Vísir - 27.02.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 27.02.1962, Blaðsíða 9
^riðjudagur 27. febrúar 1962 V I S I R Matthías Jóhannessen ritar þægilega grein í Vettvang Morgunblaðsins 10. febr. þ. á., þægilegasta þó fyrir þá sök að yfir henni er efnisyfirlit, sem sýnir hvað bjóða skai og er veiðilega beittur krókurinn, þar sem fyrst kemur spurning- in mikla: „Hvað er þjóðlegt?" Ekki er því svarað í tilsvarandi kafla, þótt dregin séu fram atriði, sem eitthvað mætti ráða af og mun hér reynt að reikna dæmið til loka, skýra með sýn- ishorni hvernig því er varið. Um og fyrir 870 voru örugg- iega til á landi hér selir og ref- ir, auk þess — að áliti Bene- dikts frá Hofteigi — bústofn Papa hver sem verið hefir, þetta allt — nema Paparnir — innlent um nokkra eða marga ættliði, því fljótt ganga fram kynstofnar húsdýra. Síðar komu „kindur, kýr og hestar“ hundar, húsamýs og norrænir menn auk svína og enn löngu síðar hreindýr og minkar. Mun nú allt það talið íslenzkt (þ. e. þjóðlegt), sem enn er til af þessum lífverutegundum nema hvað orka kann tvímælis hvort þjóðin vill viðurkenna minkinn enn sem komið er. Um hreindýrin má þess geta að ekki þykir örgrannt um að þau hafi tekið breytingum nokkrum síð- an þau komu og líkur, sem nálg- astVissu, eru til hins sama með bústofn allan. Þetta framantalda gæti þó dugað sem leiðbeining um hvers krefjast verður til þess að nokk- ur hlutur geta kallast innlend- ur eða — ef um mannlega háttu er að ræða — þjóðlegur. Slíkt fyrirbæri verður að vera upp- runalegt á staðnum eða svo breytt þar, að það beri merki lands eða þjóðar. Að öðrum kosti er þess naumast að vænta, að nokkur skyni borin vera nefni það þjóðlegt og er það þó alls ekki nægileg meðmæli með neinu að fá það frímerki að það sé þjóðlegt, því bæði eru ill og góð auðkenni flestra þjóða, orkar það ekki tvímælis að rétt er að tileinka sér — eftir því sem við verður komið — allt, sem til bóta miðar, þótt hitt sé næsta vafasamt hverjar eða hversu margar undirbenjar við fslendingar yrðum að skera á eyru þess aðfengna fjár áður en okkur yrði það dregið sem réttmætur bústofn. Grein M. J. er nokkuð ein- kennilega skjótt. Hér er upp- hafið: „Engum fer eins illa og fámennum þjóðum“ (felld úr tilvísunarsetning) „að ala upp í sér þjóðarhroka.“ Þetta upp- tekna er svanhvítur sannleikur. . . N ' Tilvísunarsetningin, sem ur var felld er aftur á móti þvætting- ur: .... sem allt eiga undir öðr- um. Það á enginn allt undir öðr- um. Þjóð, sem ekkert hefir hjá sjálfri sér að taka — ef slík þjóð er til — er engin þjóð, er ekki neitt. Þótt tæknileg afrek séu lítils virði samanborið við menning- ar verðmæti — og þótt hér séu ekki skilyrði til að rekja sér- stakan siðferðisþroska hinna ó- snortnu Grænlendinga fyrir daga Hans Egede, svo eitthvað sé nefnt, þá áttu þeir þó „kaj- ak“ að leggja í heimsbúið. heimagert skipslag og hugvit til að nota fátæklegt efni svo að gagni kæmi, pg er það eitt þeim nægilegt frímerki til burð- argjalds á meðal þjóðanna fram til vaxandj þroska sem og sönnun þess að þeim væri kenn- andi, þar sem þeir urðu öðrum kennendur, þótt í fáu væri. Að leggjast hundflatur undir ein- hverja erlenda tízku er engum sæmandi og hefir aldrei gefið annað en þjóðarmorð. Mætti það mörgum dæmum styðja, en með engum afsanna. Þótt mjög fleygi greinakaflar M. J. hvers annan og séu sam- an um efni hættir hann á þess- hveitinu, sníður upp erlenda tízku og gerir úr íslenzka. Hefðu afkomendur hans og ann- arra Sturlunga haldið svo fram sem þá horfði, þyrfti nú enginn hér að ræða um ,,alvöru“-skáld né nein leirskáld, þá væru hér aðeins mismikil góðskáld auk stórskálda. Svo sem til áréttingar oflaus- legum heilabrotum sínum um hvað sé þjóðlegt spyr M. J. hvort Egill Skallgrímsson hafi verið þjóðlegur og er það vand- ræða spurning úr að leysa, eða mætti ekki jafnframt spyrja