Vísir - 08.03.1961, Side 4

Vísir - 08.03.1961, Side 4
„Hann er minn bezti vinur“, segir maður með gult band um handlcgginn, en á því eru þrír svartir deplar. Hann strýkur ástúðlega um höfuð vel uppal- ins hunds af Elsarskyni, sem leiðir hann með trúmennsku í gegnum umferð stórborgarinn- ar. Satt er það, að þessi blindi maður er undantekning, en sennilegt er samt að þeir séu margir, blindu mennirnir í Þýzkalandi, sem bera ást til dýra, og annast þau eins og væru þau mennskar verur. Það varðár .við . fangelsisvist að kvelja skepnur í Þýzkalandi, Hundar eru notaðir blindum til aðstoðar. Húsmóðirin iræður framleiðslunni. Meðfylgjandi mynd er úr v-þýzku hagskýrsluárbókinni 1960 og sýnir fjölda heimila og fjölda einstaklinga á heimilum á árinu 1957. — Samkvæmt skýrslunni (sjá mynd) eru þau samtals 17,1 millj. í V.-Þýzka- landi. Efsta talan sýnir, að 3,0 millj. einstaklingar hafa heim- ilishald, tveggja manna heim- ili eru 4,5 millj., þriggja manna 4.0 millj., fjögurra manna 2.9 millj., fimm manna 1.4 millj., sex manna 705 þúsund og sjö manna eða fleiri í heimili eru 549 þús. Þarfir ailra heimilanna hafa áhrif á framleiðsluna. Tekjur þeirra ráða í flestum tilfellum lifnaðarháttunum. Hin ahnennt batnandi lifsafkoma hefir vax- andi áhrif sérstaklega í hinum mannfleiri fjölkyldum á þann veg, að eftir því sem tekjur fjölskyldunnar hafa vaxið, hef- ir einnig vaxjð möguieikinn á að veita sér fleira en áður. i - J . Norsk sendinefnd í Sovét. f Noregi er um þessar mund- ir starfandi sérstök nefnd, sem & að gera tillögur um auknar Norðmanna og bygg- ingu sem allra hagkvæmastra botnvörpuskipa með hliðsjón af þeim framförum, sem orðið hafa í búnaði slíkra skipa. Nefnd psssi er fyrir stuttu farin til Rússlands og íær þar með samþykkt yfirvalda að kynna sér ýmislegt í sjávarút- | vegi Rússa, m.a. frystiiönaði og | fiskverkun, en einkum veiðiað- ferðum, og væntir nefndin þess, að fá tækifæri til þess að kom- ast i veiðiferð með verksmiðju- togara eða móðurskipi. Siávarútvegssýningin í Bergen. Siávarútvegssýningi'i, sem haldin var í Bergen sl. sumar og þótti mjög athyglisverð, öll- um þeim er kynnast vildu sjávarútvegi Norðmanr.a, og þeim albjóðanýjungum á sviði fiskiðnaðar er þar var sýnt, gaf af sér 100.000 n. kr. néttótekjur fu.m V2 millj. ísl. kr.). en fé þetta verðpr geymt til næstu ■svnin^ar iMesse) sem áformað er að verðí haldin annað hvort 1964 eða 1965. Kínverjar selja Bretum fisk. i Samkomulag hefir verið-gert ium, að Kína flytji fisk pg fisk- afurðir til sölu á hrezkum 'markaði. Heildarsamningui'inn er um innflutning fyrir allt að 350.000 sterlingspund, er skipt- ist þannig: Nýr eða írosinn fiskur fyrir 300.000 stpd., nið- ursoðinn fiskur fyrir 25.000 stpd. og kavíar og önnur fisk- hrogn fyrir 25.000 stpd. Fiskiðnaður Færeyja. í Færeyjum hefir vev>ð mik- ið um það rætt og einnig ritað í blöðin hver nauðsyn bæri til að hafist yrði handa til þess að vinna betur úr fiskinum, sem færeysk fiskiskip flytja að i landi. Hefir verið sérstaklega rætt um þá nauðsyn að koma upp stórauknum hraðfrysti- iðnaði, og fullkomnari nýtingu á saltfiskframleiðslur.ni. Þær vinnslustöðvar sem fyrir eru, þykja afkastalitlar og fullnægja ekki kröfum tírnans. I Það sem ■ einkum ýtir undir þessar umræður, er óánægja sjómannanna yfir því, hve lágt fiskverðið til þeirra er, og að talsvert er um atvinnuleysi, sem talið er að mætti vinna bug á, með aukinni fiskvinnslu. Fiskirannsóknir Dana. Nýlega hefir verið skýrt frá áætlunum um stárfsemi dön^ku fiskirannsóknaskipanna „Dana“, ,,Biologen“ og „Hav- katten“ og er hún í aðalatnð"- um þannig: ,,Dana“ verður í marz og apríl við síldarrann- sóknir á Skagerrak, og verða sjó, og síðar við planktonrann- sóknir við Skagerrak, os verða þá gerðar tilraunir með ný tæki til þess að veiða íiskseiði. Um 20. júní fer skipið til hafrannsókna í Atlantshafi og við