Vísir - 27.02.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 27.02.1962, Blaðsíða 10
10 Þríðjudagur 27. febrúar 1962 dagsins — Viðtai Framh. 4. síðu. hafa oftast verið svo sem mánaðarlega, í senn fræðslu- og skemmtifundir, eiginlega alltaf verið haldnir í góðum veitingahúsum í bænum, lengst af á Hótel ísland, og í Oddfellowhúsinu (Tjarnar- kaffi). Á fundum voru flutt erindi, ýmist á frönsku eða íslenzku, því að málin voru notuð jöfnum höndum. Þá var oft upplestur og leikrit flutt, sungin og leikin frönsk tónlist, og oftast dansað á eftir. Allir gátu tekið þátt í þessum fundum, og það er skemmst af að segja, sem eg held eg tali fyrir munn flestra okkar, er sóttu þessa fundi, að eg hefi verið í ýmsum félögum um dagana en hefi ekki kunnað eins vel við mig í nokkru félagi. Þótt eg segi sjálfur frá, hefir fé- lagið okkar alltaf haft á sér einhvern franskan „ele- gance“. — Hvers minnist þú helzt af kynnum þínum við Frakka hér þessa hálfu öld, sem félagið ykkar hefir starfað? — Það var mikill fengur að fá hingað sem fyrsta sendikennara að háskólanum Andrq Courmont. Hann gerði sér mikið far um að kynnast íslenzkri menningu og lærði íslenzku til hlítar. Eftirlæt- isskáld hans íslenzkt var Bólu-Hjálmar, sem hann taldi skáld á heimsmæli- kvarða. Hann kynntist per- sónulega Stephani G., sem orti um hann kvæði. Cour- mont var kvaddur heim í herþjónustu í fyrri heims- styrjöldinni og særðist illa. Hann kom aftur hingað og dvaldist hér mörg ár. Það var mikill fengur fransk- íslenzkri samvinnu, að þessi ágæti maður var hér meðal okkar. Þá hlýt ég að nefna þann mann, sem lengst var hér sendiherra Frakka, Henri Voillery, sem tók mikilli tryggð við fsland, var sérstæður persónuleiki, minnti ekki síður á bónda en diplomat. Og nú eftir að liann kvaddi ísland settist hann að á óðali sínu og er orðinn vínekrubóndi. Eitt sinn kom hingað til fyrir- lestrahalds prófessor Jolivet frá Svartaskóla. Hann þýddi einhverjar íslenzkar bækur á frönsku, t. d. eina af sögum Halldórs Kiljans. Og enn einn nefni ég. Það var Pierre Naert, sem hér var sendi- kennari noklsur ár og fór héðan til Uppsalaháskóla. Hann lærði vel íslenzku og þýddi mörg kvæði íslenzkra skálda á frönsku, t.d. þjóð- sönginn eftir Matthías, einn- ig kvæði úr Fögru veröld Tómasar og fleira. — Starfaðir þú ekki eitt- hvað á vegum Frakka hér áð- ur en félagið ykkar var stofnað hér? — Jú. Árið 1910—14 var ég í þjónustu verzlunarfé- lagsins Mory & C-ie, sem var til húsa að Hafnarstræti 16. — Og gafst þú ekki einmitt út fyrstu fransk-íslenzku orðabókina? — Páll Þorkelsson gull- smiður dvaldist lengi í Frakk landi og fullkomnaði sig í fagi sínu, lagði einkum fyrir sig víravirki og kvensilfur- smíði. Hann var sjálflærður í franskri tungu en svo mik- ill áhugamaður, að hann samdi franska orðabók. Það varð úr, að ég kostaði útgáf- una, en hún var svo ýtarleg með miklum útskýringum höfundar, að ég hafði ekki bolmagn til að gefa hana út fyrr en Páll var búinn að stytta hana talsvert. Það var 1918, og hún var um áratuga- skeið eina fransk-íslenzka orðabókin, sem völ var á hér. En því miður glötuðust úr lienni nokkrar arkir, svo að talsvert af upplaginu fór til ónýtis. — Hverjir liafa verið for- menn í Alliance Francaise? — Páll Sveinsson mennta- skólakennari tók við af Magnúsi landshöfðingja og gegndi formennsku lengst, 15 ár eða lengur. (Þeir voru írændur hann og Páll