Vísir - 26.08.1961, Blaðsíða 1
VISIR
51. árg.-Laugardagur 26. ágúst 1961. — 194. tbl.
Brátt endanleg
ákvöriun tekin.
f RÆÐU sinni í gær, við
vígslu flugturnsins á Reykja-
víkurflugvelli skýrði flugmála-
ráðherra, Ingólfur Jónsson,
framtíð Reykjavíkurflugvallar.
Kvað ráðherra hefnd þá, er
fjallað hefði um þetta mál, og
framtíðarlausn flugvallar fyrir
Reykjavík, brátt mtindu skila
áliti. Hvað sem ofan á yrði í
því máli — jafnvel þó að val-
inn verði nýr staður fyrir fram-
tíðarflugvöll Reykjavíkur —
myndi hinn nýi flugturn koma
að sama gagni og þó núverandi
völlur verði um ana framtíð
aðalflugvöllur höfr -garinn-
ar.
Japan vill ekki
„vopnlaust hlutleysi"
MED 5300 TUNNUR
Ekki tunnufarmur frá
Akranesi — eða Sigluftrði,
heldur alla leið frá Noregi.
— Ljósm. Vfsis I. M.
Á DEKKIFRÁ NOREGI
Það er svo einkennilegt skip
að sigla inn á höfnina, að ég
veit eiginlega ekki hvort það er
skip, eða prammi. — Jú, nú sé
I
ég að það er skip. Það er svona'
mikið háfermi á því. Þetta
sagði góður lesandi Vísis í gær-
dag, er hann hringdi til blaðs-
ins. |
Skip þetta lagðist vestur við
Grandagarð. Það var Baldur frá
Dalvík, sem var korvetta í síð-
ustu heimsstyrjöld, kominn með
þvílíkt háfermi, að í fyrstu
héldu menn á bryggjunni, að
Baldur væri að koma ofan af
Akranesi! — því ekki væri þor-
andi að fara neina lengri sjó-
leið með slíkt háfermi. Það var
staflað á þilfarið, fimm tunnu-
hæðum!
En Baldur EA var að feoma
úr lengri sjóferð. Við komum
frá Flekkefjord í Noregi, sagði
einn skipsmanna. Þar tófcum
við þennan síldartunnu-farm
og á skipinu eru 5,300 tunnur
alls.
Og hvernig gékk að sigla með
svona háfermi?
Ofan af tunnuhlaðanum
heyrðist kröfugt rödd skip-
stjórans, um að það væri varla
vogandi að fara með svona
Framh. á bls. 7.
í Tokio hefur verið gefin út
opinber skýrsla eða blá bók,
þar sem gerð er grein fyrir
stefnu Japansstjórnar.
í henni segir um stefnuna út j
á við, að áfram verði haft sam- 1
starf við vestrænar lýðræðis-
þjóðir og pkki treyst á „vopn- ,
laust hlutleysi“. Er þess
skammt að minnast, að Miko-
jan gerði allt sem hann gat í
9 daga heimsókn sinni, að koma
því til leiðar, að Japan segði
upp varnarsamningnum við
Bandaríkin og hallaði sér að
Sovétríkjunum, en fékk daufar
undirtektir.
í bláu bókinni segist Japans-
stjórn vilja gott samstarf við
Sovétríkin byggt á því m.a.,
að hvorug þjóðin reyni að hafa
afskipti af innanríkisstefnu
hinnar og málum.
Túnisdeilan
hjá S.Þ.
VÆGILEGA orðuð ályktunar-
tillaga hefur verið borin fram
á aukafundi Allsherjarþings
Sameinuðu þjóðanna, studd af |
31 þjóð, sem allar eru Afríku-
og Asíuþjóðir. að einni undan-
tekinni Júgóslavíu.
í tillögunni eru Frakkar ekki
víttir, heldur komizt svo að
orði, að Allsherjarþingið harmi
að Frakkland hafi ekki farið
að fyrirmælum í fyrri sam-
þykkt þess, og lagt er til að
Frakkland og Túnis hefji þegar .varðandi
samkomulagsumleitanir. iBerlínar
þar til friðarsamningar
hafa verið gerðir við
A.-Þjóðverja.
Walter Ulbricht lýsti yfir því
í gær í ræðu, að Austur-Þýzka-
Iand mundu virða öll ákvæði
samninga millj Fjórveldanna
samgönguleiðir til
þar til friðarsamn-
Olían spýttist gegnum húðina.
>»
Ovenjulegt óhapp í vélsmiðju
á Húsavík.
Frá Fréttaritara Vísis,
Húsavík í morgun.
Fyrir nokkru var maður
einn hér að prófa olíu„spíss"
í dieselvél.
Brá hann þá vísifingri
fyrir spíssinn til að ganga
úr skugga um, hvort olía
spýttist úr honum, og gerði
hún það svo sannarlega, því
að hún spýttist gegnum húð
mannsins. myndaði þar gat
á stærð við nálarodd og
gekk inn í holdið. Má geta
þess i þessu sambandi, að
olían spýttist úr spíssinum
með 170 kg. þrýstingi á fer-
þumlung.
Brátt fór maðurinn að fá
þrautir í fingurinn, unz
hann varð alveg viðþolslaus
og leitaði þá til sjúkrahúss-
ins hér, en læknir var fjar-
staddur. Hlaut maðurinn i
senn blóðeitrun og olíueitr-
un, og læk.nir er hræddur
um, að hann kunni að missa
fingurinn vegna þessa ó-
happs.
Maður sá, sem hér er um
að ræða, er milli tvítugs og
þrítugs. heitir Bjarni Krist-
insson og er vélvirki við
vélsmiðjuna Foss hér á
staðnum.
ingar hefðu verið gerðir við
Austur-Þýzkaland.
Ræðunni var útvarpað og
endurvarpað um öll kommún-
istaríkin austan tjalds. — Ul-
bricht lagði áherzlu á það í
ræðu sinni, að ekki væri hægt
að draga lengur að gera friðar-
samninga við Austur-Þýzka-
land.
Willy Brandt borgarstjóri í
Vestur-Berlín flutti einnig ræðu
í gær og lagði áherzlu á, að
vetsrænu þjóðirnar létu engan
bilbug á sér finna. Kvað hann
miklar hættur á ferðum og hug
aræsingu ríkja og kvíða, en
íbúar Vestur-Berlínar myndu
ekki æðrast.
Ræðuna flutti hann við opn-
un sjónvarpssýningar og var
Erhardt vara-kanzlari V.-Þ. og
fleiri vestur-þýzkir leiðtogar
viðstaddir.
f útvarpi austan tjálds var
talað um komu þeirra sem
„ögrunarheimsóknir vestur-
þýzkra leiðtoga í Vestur-Ber-
lín“.
Á borgarmörkunum var allt
með kyrrum kjörum í gær, en
mikil hugaræsing er ríkjandi
meðal fólksins í báðum borgar-
hlutunum enda boginn hátt
spenntur.
Quadros
segir af sér!
Þaer fregnir hafa borizt
frá Brazilíu, að Janio
Quadros, forseti, hafi beð-
izt lausnar.
Hann tók á sínum tíma við
landinu í mjög slæmu efna-
hagslegu ástandi, þar eð fyrr-
verandi forseti, Kubitchek,
hafði ráðizt í ýmsar fram-
kvæmdir, s. s. hina nýju höf-
uðborg, Braziliu, af vanefnum.
Menn bjuggust almennt við
bættu ástandj er Qudros tók
við, en hann hefur að undan-
förnu mjög verið bendlaður
við kommúnisma.