Vísir - 27.02.1962, Page 3
3
V I S 1 K
jS^?,h’',38S
Þannig stóðu 288 líkkistur vafðar blómakrönsum í hinum sérstaka grafreit. Þangað höfðu borizt kransar frá
Atakanleg útför í
Myndsjá Vísis birtir í dag
nokkrar myndir er gefa les-
endunum nánari hugmynd
um þann ógnaratburð sem
gerðist fyrir nqkkru suður í
Saar-héraði í Þýzkalandi,
þar sem yfir 300 námuverka-
menn fórust í sprengingu í
hinni svokölluðu Luisenthal-
kolanámu.
★
Námuslys þetta var eitt hið
allra mesta sem orðið hefur
í Evrópu á þessari öld og það
snerti menn djúpt um allt
Þýzkaland og nágrannalönd-
in. Fréttir af því birtust og í
íslenzkum blöðum, en vegna
fjarlægðarinnar hafa íslenzk-
ir lesendur e. t. v. átt erfitt
með að skilja þann sára
trega, er hvíldi yfir Iitlum
námubæ suður í Saar-héraði,
þar sem næsfum hvcr fjö}-
skylda átti um sárt að bindn,
hafði misst heimilisföðMr eða
annan ástvin.
★
Myndirnar hér á síðunni
voru teknar við fjöldaútför
288 manna, sem höfðu fund-
izt liðin lík en þar stóðu
í skógarlund einum hin-
ar löngu raðir af líkkist-
um, en félagar hinna látnu
úr námunni, scm af höfðu
komizt stóðu heiðursvörð við
grafreitinn.
★
Sjálfur forseti Þýzkalands,
Heinrich Liibke var viðstadd-
ur útförina og var hann á-
samf mörgum öðrum viS-
stöddum svo hrærður að
hann grét sem barn.
Heinricli Lúbke forseti Þýzkalands var viðstaddur hina
átakanlegu athöfn og flutti stutta minningarræðu.
Félagar hinna látnu stóðu þögulir heiðursvörð við útförina. í öllu Þýzkalandi var lýst
yfir þjóðarsorg og sálumessur sungnar í mörgum kirkjum.