Vísir - 26.08.1961, Síða 2

Vísir - 26.08.1961, Síða 2
2 V I S I R Laugardagur 26. ágúst 1961 CZ3 A. Piltarnir frá Akureyri, sem hér dvelja í bænum þessa dagana. — Myndina tók I. M. úti i KR-heim- ili í gærdag. 100.000 færri nú. Undanfarin ár hefur áhorf- endum að knattspymuleikj- um í Englandi farið ört fækk- andi, og hafa ráðamenn þar í landi haft miklar áhyggjur þar af. Það er því beðið með nokkurri eftirvæntingu hvem ig aðsóknin muni verða þessa ,,season“. • Eftir fyrsta dag deildar- keppninnar lítur ekki byr- lega út. Áhorfendur voru um 100 þús. færri en á fyrsta degi í fyrra. Að vísu var rigning á laugardaginn, en þetta hlýtur samt að vera fyrirboði þess, að rót- tækari breytinga sé þörf, ef ekkert rætist úr. Síðastliðið keppnistímabil fækkaði á- horfendum jafnt og þétt eftir því sem á keppnina Ieið, og er henni lauk hafði heildartalan minnkað um 4 milljónir — 4.000.000! Ráðamenn í Englandi em hættir að kenna veðrinu og sjónvarpinu um, og ræða mikið hvað gera skuli. Ein tillagan er sú, að af 22 liðum í hverri „division" detti 11 niður en 11 fari upp. Það mundi gera, segja þeir, hvem leik þýðingarmikinn. skipulagning, slakur árangur og lítil þátttaka helzt sett svip sinn á það. En það versta er, að spenn- ingurinn er ekki lengur fyrir hendi og þegar hann vantar er grundvöllurinn undan skemmtilegri keppni hruninn. Það sannast beat á áhuga- leysi því, sem félögin sýna stigakeppninni, þeirri keppni sem helzt ætti að setja svip sinn á mótið. Úrbóta er þörf og það skjótra. Væri ekki ráð, að keppninni yrði þannig háttað, að þátttaka hvers félags væri bundin við tvo menn í hverri grein. Það gefur auga leið að slíkt fyrirkomulag mundi skapa jafnari keppni. Margt annað mætti eflaust reyna. Þetta er aðeins ein tillaga, sem til mála gæti komið til að endurlífga Reykjavíkurmót, sem í dag virðist vera í and- arslitrunum. Eitthvað verður að gera, fr jálsíþróttamenn! Eftlrfarandi bréf barst Vísi frá einum af lesendum blaðsins og sjáum við ekk- ert því til fyrirstöðu að birta bréfið, sér í lagi þar sem Vísir er að mestu leyti sammála undirrituðum. Birtist hér bréfið óbreytt: 24.8. 1961 Herra ritstjóri! Ég er gamall í hettunni og hef fylgzt með íþróttum í tugi ára. Af þeim sökum les ég oft- ast nær íþróttasíður dagblað- anna og hefi gaman af. Þar er margt sem betur mætti fara ,eins og gengur. Oft eru skrifin þar barnaleg, tilhæfu- laus, eða markleysa ein. Það er náttúrlega ekki í verka- hring blaðanna sjálfra að gagnrýna hvort annað og blaðamennskuna yfirleitt, en ég vona samt að þið hafið rúm fyrir þetta litla bréf mitt. Ástæðan fyrir því að ég rita það, er einfaldlega sú, að ég get ekki orða bundizt yfir þeim hlægilegu skrifum, sem átt hafa sér stað í stærsta og víðlesnasta blaði landsins, Morgunblaðinu, varðandi sprettharðasta knattspyrnu- manninn. Þar hefur undan- fama daga birzt undir stór- um fyrirsögnum frásagnir af hverjum methafanum á fæt- ur öðrum í 100 metra hlaupi. Fyrst var sá ágæti íþrótta- maður Ragnar Jónsson stimpl aður fljótastur, „þar til ann- að upplýstist", síðan Bergþór bróðir hans og nú á þriðja degi er Brandur Brynjólfsson yfirlýstur fljótasti knatt- Því ekki líka hástökks- ♦ libMi* ...... keppni knaltspyrnumanna spyrnumaður Islands fyrr og síður. Síðan er stungið upp á ýmsum fótfráum knattspyrnu mönnum, sem virkir eru í dag, og klykkt út með því, að brátt verði efnt til keppni meðal knattspyrnumanna í 100 metra hlaupi, sem blaðið sjálft ætlar að gangast fyrir. Það má sosum lengi þrátta um þetta, og ég vil leyfa mér að benda á menn eins og Jón rakara Sigurðsson, Þorstein Einarsson og Kristján Gests- son, sem alltaf þóttu sprett- harðir vel. Kristján var að mig minnir skráður íslenzkur methafi í 100 metra hlaupi. Hann keppti jú í knattspyrnu fyrir meira en 30 árum, en hvað um það. Og einhver sagði mér að Clausensbræður hefðu iðkað fótbolta þegar þeir voru strákar, og Valbjörn Þorláks- son keppti með Keflavík fyr- ir nokkrum árum. Hann hljóp 100 m. á 10.8 í sumar og hlýtur því að hreppa tit- ilinn „fljótasti knattsnyrnu- maður landsins". Óvæntur tit- ill fyrir Valbjörn. Og svo gæti Morgunblað- ið efnt til hástökkskeppni knattspyrnumanna — og þol- hlaups knattspyrnumanná og sæmt síðan einhvern titlinum „hástökksmeistari íslenzkra knattspyrnumanna". Varla er það minna atriði fyrir knatt- spyrnumenn að geta stokkið hátt eða hlaupið lengi. Eða hvað heldur Morgunblaðið um það? Nei, svo ég snúi mér að al- vörunni, þá hlýtur það að vera hin mesta fásinna að metast um það, hvaða knatt- spyrnumaður hlaupi 100 metr ana hraðast. Það væri nær að taka tímann á þeim á 20 metra sprettum, það er það sem gildir fyrir knattspyrnu- mennina íslenzku í dag. En hvað um það, ég vona að Morgunblaðið haldi áfram dauðaleit sinni að 100 metra methöfum, öllum til athlægis. Hláturinn lengir jú lífið. Virðingarfyllst, G J hlaut flest stig á meistaramðti Rvíkur Meistaramót Reykjavíkur fór fram í síðustu viku. Ein- stök úrslit hafa verið birt hér í blaðinu, en heildarúrslit í stigakeppninni liafa enn ekki verið gerð heyrin kunn. Stig eru þannig reiknuð að fyrsti maður i hverri grein fær 7 stig, annar maður 5, þriðji maður 4 og svo koll af kolli. Þannig fá fyrstu sex menn í hverri grein eitt stig j eða meira. Eftir 20 greinar hefur KB hlotið 169 stig, fJÍ 99, Ár- mann 34. Aðeins á eftir að keppa í 10 km. hlaupi og tugþraut. KR hlýtur því sæmdarheitið „Bezta frjáls- íþróttafélag Reykjavíkur". Félagið féklt einnig flesta meistarana, 13, ÍR 6 og Ár- mann 1. Ónotuð stig voru ekki færri en 134, Er það gleggsta vitnið um áhuga- leysi það, sem einkenndi mótið. Eitt sinn var Reykjavíkur- meistaramótið einn helzti í- þróttaviðburður landsins og meistarar þess voru hafðir í hávegum. Allir eru hins veg- ar sammála um að á nýaf- stöðnu Rvk-móti hafi léleg

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.