Vísir - 24.05.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 24.05.1962, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Fimmtudagur 24. maí 1962. Útgefandi Blaðaútgátan VISIR Ritstjórar: Hersteinr Pálsson Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri Axel rhorsteínsson. Fréttastjóri Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. f lausasölu 3 kr. eint. — Sími 1166C (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f -------------------------------------------------------------------------J Geir Hallgrimsson Þau orð, sem forsætisráðherra Ólafur Thors lét falla við Halvard Lange í fyrrasumar, munu mörgum verða minnisstæð. Lange spurði Ólaf: „Er Geir borg- arstjóri ekki einn af verðandi forystumönnum ykk- ar?“ „Nei,“ svaraði forsætisráðherra. „Hann er orð- inn í fremstu röð.“ Og Reykvíkingar vita af eigin raun að hér var í engu ofmælt. Forsjá Reykjavíkur hefir verið á undanförnum áratugum í höndum óvenju mætra dugnaðarmanna, þar sem hafa verið fyrrverandi borgarstjórar sjálf- stæðismanna. Það ríður á miklu að málum Reykjavík- ur sé stjórnað af heiðarleik, festu og dugnaði. í höf- uðborginni býr yfir þriðjungur þjóðarinnar og hún er sú miðstöð, er mótar allt þjóðlíf og atvinnulíf. Núverandi borgarstjóri, Geir Hallgrímsson, er ungur að árum. En það er enginn ókostur. Hann á bjartsýni og dugnað hins unga manns í ríkum mæli, en hann hefir einnig margháttaða reynslu að baki sér í borgar- og þjóðmálum. Reykvíkingar hafa þegar reynt hann að því að hann er bæði sanngjarn og góð- fús, en það er höfuðkostur þeirra, sem skipa ábyrgð- arstöður á vettvangi stjórnmálanna. Undir farsælli leiðsögn hans mun borgin eflast og blómgast á komandi árum. Eflum sóknina til sigurs Hér var í blaðinu í gær bent á þá staðreynd, að ekki sé útilokað að andstæðingar Sjálfstæðisflokks- ins gangi með sigur af hólmi í kosningunum og nái saman meirihluta. Aldrei hafa fleiri listar verið í framboði gegn Sjálfstæðisflokknum en nú, alls fimm talsins. Og við það bætist að hið mikla fylgi flokks- ins síðast var e. t. v. að nokkru að þakka því að þá létu ýmsir í ljósi vanþóknun sína á vinstri stjórninni með því að ljá flokknum atkvæði sitt fyrsta sinni. í síðustu kosningum, sem fram fóru í þingkosn- ingum skorti Sjálfstæðisflokkinn 2.400 atkvæði til þess að hafa meirihluta í borginni. Af þessu má ljóslega sjá, að engin ástæða er til þess fyrir sjálfstæðismenn að vera of bjartsýnir. Þeir vona allir, að góður mál- staður muni bera sigur af hólmi. En enginn getur ver- ið viss um það fyrirfram. Því verða allir frjálshuga og framfarasinnaðir menn að snúa bökum saman og vinna flokknum allt það fylgi sem þeir mega. Annars er hætt við að borg- in falli í ræningjahendur hinna fimm andstæðinga- flokka. Enginn þarf að efast um hvers konar stjórn- leysi og hrossakaup halda þá innreið sína i Reykjavík. Framfarir á grundvelli EFTIR ÞÓR SANDHOLT, SKÓLASTJÓRA Þór Sandholt skólastjóri skipar 7. sætið á iista Sjálfstæðis- flokksins. j landi, sem vill halda efna- hagslegu sjálfstæði sínu og teljast menningarland á nútíma mælikvarða, er nauð- synlegt að tæknilegar fram- farir haldist í hendur við þró- unina á öðrum sviðum, svo sem í viðskipta- og félags- málum, bókmenntum og list- um. Á svipaðan hátt og við byggðum sjálfstæðisbar- áttu okkar á sögulegum og bókmenntalegum arfi þjóðar- innar má segja, að í heimi nú- tímans þurfi þjóðin að byggja tilverurétt sinn á hæfilegu jafnvægi milli þessara menn- ingaratriða og tæknilegra { framfara. Talsvert hefir t skort á að ísland gæti talizt / hlutfallslega