Vísir - 11.02.1961, Blaðsíða 7

Vísir - 11.02.1961, Blaðsíða 7
Laugaradaginn 11. febrúar 1961 VISIR 7 Ar JENNIFER AMES: 15 arnir á þeim eru svo hvitir, heldur af því, að þeir sem eru ný- komnir frá Englándi eru alltaf í svo skrítnum baðfötimi. Littu á stúlkuna þarna. , Janet hafði óþægilega kennd af því að það væri hún, sem verið var að tala mn, og leit við til að sjá hver það hefði verið sem sagði þetta. Stúlkan lá bg teygði úr sér í strigastól. Hún var ijómandi falleg, ung og grönn. Hún var eirrauð á hörund og ijóst hárið, sem féll niður á herðamar, var orðið s\ro upplitað af sólinni, að það var nærri hvítt. Hún var að reykja og brosti til mannsins, sem laut niður aö henni. Janet kipptist við. Því að þessi maður var Jason. Janet stakk sér ofaíi í laugina aftur, hún vonaði að Jason gerði sér ekki Ijóst að það var hún, sem vinstúlka hans var að tala um. Hún synti dálitla stund og fór svo upp úr lauginni þeim megin sem fjarst var Jason. Þar stóð maður, sem virtist vera að biða eftir henni. — Afsakið þér, má ég leyfa mér að kynna mig? Eg heiti Clinton. Ferdinand Clinton, kunnari undir nafnlnu Ferdy. Þér eruð ungfrú Wood, er ekki svo? Og þér voruö að koma, með ..Caribbean"? Janet þótti alis ekki miður að hann skyldi ávDi'pa hana. í fyrsta lagi var þetta einstaklega geðslegin maður, meðalmaður á hæð og bláeygur, með Ijóst hár og smitandi bros. Hann var mikið sólbakaður. Og auk þess fannst henni, að það sem ekki þætti viðeigandi í London gæti verið viðeigandi hér. Hér var annað andrúmsloft, — svo miklu léttara og frjálsara. — Jú, ég var að koma með „Caribbean", en hvernig getið þér vitað það? Hann brosti. — Það er mitt starf að vita þess háttar. Og ef ég veit það ekki þá verö ég að' gizka á það. Eg er blaöamaður í „Daily Becord“ og sé um allar fréttir viðvikjandi gesturn í bæn- um, ef þeir skipta nokkru máli. Eg á að segja æfisögu þeirra, segja frá erihdum þeirra og hvemig þeim lízt á Jamaica. Það er að segja — ef þeir eru hrifnir af Jamaica. — Eg get vel skilið, að fólk sé hrifið af Jamaica, sagði hún. — Mér finnst töfrandi hérna. — Má ég skrifa, að þetta sé skoðun yðar? ,Miss Janet Wood frá Englandi finnst Jamaica töfrandi.“ — En þér sögðuð, að þér tækið aöeins ummæli fólks, sem eitthvað kveður að, flýtti hún sér að taka fram i. Hún fann að hún roðnaði út undir eyru, en samt var hún ánægð með þetta samtal. Lofsyrðl hans voru svo hreinskilnisleg, og brosið sem fylgdi þeim opinskátt og vingjamlegt. Og eftir allt það, sem Jason hafði látið hana þola, fannst henni huggun í að finna, að öðrum karlmönnum fynndist hún aðlaöandi. — En ég hef ekkert fyrir stafni, sem ástæða er til að skrifa um, sagði hún. — Eg geri bara uppdrætti að kvenhöttum, — En það er ágætt. Kvenfólkið. hefur yndi af að lesa um fólk,! sem býr til kjóla og hatta, sérstaklega ef það kemur frá London eða New York. Komið þéf nú og setjist með mér við einhvert borðið héma. Svo fáum við okkur glas og þér segið mér æfisögu yðai\ — Eg.... ég vil helzt losna við það. — En segið mér þá eitthvað viðvíkjandi tízkunni. Segið mérj hverskonar hatta kvenfólkið á að nota í vor. Eiga