um forföður allra innfæddra lands- búa hvort honum hefði auðnazt að fá afkomendursínaegilslega? Að nokkru leyti kemur þetta í sama stað niður og skal á það bent, þótt ekki megi svar heita, að ef ekkert er talið þjóðlegt gæta hófs um samþykki við löngum köflum greinar M. J. og er það rangt hjá honum að hirðmenn Eiríks konungs bióð- axar hafi verið barnvanir enda- rími. Þeir og konungur þeirra voru aðfluttir Norðmenn, sér- staklega átti það við um þann af hópnum, sem helzt skyldi á orka Eirík konung sjálfan. Sá var nú hvorki Engilsaxi né run- henduriðinn, nema runhendan sé eldri en þeir Egill báðir og fundin upp á Norðurlöndum af almannlegu hljómskyni hag- orðra manna án eftiröpunar suð- lægra braga. Slíkt væri leik- manni í þessum fræðum hugs- anlegt, og væri þá vísan forna: Nú er hersis hefnd við hilmi efnd...... . . rsssææwifflBssiiBfliiMffl Sigurður lónsson £rú Brún: vb6 okk- ur víndmyllurnar #1 iiiimiing!iii.miS!iiii;ii5i;iHfi;s!:ifflsj;i!nnii!iniiBjiiHn«iB !ii!!!liHlii!iii!il!ilili!!iiíliiiií;!iiiSlili!liilHÍ!l!l!iiHii!iimí!llil!!liiii!l!!lliíiili!iijiiiiiHH!!Hlj|UiliHli!ilHallii!i!li!i!iliijiíBliHiUiHil{iiniiBiiii!iniiil!!inll!Hni! um stað í grein sinni að spyrja og tekur að segja frá. Er þar í þessi glefsa orðrétt: „Sannleik- urinn er sá, að við höfum þrátt fyrir einangrun sótt afl í alla menningarstrauma Evrópu fyrr og síðar.“ Þetta er satt, en á- framhald þess máls er rangt. Framhaldið: „og gleypt suma með húð og hári eins og ka- þólskuna fyrst og síðar lút- herskuna“ .... er himinhróp- andi söguvilla. Fáir þjóðflokkar í heimi hér hafa meðtekið aðflutt trúar- brögð jafngerbreytt og íslend- ingar kaþólskuna og lúthersku Brynjólfs biskups Sveinssonar — eins kunnasta merkismanns, sem þjóðin átti frekum hundrað árum eftir siðaskiptin, — væri M. J. sýnilega þörf á að endur- meta áður en hann telur hana hafa verið gleypta hráa. Jón Guðmundsson lærði sýnir svo sæmilega viðhorf hins víðlesn- ari hluta leikmanna og væntir huggunar hjá Maríu sinni, blessaðri. En svo sem sýnt hefir verið hér að framan seair M J. alltaf öðru hverju satt. t. d. þegar hann segir íslenzka menningu ætíð sterkasta í tengslum við erlenda strauma. Þetta er satt, svo er hún og hefir ætíð verið, aðeins er það í eiði ósært hjá M. J. að því að- eins styrktu hinir erlendu straumar íslenzka menningu, að þeir væru hingað komnir sí- aðir af sterkustu heilum og bezt að sér gerðu. Sigurður Nordal hefir sýnt það með rannsókn- sínum á Heimskringlu og heim- ildum Snorra hversu furðulega maðurinn vinzar hismið frá hér annað en hin grimmasta einstaklingshyggja, hið gráð- ugasta ræningjaeðli og agaleysi, þá vár hann-þjóðlegur að mestu þá hann lifði. Annars var líkast á komið með hann þá og mink- inn nú að hann hefir varla verið búinn að viðra af sér óþefinn af víkingnum. Það er marðar- legt gólið þegar hann gellur við og nálykt. af því: „Upp skulum órum sverðum, úlfstannlituðr glitra, eigum dáð að drýgja í dal miskunn fiska; leiti upp til Lundar lýða hver sem bráðast, gerum þar fyr setr sólar seið ófagran vigra.“ Samt djarfar fyrir hýium æski- lega tilvonandi íslendingi í lýs- ingunni á vigraseiðnum. Það er eitthvað skylt með skynjun þess að þar væri ó- fögur athöfn og myndun fram- kvæmdavaldslauss þjóðfélags, sem lifa varð á lögum og reglu, krefjast þeirra, treysta þeim og tilkomu ríkis þeirra, svo oss hefir hann í sér haft til grund- völlunar þess þjóðfélags, er eitt var vopnlaust um langan aldur, og hvort sem hann hefir nú eiginlega verið boðlegur fslend- ingur eða ekki hefir hann lagt til furðumikið af undirstöðu íslenzkrar menningar. Væri vel þess vert að þoka sér á þann jaðarinn, sem skárstur er af karlinum og leggja rækt við hann:kliðskynið og myndaauðg ina, sem í samlögum vinna Höfuðlausn alla frægð hennar, fúlu kjaftæði eins og hún væri án þeirra. En jafnan verður að rétt