Vísir - 03.05.1962, Síða 7

Vísir - 03.05.1962, Síða 7
Fimmtudagur 3. maí 1962. VISIR 7 í G.V.: Málfundur og dans á eftir Fyrsti framsöguræðumaður var Einar Ólafsson, taldi hann að „herinn kippti fótum undan athafnalífi okkar með því að draga menn Ur öllum stéttum í vinnu til sín og borga þeim hærra kaup heldur en íslenzkir atvinnurekendur sæju sér fært að greiða.“ Og hann heldur á- fram: „Við þurfum að styðja og styrkja efnahag og atvinnu- vegi þjóðar okkar, en það ger- um við ekki með því að vinna fyrir erlent ríki.“ Annar framsögumaður var Sævár Pétursson. Rakti hann ýtarlega þann mikla stuðning.er ísl. efnahagslíf hefði af hern- um. Hann sagði einnig: „Ef ein- hverjir halda að stríðshættunni sé bægt frá með því að herinn fari, þá er það mesti missluln- ingur, því að Rússar myndu koma um leið og Bandaríkjaher hefði yfirgefið landið. Þá kann einhver að spyrja. Hvernig get- ur þú ályktað að Rússar komi Einar Ólafsson. Ljósm. Bragi Guðmundss. þótt Bandarikjamenn fari? Ég dreg þá ályktun af þessu: l) ls- land er einn bezti stökkpallur í heiminum milli austurs og vest urs, og Rússar svífast einskis til að ná þeim stökkpalli. 2) Rússar buðu okkur strax að vernda landhelgina, og ef maður réttir skrattanum litla fingur þá tekur hann alla hendina. Á eftir Sævari tók Guðjón Ólafsson þriðji framsögumaður til máls. Talaði hann eindregið i gegn hernum og sagði að ís- lendingar væru orðnir alltof háð ir Bandaríkjamönnum og þá . einkum viðskipta og afurðalega. Fjórði framsögumaður var -Lúðvík Guðmundsson og birt- ist hér kafli úr ræðu hans.: „Á undan'förnum árum hefur mikið verið deilt um hervernd Banda- ríkjahers hér á landi, og hefur það gengið svo iangt að menn hafa farið að labba ofan úr sveit, til þess að sýna skoðun sína. Ef við athugum þetta labb „hernámsandstæðinga" kom- umst við að því, að þetta er á- gætur áróður fyrir þá sem her- verndina vilja. Hér mega „her- námsandstæðingar" labba eins og þeir vilja, og við að segja það sem við viljum. En hvað haldið þið að yrði gert við menn sem löbbuðu upp að her- stöðvum Rússa í Eystrasalts- löndunum, Ungverjalandi eða öðrum leppríkjum Rússa, og krefðust þess að þeir færu á brott fyrir fullt og allt? Þetta Keflavíkurrölt komma og hjálp- arkokka þeirra, sannar betur en allt annað að þjóðin er alfrjáls og getur leyft sér öll afskipti af herverndarliðinu, jafnvel með hvers konar heimsku, eins og áróðursgöngur fyrir svörtustu kúgunaröfl allra alda, Islend- ingum og öllum frjálsum heimi til skaða, og sjálfum sér til skammar. Ég held að það væri komin þriðja heimsstyrjöldin, ef vestrænar þjóðir hefðu ekki Fyrir skömmu var haldinn málfundur í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, og hafði verið hengd upp gríðarmikil auglýs- ing þar sem stóð að umræðu- efnið væri „hernámið“, og eft- ir umræður yrði dansað. Þetta hljómar nokkuð einkennilega að dansað skuli eftir málfund, en það er nú ekki svo vitlaust, vegna þess að það mæta miklu fleiri þegar þeir eiga von á snúning á eftir. Einkum gildir þetta um kvenfólkið, því það mætir í flestum skólum ílla á málfundi. Þetta sannaðist í þetta skipti. Klukkan rúmlega átta, voru allir gangar og her- bergi troðin stúlkum jafnt sem piltum. Um hálf níu leytið setti Matthías Frímannsson kennari málfundinn, með því að skipa Sigurð Guðjónsson fundarstjóra og fundarritara þær Ingibjörgu Pálsdóttur og Steinunni Á. Guð mundsdóttur. Sævar Pétursson þjappað sér saman í varnar- bandalag vestrænna þjóða, NATO“. Eftir ræður framsögumanna urðu allsnarpar umræður og tóku margir