Vísir - 09.03.1961, Síða 4

Vísir - 09.03.1961, Síða 4
VlSIR Pimmtudaginn 9. marz 19ei 'wtsim DAGBLAÐ Ötgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýinist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Ritstjórnarskrifstofur eru að Laugavegi 27, en aðrar skrifstofur að Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofurnar eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Félagsprentsmiðjan h.f. Kmdum misþyrmt á svívirJi- legan hátt á Akureyri. Lóga varð þrcm ám eflir atíör óþokka ■ frrrimWt. Hrakfarir Lúðvíks Jésefssonar. Þvættingur kommúnista um að engin formleg viður- kenning á 12 mílna 1‘iskveiðilögsögu umhverfis Island sé fengin frá Bretum, þótt þeir fallist á þá lausn deilunnar, sem nú er ráðgerð, var strax hrakinh svo rækilega, að fáir munu hafa látið blekkjast af honum. Gunnar Thoroddsen fjármálaráðlierra sýndi fram á jiað með einkar skýru dæmil í útvarpsumræðunum, að jiessi áróður kommúnista cr alger fjarstæða. Ráðherrann sagði: I „Ef aðili í málssókn hefur mótmælt einhverju atriði og- lýsir því síðan yfir, að hann falli frá mótmælum . sínum, þá jafngildir það að lögum viðurkenningu hans á því atriði. Sama gildir að þessu leyti í þjóða- rétti. Rússar hafa 12 mílna landhelgi. Bretar hafa mótmælt henni og viðurkenna ekki stærri landhelgi þar en 3 mílur. Árið 1956 gerðu Rússar samning við Breta og veittu þeim heimild til þess að stunda fisk- veiðar inn að þremur mílum á tiltektum svæðum. En jafnframt tóku Bretar fram með sérstakri orðsend- ingu til Rússa, að þeir héldu fast við fyrri mótmæli sín gegn landhelgi heirra. I Hér er þessu á annan veg farið. Hér er skýrt tekið fram, að Bretar falli frá fyrri andstöðu sinni og mót- mælum. Eg ætla að það verði ekki véfengt með réttu, að þessi yfirlýsing Breta mundi af Sameinuðu þjóð- unum og Alþjóðadómstólnum metin jafngild viður- kenningu berum orðum.“ Gunnar Thoroddsen er einn lærða&ti lögfræðingnr lands- ins, cn auk hans eru í ríkisstjórninni tveir aðrir hálærðir lögfræðingar, j>eir Bjarni Benediktsson og Guðmundur I. Guðmundssön. Það var j)ví vægast sagt misráðið al' Lúðvík Jpsefssyni, að fara að deila við j)essa menn um lögfræði- legan skilning á orðalagi samkomulagsins, enda lekk hami ])á strax um kvöldið l)á útreið sem hann verðskuldáði fyrir það tiltæki. Ekki liöfðu j)ó kommúnistar sómatilfinningu til að hætta þessum þvættingi, heldur láta jæir Þjóðviljann hamra á honum dag eftir dag, og hæla Lúðvík Jósefssyni fyrir hina „rökföstu ræðu“!! En úr því að kommúnistar létu sér ekki segjast við þessa ádrepu, var enn eftir ein leið til þess að reka ofan í þá vitleysuna. Hún var sú, að fá umsögn laga- deildar Háskólans. Dómsmálaráðherra ritaði því deild- inni bréf og óskaði eí'tir umsögn hennar. Svarið var auðvitað á þá leið, að í'ull viðurkenning fælist í orða- laginu, sem kommúnistar og skósveinar þeirra í Fram- sókn höfðu sagl að væri engin viðurkenning. Ekki ei' þó ein báran stök hjá aumingja Ólafi Jóhannessyni. Hann var auðvitað sammála hinum prófessorunum um skilning á crðalaginu, en „óskaði ekki að taka þátt í meðferð málsins, með því að hann á sæti á Alþingi“! Þjóiinni til hneisu. . Deilurnar hér Iieima um samkomulagið hafa að sjálf- sögðu vakið athygli í öðrum löndum. Ekki er ólíklegt að löglærðir menn víða um heim brosi að lögskýringum stjórnaraudstöðunnar á Islandi, og telji lögfræðilega ráðu- nauta hennar miður vel að sér, eða ekki sérlega vanda að' virðingu sinni. Það