Vísir - 15.03.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 15.03.1963, Blaðsíða 6
6 V1SIR . Föstudagur 15. marz 1963. Ingólfur Möller, skipstjóri: Fóstbræðralag Einu sinni fyrir löngu löngu bjuggu tveir fóstbræður skip sín til að freista þess að finna ónumið land, sem sögur sögðu að lægi iangt vestur í hafi. Vegna ójafnaðar í landi þeirra langaði þá til að reyna að stofna ríki þar sem andi fóstbræðra- lags mætti yfir landi svífa. Þeir fundu Island og festu þar bú. öðrum fóstbræðranna var af þrælum sínum brátt ráð- inn bani. ísland hefur síðan ver- ið í byggð, en á ýmsu hefur gengið. Eldgos, móðuharðindi og svaríridauði herjuðu landið. FóJk var harðgert og \ rautseigt, þess vegna erum við hér. Hvern ig líður okkur? Okkur líður mjög vel. Sennilega hefur okkur aldrei liðið eins vel. Gæti liðið betur? Já. Hvernig? Með því. að láta anda fóstbræðralags yfir'' landi svífa. Hvaða orðaskak er nú þetta? Þetta er ekki orðaskak heldur lykillinn að sæluríkinu. Hér í okkar blessaða landi gera menn allt, nema berast á banaspjót- um, til þess að koma í veg fyrir, að ráðandi menn komi málum í höfn. Fóstbræðralag? Já, eitt skal yfir okkur alla ganga. Enda mundi það gera það, ef drifkraft urinn, sjálfselskan, væri ekki eins sterkt afl, og hún er í raun og veru. Hjá einstaklingnum vakna hugmyndirnar, sem siðan þróast I meðförunum. Einstak- lihgurinn er því sá frjóangi; sem hlúa vqrður að. Ríkið getur að- eins orðið sterkt, ef einstakling amir eru sterkir. Við þurfum að byggja ríki sterkra einstakl- inga, en til þess þurfum við að hjálpa hver öðrum. Við verðum öíl að róa í sömu átt. I áttina til farsældar fjöldans. Margt hefur breytzt frá því sem var þegar verkalýðssam- tökin urðu til. Sannleikurinn mun vera sá að réttlætiskennd mannskepnunnar mun hafa þroskazt svo, að ástandið er orð ið allt annað og betra, en var. Nauðsynlegt er að beita réttum ráðum á réttum tfma. Læknir heldur ekki áfram að gefa fyrr- verandi lungnabólgusjúklingi pensilín. Líklega hafa verkföll verið óhjákvæmileg á sínum tíma, en ég held að í dag séu þau orðin úrelt. Oft hefur verið kallað á þjóðaratkvæði. Væri ekki hugsanlegt að láta fara fram þjóðaratkvæði jafnhliða næstu kosningum, um það, hvort landsmenn ekki gætu fall izt á kjaradóm, þegar frjálsir samningar hafa strandað? Fyrst samtök eins og Bandalag starfs- manna ríkis og bæja geta sætt sig við kjaradóm, því skyld um við hin þá ekki geta setið f sama báti. ÖIl þykjumst við vera sanngjörn, og þá er að sýna það í verki. Fóstbræðra- lagið: Látum eitt yfir alla ganga Peningar eru afl þeirra hluta, sem gera skal. Peningar eru líka undirrót óánægju og öfundar. Hvað fæ ég fyrir það? er hin eilífa spurning. Peningarnir koma frá fjöldanum. Það er a. m. k. aðalreglan. Við þurfum því að finna leið til þess að láta afraksturinn renna til fjöld- ans, ef f jöldinn er reiðubúinn til samstarfs. Fyrir nærfellt 30 árum var fyrst flutt um það tillaga á Al- þingi íslendinga að gerð yrði athugun á og sfðan tillögur um, hvernig koma mætti á hlutdeild arfyrirkomulagi í atvinnu- rekstri. Síðan hefur oft verið á þetta minnzt, en framkvæmdir engar. í greinagóðu erindi, sem einn af ritstjórum dagblaða höf uðborgarinnar flutti f útvarpinu fyrir skömmu má