Vísir - 27.02.1962, Síða 8
8
V 1 S 1 R
Þriðjudagur 27. febrúar 1962
UTGEFmnUI: 6LAÐAÚTGÁFAN VlSIR
Ritst|órar: Hersteinn Pálsson. Gunnar G Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel rhorsteinsson Fréttastjór
ar: Sverrir Þórðorson, Porstelnn ó fhorarensen.
Ritstjórnarsknfstofur: Laugavegi • Auglýsingar
og afgreiðsla: Ingólfsstrœti 3. Askriftargjald er
krónur 45.00 ó mánuði - f lausasölu krónur
3.00 eintakið Simi I 1660 (5 Hnur) - Félag*
prentsmiðjar h.t Steindórsprent h.f Eddo h.f
Kosningar í Iðju
1 forustugrein Vísis í gær var rætt um minnkandi
fylgi kommúnista í lýðfrjálsum ríkjum. Gleðilegur vott-
ur um þá þróun hér á íslandi eru kosningaúrslit í
tveimur fjölmennum verkalýðsfélögum hér í höfuð-
staðnum, nú um helgina, þ. e. Iðju og Trésmiðafélaginu.
Fyrir nokkrUm árum réðu kommúnistar lögum og
lofum í Iðju. Einn harðsoðnasti Moskvu-kommúnistinn
var þar í formannssæti og misnotaði samtökin gæð-
ingum flokksins og flokknum til framdráttar, svo sem
kunnugt er. Þá var það og lengi vitað, að í Iðju eins
og annars staðar, þar sem kommúnistar hafa náð völd-
um, beittu þeir andstæðinga sína alls konar fanta-
brögðum, viku þeim úr félaginu eða strikuðu þá út af
kjörskrá, án nokkurra saka. En svo gerðist það, að
Iýðræðissinnar í félaginu völdu sér ungan og skeleggan
forustumann, sem tókst að losa félagið úr klóm
kommúnista árið 1957 og síðan hafa þeir eklci átt
sér þar viðreisnarvon.'
Guðjón Sigurðsson, formaður Iðju, og sarnstarfs-
menn hans eiga miklar þakkir skilið fyrir það, að þeir
steyptu stjórn kommúnista í félaginu af stóli, enda
njóta núverandi forustumenn félagsins sívaxandi
trausts. Hrakfarir kommúnista þar hafa aldrei verið
meiri en nú, og er þetta fylgishrun nálega einsdæmi í
sögu verkalýðsmálanna.
Þessar ófarir kommúnista í Iðju ættu að verða
lýðræðissinnum í öðrum félögum, þar sem kommún-
istar ráða enn, hvatning til þess að herða baráttuna og
losa sig undan valdi Moskvu-lýðsins. Og við saman-
burð á því, hvernig málum Iðju var komið í höndum
kommúnista og hvernig þeim er stjórnað nú, ætti að
vera augljóst hvað öðrum félögum ber að gera, sem
enn hafa ekki rekið ófögnuðinn af höndum sér.
Trésmiðafélagið
Trésmiðirnir báru ekki gæfu til að reka kommún-
ista af höndum sér að þessu sinni. Þó stefnir þar einnig
í rétta átt, og hefði ekki Framsóknarflokkurinn sett
kosningavél sína í gang kommúnistum til aðstoðar, er
víst að lýðræðissinnar hefðu farið með sigur af hólmi.
ÖIl afstaða Framsóknarleiðtoganna mótast af hatri
á stjórnarflokkunum. Þess vegna víla þeir ekki fyrir
sér að styðja kommúnista til valda hvar sem er og
hversu illar afleiðingar sem það kann að hafa fyrir
þjóðfélagið. Enginn maður hefur kveðið fastar að orði
um kommúnistahættuna en Eysteinn Jónsson, þegar
hann var í ríkisstjórn en kommúnistar í stjórnarand-
stöðu, en nú virðist enginn vera þeim auðsveipan
þjónn en hann. Allar líkur benda því til þess, að þeir
flokksbræður hans verði fyrir vonbrigðum, sem búizt
hafa við breyttri afstöðu til kommúnista við formanns-
skiptin í Framsókn.
SCHIE5WÍC
■í, f/r
HOISTHN
HAVEtt
HAVEN
utí Ems-
iinUung
NIEDER5ACHSEN
: - . ■
Lkemen
Þannig var ástandið í Wilhelmsburg-hverfinu eftir flóðin, björgunarlið reri á gúmbátum ■*
um göturnar innan um hrúgur af bílum sem flóðalda og stormar höfðu kastað um koll.