er vansæmd fyrir íslenzku þjóðina, að maður sem gerist sekur um málflutning eins og Lúðvík Jósefsson, í fyrrnefndum útvarpsumræðum og blaða- skrifum, skuli hafa komist upp í ráðherrastól og verið fulltrúi hennar á alþjóðaráðstefnu. Og ’þegar þettaj bætist ofan á þá smán, sem þessi sami maður, ásamt Hermanni Jónassyni, gerði þjóðinni á Genfan-áðstefn-' unni s.I. vor, ætti öllum að vera orðið ljóst, að tími er: kontinn til, að Ieysa þá frá forustuhlutverkúm í þjóð l’élaginu. Hins glæsilega sigurs íslenzku ríkisstjórnarinnar í land- helgismálinu mun íengi verða minnst inéð þjóðmni, en .háðung þeirra, sem rejmdu. aö hindra þamt sigur, niua' heldur ekki glejTnast. ' Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í gær. í fyrrinótt var þrem kindum misþyrmt í fjárhúsi á Akur- eyri á hinn viðurstyggilegasta hátt og varð að Ióga öllum kind- unum í gær samkvæmt úrskurði dýralæknis. Fjárhúsið, sem farið hafði verið inn i, stendur rétt vestan við þvottastöð Samb. ísl. sam- vinnufélaga á Gleráreyrum. í húsinu voru samtals 54 kindur. Þegar eigandi þess, Guðmund- ur Jónsson verkamaður, kom að því í gærmorgun varð hann þess strax áskynja að einhver Leika við Frakka i dag. I dag fer frant síðasti leikur íslendinga « tokariðli heimsmeistarakepitninnar í handknattleik. Verður leik- urinn háður í bæ, sem nefn- ist Hombörg, og nú keppa íslenzku leikmennirnir við Frakka. Má búast við því að Frakkar verði að láta í lægri hlut, því að eins og menn rekur minni til, gerðu fs- lendingarnir jafntefli við Tékka, en þeir sigruðu hins vegar Frakka með nllmikl- um mun. Eftir daginn í dag fæst endanleg röð þjóða í riðlun- um tveim, á þá aðeins eftir að kepna um lokasætin. • -o Efstu lið í báðunt riðl- unum urn heimsmcistaratil- ilinn. Lið nr. 2 í livorum riðli leika um 3. sætið og það lið sem bíður lægri lilut hlýtur 4 sætið. Liðin sem verða nr. 3 í hvorum riðli, en það verða að öllurn lík- indurn Danmörk og ísland lieka um 5. sætið og það tið sent þá tapar hlýtur 4 sætið. óboðinn gestur hafði lagt leið sína í það um nóttina. Voru þrjár ær, sem í húsinu voru, svo illa útleiknar eftir mis- þyrmingu, að dýralæknir, sem kom á staðinn, úrskurðaði að þeim skyldi lógað á stundinni. Var það gert. Eitt garðaþand hafði innrás- armaðurinn brotið og auk þess stolið nokkrum eggjum að því er talið var, en auk fjárins voru 20 hænur geymdar í húsinu. Talið er að maðurinn hafi farið inn um opinn glugga á fjárhús- inu. Frá húsinu tágu spor og í sporunum sáust blóðblettir á nokki’um stöðum. Áþekk heimsókn var gerð í þetta sama hús áður í vetur og ein kindin útleikin þannig að lóga varð henni á eftir. Lögreglan á Akureyri hefur mál þetta til meðferðar og leit- ar nú óþokkans. i ’ Formannaskipti hjá rithöfundum. Fétag íslenzkra l'ithöfunda hélt aðalfund sinn þriöjudaginn 7. marz. Stefán Júlíusson, sem verið hefur formaður félagsins síðastl. þrjú ár, baðst undan endurkosningu, þar sem hann gegnir nú formennku í Rithöf- undasambandi íslands. í hans stað var Ingólfur Kristjánsson kjörinn formaður Félags íslenzkra rithöfunda og aðrir í stjórnina: Þóroddur Guð- mundsson, ritari, Ármann Kr. Einarsson, gjaldkeri og með- stjórnendur: Stefán Júníusson og Gestur Guðfinnsson. Vara- menn voru kjörnir Indriði G. Þorsteinsson og Hannes Péturs- son. | í stjórn Rithöfundasambands íslands fyi’ir næsta kjörtímabil voi-u kosnir Stefán Júlíusson og ^Guðm. G. Hagalin, og varamað- ur Indi’iði Indriðason. Á aðalfundinum var sam- jþykkt að stofna Bókmenntasjóð AlþjóðatLómstóHinn - Framh* af 1. síðu. stofna tii stórstyrjaldar á Is- landsmiðum Það getur heldur aldrei vel farið fyrir því smáríki, sem reynir að etja stórveldunum saman. Stevenson fastafullti’úi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum vai-aði smáþjóðii’nar við því nýlega að reyna að etja stórveldunum saman. Ef ísland ætlar að hætta að vera réttai’ríki, er sjálfstæði þess og fullveldi stefnt í voða. Vrstjórnin bar fram tillögu á Genfarráðst. 