Tölvumál - 01.01.1987, Síða 7

Tölvumál - 01.01.1987, Síða 7
FJÖLMENN RÁÐSTEFNA Skyrslutæknifélagið boðaði til ráðstefnu uxn Tölvunet 5. desember s.l. að Hótel Loftleiðum. Yfirskrift ráðstefnunnar var - ER EKKI KOMINN TÍMI TIL AÐ TENGJAST? Ef dæma má eftir viðbrögðum þá virðist svo sannarlega vera áhugi fyrir að tengjast, þvi 200 manns tóku þátt i ráðstefnunni. Tilgangur ráðstefnunnar var að kynna mönnum tæknilega möguleika og reynslu notenda á tölvu- netum hér á landi. Kappkostað var að fá fram- sögumenn með góða þekkingu og reynslu i tölvunetum og gagnaskiptum. Dagskráin skiptist í tvennt og fóru báðir hlutarnir fram samtimis i tveimur sölum. Annars vegar var fjallað um almenn gegnanet, X.25 og simamál og hins vegar svæðisbundin smátölvunet. Þorvarður Jónsson og Guðmundur ólafsson fjölluðu um tæknilega mögu- leika fyrir almenn gagnanet, en Finnur Pálsson og Vilhjálmur Þorsteinsson, fyrir svæðisbundin smátölvunet. Þá töluðu Jóhann Gunnarsson og dr. Jón Þór Þórhallsson, um reynslu notenda af almennum gagnanetum, en Baldur Sveinsson og Bjarni Júlíusson, af svæðisbundnum smátölvunetum. Að erindum loknum tóku fundarstjórar, Páll Jensson og Björn Friðfinnsson, saman það helsta, sem fram kom i hvorum sal fyrir sig. Siðan voru almennar fyrirspurnir og umræður. Tóku margir til máls og urðu liflegar umræður um ýmis atriði. í lok ráðstefnunnar gafst mönnum tækifæri að tengjast á óformlegan hátt i Vikingasal hótelsins, þar sem bornar voru fram veitingar til kl. 19.00. Var ekki að sjá annað en félagsmenn kynnu að meta það vel að geta rætt þessi mál og önnur óformlega og að fá tækifæri til að hitta aðra félagsmenn á hinum ólíku sviðum tölvu- tækninnar. Að dómi þeirra er þátt tóku i ráðstefnunni tókst hún i alla staði vel, þar sem reynt var að blanda saman tæknimálum, frásögn af reynslu notenda og óformlegum samtölum og tengslum. -kþ. 7

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.