Skipulag flóðvarna í j
molum í Þýzkalandi j
Tvö stórslys hafa orð-
ið í Þýzkalandi með
skömmu millibili, fyrst
námuslysið hræðilega í
Luisenthal-námunni'”3^ í
Saarbrúcken þar sem
um 330 manns fórust.
Og síðan ekki alls fyrir
löngu hið ægilega stór-
flóð í Hamborg og víðar
á Norðursjávarströnd-
inni, sem talið er að hafi
banað yfir 500 manns.
Vatni dælt burt.
Rúm vika er nú liðin síðan
hið mikla sjávarflóð þrýstist
upp eftir ósum Saxelfar, rauf
flóðgarðana við Hamborg á
meir en hundrað stöðum og
lagði stór borgarhverfi, aðal-
lega í Hamborg og Wilhelms-
burg sunnan Elbu undir vatn.
Vatnið er enn að sjatna, eftir
því sem tekst að gera við
garðana og dæla því í burtu.
Nú þegar hafa 320 lík fundizt
þarna, en búizt við að þau
verði fleiri áður en yfir lýk-
ur.
Nú eftir þennan ægilega at-
burð eru menn teknir að
ræða það mjög, hvort ekki
hefði verið hægt að koma i
veg fyrir þetta mikla mann-
tjón. Það hefur orðið svona
mikið aðallega vegna þess, að
stærsta flóðbylgjan skall yf-
ir um miðja koldimma
nótt. Víða var fólkið í fasta-
svefni í rúmum sínum og
mun það hafa verið títt að
herbergi sem stóðu á jarð-
hæð fylltust á örskammri
stund, svo engin leið var und-
ankomu.
Margir króknuðu.
Og þótt fólk bjargaðist út
úr .húsunum oft með smá-
börn í fanginu var um fáar
leiðir' að ræða til undan-
komu, aðra en að klifra upp
á húsaþökin og það í hams-
lausum stormi og rigningu.
Þar króknuðu margir úr
kuldanum. í þessu nátt-
myrkri varð engum björgun-
araðgerðum við komið. Það
var ekki fyrr en með morgn-
inum, þegar fór að birta og
veður hafði lægt sem björg-
unarlið á gúmmíflekum og í
þyrilvængjum gat komizt
fólkinu til hjálpar, en þá
höfðu margir fallið.
Þannig sótti flóðið á
flóðvarnargarðana í Norður-
Þýzkalandi og Jótlandi. —
Þýzku garðarnir létu mest
undan.
Lögregluyfirvöldin í Ham-
borg hafa verið gagnrýnd
fyrir það að þau skyldu ekki
gera fólki skjótar og betur
aðvart um hættuna. Síðasta
aðvörunartilkynning var gef-
in um leið og aðalstíflugarð-
urinn brast, svo að íbúarnir
í Wilhelmsburg höfðu engan
tíma til að flýja. Flóðið kom
líka miklu fyrr en ætlað var.
Sjómælingastofnunin í Ham-
borg hafði áætlað að flóð-
bylgjan kæmi klukkan tæp-
lega 4 um nóttina, en hún
kom í rauninni kl. 3. Þetta
olli því að menn höfðu minni
fyrirvara til að vinna að efl-
ingu varnargarða.
Lakari garðar.
Það hefur og vakið nokkra
athygli, að flóðgarðarnir í
Hamborg og víðar í Norður-
Þýzkalandi létu undan í
þessu flóði meðan flóðgarðar
í Hollandi og Danmörku
héldu. Er talið að þetta stafi
af því að í Þýzkalandi séu
varnargarðarnir lakari og
allt skipulag sjóvarna hafi
verið í molum. ‘
í grennd við Hamborg
rofnuðu t. d. yfir 100 flóð-
garðar. Yfirvöldin þar segja
að flóðhæðin hafi orðið meiri
en nokkur gat ímyndað sér
að kæmi, en þau viðurkenna
um leið að flóðgarðarnir hafi
ekki verið nógu öflugir, sér-
staklega segja þau að undir-
staða þeirra hafi víða ekki
verið nógu breið og sterk.
Stafar það af því að þeir
hafa verið lagðir í þrengslum
innan um húsahverfi og
menn hafa ekki tímt á und-
Framh. á 5 siðu
I ■ ■ ■ M ■ ■ I
■AV.V.V.V.V.rAV.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V,