúsund bif- reiðaárekstrar : Reykjavík og mæsta nágrenni. Þessi árekstrafjöldi er nokk- uð áþekkur og á sama tíma í fyrra, og þó ívið lægri, þá var árekstrafjöldinn á sama degi 1015 talsins. Samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild rannsóknarlög- reglunnar hafði fram eftir þessu .ári verið meira um á- rekstra heldur en á sama tíma í fyrra. í sumar hefur aftur á móti mjög dregið úr árekstr- um og telur lögreglan að út- varpsaðvaranir Slysavarnafé- lagsins, sem einkum er útvarp- að um helgar eigi sinn mikla og góða þátt í að draga úr árekstr- unum. Slökkvilið á-ferð. Slökk\dliðið í Reykjavík var tvívegis kvatt á vettvang í gær. Hið fyrra skiptið að fyrir- tækinu ísborgar við Miklatorg skömmu fyrir hádegið. Kvikn- að hafði þar í reim á mótor og myndaðist við það mikil stybba. Engar skemmdir urðu þó þarna aðrar en þær að reiminn brann. í gærkveldi um hálfellefu- leytið höfðu krakkar gert sér áð leik að kveikja í einhverju timburdrasli við Hallgríms- kirkju á Skólavörðuholti. Slökkviliðinu var gert aðvart cg fór það á vettvang til að kæfa eldinn. Ekkert frekara tjón varð af þessari íkveikju. Búskussar fangelsaðir. Nokkrir bústjórar samyrkju- búa í Kazakstan hafa verið niæmdir í fangelsi. Þeir höfðu verið ógætnir og of djarfir við ásetninginn á sl. hausti, svo að búpeningur drapst hjá þeim. Var. einn mann anna dæmdur í 3ja ára fangelsi. Ekki leikur allt í lyndi í bú- skap kommúnista frekar en áð- ur. Frá þingsetningu Norðurlandaráðs í morgun. — í fremsta bekk frá vinstri: Emil Alquist, Nils Andersen, Nina Andersen, Birger Anderson, Per Borten, Marius Buhl, N. Chr. Christensen, Bjarni Benedektsson, Kaj Bundvad, Tage Erlander, Ejnar Gerhardsen, Gylfi Þ. Gíslason og Guðmundur í. Guðmundsson. (Ljósm. Pétur Thomsen). Þing Norðnrlandaráðs var sett árdegis í dag. 28 ráðiierrar samankomnir í hátíðarsal Háskólans. Attunda þing Norðurlanda- ráðs hófst í morgun með við- höfn í kapellu Háskóla íslands, að 28 ráðherrum og 69 kjörnum fulltrúum. Biskup íslands, hr. Sigur- björ.n Einarsson, prédikaði, en Páll ísólfsson lék á orgel. Var athöfnin mjög hátíðlég og vorðuleg. Síðan hófst þingið sjálft i hátíðarsal Háskólans um kl. 10 f.h. Bertil Ohlin forseti Noi'ður- landaráðs setti það með ræðu og minntist hins látna forsætis- ráðheri'a Danmerkur H. C. Hansens. Að því loknu fór fram kjör forseta og var kjör- inn Gísli Jónsson, alþm. og formaður íslandsdeildar sam- takanna,en hann hélt því næst ræðu um norræna samvinnu, sem sífelt væri að færast í auk- ana til mikils gagns og gæfu fyrir aukin samskipti þessara þjóða og öðrum þjóðarsamtök- um.til fyriraiyndar. Að lokinni ræðu forseta hóf- ust umræður um það hvaða NA- kaldi syðra. Hér á landi var norðan og norðaustanátt í morgun — víða rigning norðanlands og austan. Hiti 6—13 stig. Kl. 9 í morgun NA og 12 stiga hiti í Rvik. Alskýjað. V eðurhorfur i Rvík og ná- grenni: Norðaustankaldi -eða i mál skyldu taka á dagskrá og {í hvaða röð. Var samþykkt að ræða um sameiginleg sendiráð Norðurlandanna ( nýjum lönd- um, þar sem þessi lönd hafa ekki þegar komið upp sendi- ráðum), endurskoðun á reglum um ríkisborgarai'étt á Norður- löndum og almenna tilslökun á Fimm farast í bílslysi. Fimm manns biðu bana í nokkuð óvenjulegu bílslysi í Quebec-fylki í Kanada um sJ. helgi. Þrír bílar lentu í árekstri í slagviðri miklu, og voru þetta sjúkrabíll, vörubill og fólksbill. Sjúklingui'inn í sjúkrabílnum slapp ómeiddur. Stjórn Kongólýðveldisins innan franska ríkjasam- bandsins hefir mótmælt því, að Belgíska Kongó taki sér elnnig nafnið Kongól j ð- veldi — telur -slíkt nafn- valþjóínað. tollskoðun landanna og fisk- veiðitakmörkin. Þá var kosið í 5 fastar nefnd- ir, eða laganefnd, menntamála- nefnd, félagsmálanefnd, sam- göngumálanefnd og efnahags- málanefnd. Svo sem áður er getið, sitja þingið 28 ráðhei'rar landanna og þ. á. m. öll ríkisstjórn ís- lands, svo og 69 kjörnir full- trúar frá þátttökulöndunum. Hyggst ganga 6400 km. Tvítugur Kanadamaður lagði á föstudaginn í gönguför þvert yfir Kanada, frá Halifax til Vancouver. Þetta er 6400 km. spotti og segir Kanadamaðurinn, að hann ætli að setja met, sem jafnvel Barbara Moore hin brezka geti ekki hnekkt. — Hyggst göngugarpurinn komast á leiðarenda á 10 vikum. Hann ætlar að ganga 14 stundir á degi hverjum. fiskur á færi eða línu í Faxaflóa. Sjaldan verið jafn léleg veiði og nú. Akranesi í morgun. Héðan róa nokkrar trillur með handfæri og línu eins og undanfarin sumur. Venjulega hafa þær getað kroppað svolit- ið upp af fiski rnn þetta leyti, en nú bregður svo við að varla fæst bein úr sjó hér í Faxaflóa, hvort sem reyna er með Hnu eða handfæri. Allir hánir stæiTi bátar frá an, en nokkrir litlir þilfarsbátar eru á handfæi'um. Er það því eingöngu afli togaranna, sem skapar vinnu í frystihúsunum. B.v. Bjarni Ólafsson kom ný- lega með 270 lestir frá Græn- landi. Fjöldi fólks héðan, basði karl- ar og konur eru í síld fyrir norðan, en þar hefur Haraldur BöSvarsson tvær síldarsöltun- Akranesi eru á síld fyrir norð- '.arptöðyar..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.