Vísir - 27.05.1963, Blaðsíða 11
VIÍSIR . Mánudagur 27. maí 1963.
11
□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□
ERCOLE PATTI:
ÁSTARÆVINTÝRI
í RÓMABORG
í.
Þetta var á nóvemberkvöldi tæp-
lega klukkustundu eftir miðnætti.
Marcello Cenni, sonur aðalsmanns,
sem var í hinni „göfugu sveit“
Hans Heilagjeika, páfans, var á
leið heim í íbúð föður síns við
Via Boezio. Þá um kvöldið hafði
hann verið með vinum sínum, á-
hugamönnum um bókmenntir og
listir, í Esperia-kaffistofunni. Það
var heiðskírt þessa nótt og svalt,
og hann hafði valið sér lengri leið
en hann þurfti til þess að njóta
betur göngunnar. Lá leið hans um
mannlausar götur Prati, meðfram
stórbyggingum, þar sem þreyttir
skrifstofumenn og aðrir iáglauna
starfsmenn voru búnir að taka á
sig náðir. Á göngu sinni um Via
Germanico nam hann staðar. Gat-
an var mannlaus, að því undan-
teknu að á þeim enda hennar,
sem fjær honum var, sást kona á
gangi. Hún gekk að skuggalegum
útidyrum og þar næst aftur út á
götuna. Þetta gerði hún hvað eftir
annað og vakti það forvitni hans,
svo að hann hélt í áttina til henn-
ar og gekk greiðara en áður. Þeg-
ar nær kom heyrði hann, að hún
flautaði lágt hvað eftir annað,
og á milli kallaði hún með ung-
meyjarlegri röddu:
„Signorina".
En það ríkti alger þögn hverju
sinni, er hún hafði flautað eða
kallað — ekkert svar kom úr ljós
lausri byggingunni. Þarna stóð
stúlkan og leit upp í lokaða glugg
ana, og hélt áfram að flauta og
kalla, við og við. Og enn flutti
hún sig út á miðja götuna og flaut
aði enn einu sinni þar.
Þegar Marcello var kominn til
hennar leit hún á hann sem snöggv
ast og sagði síðan algerlega feimn-
islaust og hratt:
— Ég hef gleymt útidyralyklin-
.um og hvernig sem ég flauta eða
kalla get ég ekki látið konuna,
sem húsinu ræður, heyra til mín.
— Hafið þér reynt að berja að
dyrum? spurði Marcello.
— Já, en það er alveg tilgangs-
laust. Dyravörðurinn sefur í bak-
herberginu. Og hann er heyrnar-
sljór, að ég held.
Hún talaði með dálitlum Feneyja
hreim og Marcello féll vel hve
opinská og blátt áfram hún var.
Hún virtist vera um tvítugt. Hún
bar gult slá með áfastri hettu, sem
lafði niður milli herðablaðanna.
Hún var dálítið langleit, svipurinn
gáfulegur, varirnar ómálaðar, hárið
stuttklippt og fremur úfið. Hún
flautaði eins og strákur, og Marc-
ello var skemmt, af tilhðgsuninni
um, að slíkt flaut skyldi berast
af jafn kvenlegum og fögrum vör-
um.
Og enn flautaði hún og að þessu
sinni hátt og lengi og svo kallaði
hún:
— Signora, signora Comparetti.
Þau hlustuðu þögul og svo sagði
hún:
— Hún heyrir aldrei til mín.
Ég verð verð víst að vera í alla
nótt hér úti á miðri götu.
— Það getur nú rætzt úr þessu
enn, sagði Marcello, kannski ein-
hver, sem á heima í húsinu komi
seint heim I kvöld. Og ef hverfis-
lögregluþjónn skyldi koma gæti
hugsazt, að hann gæti opnað fyrir
yður.
— Ég verð líklega að bíða, því
að ég á ekki annarra kosta völ
en ekki er ég bjartsýn á, að ég
hafi heppnina með mér.
— Ég gæti reynt lyklana rnína,
sagði Marcello og bjóst til að
ganga að útidyrunum.
