Vísir - 18.08.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 18.08.1962, Blaðsíða 2
2 VISIR Laugardagur 18. ágúst 1962. Z m 5 - hlutum FormL leik: k«nu fevri UÍSR Vinnu/ l! k*»ír- ít*rf jmnjnl F of' <,tt mwy ■pfignpWVTPirc f-MÉdíZ-íl? Samt- 5tr: auwinn D/ru"- TTtrnöl KiUm omi orðum um þennan part af ís- landi. Svo komst ég í samband við Kjartan Sveinsson skjala- vörð, sem einmitt hafði lánað kona mín spurði hvort ég yrði ekki draughrædd. En mig lang aði einmitt til að heilsa upp á einn slíkan. En varð ekki að víða, að ég vona að áhrifin af undrum íslands í einni bendu. Ég komst til öskju, og það út af fyrir sig er nægileg ástæða f.erðastyrk, sem dagblað í Sví- þjóð veitir árlega sænskum rit- höfundi og myndlistarmanni, varð þetta að alvöru fyrir mér, Framhald af bls. 4. Grikkland og ísland. — Hvernig stóð annars á því að þér lögðuð leið yðar til ís- lands? — Það er eiginlega fyrst að rekja til þess, að kunningi minn, einn af okkar góðu ungu rithöfundum, Sven Lindquist, sem ég var oft að segja frá Grikklandi, en hann hafði kom- ið hingað og skrifað um þá ferð t einni bók sinni. Alltaf þegar ég fór að minnast á Grikkland, fór hann að segja mér frá Islandi. Þetta varð gagn kvæmt, að hann þoldi auðvitað ekki þetta eintóma tal mitt og fór til Grikklands, og mig fór að langa þessi ósköp til íslands. Svo fyrir ári, þegar ég fékk af því að styrkþegar ráða hvaða iand þeir heimsækja. Og hér er ég- „Hvar er Síakkavík?“ — Hvað byrjuðuð þér svo að skoða hér eða hvað vilduð þér helzt sjá? - Ég held helzt að eitt af því fyrsta, þegar ég hafði lent hér, var að spyrja hvern mann á fætur öðrum: „Hvar er Stakkavík?“ og lengi gat eng- inn svarað þeirri spurningu. Ég gat nokkurn veginn sagt til um, á hvaða svæði Stakkavík væri, en það kom lengi vel fyrir ekki. En þannig stóð á þessu, að kollega minn, sem hafði verið hér, hafði dvalizt um skeið á þessum stað, og fór miklum sænska kolleganumsumarbústað sinn í Stakkavík um tíma. Og mér var strax boðið þangað. Fyrst til að skoða staðinn. Við ókum suður að Kleifarvatni og Krýsuvík. Það var út af fyr- ir sig opinberun að koma þang- að og ekki lengra. Aldrei á ævi minni hafði ég séðl annað eins landslag, og þó hafði ég verið á eldfjallaeyjum við Grikkland. Þetta var stórkostlegt. Mér fannst ég vera kominn til tunglsins, þegar við stigum út úr bílnum sunnan við Kieifar- vatn. Ef málarar geta ekki feng ið innblástur þar, þá er ég illa svikin. En svo, ef einhvern lang ar til að vita, hvar Stakkavík er, þá er hún við Hlíðarvatn, skammt frá Herdísarvík. Dvald- ist ég þarna ein t vikutíma. Vin ósk minni. „Island er fantastiskt“. — En síðan hafið þér séð meira af íslandi, og hvað finnst yður um aðra hluta en Kleifar- vatn og Stakkavík? — Ég er búin að fara nærri kringum landið, 'og á þó eftir staði, sem ég veit varla, hvort ég geri aivöru úr að heim«ækja Sumir spyrja mig, hvort ég hafi ekki málað á ferð minni. En það geri ég ekki. Ég mála aldrei fyrr en eftir á — það sem land- ið og fólkið blæs mér í brjóst. Og ég býst við, að Islandsferð- in verði mér á borð við ferð til Grikklands. Ég hef farið svo til að hafa heimsótt island. Alveg eins og Kleifarvatn og Stakkavík. Svo man ég alltaf útsýnina af Siglufjarðarskarði, Mývatn og grennd og heimsókn ina á bæinn til unga bóndans, sem var einu sinni í Svíþjóð og giftist þar finnskri stúlku og sagði mér frá skáldskapnum, Eddukvæðunum og sögunum. Ég man alltaf eftir rigningunni á Seyðisfirði, sólskinsskúrum við Mývatn, komunni á Höfn í Hornafirði, þar sem jökullinn rennur niður í sjó, ég hef aldrei séð annað eins. Svo fór ég frá Höfn til Vestmannaeyja, og þar var ég með bjargsigsmönnum. En nú verðum við að láta stað- ar numið. Þetta verður annars óendanlegt. En — í fáum orð- um sagt: Island er fantastisk!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.