til máls og töluðu með miklum krafti bæði með og á móti, en undirtektir fund- armanna voru mun betri í garð þeirra er töluðu með hervernd- inni. Alls var stigið 63 sinnum i ræðustól, og má það mjög gott heita, vegna þess að á skóla- málafundum eru menn oft mál- tregir og feimnir við að stíga í „pontu“. Um hálf tíu leitið var fundi slitið og tilkynnt að dansinn hefðist brátt. ,Skömmu síðar hófst dansinn, og var hljómlistin frá segul- bandi og plötuspilara, og nem- endurnir voru ekki lengi að „skella" sér í dansinn, og eftir skamma stund var gólfið þétt skipað dansandi unglingum. Á milli syrpna gæddu nemendurn- ir sér á gosdrykkjum og krem- brauði. Við komum auga á formann skólafélagsins, frk. Hildigunni Þórðardóttur, og spurðum hana hvað gerzt hefði í félagslífi skól ans í vetur. Gaf hún okkur þær llllllil Lúðvík Vilhjálmsson upplýsingar að haldnar hefðu verið þrjár dansæfingar, auk jólagleði og árshátíðar. Einnig hefði verið haldinn einn mál- fundur, með sama sniði og þessi þannig að málfundur er fyrri hluta kvöldsins en dans á eftir, einnig sagði hún okkur að seld- ur væri aðgangur að þessum kvöldum, „tíu krónur, aðeins“, eins og hún orðaði það. Klukk- an var að verða hálf tólf, svo við þökkuðum henni fyrir upp- lýsingarnar, og kvöddum þetta skemmtanahyggna fólk, sem notar málfundakvöld jafnframt fyrir dansæfingar. Á. S. „Ponik“ quiantett talið frá vinstri: Guðmundur, trommur, Halldór, saxafónn, Sturla, gítar, Guðbergur, bassi, Úlfar, píano. — Ljósm. Haukur Haraldsson. Unglingahljómsveit Að undanförnu hefur mikið — En á hvað leikur þú? borið á því, að unglingar hafa — Ég leik á gítar. tekið sig saman um stofnun — Hvernig líkar þér að vera danshljómsveita. Við höfðum hljómsveitarstjóri? spurnir af einni slíkri, og fór- — Mér líkar það ágætlega, um á æfingu hjá henni fyrir vegna þess að við erum mjög skömmu. Þetta var „Ponik“ samstilltir. quintettinn og var hann að æfa Frh. á bls. 13 í einum gagnfræðaskóla bæjar-_________ ins. Þegar við nálguðumst skól- ann heyrðum við óminn af fjör- ugu lagi frá hljómsveitinni. Við börðum að dyrum og sögðum þeim að við óskuðum eftir upp- lýsingum um hljómsveitina, og jafnvel að fá að talca mynd. Þeir sögðu okkur að það væri auð- fengið og sjálfsagt og buðu okk ur sæti. Þeir héldu svo áfram að leika eins og ekkert hefði í skor ist, og við hlustuðum með mik- illi hrifningu. í einu hléinu á milli laga snér um við okkur að hljómsveitar- stjóranum og spurðum hann nokkurra spurninga. Við byrj- uðum nú á þvi að spyrja hann um nafn, og kvaðst hann heita Sturla Már Jónsson. — Hverjir eru hljómsveitar- meðlimir auk þín, Sturla? — Þeir eru: Halldór Pálsson, sem leikur á saxafón, Guðmann Kristbergsson, sem leikur á bassa, Úlfar Sigmarsson, píanó, og Guðmundur Ragnarsson, trommur. _______________________Margrét Óskarsdóttir Efnilegur unglingur Það er ekki að tilefnislausu JS fyrir lesendum síðunnar er kynnt Margrét Óskarsdóttir. Margrét er ísfirðingur og hóf sundiðkun aðeins fjögra ára gö;.\ al. Snemina bar mikið á hæfileikum hennar á sviði sund- íþróttarinnar, en þó mest upp á síðkastið. Hún hefur undanfarin tvö ár dvalist í Reykjavík við sundiðkún og nám og tekið þátt í fjölda móta og staðið sig með miklli prýði. Margrét á Vest- fjarðamet í flestum greinum telpna og kvennasunds, og er bezti tími hennar í skriðsundi 50 m 31,1 sek., en það sund ðkar hún allra sunda mest. Margrét er sextán ára og býr sig undir að þreyta landspróf við Gagnfræðaskóla Austurbæj- ar. - Á. S.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.