Vísir


Vísir - 08.03.1961, Qupperneq 7

Vísir - 08.03.1961, Qupperneq 7
Miðvikudaginn 8. marz 1961 Ví SIB 7 ALÞIIUGI8TÍDIAIDIVÍSIS Brezki sjávarútvegsmálaráðherr- ann staðfesti viðurkenninguna Skemmdarstarfseihi kommún- ista og ábyrgðarleysi Frarn- sóknarflokksins. Ur ræ5u utanríkisráðherra. Umræður sameinaðs Alþingis um landhelgismálið héldu á- fram í gær og hófust á venjul. fundartíma, kl. 13.30. Þegar fundi var frestað í annað sinn um kvöldmatarleytið höfðu stjórnarandstæðingar talað mest allan fundartímann. Af stjórn- arsinnum talaði Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráð- herra einn, í um það bil klukku- stund. I Stjórnarandstæðingar hafa gert ítarlega grein fyrir mál- inu í sínum löngu og mörgu ræðum, sem þeir hafa tuggið hver upp eftir öðrum, sagði ráð- herrann. Báðir eru flokkar stjórnarandstæðinga andvígir tillögu ríkisstjórnarinnar, en ó- líkar ástæður liggja til grund- vallar þeirra afstöðu. Sömu- leiðis er tilgangur flokkanna ó- líkur. ! Ráðherrann svaraði ýmsum atriðum í ræðum stjórnarand- stæðinga. Fyrst tók hann til meðferðar atriði í ræðu Einars Olgeirssonar. Einar sagði í ræðu sinni á dögunum að það hafi verið yfirlýst stefna íslendinga að afla sér viðurkenningar á landgrunninu öllu. Þetta er rétt, sagði ráðherrann en Einar Ol- geirsson gleymdi aðeins mikils- verðu atriði í málinu. Þegar ut- anriksmálanefnd á sínum tíma hafði landgrunnslögin til með- ferðar lagði Einar Olgeirsson áherzlu á að ísland yrði að fara varlega í aðgerðum sínum og gæta þess ætíð að styðjast við alþjóðalög og reglur. Við mætt- um ekki, sagði Einar, gefa út reglugerðir án þess að hafa kynnt öðrum þjóðum efni henn- ar rækilega og leitast við að afla viðurkenningar á henni. Þetta var og er stefna Islands. En rétt er að menn hafi í huga, að þá var Atlantshafsbandalag- ið ekki til, og engin þörf á því fyrir kommúnista að stofna til illinda milli íslands og annarra þjóða eins og nú virðist nauð- synlegt fyrir þá. Snem.ma á árinu 1957 ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að halda landhelgisráðstefnu í Genf. næsta ár. Á meðan beðið var ráðstefnunnar lagði þáv. sjáv- arútvegsmálaráðherra Lúðvík Jósefsson til innan ríkisstjórn- arinnar að við færðum út land- helgina, þannig að 4 mílurnar stæðu óbreyttar, en nokkur svæði, sum utan við 4 mílurnar og önnur utan 12-mílna yrðu friðuð'. Þetta átti að framkvæma fyrir Genfarráðstefnuna. Þessi tillaga hefði mætt mikiili mót- stöðu erlendis og spillt fyrir okkur á Genfarráðstefnunni. Þessu var því afstýrt. Ríkisstj. ákvað að færa út landhelgina í 12 mílur hverjar sem niðurstöðurnar á Genfar- ráðstefnunni yrðu. Ágreiningur varð hins vegar um það hvenær það skvldi gert, og hvað skyldi gert til að kynna útfærsluna erlendis, og reyna að brjóta á bak aftur væntanlega andstöðu. Aiþýðubandalagið var eindregið á móti slíkum tilraunum. Það varð að ráði að reynt skyldi að leita samkomulags og ræða málið í NATO. Þetta mis- tókst og lögðu kommúnistar sig allar fram til að koma því í kring. En það er viðræðunum í NATO að þakka að Bretar stóðu einir-1. september 1958, þegar landhelgin var færð út. Flest sýndi að það var ekki útfærslan sjálf, sem Alþýðu- bandalagið hafði huga á, held- ur möguleikinn á að stía okkur frá vina- og bandalagsþjóðum okkar í NATO. Þetta er nú sem áður tilgangur þeirra, en af- staða Framsóknar er afstaða ábyrgðarlausrar stjórnarand- stöðu. Þegar Framsóknarmenn sátu í ríkisstjórn 1952 og landhelgin var færð út vildu þeir fara öðruvísi að en nú, Þá stóð flokk urinn að tilboði til Breta um að deilan skyidi útkljáð fyrir Haagdómstólnum. Bretar höfðu þá þegar sett á löndunarbannið. Árið 1958 hafði Framsóknar- | f lokkurinn f orgöngu fyrir tveim tilboðum til Breta og í þeim tilboðum fólust mun meiri j hlunnindi til Breta en þeir fá nú. Hjá Framsóknarflokknum er sem sé eitt í stjórnarand- stöðu og annað í stjórnarsetu. Stjórnarandstaðan heldur stöð ugt fram að í orðsendingunni til utanríkisráðherra Breta fel- ist ekki viðurkenning Breta á 12-mílna landhelginni. Auk þess sem lagadeiid Háskóla ís- lands hefir staðfest skoðun stjórnarsinna á þessu atriði , hafa Bretar einnig staðfest það sjálfir í ræðu sjávarútvegsmála- I ráðherra Breta, þeirri er hann j hélt í neðri málstofu brezka þingsins, er hann skýrði Bret- um frá samkomulaginu. Hann sagði í ísl. þýðingu: ,.Eftir að þriggja ára umþóttunartimabil- inu er lokið munu Bretar ekki I hreyfa nokkrum andmælum ! gegn 12-mílna fiskveiðilögsög- i unni við ísland.