Vísir - 10.11.1962, Side 1

Vísir - 10.11.1962, Side 1
í gærkveldi á sjöunda tímanum varð roskin kona fyrir bifreið á mótum Hringbrautar og Hofsvalia götu. Konan slasaðist talsvert, marð- ist á handlegg og víðar og skrám- aðist illa á fótum. Þrátt fyrir nýgenginn dóm í Sakadómi Reykjavíkur — og Vísir birti fyrir fáum dögum — um það að ökumönnum beri skylda til að kveðja lögreglu á vettvang er slys ber að höndum, tók ökumaðurinn konuna í bifreið sína og ók henni heim til hennar. Enginn var þá fyr- ; Framh. á 5. síðu. MÁ CKKERT ÚTAF BCRA — segir Dr. grímsson Þetta hefur gengið alveg þolan- lega hjá okkur á Landsspítalanum það sem af er þessari viku, enda þótt við værum svo óheppnir að það byrjaði einmitt slysavakt í Landsspítalanum um leið og lækn- arnir Iögðu niður vinnu. Þannig fórust dr. Snorra Hall- grimssyni prófessor og yfirlækni Landsspítalans orð í gærkveldi við Vísi, er blaðið átti stutt viðtal við hann. — Hefur oft orðið að kveðja lækna til aðstoðar? — Það er mismunandi nokkuð. Suma dagana hefur orðið að gera það ítrekað, aðra daga lítið sem ekki. Það fer eftir því hve berst Snorri Hall- prófessor mikið að hverju sinni af erfiðum tilfellum. — Er ekki alltaf mjög mikið að gera þær vikurnar, sem slysavakt er? — Venjulega. En svo undarlega hefur viljað til, að þetta hefur verið alveg óvenjulega róleg vika. Aðeins eitt stórt slysatilfelli komið til okkar. Það verður að teljast lítið. — Geta yfirlæknarnir nokkuð skipzt á vöktum? — Nei, bæði er það, að þeir hafa ærið að gera hver í sinni deild, og svo þætti það sennilega skrítið, ef barnalæknir eða lyflæknir væri settur að skurðarborðinu, eða öf- ugt. — Hefur Landsspítalinn getað annað því sem þurft hefur að gera i sambandi við aðgerð á sjúkling- um og aðra læknishjálp frá því er verkfall læknanna hófst? Framh. á 5. síðu. stúlkur á myndinni hér fyrir ofan, voru meðal fjölmargra unglinga er sóttu Lido í gær- kvöldi og virtust skemmta sér konunglega, drekkanjdj mjólkurhristing. Ljósm. Vísi^ I. M. (Sjá frétt á 5. síðu). NÝJA TOUSKRAIN í ATHUCUN Þessa dagana vinnur Tollskrámefndin að at- hugunum á nýju toll- skránni, sagði Gunnar Fannst meðvitund■ Thoroddsen fjármálaráð herra, er Vísir spurðist fyrir um það í gærkvöldi hvað málinu liði. Ráðherrann gat þess, að eft- ir að fjármálaráðuneytið gekk frá skránni hefði hún verið send samtökum og öðrum aðil- um til umsagnar og hefðu þær umsagnir nú borizt. Athugar Tollskrámefnd nú þær athuga- semdir í ljósi frumvarpsins, og er að vinna úr þeim þessa dag- ana. Óákveðið er því enn hve- nær málið verður endanlega lagt fyrir þing, en fullyrða má þó að það verður á næstunm. Eins og Vísir hefir áður skýrt frá eru margháttaðar breyting- ar og lækkanir fyrirhugaðar í hinni nýju tollskrá. Meðal ann- ars verður söluskatturinn að upphæð 15% lagður niður. Um miðjan dag i gær var komið að meðvitundarlausum manni sem var að því kominn að kafna úr reyk. Hann var fyrst fluttur í slysa varðstofuna og þaðan i sjúkrahús. Hann var enn meðvitundarlaus þegar blaðið vissi síðast, en þá var verið að dæla í hann súrefni. Kona sem býr á efri hæð húss- irjs fór niður í kjallara í herbergi sönar síns, en það var þá fullt af Þessi atburður skeði um klukk-1 reyk og pilturinn meðvitundarlaus an hálffjögur í gær á Baldursgötu Framhald á bls. 5. Læknamálii fer fyrir Hæstarétt Hæstaréttarritari Hákon Guð- mundsson tjáði Vísi í gærkvöldi að sér hefði seint í gær borizt áfrýjun læknanna í læknamál- inu og gengur það því nú til Hæstaréttar. Hafði Vísir skýrt áður frá þvi að læknar hefðu afráðið að áfrýja. Fylgdi áfrýj- uninni greinargerð um málið frá lögmanni læknanna. Um svipað leyti barst hæstaréttar- ritara, sem einnig er forseti Fé- lagsdóms, greinargerð frá lög- manni fjármálaráðuneytisins, vegna áfrýjunarinnar. Kvaðst dómsfarsetinn myndi afgreiða áfrýjunina til Hæstaréttar nú í dag. Það sem nú gerist í lækna- Framh. á 5. síðu. Ok konunni sjálf- 'irheim afslysstað Eldsvoði í Eyjafirði I gær hélt fulltrúi lögreglunnar á Akureyri fram að Munkaþverá til þess að rannsaka brunann sem þar varð i fyrrinótt. Brann þar mannlaust íbúðarhús tii kaldra kola. Eftir því sem settur bæiar- fógeti á Akureyri tjáði Vísi í gær- kvöldi var niðurstaða rannsókn- arinnar sú að kviknað hefði í út frá rafmagni. Húsið var vátryggt. Eldur kom upp í húsinu um tvö- Framh. á 5. síðu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.