Vísir - 27.02.1962, Side 16

Vísir - 27.02.1962, Side 16
VÍSIR Þriðjudagur 27. febrúar 1962 í ... i ... í Umræðufundur Heiflidallar Heimdallur, F.U.S., cfnir til umræðufundar félags- manna í Valhöll í kvöld kl. 8.30. Umræðuefni fundarins verður: Sjálfstæðisstefnan. Frummælandi vcrður . .',V.VA"«W///,WtfWAW ingur, varaformaður Hcim- dallar. Heimdallur hefur á þess stela Bjarni Beinteinsson. um vetri efnt til nokkurra umræðufunda með svipuðu sniði, þar sem tekin hafa ver- ið til meðferðar ýmis grund- vallaratriði þjóðmálanna. — Hafá fundir þessir tekizt vel og er þess að vænta, að fé- lagsmcnn fjölmenni á fund- inn í kvöld. Utvarpið fær nýja 11 millj. krúna stö Ríkisútvarpið er nú að fá nýja sendistöð, sem mun verða komin í notkun á næsta ári 1963. Hefur verið samið við svissneskt fyrirtæki Brown-Bovery um smíði á henni. Er verk- ið Jiegar byrjað með pví að endurbót hefur verið gerð á Vatnsendastöðinni, sem siðar getur fallið inn í nýiu stöðina eins og hún verður. Útvarpsstjóri, Vilhjálmur Þ. Gíslason, skýrði Vísi frá þessu í morgun. Hann sagði, að verð Fiskiþingí er lokið hinnar nýju sendistöðvar myndi vera um 11 milljón krónur hing- að komin. En það er athyglis- vert, að hún á að borga sig upp á tiltölulega skömmum tíma, vegna þess að hún er miklum mun sparneytnari en núverandi stöð. Þótt þessi nýja stöð verði tek- in í notkun, verða allar sömu endurvarpsstöðvar og áður not- aðar, en þær eru í Skjaldarvík við Akureyri, á Eiðum, Horna- firði og loks 7 litlar stöðvar á Austfjörðum. í gær féllu í hendur götu- lögreglunnar allskonar smá- drasl, m a. verkfæri, hamrar og fleira, nokkuð af riffilkúl- um stórum og smáum. Var } hér um að ræða dálítinn Iióp [■ drengja, sem hér voru að verki, einhverskonar Tigris- klóarfélagsskap. Strákarnir ^ skýrðu lögreglunni frá því að þeir hefðu sprengt nokkur skot, með því að lemja á þau, en sloppið ómeiddir. Þessum varningi höfðu strákarnir stolið víðsvegar, en hér var um að ræða Austurhæinga, en Tigrisklóin var upphaf- lega í Vesturbænum. Lög- reglan ,mun kalla allmarga stráka fyrir sig næstu daga vegna þessa máls. Myndin var tekin í gærdag í lög- reglustöðinni og sýnir nokk- uð af ránsfengnum. (Ljósm. Vísis I. M.). w-rfW^"L*w,.-vAV.'v^n»wwww Fiskiþingi lauk síðastl. jöstu- dag með stjórnarkosningu, og var Davið Ólafsson endurkjör- inn fiskimálastjóri og Hafsieinn' Bergþórsson vara-fiskimála- stjóri. Brezkur sjó- maður slasast SNEMMA í morgun kom togarinn Barnsley frá Grims- by inn til Þingeyrar en þang- að varð hann að leita hafnar vegna slyss er varð um borð í nótt. Hafði ungur háseti lent í spili togarans og slas- ast mikið. Mjaðmargrindar- brotinn og viðbeins brotinn var hann og fleiri áverka hlaut hann. Læknirinn á Þingeyri Þorgeir Jónsson var á bryggjunni er togarinn kom að og var hann enn yfir hinum slasaða skömmu fyrir hádegi. Davíð Ólafsson er og formað- ur Fiskifélags íslands. í aðal- stjórn vorau einnig endurkjörn- ir Pétur Qttesen, Emil Jónsson, Ingvar Vilhjálmsson og Margeir Jónsson. Varastjórn var einnig endurkjörin: Einar Guðfinnsson Jón Axel Pétursson, Þorvarður Björnsson og Karvel Ögmunds- son. Endurskoðandi var kosinn Guttormur Erlendsson, og vara- endurskoðandi Þorvarður Ellert Ásmundsson. Nær 30 mál voru rædd á þessu fiskiþingi, sem er hið 28. í röðinni. Þinginu lauk með á- varpi fiskimálastjóra, sem þakk- aði ágæta samvinnu og árnaði þingfulltrúum góðrar heim- komu. Tólf svertingjar, karlar og konur, hafa drukknað í fljóti einu 150 km. fyrir sunan Dur- ban í S.