það að vera einskonar öskjur, eða hettur eða gamaldags sjóliðahúfur? Við skulum setjast héma. I — Mér er ómögulegt að setjast hérna og tala við yður. Eg er ekki klædd. Hann hló. — Ekki klædd! Það er auðheyrt aö þér emö nýkomin hingað. I íf:ð þcr Jcringum yður.... Og ef mér leyfist að segja það, finnst mér þér vera alveg hæfiiega mikiö klædd. Aftur fann hún aö hún roðnaði, en nú var það ekki af gleði. Hún mundi hvað ljóshærða stúlkan hafði sagt. — Finnst yður þessi baðföt vera gamaldags? spurði hún. — Alls ekki, en mér finnst þau vera miðuð við kaldara loftslag en hér er. En ef þér takið mér það ekki illa upp, langar mig til að segja, aö þér munduð sóma yður vel í hverskonar baöfötum sem væri. Kringum hana sat kvenfólk í baðfötum, flest talsvert „rninna klætt“ en hún var. Og það var notalegt að sitja þarna undir sólhlífinni og tala við þennan skemmtilega og þægilega unga mann, sem eflaust gæti sagt henni frá ýmsu um staöinn. — Hvei-s vegna fónxð þér hingað til Jamaica? — Það er út af eign, sem ég á hérna. — Eigið þér eign héma? Hafiö þér verið hér áður? — Nei, hann íaðir minn keypti þessa eign. Hann er dáinn. Eg er að hugsa um að selja hana. — Það verður líklega ekki erfitt. Þa, er mikið fjör í fasteigna- verzluninni hérna núna. Hvar er eignin yðar? — Staðurinn heitir Salthöfn. Vitið þér hvar hann er? Hann hló. — Góða ungfrú Wood. Eg þekki allt og alla hérna á Jamaica! Það er atvinna mín, eins og ég sagði yður. Jú, ég þekki Salthöfn, hún er norðvestan til á eyjunni. Dálitið afskekkt þar, en dásamlega fallegt. Það hefur komið til orða að koma upp stói-ri skemmtiferðamiðstöð þar. — Þá mundi þessi eign mín vera einhvers virði, þrátt fyrir allt? Hann horfði forvitinn á hana. — Hvers vegna segið þér „þrátt fyrir allt“? — Eg rakst á menn um borð, sem gáfu mer litlar vonir, hvaö það snerti. Einn sagði að þar væri malaría og hann gat líka frætt mig á að draugagangur væri þar. Ferdy hló aftur. — Það ?r reimt í mörguni húsum hérna á Jamaica, sérstaklega ef þau eru gömul. Jamaica á sér rysjuga sögu — sjóræninga, bardaga og þrælaverzlun.... Og á dögum þrælahaldsins var margt hryllilegt og glæpsamlegt framið hérna í görnlu byggðunum, og innfæddir trúa þvi enn í dag aö þeir sem drepnir voru hafi gengiö aftur og haldi sig á þeirn slóðum, sem þeir voru drepnir á. Þesskonar draugar eru kallaðir ,.duppies“, það er að segja ef þeir eru alveg dauðir. En sá sem lifið var ekki alveg murkað úr og verður aö rísa upp úr gröfinni og hafast eitt- hvað að, er kallaður „Zombie“. — Mér finnst þetta hálf kjánalegt. — Já.... aö vísu, það er kannske það. En þeir innfæddu hérna trúa óbifanlega á „duppies“ og „zombies“. — En varla þér? Hún hafði búist við að hann mundi hlæja og svara neitandi, en í staðinn kom alvörusvipur á glaðlega andlitið. — Eg veit elcki hvað segja skal, sagði hann dræmt. — Þegar maður hefur1 átt jafn lengi heima hérna og ég hef gert, er maður dálítiö efins um það.... HvaÖ heitir eignin yöar? — Taman House. Hún sá að hann hrökk við og glcnnti upp blá augun. Hann hallaöi sér írarn og horföi á hana eins og hann tryöi henni ekki. — Var