Vísir - 26.08.1961, Page 3
Laugardagur 26. ágúst 1961
VÍSIB
INUM í GÆR.
Bjöm Eiríksson fyrsti fs-
lendingurinn sem lærði flug-
vélavirkjun — hlustaði með
athygli á ræðu flugmála-
stjóra.
Á FJÓRÐU hæð flug-
turnsins nýja voru þessar
myndir teknar í gærdag, er
Ingólfur Jónsson flugmála-
ráðherra vígði bygginguna.
Þar var hinn mesti fjöldi
gesta. Ræður voru haldnar
og lýst á skilmerkilegan
hátt þróun flugmála hér,
minnst margra hinna mætu
manna sem lagt hafa hönd á
plóginn. Gert ísland að landi
flugsins á um það bil tveim
áratugum. Ekki voru þá
neinir flugvellir á landinu
og aðeins cin flugvél.
í ræðum þeim sem fluttar
voru, gleymdist ekki að
minnast á þátt blaðanna við
að skapa trú fólksins á flug-
ið og framtíð þess. Flugmála-
stjóri færði gömlum blaða-
mönnum þakkir fyrir þeirra
skerf og nefndi þá Pétur Ól-
afsson fyrrum Margunblaðs-
blaðamann, Vilhjálm S. Vil-
hjáhnsson á Alþýðublaðinu
og Sigurð Guðmundsson á
Þjóðvi’janum. Þeir höfCu cít
skrifað miklar fréttir úr
litlu efni, — sem sé flugferð-
ir hinnar einustu flugvélp.r
er hér var til á árunum 1936
—39.
Ljósmyndari Vísis I. M.
<--------------------------
Ásgcir Ásgcirsson forseti
og Ingólfur Jónsson flug-
málaráðherra. Það var fag-
urt útsýnið út um gluggann
sem þeir stóðu við, og röbb-
uðu saman góða stund.
---------------------^
Stofnendur Flugfélags ís-
lands hins fyrsta og annars,
Halldór Jónasson á Eiðum,
og það er Alexander Jó-
hannesson fyrrum háskóla-
rektor sem leiðir hann. Þeir
kunna frá mörgu að segja,
frá fyrstu dögum flugsins
hér á landi, sagði flugmála-
ráðhcrra í sinni ræðu.
Guðmundur Vilhjálmsson
framkvæmdastjóri Eim-
skipafélagsins og Eðvarð
Sigurðss'n alþingismaður
og Dagsbrúnarform^ður,
virðast skemmta sér vel. —
Þeir eru líklega að rifja upp
einhvern brandara frá vöku-
nóttum í verkfaílinu í sum-
ar.