Þor- kelsson, sem var bróðir dr. Jóns ,,Forna“) Thora Frið- riksson var lengi formaður, þangað til Pétur Þ. J. Gunn- arsson tók við. Pétur vann feikilega mikið fyrir félagið, hann var afkastamaður að hverju sem hann gekk. Við unnum saman líka á öðrum vettvangi, sem sé þegar við gerðumst útgefendur „Vísis“ um skeið ásamt Jakobi Möll- er og Brynjólfi Björnssýni tannlækni, og seldum svo Jakobi blaðið. Brynjólfur lagði ákaflega gott starf fram í þágu félagsins. Pétur var formaður til dauðadags, þá tók við Magnús Jochums- son póstmeistari, en nýverið varð svo formaður Álbert Guðmundsson stórkaupmað- ur. og þá er nú bezt að þú spyrjir hann spjörunum úr. — Hefir þú verið í Alli- ance Francaise frá blautu barnsbeini, Albert? — Nei, ekki er því að heilsa. En ég átti því láni að fagna, að kynnast Frakk- landi vel og eiga þar heimili nokkur ár. Kom þangað fyrst í heimsókn 1946 ásamt brezk- um íþóttamönnum til að keppa við franska. Þá var landið flakandi i sárum eftir stríðið. Mig óraði ekki fvrir bví þá. að és átti eftir að tensiast þessiT landi óriúf- andi vináttuböndum. Ég naut hinnaf miklu gestrisni Frakka í ríkum mæli og átti kost á að fylgjast með því, er þeir á undraskömmum tíma reistu land sitt úr rúst- um, sem við sáum fyrst hvarvetna út 1 um glugga járnbrautarlestarinnar, sem flutti mig og Bretana frá Calais til Parísar. Frakkar eru frægir fyrir listir sínar og andlega menningu, ilm- vötn, góðan mat og veitinga- hús. Hitt fer fram hjá mörg- um, að þeir eru miklir af- reksmenn á verklegum svið- um og vísindum. Þeir hafa reist fágæt mannvirki bæði í heimalandinu og út um allan heim, raforkuver, jarðgöng, flugvelli, hafnar- mannvirki, símkerfi og verk- smiðjur í öllum heimsálfum og smíðað sum glæsilegustu hafskip og flugvélar í heimi, og svo hefir framkvæmdar- stjóri frá Ford-verksmiðjun- um komizt að orði, að bíla- verksmiðjur Renault í Frakklandi séu þær full- komnustu í heiminum. Og frönsku járnbrautirnar eru að flestra dómi hinar full- komnustu í álfunni. — Hafið þið einhverja ný- breytni á prjónunum í félags- starfinu hér? — Nýlega tók til starfa fé- lag innan félagsins, Circle Francaise, það er klúbbur, sem kemur saman hálfsmán- aðarlega og tekur til umræðu ýmsa þætti franskrar menn- ingar og fer þar allt fram á frönsku. Öllum áhugamönn- um, sem skilja frönsku, er heimil þátttaka. Hinn pnjalli sendikennari vijý,þá,skiólann, Régis Boyer, hefir flutt er- indi fyrir okkur og er mikils af honum að vænta, enda er hann af miklu lærdómsfólki kominn, faðir hans, afi og langafi voru allir prófessorar í Frakklandi. Þá vil ég nota tækifærið að minnast á það, að franski sendiherrann hér, herra Jean Brionval, hefir gert sitt ýtrasta til að auð- velda félagsstarfið og látið félaginu í té húsnæði í sendi- ráðinu fyrir bókasafn félags- ins, sem verður seint full- þakkað. Þar er útlán franskra bóka á miðvikudögum kl. 5—7 síðdegis, og sér herra Boyer sendikennari um safnið. Félagsstarfið í Alli- ance Francaise verður áfram með sama sniði og verið hef- ir. En loks vil ég geta þess, að við höfum í hyggju að taka upp sérstaka frönsku- kennslu fyrir börn og von- umst til að fá tvær stúlkur til að annast þá kennslu. Fyrrverandi forseti félagsins, fröken Thora Friðriksson, veitti á sínum tíma slíka kennslu um hríð og samdi meira að segja franska kennslubók handa börnum. En auk frönsku sendikennar- anna hér við háskólann hef- ir Magnús