— Það er víst tiígangslítið. Þetta
er gamaldags lykill stór og þungur
og ávalur með broddum eins og á
þistli. Fráleitt hafið þér slíkan lyk-
il?
Marcello hló.
— Ég er smeykur um, að slíkan
lykil hafi ég ekki.
Þau fóru bæði að hlæja og stúlk
an stakk hendinni í vasann á gula
sláinu, tók upp úr henni sigarettu,
og kveikti á kveikjaranum sínum,
og meðan hún bar sigarettuna að
loganum studdi hún mjúkum fingr-
um á hönd hans. Hann hugsaði
eitthvað á þá leið, að hún væri
hörundsmjúk eins og skólastúlka.
— Þakka yður fyrir, sagði hún
og blés frá sér reyknum og leit
svo upp og niður eftir götunni.
Enginn á ferli. Hamingjan má vita
hversu Iengi ég verð að bíða hérna.
Og Via Germanico virtist lengri
en vanalega, mannlaus í haustsval-
anum. Skammt frá var ónýt karfa,
sem einhver hafði skilið eftir eða
vindurinn feykt þangað, og ýmis-
legt annað drasl gat að Ifta þarna
á víð og dreif, pappakassaræfla,
ónýt pottlok — einhverju var kast
að út um glugga og köttur hentist
þvert yfir götuna.
— Það hlýtur einhver að vera
ókominn heim, sagði Marcello.
— Ég ætla að fara að tylla mér
á þrepin þarna, sagði stúlkan og
benti á útidyratröppur húss hand-
an götunnar, en þar var rúmdýnu-
verkstæði á neðstu hæð... Ég
ætla að bíða þar.
— Ég ætla að koma með yður
og rabba dálítið við yður. Það
gæti stytt fyrir yður biðina.
— Ég vil ógjarnan baka yður
ónæði. Yður hlýtur að vera farið
að langa til að komast heim — í
háttinn.
— Ég er ekkert syfjaður. Og
þetta er yndislegt kvöld.
Þau gengu yfir götuna.
Þarna finnst mér vera betra
sæti, sagði hann og benti á tröpp-
ur annars húss ... mik|u þægilegri.
— Þarna er kjötverzlun, sagði
stúlkan hlæjandi, yður finnst kann-
ski góð lykt af lifur og öðru slfku?
Þau settust á hinar tröppurnar.
— Þér eruð frá Feneyjum, er
ekki svo?
— Ber ég það svona greinilega
með mér? spurði hún. Ég er frá
Treviso.
— Hafið þér verið lengi í Róma-
borg?
— Næstum ár.
Þau þögðu. Stúlkan tottaði siga-
rettuna og hallaði sér upp að dyra-
j stafnum og teygði fram fætunna.
Hún var með hælalausa skó á fót-
um. Gula sláið hafði opnazt dálítið
og hann sá, að hún var í skozku
pilsi. Nú fór hún að raula vinsælt
lag. Ljóðið var um haustlaufin
sem falla til jarðar og vindurinn
Jeykir með sér.
— Það hefur flögFað að mér að
þér séuð námsmær? spurði hann
allt í einu,
— Svo mætti kannski segja, en
satt að segja hætti ég í fyrra,
áður en ég kom til Rómaborgar.
— Þér eruð þá ekki við nám hér?
— Ég fékk verðlaun í kvikmynda
keppni í Portarose og kom svo
hingað.
— Þér eruð þá leikkona?
— Jæja, ■— ég vona að ég verði
það. Ég fékk samning — og ég
hef til þessa fengið þrjú auka-
hlutverk.
— í hvaða myndum?
— Dóttir Svartskeggs, Töfra-
brunnurinn og Sandakon kemur til
bjargar.
— Ég hef aðeins séð Dóttir
Svartskeggs. Með hvaða hlutverk
fóruð þér?
— Ég lék dóttir húsráðandans. i
Munið þér eftir henni, ljóshærðri j
heimskri stelpu? Leiðindahlutverk.
— Já, ég man eftir henni. Og
mér fannst hún satt að segja frem-
ur lagleg, en ekki hefði mér þó
dottið í hug að þér hefðuð leikið
hana. Ég hef tekið eftir því að
þér takið stundum svipað til orða
og við gerum í Róm.