“ Næsta dag 1 var þessi yfirlýsing endurtekin. Eftir Genfarráðstefnuna 1958 lagði- Hans G. Andersen þjóð- réttarfræðingur, fulltrúi íslands á Genfarráðstefnunni til, að við skyldum gera ítarlegar grunnlínubreytingar og við skyldum færa strax út i 6 míl- ur en síðan að þrem árum liðn- um í 12 mílur. Lúðvík Jósefsson brást við þessu á þann hátt að hann lagði til að grunnlínurnar yrðu hafð- ar óbreyttar, en hins vegar yrði lögsagan færð út í 12- mílur. Honum var bent á að það væri varhugavert að færa út landhelgina án þess að gera grunnlínubreytingar um leið. Jafnframt var lögð áherzla á, að kynna yrði breytingarnar á alþjóðavettvangi. En Alþýðu- bandalagið vildi knýja málið á- fram. Þá var L. Jós. látinn einn um grunnlínubreytingar.. Hann gerði þess vegna engar slíkar. Stjórnarandstæðingar segja að við séum að afsala okkur rétti með því að lofa að skjóta frekari útfærslum til Alþjóða- dómstólsins. í breytingartillög- um sínum við orðsendinguna er Bretum hins vegar boðið að farið verði að alþjóðalögum við útfærsluna. Þá hefir brezka ríkisstjórnin heitið því í bréfi, að fara ekki fram á að fá veiðum brezkra togara fram haldið eftir að þriggja ára undanþágutiminn er liðinn. Las ráðherrann bréf frá brezku ríkisstjórninni þar sem hún heitir þessu. íslenzka ríkisstjórnin óskaði eftir þessari yfirlýsingu vegna tortryggni stjórnarandstöðunnar. Eftir Genfarráðstefnuna 1958 fórti Bretar aftur inn fyrir 12- mílna landhelgina með herskip sín. Þá var það sem Hcrmann Jónasson óskaði eftir fundi ut- anríkismálanefndar um ástand- ið. Hann hélt þar ræðu þar sem hann lýsti því, að ástandið gerð- ist ískyggilegra á fiskimiðun- um og allt útlit fyrir að það yrði verra en nokkru sinni áður. Krafðist Hermann róttækra að- gerða af hálfu ríkisstjórnarinn. ar. Þetta sagði foringi þeirra, sem nú segja, að Bretar myndu hafa gefizt upp á herskipa- verndinni. Hann var þá á allt annari skoðun en nú. En síðar kölluðu Bretar herskipin burtu úr landhelginni eftir að við- ræðurnar við íslendinga stóðu fyrir dyrum. Að lokum sagði utanríkis- málaráðherra að það myndi verða íslendingum til van- sæmdar á alþjóðavettvangi, ef þessu mjög svo hagstæða sam- komulagi yrði hafnað af þeim. Slglufjörður - Framh. af 1. síðu. hljóðandi tillaga varðandi þetta mál: „Bæjarstjórnin fagnar sam- þykkt stjórnar Síldarverksmiðja. ríkisins um byggingu niður- lagningarverksmiðju i Siglu- firði á komandi sumri og telur málið mjög mikilsvert fyrir atvinnulífið í Siglufirði og síld- ariðnaðinn í landinu. Skorar bæjarstjórn Siglufjarðar á hæst virta ríkisstjórn að veita máli þessu það öflugan stuðning, að tryggt verði, að verksmiðjan. komist upp á tilteknum tíma.“ Það borgar sig að auglýsa í VÍSI Framh. af 1. síðu. alls ekki að koma dagana 15_ —31. ágúst, vegna þess að þá er síarfsfólk í vinnumiðlunar- skrifstofum í sumarleyfi, og er því ekki um það að i»æða að atvinnuleysingjar fái sumar- leyfi með kaupi á þessum sama tíma. Talsmaður jafnaðarmanna, sem eru í stjórnarandstöðu, lýsti þessum ráðstöfunum sem hinum furðulegustu, og kvað svo að orði: — „Daglega munu atvinnuleysingjar, sem. ekki eiga reiðhjól, bíða í röð- um til þess að komast að til að kaupa þau, skellinöðrur og; jafnvel bíla. Við munum áreið- anlega gera fyrirspurnir út a£ þessari tilskipun á þingi.“ Bergmál — Frh. af 6. síðu: miða á „seinustu stundu“ að lenda í biðröð, og getá jafnveL misst af aukamynd eða upphafi myndar fyrir bragðið. Hentugra fyrirkomulag. Gætu nú ekki hin fjarlægari bíó komið sér upp miðasölu í miðbænum til stóraukinna þæg inda fyrir viðskiptavini sina. Laugarásbíó byrjaði á þessu og var vinsælt, en svo var þessu hætt. Nú langar mig til að spyrja hvort ekki væri hægt að koma því fyrirkomulagi á, að menn gætu fengið keypta miða á sýningar í þessu kvikmynda- húsi í afgreiðslu DAS í Vestur- veri? Á þessu kunna að vera annmarkar, en ég bara spyr, því að það mundi mörgum til þæginda. Og í framhaldi af því langar mig til að varpa fram þeirri hugmynd, hvort ekki væri hægt, þegar enn fleiri skemmtistaðir koma til hingað og þangað út um bæinn. hvort slíkar stofnanir gætu ekki kom ið sér upp einni allsherjar miða- sölu í miðbænum, til hinna mestu þæginda fyrir fjölda mannar Kalli.“ Laiidsmálafclagið VÖIIDLK BINGÓ Bingó-kvöid verður í Sjálfstæðishús nu föstudaginn 10 marz n.k. kl. 8.30

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.