Vísir - 11.11.1960, Síða 10

Vísir - 11.11.1960, Síða 10
10 VtSIE Föstudaginn 11. nóvember 1960 Lozania Prole: EO Lem C Luölcl u 9 er alger nýjung. Tré chic (mjög fagurt), — allra aðdáun munduð þér vel?ja, ef þér bæruð það.“ Og hún tók uþp úr öskjunni fagurt herðasjal úr silki, með rós- um er voru bróderaðar í það með gullþræði, en grunnurinn var blár. „Korsíkurkonur bera slík herðasjöl á hátíðarstundum," hvísl- aði hún. Korsíkukonur! Voru hér einhver brögð í táfli? En vissulega mundi það gleðja Napoleon Bonaparte, ef hún bæri slíkt sjal. Hann mundi ætla, að hún gerði það til að þóknast honum og honum til heiðurs. Hin unga herbergisþerna Jósefínu hjálpaði henni við að klæðast kjólnum, og litla tízkumærin stóð sem frá sér numin, klappaði saman höndunum og lét ánægju sína í ljós. Kjóllinn var eins og sniðinn á hana, þannig að mótaði fyrir vel sköptum mjöðum hennar, en skora var í kjólinn öðru megin upp að hné, svo að sæist á vel skapaðan fótlegg og gulli skreytt sokkaband. Ánægjubros kom fram a varir hennar, er hún leit á sjálfa sig í speglinum, og brosandi bað hún tízkumærina að rétta sér sjalið. hagði hún það á herðar henni, þannig að birtu bar á hið gullna skraut, vel vitandi hve vel hið gullna fer við blátt, og vissulega gerði sjalið Jósefínu tignarlegri — drottningarlegri. Hún snerti það með mjúkum fingrum, þar sem það féll yfir brjóst hennar, snerti það til þess að leiða í ljós en ekki hylja. „Eg ætla að bera það,“ sagði hún. Hún ók til húss Hamain hershöfðingj a og kom seint, af ásettu ráði, því að nú var hún undir það búin, að koma þar svo, að allra augu mundu á hana mæna. Hún gekk inn í forsalinn, þar sem breiður stigi blasti við, ábreiðum lagður, er kvíslaðist fagurlega efst á svalir hæðarinnar, en af svölunum mátti líta niður í forsalinn'og inn í skrautlegan -sal, þar sem gluggar með þykkum glerjum náðu frá lofti til gólfs, en á hinum mörgu og fögru Feneyjalömpum logaði og líktust þeir gullnum hjálmum á súlum. Hún gekk upp stigann tignaríega sem væri hún drottning, bein í baki og með brosi á vör. Hún lyfti upp faldi silfurhvíta kjólsins og það var sem öllum í salnum dytti ósjálfrátt hið sama í hug, því að menn sneru sér við, karlar og konur, í salnum upp ljómaða, er var sem ævintýrahöll. Hún gekk inn í salinn með sjalið fagra, bar það eins og hún vissi, að Korsíkukonur mundu gera, og hún sá Napoleon Bona- parte brosa til hennar þannig, að hún vissi, að honum hafði skilist, að hún bar hið fagra sjal honum til heiðurs. Hún hafði íarið rétt að, hugsaði hún, guð veri lofaður, og beygði kné sín lítillega fyrir Hamain hershöfðingja, og mælti lágt: „Eg er smeyk um, að ég komi seint —“ Og samtímis vissi hún, þótt hún liti ekki á Napoleon Bona- parte þetta andartakið, að hann var að koma til hennar. Og hún sneri sér að honum eins fljótt og hún gat. „Þér óskið að dansa?“ spurði hún. En hann kunni 'ekki að dansa. Hann hafði verið svo önnum kafinn að berjast, að hann hafði aldrei gefið sér tíma til þess að læra að dansa og þjálfa'sig í þeirri list. Hann var að segja henni þetta, er Barras kom til þeirra, til þess að heilsa upp á þau. Hann kyssti á hönd Jósefínu, sló henni gullhamra fyrir fegurð hennar og drap á hve’fagur kjóll hennar væri — og korsikanska sjalið. „Þú ert yndisleg' í kvöld, Jósefína." „Það gleður mig, að þér finnst það.