segja að 30 ára vangaveltum hafi á stuttri kvöldstund verið gerð skil, svo ekki sé annað eftir, en hrinda f framkvæmd því máli, sem líkleg ast er til þess að færa lands- mönnum raunverulegar kjarabæt ur. Æskilegt yæri að fá þetta erindi svart á hvftu. Dæmið um hvernig Volkswag enverksmiðjunum var breytt úr ríkisfyrirtæki f almenningshluta félag gæti orðið fyrirmynd að því, að stofna hér almenn- ingshlutafélag um Sementsverk- smiðjuna. Ég geri ráð fyrir að Sements- verksmiðjan sé svo gott fyrir- tæki, að hlutir f henni myndu renna út. Nauðsynlegt er að vanda svo til fyrstu tilraunar f þessa átt, að hún grfpi hugi fjöldans. Á velgengnistímum eins og þeim, sem við nú lifum á er æskiiegt að virkja fjár- magn fjöldans á sem þjóðheppi legastan hátt. Fjármagn kallar á vörur eða verðmæti. Geti mað- ur keypt verðbréf, sem sfðan gæti gefið manni sjónvarpstæki, þá er það hreint ekki svo vitlaus leið til þess að eignast þann, að þvf er virðist, eftirsótta hlut. Fátt er atvinnuvegum vor- um meiri fjötur um fót en fjár skortur. Fyrirtækin eru of mörg og þess vegna of smá. Skipu- lagningin hefur ekki verið okkar sterka hlið, en þar með er ekki sagt að við eigum ekki að læra af reynslunni. Það er svo stutt síðan að við fórum að hafa fé von að hlutirnir séu búnir að fá á sig framtíðar form. Yfirleitt hefur verið prjónað við barns- flíkina, þess vegna verðúr út- koman stundum dálftið skrýtin. Berum við gæfu til þess að hrinda fyrsta almenningshluta- félaginu úr vör, þá segir mér svo hugur um að þar verði mik- il sigling. Sigling til fyrirheitna landsins þar sem fóstbræðralag- ið rfkir. 25. febrúar. Skátar heiðraðir fyrir björgun mannslífa Þrír skátar hafa að undanförnu verið heiðraðir fyrir björgun mannslífa — hlotið bronskrossinn, sem er næst æðsta merkið, sem Bandalag íslenzkra skáta veitir fyr ir hetjudáðir. Ólafur Jónsson, Fagurgerði 5 á Selfossi, hjálpaði manni, sem lent hafði með annan handlegginn f fram af bryggju, og bar straumur- inn hann á brott. Gunnar Kristins- son, sem búsettur er á Hólmavík, var nærstaddur, og gat hann synt á eftir manninum og náð honum. Maðurinn hafði að vfsu sopið nokk urn sjó, en var ,með rænu, er hann náðist. Gunnar er 1S ára. Loks gerðist það f Hrfsey 1961, blásara, svo að handleggurinn tætt að Svanlaug Árnadóttir (Tryggva ist af honum. Stöðvaði Ólafur blóð ; sonar leikara), bjargaði dreng, sem rásina og gerði að sárinu eftir fallið hafði í brunn, og gerði á mætti, unz maðurinn komst undir j honum lífgunartilraunir, sem báru læknishendi. Ólafur, sem er 16 árangur. Svanlaug var 11 ára, þeg ára, tók við merkinu í Samvinnu skólanum að Bifröst, þar sem hann er nemandi. Þá gerðist það einnig s.I. sumar á Hólmavík, að maður datt þar ar hún vann þetta afrek. Eins og fyrr segir hlutu þau öll bronskross BI'S, sem veittur er fyrir björgun úr lífsháska án á- hættu á eigin lífi. Eitt fslenzku listaverkanna f Heislngfors. Konstruktion eftir Guðmund Benediktsson. 