Vísir - 02.05.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 02.05.1962, Blaðsíða 8
8 VISIR / Miðvikudagurinn 2. maí 1962. CJtgetandi Blaðaútgatan VISIK Ritstiórar Hersteinn FSIsson Gunnar G Schram Aðstoðarritstión. Axel rhorsteinsson Fréttastióri: Þorsteinn 0 Thorarensen Ritstiórnarskrifstotur: Laugaveg' 178 Auglýsir.gr >g afgreiðsla: 1:igólfsstræt) 3 Áskriftnrglald er 45 krónut $ mSnuði f lausasr’u 3 kr aint Slmi 11660 Í5 llnur) Prentsmiðja 7|sis - Edd a h.f Járnsmiðum att fram Félag járniðnaðarmanna hefir nú tilkynnt vinnu- veitendum, að verkfall hefjist í Iok þessarar viku, og er þar með hafinn skæruhernaður, sem kommúnista hefir lengi langað til að hefja. Jámsmiðum er fyrst og fremst att fram af því, að þeir hafa haft mikla og góða atvinnu að undan- förnu, svo að foringjar þeirra telja, að þeir geti staðizt verkfall, þótt langt verði. Það er þó mikilvægara í hernaðaráætlunum kommúnista, að vinna járnsmiða er nauðsynleg til þess að hægt verði að undirbúa síld- arverksmiðjur og önnur atvinnutæki vegna væntan- legrar síldarvertíðar fyrir norðan og austan í sumar. Verið er að auka afköst sumra verksmiðjanna á þessu svæði, en auk þess er verið að bæta vinnuaðstöðu hjá ýmsum öðrum. AHt þetta ætla kommúnistar að gera að engu með verkfalli sínu, ef þess er nokkur kostur. Hér er stefnt að þjóðarhagsmunum og tilgang- urinn aðeins að vinna sem mest tjón. i i i Von um góðo veíð/ Þau nýju tæki til síldarleitar og veiða, sem komið hafa til sögunnar allra síðustu árin, gefa fyrirheit um, að hér geti orðið gott síldveiðisumar. Það kom í ljós fyrir norðan og austan á síðasta sumri, að hin nýju tæki gerbreyttu aðstöðunni við veiðarnar. Skipin, sem búin voru nýju tækjunum fengu veiði eiginlega hve- nær sem var, þegar önnur fengu lítið eða alls ekkert. Síldveiðarnar hér syðra í vetur hafa enn fært sönnur á, að sfldveiðar þurfa ekki að bregðast, þegar skipin eru nógu vel útbúin. Það er einnig með tilliti til þess, sem kommún- istar tefla nú fram stormsveit sinni innan stéttar jám- smiða. Þar sem von er um meiri síldaruppgrip að þessu sinni en á undanförnum árum, er enn meiri þörf en áður að búa svo um hnútana, að þjóðinni komi síldveiðarnar að litlum — helzt engum — notum. Til þess er verkfall járnsmiða tilvalið, og þess vegna er þeim nú att fram, þótt meirihluti þeirra sé því ósam- mála í hjarta sínu. Þjóðarhagur og kommúnistar Það mun uppi verða, meðan nokkur íslendingur telst til kommúnista, að einn helzti foringi þeirra kvað upp úr með það á sínum tíma, að hann og aðra slíka „varðaði ekkert um þjóðarhag“. Sá maður vissi vitan- lega, hvað hann var að segja, því að hann hafði setið á skólabekk með Klement Gottwald og öðrum slíkum austur í Moskvu. Þessi maður er Þóroddur Guðmunds- son foringi kommúnista á Siglufirði, sem nú hlakkar vafalaust öðrum fremur, þar sem járnsmiðir vinna svo vel samkvæmt kenningu hans. En ætti þetta ekki að geta sannfært þjóðina um, að ekkert er henni nauðsynlegra en að uppræta kommúnista sín á meðal með einhverjum hætti. ■■ - ----m Götumynd úr Austur Berlín. Hin þögla þjóð Klukkan er 8 að kvöldi við Kurfiirstendam í Vestur-Berlín. Þessi brciða braut er öll upp- ljómuð og allt er á ferð og flugi. Urmull af fólki er á gang- stéttunum, það cr að flýta sér til og frá veitingahúsunum, aðr- ir eru að skoða í búðarglugg- ana og enn aðrir á