Vísir - 27.02.1962, Qupperneq 5
Þriðjudagur 27. febrúar 1962
V I S 1 B
5
Skátahreyfingin 50. ára —
2000 skátar á lands-
móti skátaársins
NÝBYBJUÐU ári 1962, hefur
skátahreyfingin gefið nafnið
„Skátaár“. Er þetta hið merk-
asta ár í sögu skátahreyfingar-
innar hér á landi, því hinn 2.
nóvember næsta vetur, eru liðin
50 ár frá stofnun skátahreyfing-
arinnar liér. — f tilefni af
þessu merkisafmæli ætla ís-
lenzkir skátar að efna til hins
mesta landsmóts í sögu hreyf-
ingarinnar. Skýrði skátahöfð-
inginn Jónas B. Jónsson, blaða-
mönnum frá þessu á fundi í
fyrradag, en undirbúningi móts-
ins miðar vel áfram.
28. júlí—7. ágúst.
Gert er ráð fyrir að 1500 ís-
lenzkir skátar verði í tjald-
borginni, en landsmótið fer
fram austur á Þingvöllum og
hefst 28. júlí og stendur þar til
7. ágúst. Er búizt við allmikilli
þátttöku erlendra skáta frá
Norðurlöndum og einnig Bret-
landi og munu þeir verða einna
fjölmennastir hinna erlendu
skáta, allt að 100.
Það nýmæli verður nú upp-
tekið, að reisa á sérstakar fjöl-
skyldubúðir í hinni sameigin-
legu tjaldborg. Þar geta „gaml-
ír skátar“ verið með fjölskyldur
sínar. Gera skátarnir ráð fyrir
að allt að 2000 skátar verði í
tjaldborginni þegar flestir eru.
Búið er að semja í öllum aðal-
atriðum dagskrá landsmótsins.
Auk hinna föstu dagskrár-
liða, verður efnt til gönguferða,
víðtækar flokkakeppnir munu
fram fara í skátaíþróttum og
prautum allskonar og leikjum.
og á kvöldin verða varðeldar.
Norrænir
skátahöfðingj ar.
Skátahöfðingjar á Norður-
löndum halda fund hér í
Reykjavík á sama tíma og
landsmót þetta fer fram og
munu þeir koma í heimsókn í
skátabúðirnar og verða þar
með skátunum í 1—2 daga.
Einnig fer skátaþing fram og
verður það sett með hátíðlegri
viðhöfn daginn sem hinir nor-
rænu skátahöfðingjar koma í
heimsókn.
Mótsstjóri verður Páll Gísla-
son læknir á Akranesi, en með
honum í stjórn starfar fjöldi
skáta sem meiri eða minni
reynzlu hefir í starfi við slík
mót skáta. Er mikill hugur 1
skátum um land allt að gera
þetta skátamót hið veglegasta
sem sögur fara af hér á landi.
I stríii vii —
Framh. af 10. síðu.
haldið velli, hafa ekki svo vit-
að sé hlotið listamannalaun
eða lögverndun réttinda. Líkt
mun hafa verið um höfund
Völuspár. Shakespeare var
leikari með. rithöfundarstarfi
sínu, og Goethe störfum hlað-
inn trúnaðarmaður þjóðhöfð-
ingja, og svo tekið sé dæmi frá
nálægum tíma en þó ekki skrif-
að úr króksbekk þá tamdi
Churchill ritleikni sína við
ekki mjúklátari kjör en sam-
keppni fréttaritara og hafði
næði og umburðarlyndi það,
sem umdeildustu stjórnmála-
mönnum hlotnast til starfa
sinna allra, er hann þó haldinn
skrifandi.
Það virðist því ekki verst ráð
þeim rithöfundum til handa,
er hátt vilja halda, að heimta
lítið af umhverfi sínu og bregða
sér ekki mjög við ádeilur, en
ósýnt er hvort það ráð setur nú
niður öll hjaðningavíg um ljóð
og laust mál eða vindmyllur
þær, er M. J. nefnir í grein
sinni herða enn krossrellugang
sinn við hvassviðri þessara
blaða.
Fyrsti daprinn -
Framh. af 1. síðu.
í öllum verstöðvurir var létt
yfir mönnum nú, þegar veðra-
hamurinn var genginn niður, og
taka menn nú til óspilltra mál-
anna að búa bátana út á neta-
vertíð, sem fer að hefjast.
í Reykjavík eru tveir bátar
byrjaðir með net, þeir Særún
og Haffari, en hafa ekki verið
með mikinn afla. í dag fara
Reykjvíkurbátarnir Pétur Sig-
urðsson og Rifsnes út og leggja
í fyrsta skipti á vertíðinni.
í gær voru 11 línubátar á sjó
frá Akranesi og var afli þeirra
6—13 tonn. Hæstir voru þeir
Ólafur Magnússon og Ásmund-
ur. í dag munu fyrstu bátarnir
á Akranesi leggja net sín. Þrír
bátar munu enn um skeið vera
á síld, þeir Haraldur, Skírnir og
Höfrungur.
Vatnsþétt —
Frh af 16 s.
brautin verður miklu ljósari,
þar eð endurskinseiginleikar
steypunnar aukast verulega.
Það mun því hafa í för með
Flóðvarnir —
Framh. af 8 síðu.
anförnum árum að fjarlægja
hús til að tryggja flóðavarn-
argörðunum nægilega breiða
undirstöðu.