62 íslenzk Issta- verk í Helsingfors Ellefta norræna lista.yningin var opnuð í sýningarhöllinni Ateneum í Helsingfors á sunnudaginn og var forseti Finnlands Urho Kekkonen og frú viðstödd opnunina. Það mun aði minnstu að hægt væri að opna sýninguna á réttum tfma, þar sem fsalög og verkföll töfðu fyrir send ingu listaverka til Helsingfors. Kom norska deildin á staðinn á sfð- ustu stundu og var verið að setja hana upp alveg fram að opnunar- tfmanum. Það er athyglisvert við þessa sýningu, að fslenzkir listmálarar fá nú f fyrsta skipti á norrænni sýn- ing jafn mikið rými og fulltrúar hinna Norðurlandaþjóðanna. Sam- tals eru 449 listaverk á sýningunni, þar af 62 frá íslandi. Islendingarnir voru tímanlega búnir að ganga frá sinni sýningu, svo að engar tafir urðu á því vegna ísalaga eða ann- arra óvæntra atvika að hún kæmist á staðinn. íslendingarnir sem eiga listaverk á sýningunni eru Benedikt Gunn- Mao tse Tung slakar til Það er of snemmt að segja nokk uð um það hvort leiðtogar Sovét- ríkjanna og Kfna jafna milli sín ágreininginn um hugsjónir komm- únista og stefnu. Þrátt fyrir það svar kfnv. al- þýðustjórnarinnar, er birt var í gær, við tillögu Krúsév um fund æðstu manna Sovétríkjanna og Kína, þar sem Krúsév eða öðrum sovézkum leiðtoga er boðið til Peking, en jafnframt boðið upp á, ef það hentar betur, að kínversk sendinefnd fari til Moskvu, er enn óvissa um sættir. Afstaða Mao hefir á undangengnum tfma sem kunnugt er verið harðari og ó- sveigjanlegri en stefna Krúsévs. Stjórnmálafréttaritarar ýmsir benda á, að þótt hér virðist ó- neitanlega um tækifæri að ræða til sátta, og Pekingstjórnin hafi vissulega komið til móts við Rússa þá sé ekki kunnugt um það, að Pekingstjórnin hafi hvikað frá af- stöðu sinni um niHJ ágreinings- atriði, svo sem Albaniu, Tito for- seta Júgóslavíu og fleira, og kunn ugt sé, að er- þar að kemur vilji leiðtogar f Peking, að hvert á- greiningsatriði um sig verði tekið fyrir sér f lagi og rætt til þraut- Gengur Krúsév á fund páfa? Adzhubei, tengdasonur Krúsév var er síðast fréttist á leið heim um Vínarborg, eftir að hafa geng- ið fyrir Jóhannes páfa, og er það ýmsra ætlan, að tilgangur Adzhu- bei hafi verið að greiða fyrir heim sókn Krúsévs f páfagarð. Mao tse Tung arsson, Jóhann Briem, Hafsteinn Austmann, Steinþór Sigurðsson, Guðmunda Andrésdóttir, Hörður Ágústsson, Sigurður Sigurðsson, Valtýr Pétursson, Bragi Ásgeirs- son, Vigdís Kristjánsdóttir og myndhöggvararnir Jón og Guð- mundur Benediktssynir og Sigur- jón Ólafsson. ______ Brondar lótn- ir sígn Þær umræður sem hafa farið fram í blöðum og útvarpi um kvik myndir, og kvikmyndaeftirlit, hafa nú þegar komizt á það stig, að vænta má þess, að þær nái inn í þá stofnun þjóðarinnar, sem ein getur gert eitthvað raunhæft til úrbóta f málinu. Ekki sfzt með til- liti til þess, að fyrir Alþingi iiggur frumvarp um breytt fyrirkomulag á rekstri kvikmyndahúsanna og enn fremur eru barnaverndarlögin í endurskoðun. Við undirrituð viljum þvf lýsa þvf yfir, að við munum ekki ræða þetta mál fremur en orðið er á opinberum vettvangi að sinni. Frek ari tölur eða skrif geta aðeins orð- ið til að valda ósmekklegum deil- um, sem gætu tafið afgreiðslu málsins. Tillögur verða lagðar næstu daga fyrir Menntamálanefnd neðri deild- ar Alþingis, svo og fyrir Mennta- málaráðherra. Fieiri tillögur munu og vera á döfinni og munu ganga sömu leið. Að gefnu tilefni. Aðalbjörg Sigurðardóttir (sign) Guðjón Guðjónsson (sign) Högni Egilsson (sign)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.