Tölvumál - 01.01.1987, Qupperneq 22

Tölvumál - 01.01.1987, Qupperneq 22
og 1889 voru tækin valin til að nota við manntalið, sem tekið var ári siðar eins og fyrr segir. Á þessari öld hafa orðið miklar breytingar á flestum ef ekki öllum sviðum þjóðfélagsins. Hið svonefnda upplýsingaþjóðfélag hefur komið til sögunnar. Svo vitnað sé til þeirrar upplýsinga- söfnunar, sem felst i framkvæmd manntals eru breytingarnar miklar. Þær upplýsingar sem varðveittar eru i tölvuskrám hjá hinum ýmsu aðilum hér á landi gera mönnum kleift að vinna "manntal" beint i tölvum. Það er einfaldlega gert á þann hátt að láta tölvur draga saman úr hinum ýmsu tölvusöfnum þær upp- lýsingar, sem áður var safnað með þvi að láta her manns heimsækja landsmenn og spyrja ibúana sjálfa. Á þennan hátt munu til dæmis frændur okkar Danir framkvæma sin manntöl. Ekki er með öllu útilokað að við íslendingar getum framkvæmt næsta manntal okkar, sem væntan- lega fer fram 1990 með þessum hætti, ef við hefjum undirbúning að þvi fljótlega. -si. 22

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.