Vísir - 27.02.1962, Síða 7

Vísir - 27.02.1962, Síða 7
Þriðjudagur 27. febrúar 1962 V í S I R 7 ámþingi Viðgerðin á vélinni var ófullnægjandi Hæsfiréttur fellir dóm í skaðabótamáli HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt í máli sem Sigurður Jóhannesson, Faxabraut 1 í Keflavík, höfðaði gegn fyrir- tækinu Dráttarbraut Kefla- víkur lí.f. Mál þetta er skaðabótamál og reis út af síendurteknum bilunum í vél bátsins Freyju KE-10. Hafði Sigurður í frammi verulegar skaðabótakröfur. Fékk hann í undirrétti sér dæmdar rúmlega 80.000 krónur, en í Hæstarétti var sú upphæð stórlega lækkuð. Margar úrbræðslur. Forsaga málsins er á þá leið að m.b. Freyja KE-10, sem er eign Sigurðar, a. m. k. þegar þetta gerist, kom úr róðri dag einn í marz- byrjun 1959 með bilaða kúplingu. Var þá leitað til Dráttarbrautar Keflavíkur um viðgerð. Þegar viðgerð hefur fram farið og báturinn er í róðri, varð enn á ný vél- arbilun og varð að draga bát- inn að landi. Vélin reyndist þá vera úrbrædd. Á vélinni fer enn fram lagfæring. Þeg- ar því verki var lokið, reynd- ist erfitt að ræsa vélina og hafðist ekki á annan hátt en að nota til þess bíl! 10- mín. eftir að vélin komst í gang hafði hún brætt úr sér á nýjan leik. Enn fer viðgerð fram, á bátnum. 2. apríl er svo farið í róður. Aftur bilar vélin og báturinn er dreginn að landi. — Aftur er vélin lagfærð og Freyja kemst út 2 dögum síðar, en í þeim róðri bræðir vélin enn einu sinni úr sér og enn á ný þarf að draga Freyju til hafnar. Tvistur í vélinni. Að beiðni Sigurðar voru skipaðir matsmenn til þess að segja álit sitt á orsökum þessará síendurteknu óhappa með vélina í bátnum. Um það er síðan deilt í þessu máli, skaðabætur þær sem Sigurður taldi sig eiga á hendur forráðamönnum dráttarbrautai'innar, sem viðgerðina á bátnum fram- kvæmdi. Fóru fram ýtarl. vitnaleiðslur út af viðgerð vélarinnar og það sem því máli tilheyrir. Við athugun kom m. a. í Ijós t. d. að tvistur hafði komizt í olíu- sigti í vélinni, en hinir sér- fróðu rnemi sem tilkvaddir voru, töldu ástæðuna til úr- bræðslunnar vera einmitt þá að tvistur hafi komizt í olíu- síu og vélin ekki fengið næg- an smurning. Dráttarbraut- armenn mótmæltu því að tvisturinn hefði komizt inn í vélina fyrir þeirra tilverkn- að. í undirrétti leit dómurinn svo á að þeii’ra væi'i sökin og beri þeir því ábyrgðina. Taldi undirréttur að dráttar- brautarmenn bæru ábyrgð á tveim úrbræðslum vélarinn- ar, þar eð vél bátsins hafi þá verið til viðgerðar hjá drátt- arbrautinni. Taldi undirréttur því að Dráttarbraut Keflavíkur bæri fébótaábyi'gð á þessurn síendui’teknu úrbi’æðslum og ur skyldu hæfilegar teljast kr. 80.298,35 með ársvöxtunx frá maí 1959. Niðurstaða Hæstaréttar. Ekki staðfesti Hæstiréttur þessa fjárupphæð í sínum dómi, enda komst hann m. a. að þeirri niðurstöðu, að ekki hefði verið sannað að drátt- arbi-autarmönnum væri um að kenna að tvistui’inn hafi komizt inn í vélina. í foi’send- um segir m. a. á þessa leið: Eftir uppsögu héi'aðsdóms hefur verið aflað ýmissa gagna og þau lögð fyrir Hæstarétt. Þá er litið til þess, að gagnáfrýjanda (Sig. Jó- hannsson) sem hafði stjórn vélar v.b. Freyju K. E. 10, á hendi við fiskveiðar, brast kunnáttu i meðferð véla, þykja sönnur eigi leiddar að því, að tvistægjur þær, sem skoðunarmenn fundu í vél- innið hafi komizt í vélina á verkstæði aðaláfrýjanda. Hinir vélfróðu skoðunar- menn segja, að ásinn hafi „legið illa í höfuðlegum og ekki fallið allsstaðar að slit- flötunum“. Þessi missmíð og svo það, að aðaláfrýjandi (Dráttarbraut Keflavíkur) varð að beita bifi’eið til að koma vélinni í gang eftir við- gerðir hvað eftir annað, veit- ir ástæðu til að ætla, að starfsmönnum aðaláfrýjanda hafi orðið á nokkur hand- vömm við viðgerð vélarinn- ar og að sú handvömm eigi einhvern þátt í því, að vélin bi’æddi úr sér og varð ógang- fær. Að svo vöxnu máli þyk- ir rétt að dæma aðaláfrýj- anda til að greiða gagnáfrýj- anda upp í tjónbætur vegna vélarspjalla og aflamissis kr. 25,000.00 ásamt vöxtum, eins og krafizt er, og dæma gagnáfrýjanda sýknu af kröfum aðaláfrýjanda. Eftir þessum úrslitum er rétt, að aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 10.000.00. Málflytjendur voi'u þeir Haukur Jónsson hrl. vegna Sigurðar og Páll S. Pálsson vegna Dráttarbrautai’innar. I fréttunum leyrðum við Harlega sagt frá