“ Þau stigu dans saman, — en henni fannst hún dansa á hyldýpis barmi, því að hún vissi hve mikið vár undir því komið, að hún gætti orða sinna og gerði enga skissu. Hún var í svo miklum vafa. Hún gat ekki fest hugann við að vera lokkandi og mæla fögur orð. Therése gaf henni nánar gætur og var súr á svipinn. Barras gaf ekki til kynna með einu orði hvernig honum var innanbrjósts. Þau dönsuðu menuettinn, stigu hvert skref meöj glæsibrag, og alltaf var Jósefína að hugsa um hvað hún ætti að segja næst. Um hvað hann væri að liugsa og hvaða ráðstafanir hann hefði gert varðandi framtíð hennar. „Þú hefur áhuga fyrir Bonaparte,“ sagði hann loks með spurn- ingarhreim. „Hann er dásamlegur.“ „Hann er einnig mjög hrifinn af þér. Hann er maður, sem mun komast langt á framabrautinni, og ég get fullvissað þig um, að það væri hyggilegt af þér, að búa svo um hnútana, aö hann dáist alltaf af þér.“ Hún hugsaði sem svo, að í þessum orðum fælist skipun, „hern- aðleg“ fyrirmæli, og þótt hún seiddi töfrandi bros fram á varir sér var sem eitthvað þrengdi að hjarta hennar. Hvers vegna dáðist Barras ekki að henni sem fyrr? Gat það verið, aö honum íelli ekki ilmvatnið, sem hún notaði nú? Það var vist mikiii sannleikur í því, sem menn stundum sögðu í París, að ekkert væri eins steindautt og dauð ást — ekkert eins lamandi, þreyt- andi. En hún dansaði áfram léttstíg og glæsileg og minntist þess, er hún var barn, og Adél, barnfóstran hennar, horfði á hana dansa, og sagði: Norrænir víkingar deyja dansandi — og nú fannst henni, að ef hún yrði að dansa öllu lengur yrði það dauðadans hennar. Sennilega mundi helmingur Parísarbúa eða vel það hafa giskað á hversu málum var komið, því að París þessara tíma var kjafta- bæli, og „flýgur fiskisagan“. Hneykslismálin voru legíó — og það var ein helzta skemmtun kvenna — og elskhuga þeirra — að ræða þau. Ástmeyjar komu og fóru. Menn hneigðu sig fyrir konu í dag, og virtu hana ekki viðlits á götunni daginn eftir. Beiskjan náði æ sterkari tökum á henni. „Það væri hyggilegt af þér, að sjá um að hann dáist alltaf að þér,“ sagði Barras, refurinn tungumjúki. Andartak vottaði fyrir bliki í fölum augum hans: „Þú ert hygginn nemandi, Jósefína, og raunsæ." „Eg er nemandi í skóla, þar sem er reyndur kennari og harð- ur agi.“ Og þau dönsuðu áfram, stigu létt, smá skref, hneigðu sig og beygðu kné. Það var enn ógeðfeldara að verða ástmey Bonapartes, ef til vill kona hans, vegna þess að Barras ætlaði að nota sér áhrif hennar. Hljóðfæraslátturinn þagnaði. Dansinum lauk. Frá drúpandi sterinkertunum heyrðist eins og smákraum. Loftið var orðið þungt af angan Versalablómanna og af ilmvatni kvenna og af víninu, sem drukkið var. Hún gekk til Napoleons Bonaparte, sem stóð með hendurnar fyrir aftan bak, nánast eins og hann vissi ekki hvað hann ætti af sér að gera. „Yður hlýtur að vera þetta allt ógeðfellt eftir að hafa staðið í ströngu í orrustum og styrjöldum,“ sagði hún og var sem skyndi- lega hefði vaknað samúð í huga til hennar. „Eg skil þetta svo vel — eigum við ekki að ganga út á svalirnar. Hér eru svo mikii þrengsli og svo heitt. Þar hlýtur að vera svalara." Hann svifti tjöldum til hliðar, er að útgöngu á svalirnar kom og hélt þeim frá, meðan hún steig út á þær. Þau önduðu djúpt 15 nýjar hjúkr- unarkonur. I lok októbermánaðar útskrif- uðust eftirtaldir nemendur frá Hjúkrunarkvennaskóla íslands: Aðalbjörg Árnadóttir frá Vopnafirði. Auður Fanney Jóhannesdótt- ir frá Flóðatanga, Stafholts- tungum, Borgarfirði. Birna Ásmundsdóttir Olsen frá Patreksfirði. Erla Þox-gerður Ólafsdóttir frá Patreksfirði. Guðlaug Benediktsdóttir frá Eskifirði. Guðrún K. S. Thorstensen frá Arnardal við ísafjörð. Gunnur Sæmundsdóttir frá Narfastöðum, Reykjadal, S.- Þing. Hulda Guðfinna Pétursdóttir frá Reykjavík. Margrét Jóhannsdóttir frá Reykjavík. Nanna Guðrún Henriksdóttir frá Reykjavík. Ólöf Snorradóttir frá Krist- nesi, Eyjafjarðarsýslu. Sigrún Daníelsdóttir frá Akranesi. Soffía Ólafía Níelsdóttir frá Húsey, Hróarstungu, N.-Múl. Svanlaug Alda Árnadóttir, 'frá Hólmavík. Þórunn Sigurborg Pálsdóttir frá Reykjavík. Athugasemd frá eigendum Hamrafells. R. Burroughs -TARZAIM- 40»5> ZYCLOFS LIFTEP’ AMONSTEOUS ,FOOT IN HCFES OF CEUSHING WIS PA2EP \N(r WÖUNP'EC7 í'NE/WY- - J0H*J Ct'MrO BUT TAK2AN INSTINCTIVELY KECOILEP ANC7 TDTSET TWE KLOIA/ l 7-b-5279 FESPEeATELY NOW, HS CLUTCHEP7 FOC A HANFFUL OF PIZT— HE HAP THOUGHT AniT ofaflan! f Nú var y hroðalega kominn hin stund. Cyclops 4 lyfti fæti sínum til að kremja höfuð Tarzans, þar sem hann lá hálf meðvit- undarlaus á jörðinni. Á síð- asta augnabliki vék Tarzan höfðinu undan hinu mikla höggi. Áður en Cyclops gat trampað aftur hafði Tarzan náð í handfylli af sandi í lóía sinn og eygði nú von undankomu. Vegna skrifa Mánudags- blaðsins þann 31. okt. 1960, þar sem gefið er í skyn, að vá- trygging m.t. „Hamrafells“ hafi verið hækkuð og sé nú 280 milljónir króna og forráðamenn skipsins séu farnir að vona, að því hlekkist á, vilja eigendur þess upplýsa eftirfarandi: Þegar m.t. ,,Hamrafell“ var keypt árið 1956 var það vá- tryggt fyrir $4.200.000,00. Var sú tryggingarupphæð nokkru hærri en kaupverð skipsins og skuld sú, er á því hvíldi erlendis. Samsvaraði tryggingarupphæðin liðlega 68 milljónum króna með þáver- andi' gengi. Þessi tryggingarupphæð stóð óbreytt þar til 21. sept. 1960. Þá var vátrygging skipsins lækkuð um 1 milljón og 200 þúsund dollara — eða niður í $3.000.000,00. — Samsvarar það um 114 milljónum króna miðað við núverandi gengi. Lækkun þessi var gerð með tilliti til þess, að breytingar hafa orðið á verði notaðra tank- skipa, erlendar skuldir, sem á skipinu hvíla, hafa lækkað og erfitt er vegna slæmrar rekstr- arútkomu að standa undir háu iðgjaldi. Ráðstafanir hafa verið gerð- ar til þess að láta hlutaðeigandi blað sæta ábyrgð vegna urn- ræddra skrifa. Goodyear-verksmiðjurnar bandarísku hafa stofnað hjclbarðaverksmiðju > N- Frakklandi. Er það 25. verk- smiðja fyrirtækisins erlend- is, og á að gera 200 hjlbarða á dag.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.