Vestur-Grænland, þar s'em einnig fara fram rannsóknir á þorskstofninum. Verður farið um alla bankana frá Júlíane- haabflóa til Holstinsborgar. Á heimleið, með viðkomu í Fær- eyjum, verða gerðar haffræði- legar og líffræðilegar rann- sóknir. í september, skömmu eftir heimkomuna, verður svo 17MILI.HAUSHALTE þátttaka í alþjóðasildarrann- sóknum í Norðursjó. „Biologen“ og vélbáturinn „Havkatten“ verða báðir við fiskrannsóknir, ýmist í Eystia- salti og sundunum við Dan- mcrku. Einnig gera þeir til- raunir með veiðarfæri, einkum flotvörpur. Skipabyggingastöðin Götaverken ast málmflutningaskipið, sem hún hefur byggt fyrir Gránges- berg útgerðarfélagið. Síðan 1940, er fyrsta málmflutninga- skipið var afhent, hefur þetta félag látið byggja hjá Göta- verken skip upp á samtals 498.000 tonn DW. Svíþjóð hefur byggt mest að tonnatölu, erlendra þjóða, fyrir Norðmenn bæði fyrir og eftir síðustu heims- styrjöld. Frá því 1946 hal'a sænskar skipasmíðastöðvar byggt 353 skip samtals 3,191,000 brúttó smálestir að stærð. Og eins og stendur eru Sviar að byggja fyrir Norðmenn um 1 milljón brúttó tonna af skip- um. Danir byggja ver ksmið j uskip. j Burmeister & Wáin, í Kaup- mannahöfn hefur gert samn- ing við Sudoimport í Moskva, um að ismíða fyrir Rússa 4 mótorskip. Þau eiga öll að vera af samskonar gerð, útbúin til Framh. á 2. síðu. VTSIB Miðvi . udaginn 8.mar±!4,ö61,!' f og áhugamenn taka. eftir því að almenningur fylgist meS þeim málum af geysimiklum áhuga, þar sem um er að ræða dýr, sem hafa hlotið illa meðferð. 1 Þessi ást á dýrum hefur ekki1 aðeins fengið útrás í lagasetn- ingum, heldur og einnig í ýms- um opinberum framkvæmdum. j Næstum hvert þorp, næstum hver borg hefur opinbert heim- ili, sem rekið er af almannafé, og þar sem hugsað er um flæk- ingshunda og ketti. Fyrir skemmstu var opnað slíkt heimili í þýzkri borg, sem kost-; aði 230 þús. mörk (rúml. 2 millj. ísl. kr.). En það er ekki aðeins fer- fættir flækingar, sem fá þar aðsetur. Til dæmis er sagan um sendiherrann og konu hans, sem f komu til V.-Þýzkalands og höfðu hundinn sinn með í ferð- inni. Fyrstu dagana þurftu hjónin að búa í gistihúsi, vegna þess að íbúð þeirra var ekki til- búin. En. hva>.' -áttu 4- u að hafa hundinn? Forráðarnenn dýra- hælisins tóku hann að sér um stundarsakir, eftir að hjónin höfðu fullvissað sig um, að þar mundi honum iíða vel. ,,Húsið“, sem hundurinn fékk aðsetur í, hafði bæði sérstakt „svefnher- bergi“ og „ ikherbergi“, og og það var greinilegt að hund- inum líkaði þar -pirýðilega, vegna þess að þegar hjónin komu ai'tur til að sækja hann, hafði hann alls engan áhuga á að far. f V.-Þýzkalandi eru hundar í mestu uppáhaldi sem húsvin- ir, og það ei- enginn vafi á því, að ef þar væri ekki húsnæðis- vandræðum um að kenna, væru i hundaeigendur mörgum sinnum fleiri. Það er aftur dálítið auð- veldara að hafa hjá sér kött, eða jafnve! fugl, eins og algengt er hjá þýzkum fjölskyldum. Al- gengustu fuglarnir eru kanarí- fuglar og páfagaukar, en inn- lendir söngfuglar sjást þar einnig líka víða í búrum. En það eru einnig aðrar dýra- tegundir, sem oft sjást í hinum nýtízkulegu heimilum V.- Þýzkalands — marglitir fiskar, sem synda um í upplýstum vatnskerum, og oft má sjá bankastjóra eða verkamenn bogra yfir vatnskerum sínum til að horfa á fiskana sína. Þýzka dýraverndunarfélagið hefur það sem sitt helzta stefnu- mál að láta meðferð dýra til sín taka. Félagið samanstendur af dýravinum eingöngu og sjálf- boðaliðum, en er stutt og styrkt fjárhagslega af því opinbera. Eftirlitsmenn og aðrir virkir fé- lagar vinna allir kauplaust, og það er ávallt áhrifamikið að koma á fundi þeirra, en þá kemst maður oft að raun um að þar koma fleiri börn og ung- lingar, en fullorðið fólk. Opinber uppeldisstöð fyrir hunda. Dýravernd í V.-Þýzkalandi. Mlni hnndn. hetti» ftstjln otf fishu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.