það sem mér heyröist sögðuð þér Tarnan House? ] — Já.... já. Þekkið þér staðinn? Hún skildi ekki hvers vegna ■ hún fór að stama. Allt i einu varð hún ekki aðeins hikandi held-1 ur hrædd líka. Hún beið eftir svari hans en var hrædd við það. 1 Það varð dálítil bið á að hann svaraði. — Svo að það eruö þá : þér, sem eigið Taman House, sagði hann loksins. — Eg hélt að það væri austurrískur maður, dr. Kurtz, sem ætti það. auglýsa í Vísi Kvíkmyndasýmng Enn verður kvikmyndasýri- ing á vegum félagsins Germaxi- ía dag, laugardag og þá sýndar að venju frétta- og fræðslumyndir. í fréttamyndunum er m. a. sýnt stúdentahverfi 1 Berlín, þar sem 600 stúdentar af ýmsu þjóðerni búa, ennfremur sjást dansmeistarar frá ýmsum lönd- um, sem bera saman bækur sín ar í Krefeld á s.l. hausti. Fræðslumyndirnar eru tvær: Er önnur frá Bayern, héruðun- um næst járntjaldinu, gegnt Tékkóslóvakíu og Austur- Þýzkalandi og sýnir með mörg um dæmum, hvílíkt óviðunandi ástand hefur skapazt með þess- um nýtilkomnu gaddavírsgirtu landamærum. Hin fræðslu- myndin er í litum og sýnir lista verk, byggingar o. fl. frá rokó- kó-tímabilinu evrópska, skraut þess og lífsgleði, svo að uriun er á að horfa. Var myndin tek- in af tilefni listsýningar, sem haldin var í Munchen 1958 á vegum Evrópuráðsins. Sýningin verður í Nýja bíó og hefst kl. 2 e h. Öllum er heimill aðgangur, börnum þó einungis í fylgd með fullorðn- um Hæstiréttur — Framh. af 1. síðu. 59 tylftir kvenpeysur og 9 tylft ir crepe sokkabuxur, án þess að gefa varning þennan upp við tollverði eða útfylla nefnda skrá öðruvísi en að framan get- ur, en að kvöldi komudags skipsins fundu tollverði.r varn- ing þenna í herberai ákærða i skipinu, á víð og dreif um her- bergið, sumt i rúmum. annað i skúffum, og loks annað af varningnum innpakkað á gólf- inu. 1 öðru lagi var máUð hnfðað gegn Hafiiða fvrir að hpfa með Goðafossi. er kom t.il víkur 15. jan. 1960 Frá Tfntter- dam haft meðferðis 14 heil- fiöskur af whi=kv o? 9 -f gene- ver án bess að gefa •hnð unp mð tollverði eða geta um v-r; á skrá. enda var áfeneið miJIi þils og veegia í hn'-bergi ákærða í skininu. Fvrir hér °ði v»r ákmrði dæmdur í 90 b"s Vf- o*>kt ng áðurgreindur varnmgtir uv unnrækur. o« ó+oS-sobH. H’aestrr.éttur sfðárri^fhda af*'W* ið. Burroughs — T A R Z A í^l —* 4735 Það urðu alJir Jxissa og ynenn gátu eklri áttað sig á þvi hvað skeð haíði. Það ér áSk í lagi með mig, sagði Tom 'dð Betty. Hann hitti mig 1 handlegginn. Þá ei u; við öll úr -hættu, sagði Særn. | 'fíu' skúlúm við athtxgá hvaðl •kom íyrir Adam Stone. Þettai er kaldhæðni örlaganna, -,.göi T.'.xr; n Kúlan hefur .hrokkjð af .steininum og i Ad'am Stone og drepið hann sjálfan. r r Armann- gtíman — Framh. *í 2. síhr?. Láx'us Salómon.sson æt‘: bví að fara varjega í. ' ~ :r Tna yfir þvj að hrmn ’ ’ :n- um eða öðri:m g ":ð- urkenna þess r \ ' ' i hef':''- sjálnir ■■ o- sám úndahra eð i Að "ð : . ■ i.; !e:;úi'-. ■ n- r.ákrnir og ' .dylg.iú:-' I.áyiriat hann sjálfan sig !ir •'.:•■ “ð síikuÁi- málflutningi. . St;ur>i;n gu.piudeijnai Glimuiélagí ih< Annanns.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.