Óarðbærar framkvæmdir.
Eftir að hið mikla flóða-
tjón varð í Hollandi 1953 brá
íbúum við Norðursjávar-
ströndina ,í brún og gerðu
fylkisstjórnirnar í Neðra
Saxlandi og Slésvík-Holstein
10 ára áætlun um margfalda
eflingu flóðvarnargarða. En
fylkisstjórnirnar kvarta nú
yfir því að Sambandsstjórnin
í Bonn hafi ekki sýnt þess-
ari áætlun nægan skilning.
Hún hafi hliðrað sér við að
leggja fé fram á móti fram-
lögum fylkisstjórnanna. Er
sagt að á æðri stöðum hafi
verið litið á flóðavarnargarða
sem óarðbærar framkvæmd-
ir og því hafi þeir verið látn-
ir sitja á hakanum. En nú er
kominn tími til að endur-
skoða þá afstöðu, þegar litið
er á það milljarðatjón sem
hlotizt hefur af flóðunum
auk dauða 500 manns og ó-
lýsanlega þjáninga og harms
fólksins sem eftir lifir.
Endurskipulagning.
Þannig snýst harmur fólks-
ins upp í gagnrýni og reiði
til yfirvaldanna sem virðast
á ýmsan hátt hafa sýnt and-
varaleysi. En oft vill þetta
vera þannig, að menn vara
sig ekki á hættunum fyrr en
slysin hafa orðið. Og nú eft-
ir þessa skelfingarviðburði
er þess loks að vænta að
Þjóðverjarnir taki sig á og
skipuleggi að nýju allt flóð-
varnarkerfið með þeirri ná-
' kvæmni og atorku sem þeim
er eiginleg.
Ekki flug-
stjórmn
umferðar-
Til þess að fyrirbyggja
þann misskilning, að í gi’ein-
inni um Keflavíkurflugvöll í
í blaðinu í gær, hafi á neinn
hátt verið sveigt að flugum-
ferðarstjórninni þar, skal
þess getið, að hún lýtur
stjórn Boga Þorsteirissonar
yfirflugumfei'ðarstjóra, og er
flugvallarstjórninni óviðkom-
andi.
sér nokkurt umferðaröryggi.
Hann sagði ennfremur, að vest-
ur í Bandaríkjunum dygði að
úða bílábrautirnar með nokk-
urra ára millibili. Við sjáum svo
til, hvernig tekst hjá okkur,
sagði Cassata að lokum og hélt
áfram að úða.
Tvær eru þær tegundir
skemmtana, sem nú eru vin-
sælastar hér í borg — bingo
og tízkusýningar. Hvor um
sig tryggir jafnan fullt hús,
og þegar hvort tveggja er til
skemmtunar á sama stað, er
betra að tryggja sér að-
göngumiða í tíma. Á sunnu-
dagskvöld var efnt til tízku-
sýningar í Lidó í sambandi
við bingokvöld og var fullt
út úr dyruin, og nú verður
„flugbingo" á sama stað í
kvöld og í hléi verður tízku-
sýning. Meðal annars verður
sýndur þessi fallegi kjóll, en
að auki fatnaður til nota
við ýmis tækifæri, bæði
kjólar og kápur af ýmsu
tagi. Allt er betta innfluttur
fatnaður, sem sýndur er á
vegum Tízkuverzlunarinnar
að Rauðaárstíg 1.
Loftárás —
Framli. af 1. síðu.
flugmennimir yfir forsetahöll-
ina, steyptu sér niður hvað eftir
annað og skutu af vélbyssum og
vörpuðu sprengjum á hana. í
fyrstu fréttum var gefið í skyn,
að stórtjón hafi orðið á höllinni,
en í síðari segir aðeins, að annar
vængur hennar hafi laskazt.
Önnur skotin niður.
Gripið var til loftvarna-
byssa þegar í stað og skotið
á flugvélarnar og aðrar flug-
vélar sendar gegn þeim. Var
önnur skotin niður og áhöfn-
in handtekin. Voru í henni
tveir flugmenn.
Ekki er getið um neina bar-
daga á jörðu niðri. — Þetta er í
annað sinn á um það bil ári,
sem árás er gerð á forsetahöll-
ina. Hin fyrri var gerð af upp-
reistar-herliði og var það sigrað
eftir 30 klst. umsát þess um for-
setahöllina.
Landamærastríð -
Framh. af 1. síðu.
inginn, er Ulster kaus að
vera áfram í tengslum við
Bretland. Brýr hafa verið
sprengdar og tollstöðvar og
önnur mannvirki og menn
vegnir, margir á ári liverju.
Lýðveldisstjórnin hefur
reynt að halda öfgamönnum
í skefjum, en haft að ýmsu
erfiða aðstöðu, og stjórn N.í.
sakað hana um hálfvolga af-
stöðu. — Dómsmálaráðherra
Eire hefur nú fagnað á-
kvörðun IRA.
Eins og stendur eru 42
IRA-menn í fangabúðum
Fimmtugur í dag
Fimmtugur
er í dag Kristinn Sigurðs-
son, verkamaður, Hjarðar-
haga 40. Vinnufélagar hans
senda honum þessa vísu:
Lukkuhár við lífsins yl,
laus við tárin, glaður.
Feikna klár við færispil
fimmtíu ára maður.