feðruð en afbökuð að svo miklu leyti sem hún sýnist tor- tryggileg. Félli við þá skýringu — ef rétt væri allmjög á nyt- semi Egils fyrir röksemda- færslu M. J., enda er hún mjög út í hött, þar sem enginn áfell- ist innflutning andlegra og lík- amlegra verðmæta, þótt lítt fagni sumir óbreyttu hráæti eða skaftlausum hnífblöðum, er skera myndu hendur þeirra, er snerta vildu. En að því slepptu og sem ó- sögðu að reyta runhenduna af Agli, þá kunni hann, karlinn, að ræna og halda fengnum til eignar og arfs og er það sam- eiginlegt ásamt verklegri upp- uppmörkun fengsins með hon- um og Hallgrími Péturssyni, sem náði sér í Eintal sálarinn- ar og orti það upp svo að úr hans höndum komið varð það betri bók en áður, rammís- lenzk að formi. stuðlum steytt og bragliðum bundin. Randafuli af rími. Eða Jónas Hallgríms- son? Það skyldu ekki hafa ver- ið til fyrir hans daga ólitaðar bragleysur til að herma eftir ef hann hefði kosið það? Ætli prestsefnið frá Bessastöðum hafi aldrei heyrt getið um Ljóðaljóðin og Sálma Davíðs? En Jónas þýddi, staðfærði, flutti á milli þátta og lék að bundnu máli og óbundnu, bætti flest, sem hann snerti á. Skyldi það ekki hafa verið rómantíkin erlenda, — ef hún og raunsæisstefnan eru þá ekki báðar sígildar og sammannleg- ar — sem lét búta niður málsgreinarnar í stjörnufræði Úrsins, svo að þær yrðu ísmeygilegri í hugum óvönum _____________________________9 nýyrðum hans og áður ókennd- um hugmyndum? Ætli það hafi ekki frekar verið hinn íslenzki kerlingar- siður að brytja smátt harðfisk- inn undir tannlitla góma? En Jónas sneií” og saumaði með íslenzkum þræði og í ís- lenzkri gerð. Því urðu kvæði hans, jafnvei þýðingar úr er- lendum málum. andleg skjól- klæði og skrautflíkur íslenzk- um hugum. Að vísu ber að þakka það. sem hann hlaut af yrkisefnum og smekkskólum, en mun það meira en hátta- fjölgun sú, er Öhlenschlæger lærði af íslenzkum rímum, Tegner af honum og bók- menntaheimurinn vítt um lönd síðan af Friþjófi hans? Mun ekki rétt að búa sig undir að eiga gjaldeyri fyrir öllum innflutningi eða telja sér varninginn ekki eign fyrri en goldinn er og helzt ríkulega, jafnvel orðinn arðbær í eigin búi? Einhvers staðar um þetta leyti málefnis fer þá að skilja á milli „atóm“-skálda og ann- arra manna. „Atóm“-skáldum virðist nóg að „nappa“ eitthvað, sem út- lendum mönnum helzt uppi að nota hjá sér og kann að vera gagnlegt þar þótt hér sé eins ónýtt og óbreyttur silkivef- stóll. Þeim virðist lokuð bók sú staðreynd að áherzlulögmál ís- Ienzkrar tungu skapa jarðveg fyrir stuðlasetningu, þörf fyrir hana og gagn af henni. Þeim er það — að því er virð- ist jafndulið að ekki er full samsvörun á milli merkinga íslenzkra orða einna og næstu hugsanlegra orða um svipað efni á granntungum okkar. Gildi bragliða má vel vera að „atóm“-skáldin skilji og er víst um þau menntaðri, en þar sem auðveldara var og ef til vill févænlegra að kalla það ljóð, sem þau þó ekki gátu sett eða vildu setja í bundið mál, þá heimtuðu þau að fá að hylja nekt þess með ljóðsheiti og draga það niður í svaðið á sama hátt og Þorsteinn Egilsson lék silkislæður föður síns. Gerist einhver til að finna að háttalaginu þá æpir M. J. upp að hér sé að fæðast nýr Hitlerismi. „Úlfur! Úlfur!“ laug strák- urinn í dæmisögunni þar til all- ir hættu að trúa ópum hans. En úlfastóðið afvandist svo allri vaxandi manna ferð um hag- ann að það lagðist að og eyddi hjörðinni. Mætti spyrja Matthías Jó- hannessen hvað hann haldi að orðið hafi um sjálfan strákinn? Er það þann leik sem á að fara að leika nú, að hræða menn með dæmi Hitlers, svo að engin þori að finna að merk- ingarformi orð málsins t. d. þeirri athöfn að kalla allan skrattann ljóð? Er það tilætlunin að gera fólki skelk við að lasta það, að rýrðar séu stoðir réttrar ís- Framh á bls Hl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.