— Það kemur bara til af því,
að ég apa ósjálfrátt eftir þeim í
kvikmyndaverinu.
Þessu var þannig varið, að þegar
hún fór að tala um kvikmyndirnar
og það allt, hvarf Feneyjahreim-
urinn úr rödd hennar.
Sá sem situr bak við þennan
bunka er rekinn.
Hefurðu verið að kaupa nýjan hatt
einu sinni enn.
— Það var heppilegt að þér
skylduð ekki sjá Töfrabrunninn.
— Hvers vegna?
— Bufala!
— og hvað skyldi það merkja?
— Þeir nota það orð þarna i
verinu um drepleiðinlegar myndir.
Þökk fyrir fræðsluna. Ég er bor-
rnn og barnfæddur í Róm, en ég
"é að þér getið kennt mér róm-
verska mállýzku, sem ég veit lítil
deili á.
Stúlkan hló og hnykkti til höfð-
inu. dró til sín fæturna, svo að
hnén námu við barm hennar, og
krosslagði svo hendurnar um þau,
—• Hvað heitið þér? spurði hún
allt í einu.
— Já við vorum ekkert að hafa
fyrir því að kynna okkur — ég
heiti Marcello Cenni.
— Og ég heiti Anna Padoan —
yður til þénustu, sagði hún glettnis
lega og kinkaði kolli og beygði sig
svo höfuð sitt dálítið og bætti við:
— Það hefur flögrað að mér,
að þér séuð kannski Iögfræðingur?
— Ég hef próf í Iögfræði. en ég
tók annað fyrir. Ég er rithöfundur.
— Skrifið þér kannski skáld-
sögur?
— Nei, ekkert svo skemmtilegt,
— ritdóma, ritgerðir sögulegs efnis
og slíkt.
Það var leiðinlegt, ég les nefni-
!eaa ekkert nema skáldsögur, því
miður.
— Það skiftir engu um það,
sagði hann dálítið hranalega, en
svo f mildari tón, — hvað sem því
líður eruð þér ljómandi lagleg og
elskuleg stúlka.
— Þakka yður gullhamrana,
herra minn, sagði Anna og hallaði
sér dálítið fram, og svo — eftir
nokkra þögn:
— Þér lítið nú ekki sem verst
út sjálfur.
í þessum svifum kom maður
nokkur gangandi, nam staðar fyrir
utan húsdyrnar, þar sem Anna bjó
og tók lyklakippu upp úr vasa sín-
um.
— Loksins, sagði Anna og reis á
fætur. Svo kallaði hún til manns-
ins:
Hárgreiðslustofan
HÁTÚNl 6, sími 15493.
Hárgreið- 'ustofan
SÓLEY
Sólvallagötu 72,
Sími L4853.
Hátgreiðslustofan
PIROL A
Grettisgötu 31, slmi 14787.
Hárgreiðslustofa
ESTURBÆJAR
Grenimel 9, simi 19218.
Háigreiðslustofa
SVÖNU ÞÓRÐARDÖTTUR,
Freyjugötu 1, slmi 15799.
Hárgreiðslusiota
AUSTURBÆJAR
(Marla Guðmundsdóttir)
Laugavegi 13, sími 14656.
Nuddstofa á sama stað.
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
STEINU OG DÓDÓ,
Laugavegi 11, simi 24616.
Lokað um óákveðinn tfma
vegna brunans.
P E R IVl A, Garðsenda 21. sími
33968 Hárgreiðslu- og snyrtlstofa
Tarzan og Ito gera fífldjarfa dílana, með því að sveifla sér stökkva af bakinu á mér, yfir f á ofsalegri ferð, og Ienda í runna
tilraun til að sleppa við króko- yfir á vínviðartágum. runnana. Þeir svífa yfir fljótið fullum af maurum.
Tarzan: Vertu viðbúinn að
Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi
TJARNARSTOFAN,
Tjarnargötu 10, Vonarstrætismeg
ín. Sími 14662.
Hárgreiðslustofan
Háaleitisbraut 20 Sfmi 12614
Vinnubuxur
Aðeins kr. 198.00
Ef ffl