1958 um aSgerðir !strandríkja utan fiskveiðilög- og lagði þar til að allar slíkar aðgerðir skuli dæmdar af gerð- ardómi. Þetta átti að gilda um aldur og ævi. Og þarna átti að vera venjulegur gerðai’dómur en ekki Alþjóðadómstóllinn. Og svo tala þessir menn sem að til- lögunni stóðu um „réttindaaf- sal“ núv. ríkisstjómar. Allt sem við erum að gera- er í einu og öllu í samræmi við stofnskrá Sameinuðu þjóðanna. í 39. gi’ein hennar segir að meðlimaríkin skuli með öll- um tiltækilegum en friðsamleg’ um ráðum reyna að leysa deil- ur sem upp kunna að koma á milli þeiri’a. Við vorum þess vegna skyldugir til viðræðn- anna við Bi’eta samkvæmt stofn skránni. I lok ræðu sinnar gat Bjai-ni Benediktsson þess að dómarar í Alþjóðadómstólnum væru ó- háðir vilja þeirra rikisstjórna sem skipa þá og væru færustu lögfræðingar sins lands á sviði alþjóðari’éttar. Þeir vildu ekki leggja dómaraæru sína í hættu með því að dæma ekki eftir beztu samvizku. Ræðumaður gat þess í sambandi við þetta að núverandi dómari frá Banda ríkjunum hefði verið okkur ís- lendingum hollur ráðgjafi er við færðum út landhelgina 1952. Smáauglýsingar Vísis eru vinsælastar. Félags íslenzkra rithöfunda og stjórninni falið að ganga frá sjóðsstofnuninni og semja skipu lagsskrá fyrir sjóðinn. BERGMAL Vísi hefur .boi’izt smápistill frá kvikmyndahússgesti, sem segir ánægju sína af kvik- myndahússheimsóknum hafa fai’ið nokkuð dvínandi að und- anförnu. Við gefum honum oi'ð- ið: „Var gott“ ,,í haust fór að bera nokkuð á þeirri nýbreytni, að kvik- myndahús bæjarins tækju að sýna fréttamyndir sem e. t. v. voru ekki nema vikugamlar. Minnist ég m .a. nokkuri’a slíkra .mynda seni sýndar vonu í Gamla Bíói/ .og voru þá ekki nema nokkurra daga gamlar. Það var mjög gaman að sjá at- i, sem gerasl erlendis svo skömmu eftir að þeir eiga sér stað, svo snemma jafnvel( að forsíðufréttir gærdagsins um þær eru manni enn í fei’sku minni. Og ef ég man rétt, þá mun einhvei’s staðar hafa ver- ið vikið vinsamlegúm oi’ðum að þessari viðleitni kvikmynda- hússeigendanna. „Ver fór.“ Nú í seimxi tíð, eða eftir að fór að líða á vetui’inn, virðist mér hins vegar sem heldur hafi verið slakað á kröfunúm um þessi efni, og. sérstaklegg eru mér mmnistæðai’ myndir sem ég sá í einu kvikmyndahúsahná um jólaundirbúhing víða uhi lönd. Þessi mjmd kom maimi hins vegar svo seint fyrir sjón- ir, að bragðið af faezta jólabit- anum var fyi’ir löngu horfið úr munni manns, og önnur áhuga- mál tekiii við. „Betur nxá —“ Hver ástæðan er fyrir þessu, skal ekki x-eynt að skýra frá hér, þótt ekki sé mér grunlaust um, að fréttamyndaleiga lækki | nokkuð, er frá líður, og þeir at- burðir sem myndimar sýna, fara að tilheyra sögunni, en ekki líðandi stundu. Hins veg- ar gefur auga leið, að þeir sem sækja kvikmyndahús gera þa& -til þess að sjá aðahnyndina, fyrst og frerost, en ekki til þess Framh. á 3. siðu. -

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.