samdrátt- ar- og aftur- haldsstefnu ríkisstjórnai’- innar og var þar skáldlega komizt að orði, því var líkt við lamandi hönd. Þetta var ályktun eins stjórnmála- flokksins, sem nýlokið hefur taldi, að yfirleitt væru ræður þeirra mjög lélegar. Hér var á ferðinni nýr maður í útvarp- inu, og er vonandi, að í honum heyrist bráðlega aftur. Sveinn Einarsson, fil. kand. flutti ágætan leikhúspistil. Hann talaði um leikhúslífið í bænurn, ræddi við höfund stefnunni Gestagangs, Sigui’ð A. Magnús- son, og lét okkui' þar að auki heyra úr tveimur leikritum, er nú eru leikin. Frá þessu sagði fulltrúaráðsfundi sínum. Þeir, Sveinn á lipran og skemmtileg- sem ekki vita, hvaða flokk er an hátt. Innanlandsflug: í dag: er áætlað að fljúga til Akui'- eyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Sauðárkróks og Vestmanna- eyja. '■■■< : wassfe ' A morgun: er áætlað að fljúga til Akui'eyr- ar, Húsavíkur, ísafjarðar og Vestmannaeyja. • Flugfélag fslands h.f. um að ræða, mega spreyta sig á því að gizka. Krossið við flokkinn: Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Alþýðu- flokkur. Sendið ráðninguna til blaðsins. Verðlaunin eru rniði á næsta bingókvöld viðkomandi flokks. Sverrir Hermannsson, við- skiptafræðingur talaði um dag- inn og veginn. Hann kom víða Elsa Sigfúss söng mörg vinsæl og falleg lög, en svo var líka ílutt 25 mínútna verkið „Gúlli- ver“ og var ekki tekið fram, hvort hann hefði verið í Risa- landi eða Putalandi. Við það missti verkið náttúi'lega alveg marks, þar sem maður vissi ekki, hvort maður átti að í- mynda sér. Málarinn heldur áfram að við, og talaði m. a. um sjóslysin, Dnda í ævintýrunum í útvarps- Helga Ingstad, veðurfai’ið, sögunni, „Seiður Satúrnusar“, fréttaþjónustu útvarpsins, vega sam Guðjón Guðjónsson las á- málin, ræður presta, bingó- og Igætlega í 16. sinn. happdrættisæðið. Þetta var skel-1 Dagskránni lauk með „Hljórn- eggur lestur og stundum rnjög, plötusafni" Gunnars Guð- skemmtilegur, eins og þegar mundssonar, og var þáttur Sveri’ir kom með tillögu um hans í þyngra lagi, því hann notkun á happdi’ættisformi við eyddi mestum hluta hans í innheimtu og álagningu opin- flutning á óperu, sem hér mun berra gjalda. Hann sendi líka lítt þekkt. prestum landsins tóninn og ( Þórir S. Gröndal. rar að ganga í Atlantshafsbandalagið? Allar líkur benda nú til þess, að írar muni innan tíð- ar æskja inngöngu í At- lantsliafsbandalagið. Hefur þessi merkilega stefnubreyt- ing íra komið fram í yfirlýs- ingu Michael Morans ráð- lierra í írsku stjórninni. Forsætisráðherra lándsins Lemass lýsti því og yfir, að írar styddu Atlantshafs- bandalagið fullkomlega, þótt hann segði að endanleg á- kvörðun hefði ekki verið tek- in um inngöngu. Hlutleysi lýkur. Með þessu virðist sem íi-ar ætli að fella niður hlut- leysisstefnuna og er það sér- lega athyglisvert, þar sem írland ’Var eitt hinna fáu hlutlausu ríkja Evrópu í síð- ustu styrjöld. Ástæðan fyrir þv.í að írar eru nú orðnir fáanlegri til samstarfs um landvarnai'mál Evrópu er e. t. v. fyrst og fremst sú, að þeir telja að nú horfi vænlegar en nokkru sinni áður, að Norðui’-írland sameinist ríkinu. Sameining írlands, Nox'ður-írland, eða Ulstei'- héraðið eins og það er kallað hefur tilheyi't Bretlandi, en ef bæði Bretland og írland ganga í Efnahagsbandalag Evrópu þykir víst að hinar frjálsu tilfærslur á vinnu- afli, fjái'magni og vörum inn- an bandalagsins muni hafa þau áhrif að sameina íi'land og Ulster efnahagslega. Þar með yrði ágreiningurinn rnilli Breta og íra úr sögunni en hann hefur verið erfiðasti þröskuldurinn í vegi fyrir þátttöku íra í NATO. Millilandaflug: Millilandaflugvélin Gullfaxi er væntanleg til Reykjavíkur kl. 16.10 í dag frá Kaupmanna- höfn og Glasgow. Millilandaflugvélin Skýfaxi fer til Glasgow og Kaupmanna- hafnar kh 8.3Ö í fyrramálið. Höfðfng- leg gjöf Þann 15. febrúar síðastliðinn, saina dag og minningarathöfn var haldin í Neskirkju um þá menn, sem fórust af ms. Sæ- rúnu, kom til mín lir. NN og frú NN, og gáfu þau kr. 2500 til eftirlifandi aðstandenda þeirra. Peningar þessir voru þegar afhentir. Þessa höfðinglegu gjöf þakka eg innilega fyrir liönd þessa fólks. Tilkynningu þessa sendi eg Morgunblaðinu fyrir mörgum dögum, en blaðið hefir ekki birt hana. Með þakklæti, Jón Thorarensen.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.