Vísir - 12.10.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 12.10.1963, Blaðsíða 4
 V í SIR . Laugardagur 12. október 196& BINDINDISDA SURINN TjEGAR hr. Pétur Sigurðsson, erindreki hringdi til mín þess erindis að biðja mig um grein í eitt dagblaðið viðvikj- andi bindindismálum tók ég því fjarri. Ekki vegna þess að ég væri ekki hlynnt því að Bakkus mætti lúta í lægra haldi, og fræðsla um vínnautn og skað semi hennar yrði sem viðtækust og gæfi sem beztan árangur, heldur vegna hins, að mér finnst ég ekki vera þess umkomin að skrifa aðfinnslugreinar og á- mæli til annarra, eða að gefa þau ráð sem nokkurs virði væru. En þegar ég fór að hugsa nánar um þetta fann ég, að mér sem formanni landssambands hús- mæðra bar að minna á þær til- lögur sem fram hafa komið á fundum kvenfélaga víðs vegar um landið um uppeldismál og áfengisnautn, og voru nú á sfð astliðnu vori teknar til umræðu og samræmingar á landsþingi Kvenfélagasambands íslands. í þessum umræðum kom það skýrt fram hjá fulltrúunum, að í sambandi við uppeldismál væri aukin kristindómsfræðsla nauð synleg til þess að veita æskunni þá undirstöðu menningar, þroska og manngildis, sem bezt hefir dugað íslenzku þjóðinni bæði á tímum velsældar og þrenginga, og enn mætti verða veganesti til farsældar á lífsleið inni. Ég vil því leyfa mér að birta hér þær samþykktir sem 15. lapdsþing Kvenfélagasambands íslands gerði um þessi mál: I. „15. landsþing K. í. endur- tekur fyrri áskoranir sínar til hins háa dómsmálaráðuneytis um, að komið verði á almennri vegabréfaskyldu, svo að auð- veldara verði að framfylgja þeim lögum og reglugjörðum, sem í áfengislöggjöfinni felast. Enn fremur skorar þingið á ráðu neytið, að það hlutist til um, að mjög verði þyngdar refsingar fyrir ólöglega útvegun og sölu áfengra drykkja til unglinga". II. „Jafnframt þvl að vísa til fyrri samþykkta síðustu þinga K. í. um bindindis- og áfengismál og með tillit; til sívaxandi áfengis neyzlu þjóðarinnar og þess vanda, sem af henni leiðir skor ar 15. landsþing K. í. á allar íslenzkar konur, en þó einkum þær, sem eru 1 félögum innan K. 1. að vinna að bindindissemi á alian hátt meðal' annars: 1) „Með því að stofna til bind indissamtaka og styrkja og efla þau sem fyrir eru. 2) Með því að beita sér gegn áfengisneyzlu I heimahúsum og á almennum skemmtunum". III. „15 landsþing K. í beinir þeirri áskorun til Menntamáia- ráðuneytisins, að kristindóms- fræðsla I skólum verði aukin að miklum mun m. a. með því að kenna kristin fræði til loka skyldunáms. Telur þingið æski legt, að prestum landsins verði falin þessi kennsla, þar sem þvi verði við komið“. Blikastöðum. 10. okt. 1963 Helga Magnúsdóttir. Fylleriförseelser per 1000 mán i resp. álder Þetta línurit er framan á heft- inu. Hvað segir það? Drykkja sterks áfengis er næstum jöfn öll árin frá 1950—1962, nema ’56 og ’57, þegar allt ætlaði vit- laust að verða vegna kaupfrels- is á öllum vínföngum, og Svíar neyttu 10.5 lftra af sterku áfengi á hvem mann eldri en 15 ára. Svo dró úr ósköpunum, og minnst varð drykkja sterks áfengis árið 1960, ca. 7.5 lítri á hvem Svía 15 ára eða eldri, en hefur svo' farið jafnt hækkandi þau ár, sem greinarhöfundur, G. H. Ó., hefur dvalið við nám þar í landi, og er 1962 nákvæm- lega það sem hún var 1950 og 1954, eða 8 lítrar á mann til jafnaðar. Öldrykkjan virðist vaxa og minnka með sterka á- fenginu, öfugt við það sem G. H. Ó. heldur fram. 1956, þegar mest var neytt sterks áfengis í Svlþjóð, var sterki bjórinn 1.71 1. á mann, minnkaði svo ofan í 1.33 1. ’58, og sterka áfengið niður fyrir 8 I. á mann. Hvorutveggja smá- hækkar svo aftur, og sterki