-Afríku. Gerðist þetta í hinu nýja svertingjaríki Transkei, sem S.-Afríustjórn hefir stofnað. Fólkið var á leið til brúðkaups Vandamál hinna stórfættu Á iþróttamótinu að Bifröst um helgina vöktu hinir risa- vöxnu skólasveinar frá Reykja- skóla í Hrútafirði mikla at- hygli. Strandamenn stukku og köstuðu án þess að vera klædd- ir strigaskóm eins og keppend- ur þeirra. Einhver varð til að spyrja hverju þetta sætti. — Það er ofur einfalt, svar- aði einn þeirra, — við fáum ekki nógu stóra strigaskó í verzlunum. Reynt að auka vatnsþol brauta Glaðlegur.maður stóð á Miklu- brautinni síðdegis í gær og bar hann á baki dunk frá hverjum slanga lá fram íúðunartœki,sem hann var með, og úðaði hann yfir nokkrar plötur í lúnni steyptu akbraut. Maðurinn kvaðst heita Frank Cassata og vera að úða þennan spotta í tilraunaskyni, með samskonar efni og Bandaríkja- menn nota til þess að koma í veg fyrir að rigning skemmi bílabrautina, t. d. í New York. — Efnið heitir Silicone, og kvaðst Cassata hafa gefið því hið íslenzka heiti Silicone vatns- verja. Efnið kemur í veg fyrir að regnvatn geti sigið inn í steypulagið og valdið tjóni. Mjög er þetta efni einnig notað til þess að gera steinsteypu í hús- um vatnsþolna. Við flytjum að- eins inn hráefnið en blöndum það hér samkvæmt ákveðnum formúlum. Með þessu sparast mikill gjaldeyrir, skal ég segja ykkur. Möguleikar þessa efnis til þess að gera hús manna al- mennt veðurþolnari í hinni um- hleypingasömu tíð hér, eru miklir og margvíslegir, sagði Cassata. Þegar siliconeefnið hef- ur samlagazt steinsteypunni, hefur það í för með sér, að ak- frb á tus. i lnai' Fjörkippin* i anlandsSltagiiaai Innanlandsflug licfur um margra ára skeið ckki átt jafn erfitt uppdráttar í janúar- og febrúarmánuðum sem nú í vet- ur. Stöðug illviðri með snjókomu og stormum hafa ekki síður haft áhrif á flugsamgöngur heldur en samgöngur á landi. Sem dæmi má nefna að eftir áramót- in hefur sárasjaldan verið unnt að fljúga til Vestmannaeyja, en einnig aðrir flugvellir hafa ver- ið lokaðir dögum saman, eða ekki verið unnt að fljúga þang- að vegna illviðra. Með batnandi veðri í gær og dag tók innanlandsflugið fjör- kipp og i gær mátti heita að all- ar vélar væru fullskipaðar far- þegum, en þá var flogið til Ak- ureyrar, Vestmannaeyja, ísa- fjarðar og Hornafjarðar í dag verða farnar tvær ferð- ir til Akureyrar, ennfrem- ur verður flogið til Vestmanna- eyja og Sauðárkróks. Veður er hvarvetna einsýnt og gengur flugið eins og á sumardegi. í dag er millilandavél frá F. í. væntanleg frá Khöfn og Glas- gow. ^ í vetur hefur Flugfélag ís- lands sent allmargar vélar í leiguflug til Meistaravíkur á Grænlandi og er næsta ferð þangað fyrirhuguð á föstudag- inn kemur. Það verður Skýfaxi, sem þangað verður sendur.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.