Jónsson mennta- skólakennari verið um fjolda ára kennarí félagsins sem og hefir hann setið i stjórn ár- um saman og unnið félaginu óeigingjarnt starf. V í S I R Allir kunna að meta góða ánægjubros hinna yngstu veðrið, sem kom með há- lætur ekki á sér standa, frek- þrýstisvæðinu mikla. Skíða- er en við var að búast. ferðir eru nú daglega og 1 stríði við okkur - Frh. af 9. s. lenzku með útbyggingu stuðla eða vaninn af eftir mætti með ofríki æfingarleysisins sá hæfi- leiki að finna og kunna að hagnýta sér magnauka máls af samverkun aðalorða og hákveða í rétt notuðum bragliðum, jafn- vel rími? Ef svo er nálgast úlfurinn. Er þetta hægt, Matthías? En spurningin er óþörf. Það er hægt að spilla með eftirlæti við bæði framhleypni sína og værugirni, sóðaskap sinn og annarra. Það er hægt að segja k svo linlega, að það heyrist vera g og fákænir skólakrakk- ar, sem skrifa skyldu eftir þeim upplesri klóruðu niður migið í stað mikið og lýttu og flettu út málfar sitt. En það er óframkvæmanlegt að fá þeim, er þetta ritar Hitl- ersvald í hendur hvort heldur banna skyldi eða tiltaka refs- ingu. Þar er því samlíkingunni logið í blýhólk Morgunblaðs- ins. Enn meira dregur í sundur með sannleikanum og frásögn- inni um þennan Ný-Hitlerisma þegar þess er gætt að allt, sem mönnum er gert á móti skapi felst í því að nokkrir ljóðvinir hafa æðrast yfir misnoktun þeirra á orðinu ljóð og talið er að tregðazt hafi um Ijóðasölu til almennings þegar blandazt tók varan. M.J. býsnast yfir hylli Steins Steinarrs dáins. Þrennt ber til hennar, fyrst það að maðurinn var skáld annað það að nú er hapn látinn svo að engin gerist þess þörf lengur að sneypa hann frá ljóð- rænum vammalátum, það þriðja er, að nú eru rit hans útgefin og kunn, svo í að auðvelt er að ganga að þeim. sem manni falla o® ‘forðast hin. Hann ér því bragliðavinum með sanni aðeins bragmeistar- inn og lengstrar tíðar þakkar verður, stórrar þakkar. Það er aðeins þegar lélegir eftirbullar- ar hans fara af stað og sverja við nafn hans að áhrifalítið og merkingarlaust orðaskrap þeirra sé ljóð, sem hinum skaphörðustu áðurnefndra ljóð- vina verður það að óska þess að jafnvel Steinn lægi enn ó- fæddur i kvið móður sinnar heldur en að hafa villt um einn af þessum smælingjum, sem margir munu alls ekki vita hvað þeir eru að gera og sem mættu glöggt sjá smæð sína og orðklaufsku ef þeir bæru sig saman við „laglega hagorð- an framsóknarbónda í sveit“, þar sem teljanleg og rannsókn- arhæf ytra borðs atriði geta sannað getumuninn, svo að gizkandi væri á um innihaldið. Víst væri þörf að finna orsök þessarar óðfýsi manna til ljóðs- nafns á rit annarlegrar gerðar, en bágt er »að vita nema ill- mannlega þyki til getið þótt í’eynt yrði, því fátt liggur í augum uppi nema ef vera kynni fégirnd eða metorðaáýki þar, sem ekki 'getur sökum menntunarstigs sumra höfundy anna komið til greina þekking- arleysi á merkingu orðsins ljóð eða kvæði, sem einnig er mis- boðið. Það væri þá helzt nýja- brum eitt og líermihneigð, sem til mála gæti komið, en þarft verk væri til skilningsauka og hugsanlegrar úrbótar að grafa upp orsök meinsins, því að ósi skal á stemma, þótt nú verði úrskurður og frekari leit að, h’'ða hugkvæmari manna. Aðeins skal. ef hið fyrst nefnda annaðhvort réði, benda á það að höfundar Hómerskviða, sem evu fræg rit. og hafa lengi Framh á 5 síðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.