bjór inn er 1962 2.03 I. á mann. Mán o 1954 m 1962 Sterkur bjór hindrar ekki ofdrykkju í SVÍÞJÓÐ TV'ýlega birtist grein I Vísi eft- ir Grétar H. Óskarsson, með þeim óhugnanlegu afleið- ingum, sem hann getur haft í för með sér. Mundi það án efa bjarga mörgum manninum frá ofdrykkjunni. Sanngjarnt væri þá að hækka verð sterkra flugvélaverkfræðinema í Stokk- hólmi, sem nefndist: „Bjórinn hindrar ofdrykkjuna”, og fylgdi stór mynd af höfundi(?) þamb- andi úr ölflösku og segjandi: „Enn er hann veikur — verður hann sterkur?” Öll er greinin öfgafullur áróð Mtw/UiT. 15 oeh ditrov«p ur fyrir því að farið verði að 12 framleiða og drekka sterkan bjór á íslandi, til þess að „hindra ofdrykkjuna”. Höfundur kvað enn ekki vera óreglumaður, en hefur mennt- azt áður í Þýzkalandi, þekkir St. Pauli og þykir víst sá sterki I Svíþjóð einnig góður. 1 inngangi undrast höfundur yfir að alþingismenn skyldu ekki samþykkja síðasta ölfrum- varp „í snarheitum með þvilík- um meirihluta að lfkja mætti við kosningasigur kommúnista austantjaldslanda”. og „mætti ætla að templarar hefðu tekið frumvarpinu á raunsæjan hátt“. En það var einmitt það sem þeir og alþingismennirnir gerðu. Raunsæi þeirra fellur bara ekki þessum „raunsæja" verkfræði- nema I geð. Svo kemur mergurinn máls- ins: „Mætti því ætla að þeir sem virkilega óska minnkun á- fengisbölsins í landinu, tækju því með fögnuði að hafin væri sala áfengs dryklcs, sem hefði einungis 4 — 6% áfengismagn, og mun hættuminni en aðrir á- fengir drykkir, svo sem sannað er læknisfræðilega. Væri það stórt skref fram á við, ef menn neyttu þessa góða og hættulitla drykkjar í stað svartadauða, Línuritið sýnir einnig neyzlu „vína“ í Svíþjóð. Hún fer sí- hækkandi, og er þrisvar sinnum meiri ’62 en ’50, Þannig mætti næstum segja að Svíar reyndu að láta drykkju „vína“ koma í stað sterks áfengis. En þeim tekst það bara ekki. Sterki bjór- inn og léttu vínin koma til við- bótar stöðugri, og nú sfðustu árin, aukinni neyzlu sterks á- fengis. Undantekningarlítið munu þeir, sem verða áfenginu að bráð, byrja á ölinu eða/og létt- um vínum (hér á landi svoköll- uðum kocktail). Þvf er línurit yfir áfengisafbrot ungra manna í Svíþjóð 15 — 20 ára eftirtektar- vert. Konauntlon av sprltdrycker och vin 1950 - 1962 drykkja, en halda ve.ði þeirra vægari niðri. Þannig er þróunin í Svfþjóð, og hefur gefizt vel. Sannaðist það alleftirminnilega í vetur, er verkamenn og verk- stjórar áfengisverzlunarinnar fóru í verkfall til þess að knýja fram betri kjör“. TVf'ér þóttu gífuryrði Grétars x ótrúleg og gerði ég mér það ómak að ná f nýkomið prentað hefti um áfengisástandið í Sví- þjóð, sem gefið er út af „Aðal- sambandi um bindindisfræðslu”. 1 Svíþjóð var byrjað að fram- Ieiða sterkan bjór, 4 — 6%, árið 1955, og kaup áfengis urðu al- gerlega frjáls 1956. Ýmsar verð- breytingar hafa verið gerðar á áfengi undanfarið, til að draga úr ofdrykkjunni. /í rið 1954 — ári áður en sterki X bjórinn kom, voru slík af- brot 15—17 ára unglinga 5.9 á hverja 1000 íbúa, en eftir 7 ára sölu sterka ölsins — 1962, 16.6 á hvert þúsund, eða næstum þrisvar sinnum fleiri. Hjá ung- um mönnum, 17—20 ára, uxu áfengisafbrotin minna við til- komu sterka bjórsins og stór- aukna neyzlu léttra vfna, eða úr 23.5 - 1954 í 44.8 árið 1962. Fullyrðingar G. H. Ó. um að áfengisverkfallið í fyrra hafi sannað eftirminnilega málstað hans, hafa ekki við rök að styðj- ast að því er fróðir Svíar sjálfir fullyrða. Ástandið var algerlega „ónormalt” áfengistímabil. ÖI- æði og óregla minnkaði stór- kostlega, en áfengisdýrkendur Frh. á bls. 7.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.