leið í leikhús, kaffistofur og næturkiúbba. Bif- reiðaumferðin er mjög mikil. Einu sinni var Vestur Berlín borg lítilla Voiksvagna en nú rennur fram hjá röð af giarop- andi, stórum og dýrum bifreið- um. •k Klukkan er 8 að kvöldi við Frankfurter AHé, sem til skamms tíma hét Stalin Allé í Austur Berlín. Það er aðalgata Austur Berlínar. Fimm til sex manns sjást á vakki á götunni. Þau eru að flýta sér, horfa hvorki til hægri né vinstri. Eng inn bíll sést á ferð. Jú loks kem ur einn brakandi og skarkandi °g hvæsir í honum eins og hann sé að geispa golunni og mun: stöðvast þarna á miðju stnætinu. Nálægur búðargluggi er auður nema f honum liggja fáeinar gæsir frá PóIIandi, grá- ar og illa plokkaðar og stafli af ryðguðum niðursöðudósum frá Búlgaríu. Við hliðina á þess ari búð er kaffistofa, hún er dimm og aðeins fáeinir menn sitja þar og drekka kaffi. Hún minnir á biðstofu f gamalli járn brautarstöð að næturlagi. ★ Þannig er lýsing blaðamanns- ins Robert Aldens, við New York Times, sem fór nýlega í ferðalag um Austur Þýzkaland og ritaði um'ástandið í landinu í blað sitt. Hann Iýsir tveimur aðalgötunum í Vestur og Aust- ur Berlín og segir að þessi lýs- ing sé táknræn um ástandið f Þýzkalandi fyrir austan og vest an járntjald. Hann komst inn í Austur Þýzkaland í sambandi við vöru- sýninguna í Leipzig. Hann ók bifreið sinni frá Vestur Berlín til Leipzig. Meðfram leiðinni sá hann óteljandi áróðursskilti kommúnista, þar sem verið er að telja austur-þýzku þjóðinni irú um að kjör hennar séu mjög góð. Á einum stað lýsir hann stór áróðursskilti sem sýnir austur-þýzkan verkamann sæl- legan og brosandi og hjá honum er mynd af Anastas Mikoyan varaforsætisráðherra Rússlands. Þar stendur stór letrun sem hljóðar svo: „Hvílík gæfa er það fyrir Evrópu að Austur Þýzka- land er til. ★ Leipzig er næst stærsta borg Austur Þýzkalands, með 600 þúsund íbúum og sagt er að léttara sé yfir borginni vegna þess að það er tími vörusýning arinnar. Blaðamanninum leizt þó ekki vel á hana. Húsin eru gömul og brún, strætin stein- lögð og sporvagnar fara um strætin. Búðirnar eru lokaðar og tjöld dregin fyrir búðar- gluggana. Sporvagninn skröltir mannlaus eftir götunni, þegar hann er farinn framhjá ríkir þar óhugnanleg þögn. Þó fer fólk að sjást á götun- um þegar dregur nær miðborg- inni. Við járnbrautarstöðina er nokkur fólksstraumur, fólk að taka sér lest, en ekki margt. Og einu tekur blaðamaðurinn eftir, það er ekkert bflstæðavandamál í Leipzig. Það er eina vandamál ið, sem austur þýzka stjórnin hefur getað leyst, vegna þess að það eru ekki til nógu margir bilar. ★ Þessar dauðu götur og lokuðu búðir eru fmynd alls Austur Þýzkalands á vorum tímum. En vegna þess að það er tími vöru- sýningar í Leipzig hafa búðirnar þar fengið beztu vörur, sem kommúnistastjórnin á völ á. Ekki hafa þeir þó getað birgt allar búðir upp af slíkum vör- um, heldur aðeins búðirnar í miðborginni. En íbúarnir sem maður mætir eru farnir að kunna á þetta, þeir segja þá sögu að þessar vörubirgðir hverfi úr verzlununum viku til hálfum mánuði eftir að hinir erlendu vörusýningargestir eru farnir úr borginni. Þá hefst aft- ur skortur á jafn einföldum hlutum og kartöflum, eggjum, Framh. á 10. síðu. Austur-þýzkt sveitafólk við vinnu á kartöflugarði. Þar er allt unnið með höndunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.