jafn þroskað J tæknilega sem bókmennta- i lega. Með vaxandi verkmenn- \ ingu mun þó takast að stytta i þetta bil og má segja, að nú l rofi fyrir því sjónarmiði með / þjóðinni, að verklegar fram- / farir, iðnmenntun og tækni- J leg þekking sé líka menn- 1 ingarlegt atriði, engu síður \ en skáldskapur og kirkjuleg- t ur lærdómur. I Fyrir ötula baráttu rismik- / illa framfaramanna hefur / vaxtarbroddur þessarar fylk- l ingar í menningarmálum \ þjóðarinnar risið hæst og ör- i ast í Reykjavík. Nægir að l nefna frá liðnum dögum þá ? Knud Zimsen, sem var m. a. / bæjarverkfræðingur og bygg- ) ingarfulltrúi í Reykjavík, síð- J ar borgarstjóri og Jón Þor- » láksson, borgarstjóra, sem m. I a. var frumkvöðull að stofn- l un Iðnskólans og fyrsti skóla stjóri hans. Báðir voru þessir menn upphafsmenn að mikl- um verklegum framkvæmd- 1 um, sem síðar' hafa orðið undirstöður mikilla framfara í borginni, svo sem upp- drátta- og skipulagsgerð, vatns- og holræsagerð, gatna- og vegagerð o. fl. auk þess að þeir stóðu að stofnun margskonar fyrirtækja og stofnana á hinu verklega sviði. Jgáðir skildu þessir menn gildi tæknilegra mennta og sáu þann frjóvgandi mátt, sem býr í athafnafrelsi ein- staklingsins, eins og það get- ur verið bezt á hverjum tíma; sáu sjálfstæðisstefnuna í frelsinu. Allt frá því að þessir menn, og margir aðrir dugmiklir framfaramenn þess tíma, voru ungir að árum, i upp- hafi þess mikla þroska og vaxtarskeiðs, sem borgin okk ir hefir verið á undanfarin 40—50 ár, hefir hún átt með al forustumanna sinna menn, sem hafa skilið mikilvægi tækninnar og framtaks í iðnaði og athafnalífi. Einmitt þess vegna hefir borgin vax- ið og þess vegna hafa orðið verklegar framkvæmdir jafn- hliða félagslegum þroska. Þess vegna hefir hér bær vaxið í blómlega borg og fólki fjölgað ört, bæði vegna aðflutninga og góðra afkomu möguleika. Og þótt vöxturinn hafi orð- ið svo ör, að ekki hafi allir pættir borgarinnar náð þeim proska, sem þarf til fullkom- ins jafnvægis á hinni ytri á- sjón hennar eru það, sem á /antar, augljóslega hlutir, sem standa til bóta, en hafa ekki gleymzt, enda er nú þeg ar búið að tryggja á öruggan hátt, með nægu fjármagni framkvæmdir eins og hita- veitumálið, en nákvæmar á- ætlanir um malbikun gatna í öllum skipulögðum hverf- um í bænum á næstu 10 ár- um eru að koma til fram- kvæmda, bygging skóla og sjúkrahúsa á sér stað með miklum hraða. pnginn skyldi nú halda, að allar þær framfarir, sem nér hafa orðið, hafi fallið borginni í skaut bara fyrir það, að Ingólfur nam hér land, eða af því einu að hér sat landsstjórn og löggjafar- þing. Nei, það þurfti fram- farasinnaða forustumenn í stjórn bæjarfélagsins og þá hafa bæjarbúar valið sér und anfarin ár úr röðum sjálf- í stæðismanna, hvert kjörtíma í bilið af öðru. / í engum bæ á íslandi hafa / framfarirnar orðið eins mikl- \ ar og í Reykjavík. Hvergi eru » kröfurnar þó eins miklar til framkvæmda og framþróun- ar, hvergi eins mikils krafizt á íslandi af forustumönnum bæjarfélagsins og hvergi ætl- azt til eins mikillar fyrir- greiðslu af bæjarfélaginu í íieild, við borgarana almennt og í Reykjavík, bæði í verk- legum framkvæmdum og á sviði félags- og menningar- mála, — og svo er heldur hvergi á Islandi jafn miklu af eðlilegum kröfum nútím- ans um félagsleg hlunnindi og framfarir fullnægt eins og í Reykjavík. það er eðlilegt að maður, sem ætlar að fara að <! ganga að kjörborðinu hug- Í Framh. á bls. 5 i ■■imDMli.VM t lí tf (HVf Vi'i'i 11 f i í ,rOM!v.' í X' M»n i n

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.